Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi sem innheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er þar að auki auðugt af A-, D- og E-vítamínum. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR NÝ F E R S K T O M Y N T U- OG SÍTRÓN U B R A G Ð V E R T Þristavinafélaginu, sem sér um rekst- ur á DC-3 flugvélinni Páli Sveinssyni, TF-NPK, hefur verið boðið á flug- stefnumót í Frakklandi sumarið 2019 þar sem þess verður minnst að 75 ár verða liðin frá innrás bandamanna í Normandí árið 1944. Verður flughæfum ,,Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, segist reikna með að flestallar flughæfar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Tómas segir félagið hafa mikinn áhuga á að fara utan. Hafa skipuleggj- endur viðburðarins boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. Þrátt fyrir það verði kostnaður umtalsverður og muni þátttaka frá Ís- landi ráðast af því hvernig gangi að fjármagna ferðina að öðru leyti. Að- alstyrktaraðili Þristavinafélagsins í mörg ár hefur verið Icelandair. Flug Páls Sveinssonar nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hef- ur síðustu ár, vélin verður við flug- daga í Reykjavík og á Akureyri og e.t.v. við fleiri viðburði. Þá sagði Tóm- as Dagur að til stæði að senda flug- menn til Amsterdam til þjálfunar í flughermi fyrir DC-3 vélar sem væri mjög hagkvæmt og væri unnið að því að fjármagna þessa þjálfun. Samið áfram við Flugsafnið Stjórn Þristavinafélagsins og Flug- safns Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flug- safnið hýsi áfram flugvélina yfir vet- urinn eins og verið hefur, félaginu að kostnaðarlausu. Aðalfundur félagsins verður hald- inn á morgun, miðvikudag, í sal Flug- virkjafélagsins við Borgartún 22 í Reykjavík. Þar fara fram venjuleg að- alfundarstörf og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Nýir félagar eru einnig velkomnir. Páli boðið á stefnu- mót í Frakklandi  75 ár liðin á næsta ári frá innrás banda- manna í Normandí Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þristur Vinir Páls Sveinssonar, DC-3, samankomnir á góðri stund. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Pöddulífið kviknaði hressilega í lok síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Erlings Ólafssonar, skordýrafræð- ings á Náttúrufræðistofnun Íslands. „Húshumlurnar fljúga nú hver um aðra þvera. Rauðhumlan hefur líka sýnt sig. Þá hef ég aldrei fyrr séð eins mikið af birkikembunni og nú undan- farið, birkið gæti því lent í hremm- ingum í sumar,“ segir Erling. Garðeigendur og aðrir urðu víða varir við bústnar humludrottningar í blíðviðrinu um helgina. Húshumlan nærist á frjókornum og safa úr víði- reklum á vorin en færir sig síðan yfir á margar tegundir blómplantna. „Húshumla er árrisul á vorin en al- gengt er að hún birtist 19.-20. apríl þó stöku drottning laðist fram fyrr á góðviðrisdögum, jafnvel í mars,“ skrifar Erling á Pödduvefinn á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Húshumlan fannst fyrst hérlendis sumarið 1979 í Reykjavík og Heið- mörk. Hún dreifðist hratt um landið, náði að loka hringnum á skömmum tíma og hafði þá m.a. náð til Horn- stranda. Björt framtíð rauðhumlu Rauðhumla fannst hins vegar fyrst hérlendis í Keflavík 19. ágúst 2008. Var þar um drottningu að ræða og var eintakinu komið til Náttúrustofu Reykjaness í Sand- gerði. Það er nú varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Rauðhumlan