Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 51
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
sjónhverfingar koma inn í verkin og
geta breyst eftir því hvernig litið er á
þau. Ég er líka kominn út í að vinna
oftast með hreina liti.“
Sigurður Þórir rekur bókaútgáf-
una Odd ásamt Þór Stefánssyni og
hafa þeir fyrst og fremst gefið út
ljóðabækur, bæði frumsamin ljóð og
ljóðaþýðingar. „Þetta er smá menn-
ingarviðleitni og ég hef gaman af
þessu og teikna kápurnar og hanna
bækurnar. Ég hef alltaf haft gaman
af ljóðum, gaf einu sinni út eigin ljóð
þegar ég var ungur og mér finnst
myndlistin og ljóðlistin tengjast.
Sömuleiðis tónlist, sem ég hlusta
mikið á og þá á alla tónlist. Ég er
einnig í skákklúbbi þar sem við hitt-
umst hálfsmánaðarlega yfir veturinn
og svo er ég með sumarbústað á
Vatnsnesi þar sem mér finnst gott að
vera og ætla að vera þar yfir afmælið.
Ég ætla ekki að gera neitt sérstakt
í tilefni af þessu afmæli. Þegar ég
varð fimmtugur gaf ég út bókina Úr
hugarheimi sem fjallaði um ævi mína
og list. Þegar ég varð síðan sextugur
gaf ég út Tímann og vatnið þar sem
ég myndskreytti hvert einasta erindi
í ljóðabálki Steins Steinars, en þau
eru 77, og skrifaði einnig mínar hug-
leiðingar um ljóðabálkinn sem ég lít á
sem ástarkvæði.“
Fjölskylda
Sambýliskona Sigurðar Þóris er
Jenný Árnadóttir, f. 23.7. 1951, verk-
efnastjóri meðferðardeildar á Laug-
arási. Fyrri kona Sigurðar Þóris var
Sigrún Ágústsdóttir, f. 15.1. 1951,
kennari og námsráðgjafi í Reykjavík.
Þau skildu.
Börn Sigurðar Þóris og Sigrúnar:
1) Geirmundur Orri, f. 17.9. 1971, líf-
efnafræðingur í Stavanger í Noregi, í
sambúð með Suban Sawers; 2) Arn-
grímur, f. 19.8. 1974, d. 23.8. 1974; 3)
Helga, f. 23.1. 1977, ljósmóðir, gift
Braga Þorgrími Ólafssyni sagnfræð-
ingi, búsett í Reykjavík. Börn þeirra
eru Arngrímur Orri, f. 2003, og Ólaf-
ur Bjarki, f. 2007. Dóttir Jennýjar er
Katrín Ösp Bjarnadóttir, f. 26.9.
1970, starfsmaður í Jurtaapóteki, og
er hennar dóttir Steinunn Jenný
Karlsdóttir, f. 2005.
Alsystkini Sigurðar Þóris: Helgi
Bergmann, f. 31.12. 1949, hús-
gagnasmiður og arkitekt í Reykjavík;
Þórunn Ástrós, f. 3.12. 1951, d. 25.11.
2011, kaupkona á Húsavík; Ágúst, f.
8.8. 1954, búfræðingur og fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík; Guðjón, f.
28.9. 1957, matreiðslumaður í Nor-
egi; Hilmar, f. 22.1. 1962, málari og
framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hálf-
systir Sigurðar Þóris, sammæðra, er
Elsa Smith Erlingsdóttir, f. 24.11.
1945, húsmóðir í Reykjavík. Hálf-
systkini Sigurðar Þóris, samfeðra,
eru Sveinn Erling, f. 26.1. 1946, við-
skiptafræðingur í Gerði í Mos-
fellsbæ; Anna Þórunn, f. 23.2. 1974,
hjúkrunarfræðingur, bús. í Reykja-
vík; Sveinbjörn, f. 23.2. 1974, deild-
arstjóri hjá Össuri, bús. í Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar Þóris: Sig-
urður Sveinn Karlsson, f. 12.2. 1927,
fyrrv. verkamaður í Reykjavík, og
Aðalheiður Kristín Helgadóttir, f.
12.10. 1926, d. 7.11. 1987, húsmóðir í
Reykjavík. Þau skildu.
Sigurður Þórir
Sigurðsson
Kristín Jónsdóttir
bústýra í Halakoti og
Skálatanga á Akranesi,
f. á Ytra-Hólmi
Þórarinn Tómasson
vinnum. og sjóm. í Kotvogi, Hafnarhr., f. á Hvalsnesi
Ágústína Þórarinsdóttir
húsfr. á Staðarhöfða
Aðalheiður Kristín Helgadóttir
húsfr. í Rvík
Helgi Björnsson
b. á Staðarhöfða á Akranesi
Kristín Helgadóttir
húsfr. á Staðarhöfða,
f. á Kirkjubóli
Gunnar Bernburg
tónlistarmaður
Ingunn Bernburg
húsfr. í Rvík
Friðrik Karlsson framkvstj. Domus Medica
Eva Karlsdóttir b. á Brekku
og Syðri-Brekku, A-Hún.
