Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 56

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 56
Marta María mm@mbl.is „Mér finnst gaman að hafa nám- skeiðin hérna heima, ég er ótrúlega heimakær! Finnst hluti af því að tala um þessa sterku perónulegu nálgun í innanhússhönnun vera þá að bjóða fólki heim sem sækir námskeiðin. Þá skapast öðruvísi tenging og meiri nálgun. Fólk verður afslappaðra og líður vonandi vel,“ segir Halla Bára þegar hún er spurð út í það hvers vegna námskeiðin séu haldin heima hjá henni. Þegar Halla Bára er spurð hvers vegna hún sé að bjóða upp á nám- skeið í innnahússhönnun segir hún að þessi hugmynd hafi blundað í sér lengi. „Ég veit af áhuga fólks á innan- hússhönnun og það er mjög auðvelt að taka eftir honum úti um allt. En að taka áhugann aðeins lengra hefur ekki verið í boði fyrir fólk og ég ákvað að gera eitthvað í því og setja saman námskeið.“ Hvernig fer námskeiðið fram? „Ég byggi námskeiðið upp á hug- myndum mínum um að búa sér til áhugavert og persónulegt umhverfi. Það er ávallt útgangspunktur hjá mér. Ég fer í gegnum ýmsa þætti til að koma sköpunargáfunni af stað og hvernig vinna má með eigin stíl. Ég huga að heimilinu í heild og hvet til sjálfstæðrar hugsunar. Fer yfir tíð- arandann, tísku og stíl. Og svara spurningum sem allar eru mikilvægt skref í átt að aukinni færni og meira öryggi í að vinna með rými sem vilji er til að geisli af. Ég vil ekki hafa hópana of fjöl- menna til að nái að skapast skemmti- legar samræður og fólk þori að spyrja spurninga. Sömuleiðis vegna þess að ég held þetta heima og vil að það fari vel um alla.“ Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson Að taka áhugann skrefinu lengra Halla Bára Gestsdóttir innan- hússhönnuður er farin af stað með námskeið í innanhúss- hönnun. Hún heldur þau heima hjá sér og býður áhugasömum í heimsókn í spjall um heiðarlegt og persónulegt umhverfi. Halla Bára er einn vinsælasti innan- hússhönnuður landins.  SJÁ SÍÐU 58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 T Allt f LA uggann S yrir gl Allt fyrir luggann Allt fyrir gluggann… Allt fyrir gluggann… Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Allt fyrir gluggann… Álnabær SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.