Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 81

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 81
ingum sínum (á bláum vegg) nýtir Flóki sér mýkt efnisins, einfaldar myndflötinn og beitir „chiaroscuro“ í mótun forma og sköpun mynd- dýptar í anda listar fyrri alda, og er útkoman þar ekki síður mögnuð. Tilvistarlínur Tjáningargildi línunnar er í fyrir- rúmi í grafíkverkum Jóhönnu Boga- dóttur og Ástu Sigurðardóttur, en með ólíkum hætti þó. Í handlituðum litógrafíum sínum leysir Jóhanna tjáningarkraft línunnar úr viðjum skyggingartækni og sækist eftir frjálsu flæði lausmótaðra forma og ólgandi lína í óræðu myndrými. Í sköpunarferlinu renna saman hug- hrif og minningar sem tengjast per- sónulegri reynslu og túlkun á knýj- andi málefnum samtímans. Verk hennar leiða hugann að verkum af- strakt-expressjónista frá miðri 20. öld, þar sem hugmyndir um ósjálf- ráða og óhlutbundna tjáningu fóru saman, og teikning og málverk birt- ast sem einn og sami hluturinn. Dúkristur Ástu byggjast á stíliser- uðum formum sem mörkuð eru skörpum útlínum. Verkin endur- spegla áhrif frá svartlist þýskra ex- pressjónista og tjáningu þeirra á til- vistarangist og myrkum hliðum í sálarlífi einstaklinga og samfélags. Í sýningarborði liggja dúkristurnar við hlið bókanna þar sem þær birt- ust upphaflega, þ.á m. í smásagna- safni Ástu, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns frá 1961. Dúkristurnar eru órjúfanlegur hluti af heildartjáningu Ástu þar sem fléttuðust saman myndmál og texti svo eftir var tekið á sínum tíma. Hér eru þær einnig sýndar sem sjálfstæð verk á vegg í formi nýrra, fallegra þrykkmynda á pappír. Myndum af þjóðsagnaspilum sem Ásta teiknaði 1960-63 er brugðið upp á skjá og býr túlkun hennar á ýmsum sagnaverum yfir leikrænum tjáningarkrafti. Samfelld teikning Í vestursal Kjarvalsstaða stendur yfir önnur og ekki síður athyglisverð sýning þar sem teikningin gegnir mikilvægu hlutverki. Um er að ræða sýninguna Kjarval: Líðandin – la du- rée þar sem brugðið er upp ferskum sjónarhornum á listsköpun Jóhann- esar S. Kjarvals. Túlkun Kjarvals á kúbismanum setur svip á höfund- arverk hans, og fyrir rúmum áratug kom í leitirnar verkið „Hvítasunnu- dagur“ sem renndi stoðum undir snemmbæran áhuga Kjarvals á fút- úrisma. Nýlegar listsögulegar rann- sóknir hafa beinst að áhrifum kenn- inga heimspekingsins Henris Bergsons á verk Kjarvals, en þekkt eru áhrif kenninganna á fútúrista, kúbista og aðra framúrstefnu- listamenn um og upp úr þarsíðustu aldamótum samfara hræringum módernismans í Evrópu. Sýningin varpar ljósi á niðurstöður rann- sóknar Aldísar Arnardóttur list- fræðings og sýningarstjóra á slíkum áhrifum. Þar hefur „kúbísku verk- unum“ verið safnað sérstaklega saman, þ.á m. mörgum sem hafa ekki sést áður saman á sýningu, og er hún því afar forvitnileg. Kenn- ingar Bergsons ganga í stuttu máli út á sálfræðilega innri skynjun mannsins á tímanum andspænis mælanlegum tíma, og einkennist sú skynjun af samfellu í gagnvirku samspili fortíðar og líðandi stundar, eða eins konar sífelldri líðandi. Á sýningunni er dregið fram hvernig tilraunakennt og leitandi eðli Kjar- vals birtist m.a. í endurteknum mót- ífum – og um leið hvernig formræn leit hans birtist í gegnum teikning- una. Það á bæði við um hinar eigin- legu teikningar á sýningunni – og eru þær allmargar – og þá tilrauna- smiðju sem málverkin eru, þar sem saman fara formpælingar Kjarvals og grúsk í eigin skynjun á umhverf- inu, sögu og samtíð. Sýningin Kjarval: líðandin – la du- rée endurspeglar fráhvarf módern- ismans frá list fyrri alda í þeim skilningi að teikningin – suðupottur sköpunarferlisins – brýtur sér leið upp á yfirborðið. Á undanförnum ár- um hefur teikningin verið skilgreind sem samfellt, opið ferli. Teikningin er þannig sífelld verðandi, eða sögn eins og bandaríski listamaðurinn Richard Serra orðaði það í viðtali fyrir 40 árum. Sú hugmynd varpar ljósi á það hvers vegna myndraðir eru svo áberandi sem raun ber vitni á sýningunum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Hver teikning felur í sér svipi fortíðar og framtíðardrætti – eins og gott Kjarvalsverk. Ævintýri Sýningin á verkum Ásgríms Jónssonar í Listasafni Íslands hverfist um merkt safn þjóðsagnamynda eftir Ásgrím sem varðveittar eru í safninu. Morgunblaðið/Einar Falur Myrkraverk Á Kjarvalsstöðum. Verk eftir Kristin Pétursson til beggja