Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Aðsókn í sjúkraþjálfun hefur aukist gríðarlega á síðustu misserum og finna sjúkraþjálfarar fyrir auknu álagi. Breyting á greiðsluþátttöku- kerfi sjúklinga er talin vera helsti valdurinn að þessu aukningu en 1. maí 2017 var samið um aðkomu Sjúkratrygginga Íslands að sjúkra- þjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Fé- lags sjúkraþjálfara, segir illa ganga að fjölga sjúkraþjálfurunum á land- inu og hafa stofur og stofnanir leitað til útlanda til að brúa bilið. Þá bætir gráu ofan á svart að í ár er fyrsta ár- ið sem enginn sjúkraþjálfari mun út- skrifast úr Háskóla Íslands þar sem ákveðið var að lengja námið. Hún telur hins vegar aukna aðsókn sýna helst hversu mikil greiðslubyrði sjúklinga var fyrir breytingar. „Þetta segir okkur meira um hvað greiðsluþátttakan var orðin gríðar- lega íþyngjandi fyrir fólk. Við höfum líka talað við fjölmarga lækna, sem við erum í góðu samstarfi við, og þeir segja að þeir séu í auknum mæli núna að senda fólk í sjúkraþjálfun. Þeir hafi ekki getað gert það með sæmilega góðri samvisku vitandi að þetta kostar augun úr,“ segir Unnur og bætir við að sjúkraþjálfarar hafi verið meðvitaðir um að aðsókn myndi aukast með nýju greiðsluþátt- tökukerfi. „Við vorum búin að segja við vel- ferðarráðuneytið og sér í lagi Sjúkratryggingar Íslands að þetta myndi auka aðsóknina. Við vorum búin að taka eftir því að fólk var farið að veigra sér við því að sækja þjón- ustu okkar sökum kostnaðar. Þannig að við vissum að þetta myndi aukast allhressilega. En ég verð að viður- kenna að ég held að það hafi komið okkur öllum á óvart hversu mikil aukning þetta var.“ Árið í ár dýrara en áætlað var Hún segir sjúkraþjálfara þó al- mennt ánægða með þetta breytta fyrirkomulag og bendir á nauðsyn þess að greiðsluþátttaka sé ekki það sem stýri úrræðum fólks við kvillum. Hún segir hins vegar ljóst að nið- urgreiðsla Sjúkratrygginga fyrir sjúkraþjálfun árið 2018 verði dýrari en heimildir eru fyrir. Sjúkratrygg- ingar íhuguðu fyrir stuttu að segja upp samningum við sjúkraþjálfara vegna aukins kostnaðar. „Þó svo að við værum búin að segja að það yrði aukning þá áttuðu þau sig heldur ekki á því hvað hún væri mikil og reiknuðu ekki fjárframlög í sam- ræmi við það,“ segir Unnur en ákveðið var að hætta við að slíta samningum og því er fyrirkomulagið óbreytt. Yfirgefa spítalann fyrir stofur Spurð um hvort stéttin ráði við þetta aukna álag segir Unnur að sjúkraþjálfarar séu í standandi vandræðum, manneklan sé mest á stofnunum. „,Það eru ekki til nægi- lega margir sjúkraþjálfarar á land- inu, bæði stofur og stofnanir eru byrjaðar að leita fanga erlendis. Vandamálið er m.a. á Landspítalan- um. Þegar svona mikið er að gera þá eru meiri tekjumöguleikar á stofun- um. Það sem hefur gerst, og er alvar- legast í þessu, er að Landspítalinn hefur misst mikið af sjúkraþjálfur- um,“ segir Unnur og bendir á að í síðasta fréttabréfi sjúkraþjálfara voru 18 atvinnuauglýsingar. „Þar var Landspítalinn einn og sér að óska eftir fimm sjúkraþjálfurum en fimm stöðugildi á Landspítalan- um eru 7,5% af öllum stöðugildum sjúkraþjálfara á spítalanum.“ Sjúkraþjálfarar anna ekki eftirspurn  Nýtt greiðsluþátttökukerfi talið vera helsta ástæða aukinnar aðsóknar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkraþjálfun Reykjavíkur Mikill fjöldi sækir sjúkraþjálfun um þessar mundir og hafa stofur og stofnanir leitað til útlanda til að manna stöður. Jóhann Helgason tónlistarmaður hyggst stefna tónlistarútgáfunni Universal Music, norska lagahöf- undinum Rolf Løvland og fleiri tengdum aðilum fyrir hugverka- stuld í laginu „You Raise Me Up“. Segir hann að um sé að ræða aug- ljósan þjófnað á dægurlagaperlunni „Söknuði“ en lagið samdi Jóhann við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötuna „Hana nú“ árið 1977. Jóhann boðaði til blaðamanna- fundar í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði þar sem lagið