Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 82
 Wadada Leo Smith kemur fram í Mengi með íslensk- um listamönnum AF TÓNLIST Örn Þórisson orn@mbl.is Wadada Leo Smith, frumkvöðull í bandarískri djass- og nútímatónlist og einn af helstu trompetleikurum samtímans, heimsækir Ísland til tón- leikahalds í Mengi nú 13. og 14. apríl, í næstu viku. Wadada Leo Smith hefur mörgum sinnum komið til landsins til tónleikahalds undanfarin 35 ár. Fyrst kom hann í júlí 1982 á vegum Jazzvakningar. Í september 1984 kom Wadada í annað sinn og dvaldi þá í heilan mánuð við tónleika- hald, fyrirlestra og kennslu á vegum Gramm-útgáfunnar. Meðal annars voru fluttir eftir hann strengjakvar- tettar og kraftmikil fönktónlist með ungum íslenskum tónlistarmönnum. Wadada heimsótti Ísland síðast í janúar 2017 og lék dúetttónleika með píanóleikaranum Vijay Iyer í Hörpu sem vöktu mikla athygli. Wadada Leo Smith hefur bund- ist mörgum íslenskum tónlist- armönnum böndum. Framsæknir tónlistarmenn á borð við Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Pétur Grétarsson, Þorstein Magnússon og Skúla Sverrisson hafa mörgum sinn- um notið samstarfs við Wadada, leikið á tónleikum og inn á diska. Margir aðrir hafa kynnst honum í fyrirlestrum hans hjá FÍH og víðar. Síðustu ár hafa verið einstak- lega gjöful fyrir Wadada og staða hans í skapandi tónlistargeiranum er óumdeild. Má t.d. nefna að óður hans til mannréttindabaráttu svartra, fjögurra diska kassinn Ten Freedom Summers, var tilnefndur til Pulitzer-tónlistarverðlaunanna 2013. Hann var á forsíðu tímaritsins DownBeat tvisvar á 12 mánaða tíma- bili, í seinna skiptið þegar gagnrýn- endur tímaritsins veittu honum ein- hvers konar alslemmu viðurkenninga og útnefndu Wadada Leitast við að gera heiminn að betri stað Leo Smith besta djasstónlistarmann og trompetleikara ársins og útgáfan America’s National Parks var valin besta plata ársins 2017. Hvetjandi fyrir alla Undanfarin tvö ár hefur Wad- ada Leo Smith skipulagt tónlistarhá- tíðina CREATE Festival í Banda- ríkjunum, tileinkaða hans eigin tónsmíðum og flutningi þeirra. Nú í fyrsta sinn í Evrópu verður tveggja daga CREATE-hátíð haldin í Mengi þar sem íslenskir tónlistarmenn koma fram ásamt Wadada. Á sama tíma gefur Mengi út íslenska þýð- ingu Árna Óskarssonar af Notes: (8 pieces). A Source for Creative Mu- sic, bók Wadada sem kom fyrst út árið 1973 og inniheldur vangaveltur hans um tónlist, hlutverk og stöðu skapandi tónlistarmann. Á meðan hátíðin stendur yfir munu myndræn tónverk Wadada, Ankhrasmation, prýða veggi Mengis. Bókin Notes: (8 pieces). A Source for Creative Music er merki- legur gripur sem á rætur sínar í rót- tæku umhverfi sjöunda áratugar síð- ustu aldar þegar efnahagslegar og félagslegar aðstæður svartra tónlist- armanna í samvinnufélaginu AACM í Chicago voru endurhugsaðar. Að sumu leyti er þetta handbók frjálsa djassins, varnarorð fyrir afrísk- ameríska tónlist og hefðir. Bókin veitir á einstakan hátt innsýn í nálg- un Wadada á tónlistarsköpun, hvað er að vera skapandi tónlistarmaður og einstaklingur. Bókin er hvetjandi fyrir alla, eins og segir á einum stað: „Hinn skapandi listamaður leitast við að gera heiminn að betri stað á sinni ævi. Þessi leiðangur heldur áfram í dag í þágu allra manna. Skapandi tónlist og hinar fögru listir eru handa öllum og sérstaklega handa þeim sem geta og vilja hafa fyrir því að mæta sjálfum sér í beinni leit að sannleikanum. Vegna viðleitni sinnar lifa þessar sömu manneskjur ævintýralega í uppgötvunum sínum á leyndarmálum lífsins.