Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veðurstofa Íslands horfir til fram- tíðar, að sögn Árna Snorrasonar, forstjóra stofnunarinnar. Hún mun fagna 100 ára afmæli árið 2020 og verður haldið upp á tímamótin með ýmsum hætti. Framtíðin er þegar farin að banka á dyrnar hjá Veðurstofunni. Í því sambandi nefndi Árni fyrst samvinnu Veðurstofunnar við Dani um rekstur ofurtölvu Dönsku veðurstofunnar (DMI). Nýlega var fjallað í Morgunblaðinu um ofur- tölvuna sem er vistuð hjá Veður- stofu Íslands. Fjölþjóðlegt samstarf Samstarf Veðurstofunnar og Dönsku veðurstofunnar hefur gengið vel. Nú er til skoðunar að Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Holland og Írland hefji samvinnu um að keyra veðurlíkön í ofur- tölvuveri þegar árið 2022. Þegar lengra er horft til framtíðar er til skoðunar að keyra eitt sameig- inlegt veðurlíkan fyrir þessar tíu þjóðir. „Það eru líkur til þess að þetta verði að veruleika og að Írar og Hollendingar komi inn í samstarf Norðurlandanna og Eystrasalts- landanna. Jafnvel koma Írar inn þegar árið 2020. Það er mikill vilji til að þetta gangi eftir. Það er litið á þetta sem fyrirmynd fyrir aðrar veðurstofur í heiminum um hvernig samstarf getur verið milli veður- stofa hvað varðar dýra þætti eins og útreikninga sem krefjast mikils tölvuafls,“ sagði Árni. Veðurfar á norðurslóðum Veður og veðurfar á norður- slóðum er annað stórt alþjóðlegt samstarfsverkefni. Finnar hafa verið í forystu í Norðurskauts- ráðinu og þeir hafa lagt áherslu á veður og veðurfar. Nýlega var haldin alþjóðleg ráðstefna í Finn- landi um veðurfar á norður- heimskautssvæðinu. Veðurstofufólk frá öllum norðurheimskautslönd- unum og víðar að ræddi þar um veðurathuganir og athuganir á hafi og hafís á norðurslóðum. Einnig voru þar lagðar línur um hvert stefna skyldi í samvinnu við Norðurskautsráðið. „Auðvitað viljum við á Veðurstof- unni fylgja þessu eftir og helst í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Við teljum að mestu áskoranirnar vegna loftslagsbreytinganna hvað okkur varðar tengist hafinu, bæði hafstraumum og lífríkinu. Væntan- lega munum við reyna að ýta þessu í þá áttina fremur en að einblína á veður og veðurfar. Hafið er reynd- ar gríðarlega mikilvægur þáttur í öllu veðurfari á norðurslóðum, líkt og hafísinn og jöklarnir,“ sagði Árni. 100 ára afmæli árið 2020 Veðurstofa Íslands verður 100 ára 1. janúar 2020. Ætlunin er að halda vel upp á afmælið. Stefnt er að því að halda þá alþjóðlega ráð- stefnu um snjó, ís og loftslags- breytingar í samvinnu við Alþjóða- veðurfræðistofnunina og fleiri. Eurovolc heitir nýbyrjað evr- ópskt samvinnuverkefni. Umfang þess er um sex milljónir evra (731 milljón ísl.kr.), þar af er um fimm milljóna evra styrkur frá Evrópu- sambandinu. Þetta er stærsta al- þjóðlega verkefnið sem Veðurstofan hefur haldið utan um, að sögn Árna. Vonast er til að hægt verði að halda lokaráðstefnu Eurovolc- verkefnisins á afmælisárinu 2020. Eins er til skoðunar að halda hér alþjóðlega ráðstefnu um áhættumat á 100 ára afmælisárinu 2020. Veðurstofunnar bíða stór verkefni  Fjölþjóðlegt samstarf um rekstur ofurtölvu í skoðun  Áhersla á samstarf um veðurrannsóknir á norðurslóðum  Eurovolc er stærsta alþjóðlega verkefnið sem Veðurstofan hefur haldið utan um lög og reglugerðir um ofanflóð tækju ekki tillit til þessarar þróunar í þjóð- félaginu. Þess vegna þyrfti að laga regluverkið og skilgreint hlutverk Veðurstofunnar að breyttum veru- leika. Eldra hættumat þyrfti að end- urskoða vegna breyttra aðstæðna og um leið væri þetta áskorun vegna gerðar hættumats vegna vatnsflóða, eldgosa og annarrar náttúruvár. Eldstöðin Öræfajökull er farin að Gera þyrfti áhættumat vegna allrar náttúruvár sem getur mögulega steðjað að landi og þjóð, að mati Jór- unnar Harðardóttur, framkvæmda- og rannsóknastjóra Veðurstofu Ís- lands. Hún flytur erindi í dag á árs- fundi Veðurstofunnar og talar þar um náttúruvá og mikilvægi hættu- og áhættumats. Jórunn sagði að gerð heildstæðs áhættumats vegna allrar náttúruvár væri gríðarstórt verkefni. Því væri hvergi nærri lokið en þó væri Veð- urstofan komin vel áleiðis með vinnu við heildstætt áhættumat. Snjóflóðin breyttu miklu „Það er komin löng reynsla af gerð hættumats vegna ofanflóða,“ sagði Jórunn . Hún sagði að sú vinna hefði byrjað af alvöru eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri 1995. Vinnan sem þá fór af stað hefur að nokkru