Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 92

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 92
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Eignaðist fjórða barnið 45 ára 2. „Ég fann aldrei fyrir neinni gleði“ 3. Hundur drap mæðgin 4. Rut Kára hannaði glæsihús … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngkonan Rakel Pálsdóttir og píanóleikarinn Birgir Þórisson flytja Eurovisionlög, úr jafnt aðal- og und- ankeppnum, eftir eigin höfði á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni. Eurovision í öðru ljósi  Eins og er nefn- ist sýning sem Steingrímur Gauti opnar í SÍM- salnum, Hafnar- stræti 16, í dag kl. 17. Um er að ræða fimmtu einkasýn- ingu Steingríms, en hann hefur ver- ið virkur í sýningahaldi síðan hann útskrifaðist úr Listaháskólanum 2015. Sýningin stendur til 21. apríl og er opin á skrifstofutíma SÍM, virka daga kl. 10-16. Fimmta einkasýning Steingríms Gauta  To Make Art Happen nefnist sýning sem opnuð verður í Safe House 1 í London á morgun. Þar sýna verk sín þau Darri Lorenzen, Sara Björns- dóttir, Þóroddur Bjarnason, Snorri Ásmundsson, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, David Cotterrell, Sæmund- ur Þór Helgason, Frederique Pisuisse, Kevin Atherton og Hatty Lee. Á opn- uninni fremja Þóroddur, Snorri og Atherton gjörninga. Lista- menn taka þátt í listamannaspjalli þrisvar á sýning- artímanum, sem lýkur 15. apríl. Hópur Íslendinga sýnir í London Á föstudag Hægur vindur og víða léttskýjað, en suðvestan 5-10 og dálítil él norðvestantil. Hiti að 5 stigum að deginum sunnan- og vestanlands, annars frost um allt land. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða norðan- og norðaustanátt, allhvasst suðaustantil. Él á Norðaustur- og Austurlandi, en víða bjartviðri í öðrum landshlutum. Frost 0-7 stig víða, en hiti að 5 stigum syðra. VEÐUR „Við nálgumst þetta verk- efni með það fyrir augum að taka þrjú stig en við verðum að mæta 100% í leikinn. Þetta er alls ekki gefið og við vitum af því að Ísland tapaði hér árið 2007. Stigin sem eru í boði eru mikilvæg og við munum spila okkar leik,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um leik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM kvenna í fótbolta. »4 Mikilvæg stig í boði í Slóveníu „Það sem ég vil fá út úr mótinu er meðal annars að sjá hvernig við stöndum að vígi um þessar mundir með þetta unga lið í samanburði við nokkur af sterkustu landsliðum Evr- ópu,“ segir Guðmundur Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik karla, en í dag stýrir Guðmundur íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í sex ár þegar fjögurra þjóða alþjóðlegt mót hefst í Sotra Arena í nágrenni Björg- vinjar í Noregi. »1 Vil sjá hvernig við stöndum að vígi Í fjölmiðlum vestan hafs er mál manna að sjaldan ef nokkurn tíma hafi snjöll- ustu kylfingar heims mætt jafn vel upplagðir til leiks og á Masters-mótið í þetta skiptið. Mótið hefst í dag á hin- um stórglæsilega Augusta National venju samkvæmt. Myndavélahljóðin verða með allra mesta móti nú þar sem Tiger Woods er kominn á fætur eftir fjórar bakaðgerðir. »4 Myndavélahljóðin verða með mesta móti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ása Hulda Oddsdóttir, viðskipta- fræðingur á lánadeild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og keppandi í fitness, lenti í kröppum dansi daginn sem hún vann til silfurverðlauna á Íslandsmótinu í módelfitness í +168 cm flokki í síðustu viku. „Ég