Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þröngt á sængurlegudeild
Ljósmæður í heimaþjónustu hafa lagt niður störf uns nýr samningur næst
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Níutíu og fimm ljósmæður sem sinna
heimaþjónustu eru hættar að taka að
sér þjónustu þar til samningar við
Sjúkratryggingar Íslands hafa verið
undirritaðir. Aðgerðirnar bitna mest
á nýbökuðum foreldrum og munu að
öllum líkindum leiða til þess að fleiri
konur þurfi að dvelja fleiri daga á
meðgöngu- og sængurlegudeild.
Að sögn Guðlaugar Pálsdóttur,
ljósmóður á fæðingardeild og sjálf-
stætt starfandi ljósmóður í heima-
þjónustu, var rólegt á fæðingardeild-
inni í gær. Því hefðu ekki komið upp
vandræði með pláss. Það væri þó að-
eins tímaspursmál að meðgöngu- og
sængurlegudeildin fylltist.
„Deildin er lítil miðað við fjölda
fæðinga. Það er oft frekar þröngt og
stundum þarf aðeins að ýta fólki
heim. Það verður miklu erfiðara þeg-
ar engin heimaþjónusta er í boði.“
Þá segir hún einnig að sængur-
legudeildin verði að geta tekið við
konum af fæðingardeildinni til að
losa fæðingarstofur.
„Þegar við komum ekki konunum
okkar burt þegar þær eru búnar að
fæða þá verður fljótlega farið að nota
skoðunarherbergi og geymslur, jafn-
vel setustofuna okkar. Það hefur
komið fyrir.“
Ber ekki saman um samning
Ljósmæðrum og velferðarráðu-
neytinu ber ekki saman um skjal
sem liggur á borði ráðuneytis Svan-
dísar Svavarsdóttur. Ellen Bára Val-
gerðardóttir, ljósmóðir á Landspít-
ala og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í
heimaþjónustu, sagði í samtali við
mbl.is í gær að nýr samningur hefði
legið ósamþykktur hjá heilbrigðis-
ráðuneytinu síðan fyrir páska. Þess-
ari fullyrðingu var hins vegar vísað á
bug í tilkynningu frá velferðarráðu-
neytinu, en þar sagði að um minn-
isblað frá Sjúkratryggingum Íslands
væri að ræða, með tillögum að breyt-
ingum á rammasamningum sem
starfað hefur verið eftir hingað til.
„Tillögurnar sem um ræðir fela í
sér skerðingu á heimaþjónustu ljós-
mæðra sem ljóst er að myndi hafa
töluverð áhrif inn á fæðingardeildir
sjúkrahúsanna,“ segir í tilkynning-
unni.
Fundi samninganefnda Flugvirkja-
félags Íslands og ríkisins, í kjaradeilu
flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni,
sem haldinn var hjá Ríkissáttasemj-
ara í gær lauk án árangurs. Annar
fundur hefur verið boðaður í dag, en
ef þá semst ekki kemur til ótímabund-
innar vinnustöðvunar, sem hæfist kl.
7:30 á morgun, miðvikudag.
„Ég er vongóður um að við náum að
ljúka málinu áður en til vinnustöðv-
unar kemur, en er raunsær samt, “
segir Gunnar Rúnar Jónsson, for-
maður samninganefndar flugvirkja, í
samtali við Morgunblaðið. Tæplega
tuttugu flugvirkjar starfa hjá Land-
helgisgæslunni og annast þeir við-
gerðir, viðhald og skoðanir á þyrlum
hennar og flugvél. Er ljóst að útgerð
þeirra myndi raskast strax ef flug-
virkjar leggja niður störf, en Gunnar
Rúnar segir ekki hafa verið mótað
hvernig tekið yrði á undanþágubeiðn-
um, t.d. ef fara þyrfti í áríðandi
sjúkra- eða björgunarflug.
Skv. upplýsingum Morgunblaðsins
gera flugvirkjar hjá Landhelgisgæsl-
unni kröfu um að fá launahækkanir í
samræmi við það sem starfsbræður
þeirra hjá Icelandair fá. Þeir gerðu
nýlega kjarasamning og samkvæmt
honum hækka launin um 8% á
tveggja ára tímabili, auk þess sem
ýmis hlunnindi bætast við kjörin.
sbs@mbl.is
Vinnustöðvun er boðuð
Gæsluflug-
virkjar vilja 8%
launahækkun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þyrla Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni sjá um viðgerðir, viðhald og
skoðanir á þyrlum og flugvélum sem eru mikilvæg öryggistæki
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Auk þeirra tillagna sem koma fram í
skýrslunni er verið að meta aðra
kosti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra, en tillögur til
úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einka-
rekinna fjölmiðla
verða kynntar í
sumar.