verið notuð sem fyrirmynd við gerð hættumats vegna annarrar nátt- úruvár. Við þá vinnu hefur verið far- ið eftir alþjóðlegri aðferðafræði og samþykktum sem Ísland er aðili að, m.a. í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Þessarar vinnu sá stað í breyting- um á lögum og reglugerðum varð- andi ofanflóð og fleira þegar árið 1997. Veðurstofan vann tillögur að áhættuviðmiðum og hefur útbúið viðbragðs- og rýmingaráætlanir fyr- ir byggðarlög þar sem hætta er á of- anflóðum. Hún fékk það lögbundna hlutverk að gefa út hvar ætti að rýma vegna yfirvofandi snjóflóða- hættu hverju sinni. „Við erum líka að gera áhættumat vegna mögulegra vatnsflóða, eldgosa og strandflóða og beitum þar sömu aðferðafræði og við gerð áhættu- mats vegna ofanflóða. Sú vinna er komin skemur á veg, en við vinnum að þessu jafnt og þétt. Fyrirlestrarn- ir á ársfundinum um Öræfajökul og Skaftárhlaupin endurspegla gerð áhættumats vegna eldgosa og jök- ulhlaupa,“ sagði Jórunn. Ferðamenn uppi um öll fjöll Við gerð hættumats vegna eldgosa er meðal annars verið að skoða möguleg eldgos í námunda við þétt- býli, sprengigos og fleiri hættur sem eldgos geta skapað. Veðurstofan vinnur að þessu í samvinnu við fleiri stofnanir og Háskóla Íslands. Ofan- flóðasjóður hefur kostað verkefnið auk þess sem t.d. Landsvirkjun og Vegagerðin hafa tekið þátt í að kosta gerð hættumatsins. Jórunn sagði nauðsynlegt að enn fleiri komi að þessu verkefni og nefndi hún t.d. ferðaþjónustuna í því sambandi. „Ferðamönnum hefur fjölgað svo mikið, bæði erlendum ferðamönnum og íslenskum. Fjallaferðamennska er orðin miklu algengari í dag en hún var fyrir fáeinum áratugum. Fjalla- skíðamenn eru nú uppi um öll fjöll. Eins hefur byggðaþróunin breyst. Nú er ekki óalgengt að fólk vinni í einum bæ og sé með börnin sín á leikskóla í öðrum bæ. Þetta þarf allt að taka til greina við gerð hættu- mats,“ sagði Jórunn. Hún sagði að láta á sér kræla með aukinni jarð- skjálftavirkni að undanförnu. Jór- unn sagði að eldstöðin hefði þó haft hægt um sig undanfarið. „Við höfum samt allan vara á og höfum sett upp öll helstu mælitæki við jökulinn. Ætlunin er þó að gera enn betur,“ sagði Jórunn. Öræfajökull „í læknisskoðun“ Þannig stendur til að gera miklar rannsóknir í næstu vorferð Jökla- rannsóknafélags Íslands, eins konar „allsherjar læknisskoðun á Öræfa- jökli“, eins og Jórunn orðaði það. Hún minnti á að Veðurstofan og Há- skóli Íslands hefðu unnið hættumat vegna Öræfajökuls sem kom út 2015. Viðbragðsáætlanir sem Almanna- varnir gáfu út þegar jökullinn fór að láta á sér kræla byggðust á hættu- matinu. „Öræfajökull er hættuleg eldstöð og hættumatið sýnir vel hvað getur gerst ef hann gýs skyndilega. Við vonum að ef það kemur til goss verði aðdragandinn það langur að það verði búið að rýma svæðið af fólki áð- ur en gosið kemur. Því mun vænt- anlega fylgja mikið jökulhlaup. Mæl- anetið við Öræfajökul er vaktað allan sólarhringinn allan ársins hring. Það er mikilvægur þáttur í að fylgjast vel með eldstöðinni,“ sagði Jórunn. Morgunblaðið/RAX Öræfajökull Ketill í öskjunni vegna jarðhita og tíðari jarðskjálftar hafa beint athyglinni að eldstöðinni sem hefur gosið stórum eldgosum. Áhættumat vegna allrar náttúruvár  Snjóflóðin 1995 hrundu af stað gerð hættumats vegna ofanflóða  Rannsóknir á Öræfajökli í vor Ársfundur Veðurstofu Íslands 2018 er haldinn í dag á Veður- stofunni, Bústaðavegi 7, undir yfirskriftinni „Tekist á við nátt- úruöflin“. Bein útsending verð- ur frá fundinum sem stendur frá kl. 9-11 og hægt að nálgast streymið í gegnum Facebook- síðu Veðurstofunnar eða á heimasíðunni vedur.is. Guðmundur Ingi Guðbrands- son, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, mun ávarpa ársfund- inn. Einnig munu forstjóri og sérfræðingar Veðurstofunnar flytja erindi um framtíðina, náttúruvá og mikilvægi hættu- og áhættumats, Öræfajökul og um Skaftárhlaup og tengsl hættumats og skipulagsmála. Ársfundur í beinni í dag VEÐURSTOFA ÍSLANDS Morgunblaðið/Eggert Veðurstofufólk Þau Jórunn Harðardóttir, framkvæmda- og rannsóknastjóri, og Árni Snorrason forstjóri halda bæði erindi á ársfundi Veðurstofunnar í dag. Fundurinn stendur frá kl. 9-11 og verður honum streymt á netið. Morgunblaðið/Eggert Ofurtölvan Thomas Kjellberg frá DMI við ofurtölvuna í húsi Veðurstof- unnar. Nú er stefnt að fjölþjóðlegu samstarfi um rekstur ofurtölvu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.