vaknaði þarna klukkan hálf- fimm um morguninn og brunaði beint í förðun – það er svona stíft prógramm að gera sig tilbúna á keppnisdegi. Ég sat í förðun afar ró- leg, en svo þegar ég beygi mig fram þá hryn ég bara niður úr förðunar- stólnum og beint á andlitið og fékk í kjölfarið gat á höfuðið. Þetta var klukkan 6 um morguninn og við vor- um búin með svona helming af förð- uninni,“ segir Ása, en sauma þurfti sjö spor á enni hennar fáeinum klukkustundum fyrir keppni. Unn- usti hennar, Hörður Þór Jóhanns- son, var henni innan handar og fóru þau í kjölfarið saman á slysadeild Landspítalans. „Ég sendi skilaboð á unnusta minn og lét hann vita að ég hefði dottið og fengið gat á höfuðið. En vegna þess að ég var á bílnum þurfti hann að taka leigubíl til mín. Síðan brunuðum við beint á slysó,“ segir hún. Frá slysó í brúnkusprautun Þegar búið var að sauma Ásu á spítalanum var haldið aftur í Há- skólabíó þar sem keppnin var haldin. „Ég fór beint í brúnkusprautun. Svo var hún Bára svo yndisleg að koma upp í Háskólabíó og klára förðunina,“ segir Ása, en Bára Jóns- dóttir sá um förðunina á Ásu á keppnisdaginn örlagaríka. Ása segir höfuðmeiðslin hafa sett strik í reikn- inginn, en hún er engu að síður ánægð með árangurinn. „Ég var al- veg ringluð eftir þetta fyrst. Þannig að ég naut mín ekki alveg 100% um morguninn þegar ég fór á sviðið – bara nokkrum klukkutímum eftir þetta. En þetta gekk alveg og ég endaði í öðru sæti.“ Aðspurð segir Ása allan undirbún- ing fyrir módelfitness-keppni mjög strangan. Hún er í fullri vinnu hjá LSR og þarf því að skipuleggja æf- ingar sínar mjög vel. „Það getur al- veg verið erfitt að púsla þessu öllu saman. Það fer mikill tími í fitnessið. Maður þarf að skipuleggja sig rosa mikið, en þetta er búið að ganga mjög vel og það er mikill stuðningur frá vinnunni.“ Niðurskurður í þrjá mánuði Þegar 12 vikur eru í mót hefst nið- urskurðurinn hjá Ásu. „Þá eru æf- ingar tvisvar á dag. Á morgunæfing- unni er brennsla og síðan er lyft seinni partinn.“ Spurð út í matar- æðið segir hún það mestmegnis byggjast á próteini. „Þetta er mest prótein, aðeins minna af kolvetni og minnst af fitu sem maður er að borða. Svo síðasta sólarhringinn þá minnkar maður vatnið því maður er í vatnslosun og byrjar að hlaða kolvetnum,“ segir Ása sem fékk sér hamborgara og kók daginn fyrir keppni. Hún gaf sér lítinn tíma til að fagna silfrinu og undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir keppni í Ósló nk. laugardag. Sótti silfur með sjö spor  Fór á slysó eftir slæmt fall stuttu fyrir keppni Ljósmynd/Mummi Lú Annað sæti Ása hlaut annað sæti í 168 cm flokki á Íslandsmeistaramótinu í módelfitness í síðustu viku. Hún mun keppa aftur á laugardaginn í Ósló. Íslandsmótið í fitness fer alltaf fram ár hvert um páska. Tvö innanlandsmót í fitness eru á árinu 2018 og er það seinna bik- armótið í fitness sem fer fram seint að hausti. Meðal keppnis- flokka á Íslandsmótinu í síðustu viku er fitness karla, sportfit- ness og vaxtarrækt. Fitness kvenna, ólympíufitness, well- ness og módelfitness. Fjölmargir keppnisflokkar eru í fitness og skiptast þeir m.a. niður eftir aldri og hæð. Til dæmis er keppt í unglingaflokk- um, fitness kvenna 35 ára og eldri og fitness karla 40 ára og eldri svo dæmi séu tekin. Þá skiptist módelfitness í undir og yfir 168 cm á hæð og keppti Ása og hlaut verðlaun í yfir 168 cm. Íslandsmótið í fitness 2018 FJÖLBREYTTIR FLOKKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.