Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Bókin Þau eftir Börk Gunn-arsson hefur að geymaþrjár nóvellur. Hann(2013) og Þeir (2017) hafa komið út áður en þriðja sagan, Hún, birtist hér í fyrsta sinn. Undirtitillinn er „þríleikur“, og þrátt fyrir að sögurnar séu ótengd- ar hefur höfundur sjálfur bent á að söguhetjurnar endi allar sem tákn- myndir vinnusemi og markmið- avæðingar en þær eiga það einnig sameig- inlegt að leika á mörkum fárán- leikans í þó raun- sæislegum heimi. Fyrsta sagan, Hann, er best unnin í þessu safni. Stíllinn er látlaus og hæverskur eins og kröfur söguhetjunnar sjálfrar til lífsins og milli hinna dramatísku og óvæntu snúninga og stílsins myndast tölu- verð spenna. Sögusviðið er Reykja- vík, líklega fyrir fáeinum áratugum, en tíminn er heldur óræður. Per- sónurnar eru nokkuð sterkar og sannfærandi og kringumstæður napurlegar og sárar. Aðalefniviður Barkar hér er staðalmynd hins ís- lenska vinnusama karlmanns. Hann, hetjan í sögunni, ber byrðar sínar í karlmannlegri þögn og sjálfsmynd og heimsmynd hans er byggð á „heiðarlegri“ vinnusemi en ýmislegt bendir til að stoðir ímynd- arinnar séu að bresta og við það riðlast heimsmyndin. Hann segir t.d. um yfirmann sinn: „Hann var einum tuttugu árum yngri en ég og eitthvað svo mjúkur og kvenlegur. […] Ég hafði ekkert fyrir mér í því en ég hafði það á tilfinningunni að mjúkar hendur hans mýktu upp stálið og stoðveggina. Hús eru öruggari þegar hugur sterkra manna stýrir byggingunni.“ Fyrir- vinnuhlutverkið er svo allsráðandi að það nær út yfir gröf og dauða í bókstaflegri merkingu, en undir lokin verður söguhetjan að minnis- varða um karlmennskuímyndina, e.t.v. hinn forneskjulega karlmann. Með því að ýkja staðalmyndina með þessum hætti verður hún framand- leg og ekki síst fyndin. Börkur hnýtir söguna vel saman í lokin með flottri og margræðri mynd. Í Þeim er sögusviðið sjórinn þar sem aðalsöguhetjan verður svo hel- tekin af sjómennsku að hún tortímir sér. Hér lýsir höfundur kaldrana- legum, hörðum heimi og kúnstugum persónum. Aðalhugmyndin er þó ekki nógu vel undirbyggð og hefði mátt vinna betur sem og textann sjálfan. Hið sama er að segja um Hana. Sviðsetningin í upphafi er mjög spennandi, eiginkonan sem ekki lengur hefur fótaferð vegna ofáts hangir í neti á efri hæð húss en eiginmaðurinn stýrir netinu að neðan og hífir máltíðir upp til kon- unnar eftir spili en hefur ekki litið hana augum í tvö ár þótt hann elski enn röddina í henni. En sagan nær því miður ekki flugi, framandleikinn verður að nokkuð ósannfærandi ólíkindum, auk þess sem söguþráð- urinn er teygður um of, mikið er af samtölum sem því miður eru endur- tekningasöm og bæta engu við sög- una. Unglingnum er gefið ákveðið málsnið sem því miður nær ekki að verða trúverðugt. Þá eru allt of margar villur í texta í Þeim og Henni og hann oft eins og fljót- færnislega unninn. Þetta er lýti á bókinni sem hægur leikur hefði ver- ið að komast hjá. Þessar þrjár sögur eru misjafnar að gæðum, efnið er spennandi en hefði mátt vinna betur úr því, þá sérstaklega í sögunni Hún. Höf- undur er kvikmyndagerðarmaður og í þessum þríleik eru það einmitt sterkar myndir sem eru eftirminni- legastar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndræn Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og í þessum þríleik eru það einmitt sterkar myndir sem eru eft- irminnilegastar, segir meðal annars í gagnrýni um Þau, nóvelluþríleik Barkar Gunnarssonar. Sterkar myndir Skáldsaga Þau bbmnn Eftir Börk Gunnarsson. Útgefandi: List fyrir mat / Art for food, 2018. Kilja, 259 bls. HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR BÆKUR Enska orðið „fringe“ þýðir jaðar og segir í tilkynningu að Reykjavík Fringe eigi í samstarfi við nokkra af stærstu „fringe“-listahópum Ís- lands, m.a. Improv Ísland, Rauða skáldahúsið og Goldengang Com- edy. Improv Ísland flytur opnunarsýn- ingu hátíðarinnar 4. júlí í Tjarnar- bíói og Rauða skáldahúsið stendur fyrir lokasýningu hennar, 8. júlí, í Iðnó. Flestar sýningar hátíðarinnar fara fram á ensku svo hægt sé að ná til sem flestra, eins og því er lýst í tilkynningunni, og einnig til þess að listafólk hafi þann möguleika að flytja sýningar sínar erlendis. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í hátíðinni og er lista- fólk úr öllum geirum hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 6. maí 2018 og hægt að sækja um á vef- síðu hátíðarinnar, rvkfringe.is. Aðstandendur hátíðarinnar eru Nanna Gunnarsdóttir, Jón Magnús Arnarsson, Sindri Þór Sigríðarson, Signý Sigurðardóttir, Jessica Lo- Monaco og Meg Matich. Fjöllistahátíðin Reykjavík Fringe Festival verður haldin í fyrsta sinn 4.- 11. júlí næstkomandi og mun hún fara fram víðsvegar um höfuðborgina. Tjarnarbíó, heimili sjálfstæðra leik- hópa, verður miðstöð hátíðarinnar og þar verður hægt að nálgast upplýs- ingar um hana, kaupa miða á sýn- ingar eða hátíðarpassa og njóta sýn- inga en hátíðin mun einnig fara fram í hefðbundnum og óhefðbundnum sýn- ingarrýmum. Í tilkynningu segir að búast megi við alþjóðlegri hátíð þar sem leiklist, dans, uppistand, kabarett, drag, ljóð- list, tónlist, fyrirlestrar, barnasýn- ingar og ýmsar listrænar uppákomur eigi sér stað. „Reykjavík Fringe Festival er partur af stærra sam- félagi norræns listafólks, undir sam- heitinu Nordic Fringe Network, sem gefur íslensku listafólki tækifæri til að fara með verk sín á erlendar hátíð- ir, sem og tekur á móti erlendum verkum. Þó aðaláherslan sé lögð á norræna list, þá er þetta alþjóðleg há- tíð sem tekur á móti umsóknum frá öllum löndum,“ segir í tilkynningu. Ný fjöllistahátíð, Reykjavík Fringe Festival, haldin í júlí Spuni Improv Ísland er meðal þeirra jaðarlistahópa sem taka þátt í hátíðinni en stofnandi hans er leik- konan Dóra Jóhannsdóttir. Morgunblaðið/Hari Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 24/4 kl. 11:00 Hveragerði Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00 Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.