Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 ✝ Jenni RagnarÓlason fæddist á Patreksfirði 26. apríl 1934. Hann lést á sjúkrahúsi í Torrevieja á Spáni 7. apríl 2018. Foreldrar hans voru Óli Sigurjón Jónsson, f. 3. októ- ber 1894, og Sum- arrós Elíasdóttir, f. 9. maí 1911, bæði látin. Systir Jenný Þóra, f. 13. júlí 1937, gift Kristjáni Jóhannssyni, látinn. Hinn 31. janúar 1959 giftist Jenni Aðalbjörgu (Stellu) Ólafsdóttur, f. 24. september 1937, í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru Ólafur Guð- mundsson og Áslaug Björns- dóttir, bæði látin. Börn þeirra eru: 1) Áslaug Þorvaldsdóttir, f. 3. febrúar 1957. Börn henn- ar a) Logi, f. 22. mars 1978, dóttir hans er Embla Sól, sam- býliskona Christina Mai, b) Gauti Jóhannsson, f. 13. apríl 1981, sonur hans er Alexander Máni, c) Sindri Jóhannsson, f. 30. maí 1990, sambýliskona Alexía M. Jakobsdóttir, d) El- ísa Jóhannsdóttir, f. 23. mars 1992, sambýlismaður Baldur Jóhannesson. 2) Rósa, f. 17. júlí 1959, eiginmaður Guð- fræðaskólann á Akureyri einn vetur, 1956-1958 stundaði hann nám við Samvinnuskól- ann á Bifröst og háskólanám í tæknifræði í Gjøvik í Noregi 1988-1992. Þau Stella hófu bú- skap í Stykkishólmi 1958 og bjuggu þar í tíu ár en fluttu þá í Borgarnes þar sem þau hafa búið síðan fyrir utan árin fjögur í Noregi. Í Stykkishólmi starfaði hann hjá Kaupfélaginu, var til sjós og stundaði útgerð, en starfaði einnig á hrepps- skrifstofunni. Í Borgarnesi ráku þau verslunina Brák í nokkur ár. Eftir það hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins þar sem hann starfaði þar til hann hætti störfum sjötugur. Jenni var virkur í pólitík í Stykkishólmi, sat þar í sveitar- stjórn, var oddviti um tíma og tók einnig þátt í landsmála- pólitík fyrir Alþýðubanda- lagið. Hann sat í bæjarstjórn í Borgarnesi fyrir Alþýðu- bandalagið og seinna fyrir Samfylkinguna. Jenni starfaði með Norræna félaginu í Borg- arnesi og sat í stjórn félags- ins. Hann starfaði með ýmsum kórum í Borgarnesi, einnig með kvartettinum Silfurrefum. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og sat í stjórn Skógræktarfélags Borgar- fjarðar, var formaður í nokk- ur ár og er heiðursfélagi þess félags. Útför Jenna fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 24. apríl 2018, klukkan 14. mundur Finnur Guðmundsson, f. 13. október 1956. Börn þeirra a) Erla Björk Atla- dóttir, f. 21. febr- úar 1977, maki Grétar Ingi Grét- arsson, sonur þeirra Ólafur Jós- ef, b) Guðmundur Ingi, f. 19. sept- ember 1982, sam- býliskona Sigríður Dúna Sverrisdóttir, dóttir þeirra Ey- rún Vala, c) Aðalbjörg, f. 9. febrúar 1986. 3) Birna Guð- rún, f. 29. nóvember 1960. Börn hennar eru a) Heiða Sal- varsdóttir, f. 11. október 1982, dóttir hennar er Birta Guðrún Helgadóttir, b) Jenni Ólafur Salvarsson, f. 10. september 1988, c) Þorfinnur Gústaf Þor- finnsson, f. 20. maí 1993, sam- býliskona Birta Sif Arnar- dóttir. 4) Ólafur, f. 2. desember 1962, d. 4. sept- ember 1999. Dóttir hans er Aðalbjörg Silja, f. 10. janúar 1983, börn hennar eru Ólafur Árni Davíðsson, Kristjana Íva Gautadóttir og Hrafna Hlíf Siljudóttir. Jenni var fæddur og uppal- inn í Hólunum á Patreksfirði. Hann stundaði nám við gagn- Lífið verður aldrei eins. Pabbi minn er dáinn. Hann dó saddur lífdaga eftir frekar stutt veikindi. Það er alltaf þakkarvert. Reynd- ar er svo margt þakkarvert þeg- ar pabbi er annars vegar. Ég fæ honum aldrei fullþakkað að hafa verið pabbi minn í öll þessi ár, fyrir að hafa verið afi barnanna minn og langafi ömmustelpunnar minnar. Sérstakar þakkir fyrir að hafa kennt yngri syni mínum hvað það er að vera karlmaður. Börnin mín eiga minningar um hlýjan og góðan afa sem hafði sterkar skoðanir og kunni að segja skemmtilegar sögur. Takk pabbi minn. Takk fyrir tímann sem við áttum saman hérna í Torrevieja. Þú hefur markað spor hér út um allt, það eru staðir sem ég get um ókomna tíð vitjað, ýmist ein eða með öðrum, og rifjað upp góðar og skemmtilegar sögur um góðar stundir. Við munum kaupa klístraðar kringlur í rússabúð- inni þinni, fara á „alþjóðlega“ staðinn þinn eða bara sitja á pöddutorginu og sjá lífið gerast allt í kring. Ég mun ekki framar þrasa við þig um allt milli himins og jarð- ar. Sérstaklega mun ég sakna þess að þrasa við þig um pólitík, fá hjá þér fréttaskýringar á flóknum málum og ég mun ekki framar kalla þig krata til að stríða þér. Þú varst aldrei krati í hjarta þínu, kannski bara pínulít- ið bleikur síðasta spölinn. Það er eðlilegt að kerlingar hátt á sextugsaldri missi feður sína. Ég er samt svo ósátt og sorgin svo yfirþyrmandi að ég veit ekki hvernig ég á að komast í gegnum þetta. Vonandi verður þú með mér áfram, því ég verð áfram „Birna þín litla“ sama hvað ég verð stór og ég mun halda áfram að misstíga mig. Það er öruggt eins og það er öruggt að lífið verður aldrei eins. Birna Guðrún Jennadóttir. Í dag, 24. apríl, kveðjum við tengdaföður minn Jenna R. Óla- son. Þennan höfðingja hef ég þekkt lengi því við unnum báðir í Vegagerðinni í Borgarnesi og fyrir 36 árum giftist ég Rósu dóttur hans. Það hefur alla tíð verið gott að vera nálægt Jenna því hann hafði svo sérlega gott lundarfar, var alltaf viðræðugóður, kynnti sér málefni og hafði skoðanir á hlut- unum. Hann var einstaklega réttsýnn og tók gjarnan upp hanskann fyrir þá sem á var hall- að. Jenni fór ekki í manngrein- arálit. Einn af stórum kostum Jenna er að hann var hrifnæmur og virkur þátttakandi í því sem var að gerast í kringum hann, sama hvað það var. Það voru einstakar stundir þegar hann tók þátt í leikjum eða spilum með krökk- unum, það kunni hann. Síðan voru sérstakar stundir þegar horft var á íþróttir, það skipti ekki máli hvort það voru einstak- lingsgreinar eða kappleikir. Hann lifði sig inn í það sem var að gerast og í einhver skipti var hann kominn fremst í setuna og farinn að kalla til þátttakenda. Þá var ekki neitt annað sem náði athygli hans, sama hvort það var talað til hans, síminn hringdi eða Stella að reyna að ná sambandi. Að ferðast með Jenna var ánægjulegt, hann þekkti vel til lands og sögu. Það var sama hvar var; Jenni var alltaf áhuga- samur um þá staði sem farið var um og hafði alltaf allan þann tíma sem þurfti til að gera ferðir ánægjulegar. Nú seinni árin vorum við tals- vert saman við að sinna sameig- inlegu áhugamáli en það var ræktunarstarf sem fólst í að gróðursetja tré. Þegar hann var í tæknifræðinámi í Noregi 1988 til 1991 fórum við fjölskyldan í heimsóknir til þeirra Stellu og dvöldum í eitt skiptið í þrjá mán- uði. Þá skoðuðum við skógana þar sem farið var um og veltum fyrir okkur einstaka tegundum í Noregi og hvað mögulega þrifist á Íslandi. Þegar ég fór heim vor- um við búnir að taka til plöntur sem ég fór með til Íslands þar sem Jenni hefur hlúð að þeim og plantað út við sumarbústað þeirra Stellu þar sem þær gleðja og prýða í dag. Eftir árin í Nor- egi varð hann enn öflugri í skóg- ræktinni en áður og það var svo alla tíð eftir það. Eitt af því síð- asta sem við hjálpuðumst að við að gróðursetja var fjallaþinur, við vildum meina að hann væri hentugt jólatré á Íslandi. Jenni var vel lesinn, hafði áhuga nánast á öllum hlutum. Það sem hann las eða heyrði mundi hann alveg ótrúlega vel. Það voru þessir eiginleikar sem gerðu það að verkum að það þótti einstaklega áhugavert að ræða við hann. Í samræðum hafði hann ákveðnar skoðanir en var ávallt opinn fyrir skoðunum annarra og tilbúinn að setja sig inn í þau málefni sem um var rætt og stóð með þeim niðurstöðum. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera samtíða Jenna. Ég votta Stellu og fjölskyldu samúð mína. Guðmundur Finnur. Elsku afi. Þrátt fyrir að þú værir meira veikur en ég vissi átti ég ekki von á því að þú ættir þetta stutt eftir. Mér finnst ósanngjarnt að þú sért farinn og það reynist erfitt að sjá lífið fram undan án afa Jenna. Ég trúi því samt að þú hafir verið sáttur. Í lok mars sl. komu fréttir af alvarlegum veikindum þínum en þú lést svo á Spáni stuttu síðar. Tímanum, sem við áttum síðustu daga þína, mun ég búa að alla ævi, enda blessun að fá að vera með þér fram á síðustu mínútu en á sama tíma svo sárt. Þennan vetur hafðir þú dvalist á Torrevieja á Spáni. Jákvæð umbreyting hafði átt sér stað hjá ykkur hjónum og reglulega voru farnar gönguferðir og borðaður góður matur á Mundo og alþjóð- lega staðnum. Það er yndislegt að þið amma áttuð þennan góða tíma. Þú varst mjög vel lesinn og fróður. Þú hafðir miklar skoðanir á stjórnmálum og gaman að ræða við þig um þau. Einnig komstu fram þínum sjónarmið- um í pólitík þegar þú varst m.a. í bæjarstjórn Borgarness. Rétt- lætiskennd þín var mjög sterk og ég tel hana einnig koma fram í afkomendum þínum. Þú varst mikill kattavinur og nú er svo komið að ég hef misst töluna á þeim köttum sem þið amma hafið átt. Áhugasvið þitt náði til söngs og þú söngst mikið. Ég mun aldrei gleyma laglínum, flauti og þessu hummi sem fylgdi þér hvert sem leið þín lá. Einnig varstu mikill áhugamaður um Eurovision og var það regla að leita álits hjá þér hvaða lag væri vænlegt til sigurs á hverju ári og best var að horfa á keppnina með þér í Borgarnesi. Oftast nær kom þá í ljós mismunandi smekkur okkar á lögum hverju sinni og ást þín á rússneskri tón- list og babúskum. Ég var svo lánsöm að fá að búa með þér og ömmu í kringum fermingu og nokkur sumur þeg- ar ég kom í Borgarnes að vinna. Einnig tók við yndislegur tími þegar ég eignaðist Birtu Guð- rúnu þar sem við bjuggum fyrsta árið hennar í Borgarnesi og síðar enn meir þegar mamma flutti á Berugötuna. Stundirnar urðu að- eins færri eftir að ég flutti í bæ- inn en alltaf var gaman að koma til ykkar í lengri eða styttri tíma, heim eða upp í bústað. Oft var gaman þegar allir komu saman í graut eða pítsu og franskar. Lík- lega hefur engum þótt franskar jafn góðar og þér. Þú hefur alla tíð verið ynd- islegur afi minn og síðar langafi Birtu. Í minningunni verður þú einhver sá vandaðasti maður sem ég hef fengið að kynnast. Frá þér kom mikil hlýja og vænt- umþykja sem þú gafst frá þér til allra í kringum þig, hvort sem það var til manna eða dýra. Faðmlögin þín voru þau bestu sem maður fékk og svo innileg. Áhugi þinn á þínum nánustu og samferðafólki var einlægur og góður. Ég vil trúa því að það sé eitt- hvað fram undan eftir þetta líf fyrir þig og þú lítir eftir okkur sem eftir stöndum. Það er mín ósk að þú hafir farið sáttur eftir góða ævi og ég vona að þú hittir Óla og fallna félaga sem þú sakn- aðir svo. Þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því. Við Birta Guðrún munum ætíð minnast þín með mikilli hlýju og væntumþykju. Ég mun leggja mig alla fram um að koma góðum gildum þínum og minningum um þig áfram. Heiða. Kveðja frá bekkjarfélögum Enn fækkar í hópi okkar skólafélaganna, sem stunduðu nám við Samvinnuskólann Bif- röst í Borgarfirði árin 1956-1958. Nú síðast er fallinn frá Jenni R. Ólason. Hans er sárt saknað úr vinahópnum, en góðar minningar lifa. Rétt er að geta fyrst þess, sem skipti miklu máli allan hans lífs- feril; stjórnmálanna. Sjálfstæðis- menn á Vestfjörðum sáu í hinum unga Jenna gott foringjaefni og sendu hann til náms í skóla Heimdallar í Reykjavík. Hann minntist stundum á þessa tíma: „Sá lærdómur sem þar fékkst gerði mig að glerhörðum vinstri- sinna.“ Jenni hlaut frama og naut virðingar samherja sem mótherja í pólitíkinni alla tíð. Í framhaldi af framansögðu má geta þess að félagi hans á Heimsmóti Æskunnar í Moskvu 1956 var í forystusveit SUS. Jenni taldi sig lánsmann að fá að herbergisfélögum á Bifröst þá heiðursmenn Steinþór og skák- konung skólans Jóhann Örn. Ánægjan var um flest gagn- kvæm. Utan einu sinni, þá datt Jenna í hug að þeir skyldu tileinka sér forna hugmynd Spartverja; kosti hörkulegs lífsmáta. Þeir skyldu leggjast til svefns á hörðu gólfinu og sofa þar og var það samþykkt. Kátínan var minni en engin þeg- ar ljóst varð að Jenni hafði svikið lit og sofið vært alla nóttina í sínu mjúka rúmi. Fljótt kom í ljós að Jenni lum- aði á ýmsum kostum og reynslu. Hann var góður skákmaður (Vestfjarðameistari þegar hann kom í skólann). Hann sigraði til dæmis Friðrik Ólafsson í fjöl- tefli. Góður fengur fyrir gott skáklið skólans. Hann var söng- maður góður. Hafði meðal annars tekið þátt í kórastarfi á Vestfjörðum. Af- bragðsræðumaður var Jenni. Á hátíðarstundu flutti hann til dæmis minni kvenna og hlaut mikið lof fyrir. Sögumaður var hann líka ágætur o.fl. Traustur vinur, sem aldrei brást. Í skólanum kynntist hann Aðalbjörgu Stellu Ólafsdóttur og tókust fljótt með þeim ástir góðar, sem hafa haldist allar göt- ur síðan. Þau stóðu ávallt þétt saman í gleði sem sorg. Við bekkjarsystkini vottum Stellu og fjölskyldu hennar allri djúpa samúð vegna fráfalls Jenna R. Ólasonar. Persónulega þakka ég fyrir órofa vináttu alla tíð. Hvíl þú í friði kæri vinur. Friðrik Ágúst Helgason. Ég sakna vinar. Við Jenni R. Ólason kynntumst lítillega ungir menn, en eftir að ég fluttist í Borgarnes fyrir tveimur ártug- um urðum við vinir. Þeirrar vin- áttu naut ég ríkulega. Gestrisni þeirra hjóna, Stellu og Jenna, var óviðjafnanleg. Um margt þurftum við að spjalla. Við Jenni vorum báðir jafnaðarmenn, og oft leitaði ég til hans til að fræðast um sitthvað sem efst var á baugi í pólitíkinni. Hann reyndi líka að kenna mér svolítið um skógrækt og til minn- ingar um hann vaxa nú upp blæaspir frá honum í fjallakoti mínu. Um margt fleira áttum við samleið. Og ávallt leið mér vel í návist hans. Einstaklega ljúfur maður var hann Jenni, hógvær í allri viðræðu en þó fastur fyrir í skoðunum. Mér þótti ég verða eilítið betri maður eftir hverja stund með honum. Ekkju hans og allri fjölskyldu votta ég samúð mína. Finnur Torfi Hjörleifsson. Jenni Ragnar Ólason HINSTA KVEÐJA Afi Jenni var voða góður maður. Mér fannst gaman að fara með honum og ömmu Stellu í göngutúra, skoða lækinn hjá sumarbú- staðnum og fara í bíltúra. Afi Jenni var góður við alla, líka dýr og náttúruna. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Þitt barnabarnabarn, Birta Guðrún. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Tek að mér bókanir, reikningsfærslur o.f.l. Upplýsingar í síma 649-6134. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuhúsnæði Til Leigu atvinnuhúsnæði 100 fm atvinnuhúsnæði á Granda (Fiskislóð 31) til leigu. Sérinngangur á jarðhæð með 5,5 metra lofthæð og mikla möguleika fyrir verslun, skrif- stofur, lager eða aðra starfsemi. Lítið eldhús og klósett innan rýmis. Björn, sími 897-084 Ástkær eiginmaður, faðir, sonur og bróðir, ATLI MÁR GEIRSSON, lést þriðjudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 26. apríl klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarreikninga dætra hans: Unnur Arna Atladóttir, kt. 071117-2780, 0162-18-010457, Alda Karen Atladóttir, kt. 0711172510, 0162-18-010456. Viktoría Guðmundsdóttir Unnur Arna Atladóttir Alda Karen Atladóttir Geir Hlöðver Ericsson Aldís Fönn Stefánsdóttir Unnur Ingibjörg Gísladóttir Sveinn Viðfjörð Aðalgeirsson Björg Thorberg Guðmundur Stefán Gíslason Írís Arna Geirsdóttir Stefán Geir Geirsson Geir Thorberg Geirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.