var tekið upp árið 1977. Á fundinum kom meðal annars fram að lögmanns- stofan TSPMH hafi sent kröfubréf til Universal Music og borist svar þar sem ávirðingum um hugverka- stuld er vísað á bug. Blasa því mála- ferli við og er áætlaður kostnaður við þau um ein milljón breskra punda, eða um 140 milljónir króna. Jóhann höfðaði mál fyrir breskum dómstólum fyrir tíu árum, en ákvað að fresta málshöfðuninni þegar ljóst var að Universal Music hygðist taka til fullra varna, sökum kostn- aðar, en nú verður málshöfðunin fjármögnuð með fjármagni fjár- festa sem hafa hlutdeild í fjárhags- legum ávinningi vinnist málið fyrir dómstólum. Kom fram á blaða- mannafundinum að kröfur um höf- undarlaunagreiðslur og skaðabæt- ur muni hlaupa á milljörðum króna. Þá var lagið Söknuður gefið út í enskri útgáfu í gær til að undir- byggja málsóknina. Morgunblaðið/Eggert Hugverkastuldur Jóhann Helgason á blaðamannafundinum í Hljóðrita. Í mál vegna stuldar á Söknuði  Kröfurnar hlaupa á milljörðum króna Útför Ingimundar Sigfússonar, fyrrverandi sendiherra, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í gær, en hann lést 20. mars síðastliðinn, átt- ræður að aldri. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng og fór með minningarorð. Organisti var Kári Þormar, Rut Ingólfsdóttir lék á fiðlu, Inga Rós Ingólfsdóttir á selló og Kammerkór Dómkirkjunnar söng við at- höfnina. Líkmenn frá vinstri á myndinni eru: Styrmir Gunnarsson, Björn Bjarnason, Rannveig Anna Guicharnaud, Davíð Oddsson, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Kjartan Gunnarsson, Guðrún Nordal og Jóhannes Torfason. Til hægri á myndinni má sjá syni Ingimundar, þá Val og Sigfús. Morgunblaðið/Eggert Ingimundur Sigfússon borinn til grafar frá Dómkirkjunni Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það er engin sérstök dramatík núna, þetta er bara ákvörðun sem við tókum,“ segir Guðlaug Svala Kristjánsdóttir í samtali við Morg- unblaðið og vísar til úrsagnar sinnar og Einars Birkis Einarssonar úr Bjartri framtíð, en þau voru bæjar- fulltrúar flokksins í Hafnarfirði. Þau ætla hins vegar að starfa út kjörtímabilið sem óháðir fulltrúar. Björt framtíð er í meirihlutasam- starfi með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og Guð- laug er forseti bæjarstjórnar. Ástæðuna fyrir ákvörðuninni segir Guðlaug vera samstarfsörðugleika innbyrðis og kveðst hún auk þess ekki styðja sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. „Þetta átti sér nokkuð langan að- draganda, við gengum ekki í takt í hópnum,“ segir Einar Birkir, sem sagði ákvörðunina sameiginlega. Þá segir hann að gerð samstarfs- sáttmála Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn hafi að mestu verið í sínum höndum og Guðlaugar og að þau vilji vera honum trú. „Við höfum náð góðum árangri í gegnum þennan sáttmála og teljum að það skipti höfuðmáli. Okkur langar að eyða orkunni í að standa við hann frekar en að beina henni inn á við,“ segir Einar Birkir. Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, sagði við Morg- unblaðið að úrsögnin kæmi sér ekki á óvart. Fulltrúarnir hefðu áður lýst því yfir að þau ætluðu ekki að gefa kost á sér aftur. Guðlaug sé í veik- indaleyfi og Einar Birkir fluttur úr bænum. „Það kemur mér þó á óvart að þau ætli að verða óháðir bæjar- fulltrúar. Ég veit ekki hvað það þýð- ir. Ég er uggandi yfir að Sjálfstæð- isflokkurinn verði nánast einráður í Hafnarfirði, því þau eru ekki á staðnum sem fulltrúar okkar.“ Spurð hvort varabæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar geti leyst þau af, segist Björt ekki búin að kanna mál- ið. Báðir bæjarfulltrúarnir hættir  Guðlaug S. Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson yfirgefa Bjarta framtíð  Björt óttast eins konar einræði Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði út kjörtímabilið Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Einar Birkir Einarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.