“ Notes komu fyrst út í Banda- ríkjunum 1973 (endurútgefnar 2015) og hafa einnig verið gefnar út á Ítal- íu, Grikklandi og Japan. Nýir möguleikar Þrotlaus sköpunarþörf og ör- læti Wadada hefur leitt af sér CREATE Festival Reykjavík, þar sem í tvo daga verður spiluð tónlist hans í samstarfi við íslenskt tónlist- arfólk. Þau sem koma fram eru auk Wadada Skúli Sverrisson, Magnús Trygvason Eliassen, Daníel Friðrik Böðvarsson, Róbert Sturla Reyn- isson, Gyða Valtýsdóttir og Kristín Anna Valtýsdóttir. Verða ólíkar samsetningar tónlistarfólks þessa daga, sóló, dúettar og tríó. Sumir eru að vinna með Wadada í fyrsta skipti, en aðrir, eins og Skúli Sverrisson, eiga langa samstarfssögu sem legið hefur víðsvegar um heiminn. Skúli var unglingur í tónlistar- skóla FÍH þegar Wadada kom í skól- ann til námskeiðshalds haustið 1984. Skúli lýsir því svo að námskeiðið hafi opnað fyrir honum dyr sem fram að þeim tíma voru luktar, skyndilega hafi opnast nýir möguleikar til tón- listarsköpunar. Síðan eru liðin mörg ár og Wa- dada Leo Smith kominn á áttræð- isaldur, þó ekki sjáist nein merki þess að hann slaki á og dragi sig í hlé. Á síðasta ári lauk hann upp- tökum á tíu strengjakvartettum og um haustið komu út tveir ólíkir diskar sem vöktu talsverða athygli, sérstaklega sóló trompet diskur, til- einkaður Thelonius Monk, sem inni- hélt frumsamin verk en einnig, út- gáfur Wadada af frægum verkum Monk, eins og „Ruby, My Dear“ og „‘Round Midnight“. Wadada Leo Smith er sann- arlega risi í amerísku tónlistarlífi, sumir þarlendir segja þjóð- argersemi. Á sinn hátt hefur hann líka haft áhrif á íslenskt tónlistarlíf og það heldur áfram. » Smith er sannar-lega risi í amerísku tónlistarlífi, sumir þar- lendir segja þjóðarger- semi. Á sinn hátt hefur hann líka haft áhrif á ís- lenskt tónlistarlíf og það heldur áfram. Blásarinn Smith á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu í fyrra. Hann hefur margoft leikið hér, fyrst árið 1982. Ljósmynd/Snorri Björnsson 82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 585 Strákú á tann verði Garðkl a/Garðskófla 595 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 995 Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali 3.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar með 100 kg burðarge frá 995 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Laufhrífur frá 999 Laufsugur 9.985 Úðabrúsar í mörgum stærðum Þáttaröðin Line of Duty hlýtur flestar tilnefningar, fjórar alls, til sjónvarpsverðlauna bresku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta, í ár. Greint var frá tilnefning- unum í gær og vekur breska rík- isútvarpið, BBC, sérstaka athygli á því á vef sínum að Ant McPartlin og Declan Donnelly, eða Ant og Dec eins og þeir eru jafnan kallaðir í Bretlandi, eru tilnefndir í flokki skemmtiþátta fyrir þáttinn Sat- urday Night Takeaway en Dec hef- ur séð einn um þáttinn eftir að vinur hans Ant var ákærður fyrir ölv- unarakstur. Í sama flokki er þátta- röðin Britain’s Got Talent en Ant og Dec eru líka í hlutverki kynna í henni. Þeir félagar hafa hlotið 13 Bafta-verðlaun á löngum sjónvarps- ferli sínum. Næstflestar tilnefningar hljóta þáttaraðirnar Three Girls, The Crown og Black Mirror, þrjár hver. Þáttaröðin Line of Duty er fram- leidd af BBC og hlýtur m.a. tilnefn- ingu fyrir bestu dramaþætti og bestu leikkonu í aðalhlutverki, Thandie Newton. Claire Foy er tilnefnd annað árið í röð í sama flokki, fyrir túlkun sína á Elísabetu II. Englandsdrottn- ingu, og leikkonan Vanessa Kirby, sem leikur Margréti prinsessu í sömu þáttum, er meðal þeirra sem til- nefndar eru fyrir bestan leik í auka- hlutverki. Þá eru þættirnir tilnefndir sem bestu dramaþættirnir. Heild- arlista tilnefninga má finna á vef BBC. Line of Duty hlaut flestar tilnefningar Tilnefnd Leikkonan Thandie Newton í Line of Duty, þáttaröð BBC.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.