handa, Siggu Björgu fjær og Ástu Sigurðardóttir fyrir miðju. „Ég hlakka til að setja á svið þessa sögu af stelpu sem þróar með sér ofurkrafta í baráttu sinni við ranglæt- ið,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýra mun söngleiknum Matt- hildur (Matilda) eftir Tim Minchin og Dennis Kelly, sem byggist á sam- nefndri skáldsögu eftir Roald Dahl og frumsýndur verður á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars 2019. „Tón- list Tims Minchin er mjög flott, en hann er sem tónskáld svolítið hrekkju- svín sem kallast vel á við Roald Dahl, sem er frekar grimmur höfundur samtímis því sem hann býr yfir mikl- um húmor,“ segir Bergur og tekur fram að hann hafi lengi verið mikill aðdáandi Dahl. „Hann treystir krökk- um fyrir því að takast á við hræðileg ævintýri.“ Bergur Þór er reynslumikill söng- leikjaleikstjóri, en hann leikstýrði m.a. Mary Poppins 2013, Billy Elliot 2015 og Bláa hnettinum 2016. „Mér finnst mjög gaman að setja upp söngleiki,“ segir Bergur og tekur fram að það sé ávallt krefjandi að fylla Stóra svið Borgarleikhússins með söng, dansi og leik. Honum til halds og trausts verða danshöfundurinn Lee Proud, tónlist- arstjórinn Agnar Már Magnússon, leikmyndahönnuð- urinn Ilmur Stef- ánsdóttir, búninga- hönnuðurinn María Th. Ólafsdóttir og Þórður Orri Péturs- son sem hannar lýsingu, en íslensk þýðing verksins er í höndum Gísla Rúnars Jónssonar. „Það er óhætt að segja að þetta sé reynslumikið teymi þegar kemur að svona umfangsmiklum sýningum.“ Hátt í tuttugu börn munu fara með hlutverk í Matthildi og verður tekið við skráningum í áheyrnarprufur fyrir krakka fædda á árunum 2006-2011 hjá Borgarleikhúsinu 11. apríl milli kl. 15 og 18. Þrjár stelpur munu skipta með sér hlutverki Matthildar og 16 krakk- ar skipta með sér átta öðrum hlut- verkum. „Mér finnst mjög gaman að vinna með krökkum. Þau eru miklum gáfum prýdd og fljót að læra. Mér finnst því ekki leiðinlegt að vinna með framtíðinni.“ Söngleikurinn Matilda var frum- sýndur hjá Royal Shakespeare Comp- any 2010 og rataði í framhaldinu á bæði West End og Broadway. Verkið hefur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og 16 sinnum verið verð- launaður sem besti söngleikurinn. Samkvæmt upplýsingum frá Borg- arleikhúsinu hafa stjórnendur leik- hússins alltaf viljað hafa frjálsar hend- ur varðandi sviðsetningar söngleikja og leikrita frekar en að vinna eftir for- skrift eins og stundum er gert á West End, Broadway og víðar. „Listrænir stjórnendur hafa ætíð haft frelsi í sínu sköpunarferli. Það fer eftir ýmsu hve auðvelt eða erfitt er að fá leyfi til frjálsra sviðsetninga. Stundum þarf að bíða nokkur ár. Í sumum tilfellum eru breytingarnar frá upprunlegum uppfærslum gerðar undir ströngu eft- irliti rétthafa en samt þannig að list- rænir stjórnendur sýningarinnar setja fram sína útfærslu. Stundum eru gerðar athugasemdir en langoftast ekki,“ segir Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri. Síðasta áratug hefur Borgarleikhúsið sett á svið Gosa, Söngvaseið, Galdrakarlinn í Oz, Línu langsokk, Mary Poppins, Billy Elliot, Mamma mia! og nú síðast Rocky Horror. silja@mbl.is Ofurkraftar gegn ranglæti  Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir söngleiknum Matthildi sem Borgarleikhúsið frumsýnir á Stóra sviðinu í mars 2019 Bergur Þór Ingólfsson MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 15. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Fim 10/5 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 16. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Nýtt leikverk byggt á hrífandi skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Efi (Kassinn) Fim 5/4 kl. 19:30 Síðustu Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Faðirinn (Kassinn) Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 32.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 33.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Þri 10/4 kl. 11:00 kirkjub.klaustur Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00 Hveragerði Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00 Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið) Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og úlfurinn Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og Siggi Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og Siggi Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.