Í skýrslunni
sem Lilja vísar í er
m.a. lagt til að end-
urgreiða hluta
kostnaðar vegna
framleiðslu á frétt-
um og fréttatengdu
efni, að Ríkis-
útvarpið fari af
auglýsingamarkaði og að áfengis- og
tóbaksauglýsingar verði heimilaðar.
„Leiðarljósið er auðvitað að við
viljum hafa vandaða einkarekna fjöl-
miðla á Íslandi til þess að styðja við
upplýsandi umræðu í samfélaginu.“
Meðal annars segir Lilja að verið sé
að skoða fjölmiðlasjóð sem myndi
styrkja gerð menningar- og frétta-
efnis, blaðamannasjóð sem styrki
rannsóknarverkefni óháð miðlum,
dreifbýlissjóð fyrir miðla í dreifbýli,
skattaívilnanir, þróunar- og nýsköp-
unarstyrki, beina rekstrarstyrki,
lækkun virðisaukaskatts á auglýs-
ingar og lækkun tryggingagjalds.
„Við erum að stilla öllum þessum
tillögum upp og tökum mið af því sem
er að gerast í löndunum í kring.“
Lilja mun að öllum líkindum fá
fyrstu drög í maí eða júní, þar sem
fram mun koma hvað tillögurnar
kosta og hvaða áhrif þær hafi á fjöl-
miðlamarkaðinn. „Úrvinnsla og
skýrslugerð fer fram í lok júní og loks
undirbúningur að því hvernig við
kynnum þetta og hvaða tillögur við
veljum.“
Í útvarpsþættinum Þingvöllum á
K100 á sunnudag sagði Lilja að í tekju-
hlið fjármálaáætlunarinnar væri ráð
gert fyrir talsverðum fjármunum til
þess að takast á við þessi mál. Hún
segir ekki tímabært að gefa upp um
hversu mikla fjármuni sé að ræða.
„Þetta eru fjárhæðir sem skipta máli.“
„Fjárhæðir
sem skipta
máli“
Tillögur til úrbóta
á rekstrarumhverfi
fjölmiðla í vændum
Lilja Alfreðsdóttir
Forsætisráðherra hyggst leggja til
við forseta Íslands að ábyrgð á leyf-
isveitingum íslenskra stjórnvalda
vegna hergagnaflutninga með flugi
færist frá samgönguráðuneyti til ut-
anríkisráðuneytisins. Þessi áform,
svo og ýmsar breytingar á reglum
og vinnubrögðum þessu viðvíkjandi,
voru kynnt ríkisstjórn í síðustu viku.
Í samgöngu- og utanríkisráðu-
neytum hefur á undanförnum mán-
uðum verið unnið að því að endur-
skoða vinnubrögð við veitingu leyfa
vegna flutninga á hergögnum. Þar
ráða alþjóðlegar skuldbindingar og
stefna Íslands í alþjóðlegum örygg-
is- og varnarmálum sem og mann-
úðar- og mannréttindamálum. Þess-
ir málaflokkar heyra undir utan-
ríkisráðuneytið og því er sérþekking
til staðar þar.
Samgöngustofa veitti frá 2008 til
2017 alls 167 leyfi til flutnings her-
gagna, annað hvort um íslenskt yf-
irráðasvæði eða til íslenskra flugrek-
enda erlendis. Ekkert bendir til að
íslensk flugfélög hafi flutt jarð-
sprengjur eða að flutningarnir hafi
verið í bága við skuldbindingar Ís-
lendinga.
Leyfisveitingar í
utanríkisráðuneyti
Hergagnaflutningar endurskoðaðir
Morgunblaðið/ÞÖK
Her Flutningur á hergögnum hefur
verið umdeilt mál undanfarið.
Æ fleiri velja nú að fara leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið á reiðhjóli,
enda er slíkt þægilegur og umhverfisvænn ferðamáti. Vissulega getur þó
tekið á þegar farið er á hjólinu upp brekkur, en þá er ekkert annað að gera
þegar upp á brún er komið en leggja frá sér hjólið og kasta mæðinni í
grænu grasinu eins og þessi hjólreiðamaður, sem var á ferðinni í Árbæj-
arhverfinu í gær, gerði.
Hjólreiðamaðurinn í grasinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon