Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur náð góðu verklagi og átt að kappkosta að halda því. Nú er rétti tím- inn til þess að losa sig við efnislega hluti sem trufla sálarró þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú leggur þig yfirleitt fram um að halda friðinn en í dag er ómögulegt að gera öllum til hæfis. Vertu bara þú sjálf/ur og sinntu þínum störfum sem best þú get- ur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að endurskoða líferni þitt og taka meira mið af því sem er hollt og heilsusamlegt. Vinur hjálpar til við að rugla fyrirframgefnum hugmyndum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Treystu á sjálfan þig varðandi framtíð þína. Framlag þitt til hópavinnu mun vekja á þér athygli. Ekki reyna að ganga í augun á röngum aðila. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur alltaf verið mjög frumlegur hugsuður, það er augljóst þessa dagana. Gerðu það sem til þarft að koma þér í betra líkamlegt form. Gönguferðir eru góð- ar fyrir sálina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Forðastu tilboð sem eru of góð til að vera sönn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óvenjulegt fólk höfðar sterkt til þín. Þér líkar ekki við hvernig nágrannar haga sér, ræddu málin, ekki stinga höfðinu bara í sandinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumum finnst þeir þurfa að fegra hlutina en það á ekki við um þig. Hreinskilni þín fellur oft í grýttan jarðveg en hvað um það? 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hristu af þér slenið og gakktu glaður til starfa á nýjum degi. Þér hættir til að dæma fólk of hart og við fyrstu sýn. Gefðu öðrum tækifæri til að sanna sig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til að láta minniháttar rifrildi komast upp á milli vina. Ef þú hefur ekki efni á hlutnum bíddu þá með að kaupa hann. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fjárhagurinn gæti vænkast á næstu vikum ef rétt er á málum haldið. Þér hættir til að vaka of lengi fram eftir. Góður svefn er gulli betri. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert kraftmikil/l og svolítið eirð- arlaus í dag. Stundum krefst ástin þess að þú berjist og stundum að þú gefist upp. Nú eru öll helstu stórmenni mann-kynssögunar horfin á braut, og sjálfur er Víkverji hálfslappur, eins og segir í eldgömlum brandara. Vík- verji eyddi mestallri páskahelginni í veikindi og flutninga, og hafði hið fyrra skiljanlega áhrif á hið síðar- nefnda, þegar slappleikanum fylgdi sá „kostur“ að Víkverja varð óglatt við of mikla áreynslu. Tókst þó á endanum að flytja allt sem þurfti að flytja, en mikið skelfing hefði Vík- verji viljað hvíla sig frekar. x x x Víkverja bíða nefnilega nýir tímarframundan, og veit hann ekki al- veg hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Hann veit þó ekki hvort það er góðs viti eður ei að skrifstofur þess stjórnmálaafls sem Víkverji hefur síst samsamað sig með á síð- ustu árum eru beint fyrir framan hinar nýju vistarverur hans. „Æ, nei,“ tautaði Víkverji fyrir munni sér, áður en hann mundi það að nú erum „við“ víst öll í sama liðinu, alla- vega fram til næstu kosninga. x x x Honum hefur jafnframt verið hug-leikið síðustu daga lag Bítlanna, sem Paul McCartney samdi, „You Never Give Me Your Money“, sem fjallar að miklu leyti um þá óvissu sem var uppi á síðustu árum hljóm- sveitarinnar, þegar lagakrókar og peningamál fóru að skyggja á tón- listina, sem hefði átt að vera í fyrsta sæti. Er nánast ótrúlegt að hugsa til þess hversu miklar flækjur sköp- uðust við það að fjórmenningarnir frá Liverpool fóru hver í sína áttina, og tók mörg ár áður en botn fékkst í þau mál. x x x Dróst endanlegt samkomulag álanginn, því að þegar undirrita átti alla pappíra um „skilnaðinn“ ár- ið 1974, vildi John ekki koma, þar sem „óheillatungl“ væri á lofti. Mun George Harrison hafa sagt John að hypja sig af stað, svo ekki sé fastar að orði kveðið og ljúka þessu af. John hreyfði sig þó hvergi, og und- irritaði pappírana síðar, þegar hann var í Disney World-skemmtigarð- inum. Þvílíkur endir fyrir stærstu hljómsveit allra tíma. vikverji@mbl.is Víkverji Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. (Jóh: 14.19) U Fallegu vorvörurnar frá Gommaire Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Helgi R. Einarsson leit út umgluggann að morgni annars í páskum – þá varð þessi limra til og nýyrðið vorbrigði: Í morgun varð um og ó því ekkert ég leit nema snjó. Í gærkveldi glaður grandalaus maður. Í brjósti mér vorið þá bjó. Steinunn P. Hafstað segir frá því á Boðnarmiði að með eftirfarandi ljóði fylgi texti á heimasíðu sinni – en engu að síður sé hér á ferð ádeila á alla, sem leyfa sér að henda frá sér alls kyns rusli á göngu um náttúruna: Í hendi sinni heldur kerling á hræðilegum leifum, sem að stinga hunda, sem að blóðið fossar frá í ferð, sem breytir þeim í vesalinga. Ungamamma í angist liggur hjá, ofan í sig kyngdi tyggjóklessu. Sting í hjartans hreiðri ungar fá, því hana sjá þeir dauðvona úr þessu. Sígarettustubbar staldra við og stinga í augu fólks, sem gengur hjá. Ódaunn þeirra veldur velgju í kvið og vanlíðan, sem blómálfana hrjá. Páll Imsland heilsar leirliði á há- tíðinni – segir að þessi limra sé nú ekki sérlega hátíðleg en notast þó við eitt hátíðlegt rímorð: Háma þeir helling í Jemen af heilsumat, grautum og kúmen. Svo ropa þeir lágt og ræskja sig hátt og upphrópa hátíðlegt amen. Á laugardag talaði Ingólfur Óm- ar um batnandi tíð: „Veðrið hefur verið afskaplega gott undanfarið og það leynir sér ekki að það er vor í lofti hvað svo sem verður en mað- ur vonar það besta enda er gróður farinn að taka við sér. Hlýnar tíðin brosa ból blóm og víðir gróa. Geislum blíðum baðar sól brekkur, hlíð og móa. Sigmundur Benediktsson tók undir og orti: Geislar binda gleðióð gefur sindrið páskaglóð hlýleg vindaveröld hljóð vefur yndi land og þjóð. Geislum alin fósturfold frjóum svalar lagin. Rumskar kalin rót í mold, rjúfa dvala fræin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorbrigði og af rusli og veðrinu „ÞÚ ÁTT ALLTAF RÉTT Á ÖÐRU ÁLITI. BARA PANTAÐU ANNAN TÍMA Í NÆSTU VIKU.“ „MÉR ER SAMA ÞÓ VIÐ HÖFUM VERIÐ GIFT Í 15 ÁR, ÉG ÆTLA EKKI AÐ KAUPA BURSTA AF ÞÉR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þau láta þér líða eins og þú sért sérstök. LOKSINS ER HÚSIÐ HREINT! VIÐ HEFÐUM ÁTT AÐ GERA ÞETTA FYRIR LÖNGU VIÐ HEFÐUM ÁTT AÐ GERA ÞETTA FYRIR LÖNGU TVEIR GULLPENINGAR ER FREKAR MIKIÐ FYRIR BJÓR! JÁ, EN SÝNINGIN ER INNIFALIN! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.