er nú komin austur undir Eyjafjöll, vestur til Stykkis- hólms, svo og til Akureyrar. „Ætla má að rauðhumlu bíði björt framtíð hér á Íslandi og er ekki ástæða til annars en að taka henni fagnandi. Hún kann e.t.v. að veita öðrum innfluttum humlum nokkra samkeppni um blómasafann en það er varla áhyggjuefni. Eins og aðrar humlur ber rauðhumla frjókorn á milli blóma ötullega metnaðarfullum garðræktendum til yndisauka. Án efa hefur rauðhumla borist til landsins með varningi,“ skrifar Erling Ólafs- son. Hamast við að verpa Birkikembur hafa víða sést síð- ustu daga og Árni Árnason, sem tók meðfylgjandi mynd af birkikembu, skrifaði eftirfarandi: „Ég sá talsvert af birkikembu í Ölfusinu í dag [sunnudag]. Þær eru komnar á stjá og farnar að hamast við að verpa í brum birkisins. Sú sem sést á þess- ari mynd er ekki nema fáeinir milli- metrar á stærð en afkvæmi hennar eiga vísast eftir að fara illa með birkið.“ Á Pödduvefnum er eftirfarandi upplýsingar að finna um birki- kembu: „Fiðrildin eru á ferð á vorin en þau skríða úr púpum í fyrrihluta apríl og hverfa með öllu fyrir miðjan maí, flugtími er því mjög skammur. Á þessum tíma verpa þau á brum birkis og eggin klekjast þegar tré fara að laufgast. Lirfurnar smjúga þá inn í laufblöðin, koma sér þar fyr- ir og éta innvefi þeirra. Eftir því sem lirfurnar dafna taka blöðin að sölna og á endanum standa einungis eftir ysta lag efra- og neðraborðs blaðs sem blæs út eins og brúnn belgur.“ Illur fengur Birkikemba fannst fyrst í Hvera- gerði 2005 og dreifðist á næstu árum um Suðvesturland. „Það er illur feng- ur að þessum nýliða í íslensku fán- unni því skaðsemi er veruleg af hans völdum á birki í görðum. Þó ódæl sé hún þá verður það ekki af birkikembu haft að falleg er hún,“ skrifar Erling. Birkið gæti lent í hremm- ingum í sumar  Pöddulífið kviknaði hressilega í lok síðustu viku  Bústnar drottningar komnar á stjá  Mikið af birkikembu Ljósmynd/Árni Árnason Birkikemba Meira hefur sést af kembunni á þessu ári heldur en áður og hún gæti valdið tjóni á birki í sumar. Ódæl en falleg, segir á Pödduvefnum. Ljósmynd/Erling Ólafsson Húshumla Myndarlegar humludrottningar voru víða á ferð um helgina. Al- gengt er að húshumla birtist um 20. apríl þó stöku drottning sjáist fyrr. Veiðar á kolmunna syðst í fær- eyskri lögsögu hafa gengið vel und- anfarið. Stærri skipin hafa oft náð fullfermi á 3-4 sólarhringum og þau sem eru með minni burðargetu hafa jafnvel fyllt sig á tveimur sólar- hringum. Skipin hafa gjarnan togað í 12-16 tíma og fengið um 400-600 tonn. Fregnir hafa borist af lóðningum á leið skipanna til og frá miðunum og gefur það vonir um að kolmunni gangi inn í íslenska lögsögu og verði hugsanlega veiðanlegur í Rósagarð- inum suðaustur af landinu. Skilyrt er í reglugerð um kolmunnaveiðar í ár að 25% af aflanum séu veidd á alþjóðlegu hafsvæði eða í íslenskri lögsögu. Kolmunninn fer í bræðslu og hefur verið nóg að gera í fiski- mjölsverksmiðjum frá Vopnafirði til Vestmannaeyja að undanförnu. Búið er að veiða tæplega 70 þús- und tonn af kolmunna í ár sam- kvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. Er þá eftir að veiða um 245 þúsund tonn af aflaheimildum í kolmunna. aij@mbl.is Vel gengur á kolmunna við Færeyjar  4-600 tonn í holi Í slipp Ásgrímur Halldórsson var eitt skipanna sem voru á Færeyjamiðum í gær. Myndin er tekin í Reykjavík í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.