Hulda Karen
Ólafsdóttir
sjúkraliði í
Hafnarfirði
Stefán Karl
Stefánsson
leikari í Rvík
Magnús
Ólafsson
eikari, bús.
Hafnarfirði
l
í
Hörður Magnússon
íþróttafréttam. Ólafur
Karlsson
prents-
miðjustj.
í Rvík
Björn Ólafsson
sjómaður, síðast bóndi á Staðarhöfða, f. á Krossi í Lundarreykjadal
Bjarni Geir Alfreðsson
(snæðingur)
veitingamaður í Rvík
Steinunn
Bjarnadóttir
leikkona og
söngkona
Hallsteinn
Ólafsson b.
í Skorholti í
Melasveit
Bjarni Hallsteinsson
bóndi á Brimilsvöllum
og Setbergi, Snæf.,
síðar á Akranesi
Guðbjörg Gísladóttir
ljósm. og húsfr. á Hámundarstöðum, f. á Hafursá
Sveinbjörn Sveinsson
bóndi á Hámundarstöðum
í Vopnafirði, f. í Selási,
V-Hún.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir
ráðskona á Hvammstanga og víðar
Karl Friðriksson
brúarverkstj. og fulltrúi á Akureyri
Ingunn Elísabet Jónsdóttir
húsfr. í Bakkakoti, f. á Ytri-
Kárastöðum
Friðrik Björnsson
bóndi í Bakkakoti í Víðidal, f. í Odda
Úr frændgarði Sigurðar Þóris Sigurðssonar
Sigurður Sveinn Karlsson
fyrrv. verkamaður í Rvík
Laugardagur
85 ára
Hermann M. Sigurðsson
Ingólfur Þórarinsson
80 ára
Erla Sigurbjörnsdóttir
Guðmundur Svafarsson
Hrefna Guðbjörg
Ásmundsdóttir
Hulda Mogensen
Guðmundsdóttir
Pétur Guðmundsson
Unnur Þórðardóttir
75 ára
Bjarnhéðinn Gíslason
Björg G. Einarsdóttir
Hulda Ósk Jónsdóttir
70 ára
Anna M. Björnsdóttir
Anna Óskarsdóttir
Bjarni Þór Einarsson
Eyrún Hafsteinsdóttir
Gerður Jóhannsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir
Guðrún Valtýsdóttir
Halldóra Jónsdóttir
Hólmfríður Elín
Ebenesersdóttir
Kristján J. Karlsson
Kristján Júlíus Ágústsson
Lárus Jón Karlsson
Magnhildur Erla
Halldórsdóttir
María Þ. Haukdal
Jónsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Sigurður Þórir Sigurðsson
60 ára
Björgvin V. Guðmundsson
Czeslaw Jez
Eiríkur Ólafsson
Finnur Hrafn Jónsson
Helga Haraldsdóttir
Hörður Hafsteinsson
Jens Jensson
Kristleifur G. Torfason
Kristóbert Óli Heiðarsson
Magnús Snæbjörnsson
Sigríður María
Hreiðarsdóttir
Víglundur Grétar Jónsson
Vítor Manuel Carvalho
Soares
50 ára
Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir
Ásta Berglind Alfreðsdóttir
Björk Reynisdóttir
Brynjólfur J. Hermannsson
Eggert Hörgdal Snorrason
Hlynur Hjaltason
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Jón Hólm Gunnarsson
Kolbeinn Jón Blandon
Magnús Már Sigurðsson
Ríkharður Traustason
Ryszard Miazga
40 ára
Andrej Maesiar
Ágúst Marinó Ágústsson
Birgir Kristján Guðmundss.
Elva Hrönn Eiríksdóttir
Hlynur Heimisson
Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Inga Jóna Grétarsdóttir
Kristín Soffía Kristmarsd.
Leiknir Kristjánsson
Zbigniew Mariusz Lis
30 ára
Camilla Hólm Jóhannsd.
Dircelene Gomes Almeida
Elín Anna Gísladóttir
Eyrún Linda Gunnarsdóttir
Guðmundur Hinriksson
Jóhann Alexander Árnason
Kristófer Dan Sigurðsson
Martyna Wójcik
Páll Gunnlaugsson
Sigurður Atli Sigurðsson
Skúli Hansen
Sólveig Sigurðardóttir
Sunna Ýr Guðnadóttir
Páskadagur
95 ára
Marta Sigurlilja
Sæmundsdóttir
85 ára
Anna Hjartardóttir
80 ára
Arndís Guðmundsdóttir
Guðrún Lúðvíksdóttir
Hekla Tryggvadóttir
Hreiðar Eyjólfsson
Sara Karlsdóttir
75 ára
Ásgeir Jón Ámundason
Egill Ásgrímsson
Eva Thorstensen
Guðlaugur Jóhannsson
Sigrún Erna Sigurjónsdóttir
Sigurrós Berg
Sigurðardóttir
70 ára
Björg Freysdóttir
Jóhannes Pétursson
Kristín Sigmarsdóttir
Ólafur Örn Kristjánsson
Rögnvaldur S. Reynisson
Sigrún Karlsdóttir
Sigurður Pétursson
Sigurgeir Bjarnason
Þórunn Erna Jessen
60 ára
Anna Björk Njálsdóttir
Anna Lilja Filipsdóttir
Björn Ingi Þorgrímsson
Elín Vilborg Friðvinsdóttir
Högni Guðnason
Ingibjörg E. Ingimundard.
Ingólfur Gíslason
Konráð Jón Birgisson
Þórður Arason
50 ára
Eunice Quason
Greta Matthíasdóttir
Guðríður Brynja Hjaltad.
Ísabella Björk Bjarkadóttir
Kolbrún Hilmarsdóttir
Ragnheiður Kristinsdóttir
Rósa Björk Svavarsdóttir
Sveinn Albert Sigfússon
Thi Hong Hanh Phan
Yucheng Jia
Þórarinn Brynjar Ingvarss.
Þórdís Helga Ingibergsd.
40 ára
Brynja Ármannsdóttir
Catherine P. Soleminio
Erla Ýr Hansen
Ingvi Þór Sigurðsson
Katarína Marciníková
Mikael Sören Frisberg
Ólafur Örn Pétursson
Pawel Socha
Sigurjón Jónsson
Sindri Már Finnbogason
Wioleta Marzec
Zainab Nabo
30 ára
Bjarndís Helena Friðriksd.
Egill Victorsson
Elías Bjarnason
Fannar Carlsson
Freyja Lára Alexandersd.
Hafþór Þórarinsson
Halldór Óli Gunnarsson
Karolina Wiacek
Karólína Alma Jónsdóttir
Kristján R. Guðmundsson
Piotr Dariusz Woloszyn
Richard Ponec
Sonja Arnórsdóttir
Ugne Rusvaltaite
Vigdís Aradóttir
Til hamingju með daginn
Þórður Kristleifsson fæddist 31.mars 1893 á Uppsölum íHálsasveit. Foreldrar hans
voru hjónin Kristleifur Þorsteinsson,
f. 1861, d. 1952, bóndi og fræðimaður
á Kroppi í Reykholtsdal, og Andrína
Guðrún Einarsdóttir, f. 1859, d. 1899.
Þórður ólst að mestu leyti upp á
Stóra-Kroppi, en foreldrar hans
fluttu þangað þegar hann var fjög-
urra ára gamall. Hann var við nám í
skóla sr. Ólafs í Hjarðarholti veturna
1913-1915 og við söngnám í Dresden í
Þýskalandi 1921-1925, Mílanó 1925-
1927 og Berlín 1927.
Þegar heim var komið hélt Þórður
nokkra einsöngstónleika en fór síðan
að kenna söng og hélt í ferð til Þýska-
lands 1929 til að kynna sér söng-
kennslu þar í tvo mánuði.
Fyrst í stað kenndi Þórður í
Reykjavík og var í kjölfarið skipaður
af menntamálaráðherra til að kanna
söngkennslu í skólum og kynna til-
lögur til úrbóta. Hann átti þannig
drjúgan þátt í að efla sönglistina
meðal skólafólks og alþýðunnar, og
eitt af afrekum hans á því sviði var að
gefa út sönglagahefti undir nafninu
Skólasöngvar árið 1930. Fleiri slík
sambærileg hefti áttu eftir að koma
út fyrir hans tilstuðlan, með alls um
fjögur hundruð sönglögum.
Þórður gerðist síðan kennari við
nýstofnaðan Héraðsskóla á Laug-
arvatni árið 1930, síðan við Mennta-
skólann þar og kenndi aðallega söng
og þýsku til 1963 þegar hann fluttist
til Reykjavíkur. Eftir það kenndi
hann söng við Menntaskólann í
Reykjavík. Stjórnaði hann allt að
fimm kórum á Laugarvatni.
Þórður gaf út rit föður síns, sem nú
eru meðal merkustu heimilda um líf
og störf Borgfirðinga seinni hluta 19.
aldar og fyrri hluta þeirrar tutt-
ugustu.
Þórður var kvæntur Guðrúnu Ey-
þórsdóttur, f. 12.3. 1897, d. 25.5. 1983,
kennara. Þau eignuðust stúlku 3.10.
1936, en hún lést sama dag.
Þórður lést 24.6. 1997, 104 ára að
aldri, og var þá elstur íslenskra karl-
manna
Merkir Íslendingar
Þórður
Kristleifsson