Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Fríða, fríðindakerfi Íslandsbanka, býður upp á sérsniðin tilboð semþú getur nýtt þegar þér hentar. Þú færð svo afsláttinn endurgreiddanmánaðarlega. Virkjaðu tilboðið Fáðu endurgreittNáðu í Íslandsbankaappið Verslaðu „Ég hef í þrjátíu ár barist við ofþyngd. Lengi vel náði ég árangri inn á milli en undanfarin fimmtán ár var ég stöðugt of þung, eða frá því ég gekk með yngsta barnið mitt. Of- þyngd er gjarna tengd við stjórn- lausa græðgi og aumingjaskap, en sumt af því fólki sem glímir við of- fituvanda einfaldlega bregst ekki á sama hátt við mat og aðrir, ef svo má segja. Ég er búin að reyna þetta á eigin skinni, ég er búin að finna og sýna að sá viljastyrkur sem ég bý yf- ir og dugði mér ekki í fimmtán ár, hann dugir mér núna. Það er vegna þess að þessi aðferð, að breyta mat- aræðinu yfir í lágkolvetnafæði, hún breytir þeim líkama sem ég þarf að stjórna. Þetta fæði sem ég er á núna dregur úr matarlystinni. Og nú þeg- ar ég hef náð þessum árangri langar mig dálítið til að rísa upp fyrir allt þetta fólk sem er í sömu sporum og ég var í og fær að heyra stöðugt að það sé bara ekki nógu viljasterkt. Og auðvitað langar mig líka til að segja við þetta fólk: Þetta er hægt, prófið. Úr því að það virkaði fyrir mig gæti það virkað fyrir þig. Svo langar mig líka til að upplýsa fólkið sem lýsir feitu fólki sem stjórnlausum aumingjum. Mér finnst það eigin- lega upphefja sjálft sig í leiðinni með því að gefa í skyn hvað það sjálft hafi góð tök. En þar fyrir utan er ofmat á viljastyrk einhvers konar nútíma- mein, það er nefnilega misskilningur að fólk geti haft fulla stjórn á öllu.“ Ekkert í boði að falla Margrét segir að sá skilningur sem hún fékk með því að lesa sér til um þær breytingar sem verða á lík- amanum við það að skera niður kol- vetni, hafi hjálpaði henni mikið að svara fyrir sig. „Margir litu á matar- æði mitt sem öfgar, kúr og annað slíkt, og vildu sannfæra mig um að þetta væri röng aðferð: „Það á bara að borða lítið af öllu.“ En það virkar ekki fyrir mig, ég hef reynt það án árangurs í 15 ár. Á grundvelli þess sem ég hef kynnt mér trúi ég því að kolvetni hafi meiri áhrif á mig held- ur en suma aðra, þau hækka blóð- sykurinn meira og þá framleiði ég meira insúlín og við það safnast meiri fita í forða og ég verð of svöng. Ofan af þessu öllu saman vind ég með því að minnka kolvetni í mat- aræði mínu. Ég tileinkaði mér þá hugsun að hjá mér væri þetta eins og hjá fólki með ofnæmi, og það nýttist mér vel. Ef ég væri með of- næmi þá væri ég ekkert að velta mér upp úr því að aumingja ég mætti ekki borða t.d. hnetur, heldur mundi ég laga líf mitt að þeim aðstæðum. Mér er ekki vandara um en fólki með ofnæmi,“ segir Margrét og bæt- ir við að björninn sé ekki unninn þótt hún sé komin í kjörþyngd. „Maður þarf að beita þónokkru afli til að halda sér þar. Margir héldu að ég gæti aftur farið að borða venjulegan mat eftir að ég náði kjör- þyngd, en það er ekki í boði, þá mun allt fara í sama farið.“ Margrét segir að margir séu sólgnir í að vita hvað hún missti mörg kíló, en það kemur ekki fram í bókinni hennar. „Mér finnst það ekki skipta máli, heldur það að ég léttist þangað til ég ákvað að hætta því, þegar ég náði kjörþyngd. Ég sat við stýrið. Það kostaði vissulega tals- verða einbeitingu. Ég hætti alveg að borða sumt, ég borða engan sykur, ekkert hvítt hveiti og ekkert korn, en ég borða fræ. Þar af leiðandi borða ég ekki brauðtertur og kökur í fermingarveislum, en það er allt í lagi af því að mér finnst eins og ég sé hætt að sjá það sem ég borða ekki lengur. Hjá mér er ekkert í boði að falla, ekki frekar en hjá fólki sem hættir að drekka.“ Á daglegum matardiski Mar- grétar er hvítkál sem þjónar hlut- verki hlutlausu kolvetnaríku uppfyll- ingarinnar sem grjón, brauð, pasta og kartöflur eru. „Ég steiki hvítkálið og salta það, sem er mjög gott. Fólk spyr hvort ég verði ekki leið á þessu, en þá spyr ég á móti: Þekkir þú ekki fólk sem hefur borðað kartöflur með mat á hverjum degi í 70 ár, og er alls ekkert leitt á því? Ég borða minn mat og hann er góður. Og hann er ekki í staðinn fyrir neitt annað,“ seg- ir Margrét og bætir við að það sem hún hafi fallið oftast fyrir séu rús- ínur, sem eru ekki hluti af hennar nýja mataræði, því þær eru mjög kolvetnaríkar. „Ég hef beðið mann- inn minn að fela rúsínur fyrir mér, en þar fyrir utan fell ég ekki fyrir því sem er fyrir augum mér heima hjá mér, kökum, páskaeggjum eða öðru. Ég þarf ekki lengur að berjast við löngunina, en margir þurfa að slást við sjálfa sig á hverjum degi í tengslum við mataræði og offitu. Enginn skyldi gera lítið úr því hversu erfitt er að standa í þeirri baráttu. Við erum ekki öll eins og vitum ekki endilega við hvað aðrir eru að berjast.“ Þorir að ganga með öðrum Margrét tekur fram að það að grennast snúist ekki bara um útlits- dýrkun, heldur snúist það um bætta heilsu. „Ég gerði mér grein fyrir því að ég ætti á hættu að fá einhverja af þeim sjúkdómum sem fylgja of mik- illi þyngd, sérstaklega með hækk- andi aldri. Ég geri ráð fyrir því að eiga aðeins eitt líf, og ég vil gjarna vera hraust á meðan ég lifi því lífi. Það er oft talað um að það að léttast sé eins og að losa sig við bakpoka, en þetta er frá hvirfli og niður í tær. Þegar ég léttist þá urðu skórnir mín- ir rýmri, ég þurfti að láta taka tvo hlekki úr ólinni á úrinu, og ég get gengið með hringa sem ég notaði ekki áður. Ofþyngdin dreifist um all- an skrokkinn. Aðalbreytingin er að ég er liðugri, og ég er miklu kjark- aðri. Núna þori ég til dæmis að ganga með öðrum, án þess að óttast að ég verði dragbítur, að ég gefist upp. Það eykur lífsgæðin mjög mik- ið. Að geta gengið inn í hvaða búð sem er og spurt um flík í mínu núm- eri, eru líka aukin lífsgæði.“ Faraldur um allt þjóðfélagið Margréti finnst að margir átti sig ekki á að þegar talað er um of- fituvanda þá eigi það ekki einvörð- ungu við um þröngan hóp fólks sem á við virkilega mikið vandamál að stríða sem bitnar á því nánast í hverri einustu hreyfingu. „Margir sögðu til dæmis að ég hefði ekkert átt við offituvandamál að stríða. En það er afneitun, því ég var alltof þung. Fólk áttar sig ekki á að þessi faraldur er úti um allt þjóðfélagið, hjá fólki sem er svolítið of þungt og alveg upp í að vera alltof þungt. Þjóðin hefur þyngst á undanförnum áratugum og það eru margir sem þar koma við sögu, ekki bara þessir sem eru alltof þungir,“ segir Mar- grét og bætir við að það sé búið að tengja sjúkdóma svo fast við offitu að fólk haldi að grannt fólk geti ekki verið í áhættuhópi. „Fólk sem er grannt heldur jafnvel að það sé stikkfrí, að það geti ekki fengið syk- ursýki. En það er því miður ekki rétt. Allir þurfa að huga að heilsu- farinu – og sumu ráðum við ekki.“ Ljósmynd/Benedikt Hjartarson Útivist Margrét öðlaðist hugrekki við að ná stjórn á þyngd sinni. Hér er hún í vikulegu sjósundi með starfsfélögum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.