Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Agi þinn og sjálfstjórn er með ólík- indum og sá kostur gerir þér kleift að áorka miklu. Innlegg annarra gæti veitt þér meiri inn- blástur en þig hefur dreymt um. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert stórhuga í dag þegar kemur að eignum, heimili og samskiptum við fjölskyld- una. Hugmyndir þínar um venjulegan dag eru allt öðruvísi en fyrir viku. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert fæddur með einstaka hæfi- leika, en núna einbeitir þú þér að því sem þú getur ræktað með lærdómi. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni sem best fyrir borð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að forðast deilur ef þú getur og skiptu þér ekki af skoðunum samstarfs- fólks þíns. Reyndu að komast hjá því að særa aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt erfitt með að einbeita þér að hlut- unum í dag og ættir því að fara þér hægt. Leit- aðu ráðgjafar varðandi fjárfestingar og sparn- að. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vilt gefa öðrum ráð eða deila reynslu þinni með þér yngra fólki. Allir sem þú talar við munu taka vel í hugmyndir þínar og samþykkja það sem þú segir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt ýmsar hliðar til og getur sýnt þær að vild. Forðastu þýðingarmiklar ákvarðanir og láttu vera að skuldbinda þig á einhvern hátt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur kostað málamiðlanir að leita til annarra um framkvæmd hluta. Dag- urinn er kjörinn til að taka ákvarðanir varðandi sameiginlegt eignarhald. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum verður bara að kýla á hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kominn. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterk- ari. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver öfund gæti komið upp í mannlegum samskiptum svo þú mátt gæta þess að bregðast ekki of harkalega við. Mundu að taka einn dag í einu þar til þetta er gengið yfir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vilt að aðrir fari að dæmi þínu í vinnunni eða við einhvers konar skiplagningu. Vertu vakandi og taktu vel eftir því sem fram fer í kringum þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gakktu úr skugga um það að aðrir fari ekki í grafgötur um hvað þú meinar. Leyfðu sköpunarþrá þinni að njóta sín og losaðu þig þannig við innri spennu og kvíða. Ég mætti karlinum á Laugaveg-inum þar sem hann hljóp við fót upp Bankastrætið. Hann mátti ekkert vera að því að tala við mig en sönglaði um leið og hann þaut fram hjá mér: Allt er það satt sem ég segi á sumarsins fyrsta degi: Í upphlut svo fín mín kerling sem queen bíður karlsins á Laugavegi. Og var horfinn með. „Það er vor í Krossanesborgum,“ sagði Davíð Hjálmar Haraldsson á sumardaginn fyrsta. „Farfuglarnir flýta sér nú heim í Krossanesborg- ir, rjúpukarrar lyfta brúnum og fyrstu jurtirnar blómgast:“ Víða skartar vetrarblóm á melnum, vælir stelkur, svartbakur og örn, og ég hef frétt af Sæmundi á selnum við silungsveiðar mitt í Djáknatjörn. Sagt var frá því í fréttum að kött- urinn Grímkell hefði fest sig í drullu á lítilli eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og komist hvergi. Lögreglan var kölluð til en lögreglumaðurinn sem óð út í tjörn- ina festist líka og nú var hringt í slökkviliðið. Kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich mjálmaði á Boðnarmiði sem von var: Líst mér ei undur, því lýsir mitt rím vel, að loksins það gengi fyrst Einbjörn í Tvíbjörn og Tvíbjörn í Grímkel toguðu lengi. Áður hafði Hanna Kristín Hall- grímsdóttir orð á því, að á Rás 1 hefði verið þáttur um ketti. Þá kom þessi: Mikið er um mjálm og mal í Útvarpinu. Kettir þarna murra og mala meðan konur um þá tala. Þetta líkaði Jósefínu Meulen- gracht Dietrich: Útvarp hefur æði margt sem öllum líkar og yndislegt er á að hlýða eins og kattarmalið blíða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vor í Krossanesborgum og mjálm og mal „GOTT. HVERJIR AÐRIR VILJA VERA MEÐ?“ „TAPPINN FÓR AF.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að reima á sig dansskóna! HÉRNA ER PLANIÐ, ODDI. ÉG KASTA ÞESSUM SNJÓBOLTA Í JÓN OG ÞÚ LOKAR GLUGGANUM ÁÐUR EN HANN GETUR SVARAÐ FYRIR SIG. TILBÚINN? TAKTU ÞETTA, JÓN! AÐEINS OF FLJÓTUR ÞARNA Á ÞÉR, GIKKUR ERTU MEÐ EITTHVERT KRYDD FYRIR ÞENNAN STEIKTA KJÚKLING? NEI HVAÐ GERI ÉG TIL AÐ FÁ MEIRA BRAGÐ? ÉG SLEPPI AÐ ÞVO MÉR UM HENDURNAR! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Víkverji kippir sér alla jafna ekkimikið upp við vaxtarverki ferða- þjónustunnar hér á landi. Fréttir af töskuglamri á næturnar og ferða- mönnum sem ganga örna sinna á berangri hafa til þessa ekki hreyft mikið við honum. Víkverji hefur jú al- veg samúð með fórnarlömbum þessa en sjálfur hefur hann getað sofið nokkuð rólegur. Peningarnir streyma enda inn og allt í einu er úr- val veitingastaða hér farið að líkjast því sem þekkist hjá siðmenntuðum þjóðum. Þetta viðhorf hefur nú breyst. x x x Þar til fyrir skemmstu gat Víkverjikeyrt í rólegheitum til vinnu á morgnana. Hann fer oftast sömu leið og nýtur þess að hlýða á fagra tóna eða krassandi hlaðvarp. En nú hefur friðurinn verið rofinn og hefðin eyði- lögð. Sökudólgurinn er risastór rauð rúta merkt Knúti Halldórssyni sem virðist notuð til ökukennslu á há- annatíma. Rútan er að vísu ekki merkt ökukennslu en inni í henni sitja aðeins tveir menn og henni er ekið á nokkurra kílómetra hraða á þröngum götum, svo sem Ægisíðu og úti í Skerjafirði. Fyrir vikið myndast löng bílalest á eftir Knúts-rútunni. Þetta væri auðvitað ekki stórmál ef um eitt skipti eða tvö væri að ræða, Víkverji er jú þolinmóður maður og skynsamur. Ekki er það svo gott og Víkverji hefur verið í Knúts-lestinni oftar en hann kærir sig um að rifja upp að undanförnu. x x x Víkverji er ekki alltaf sammála al-þingismanninum Kolbeini Ótt- arssyni Proppé. Um helgina hitti téð- ur þingmaður þó naglann á höfuðið þegar hann gagnrýndi dagskrár- stefnu Ríkisútvarpsins. Þeir sem langt eru til vinstri hafa til þessa fremur viljað hlífa þeirri stofnun en hitt. Kolbeinn var hins vegar ekki að skafa af því. Hann lýsti því yfir að hann hefði náð þeim áfanga í lífinu að geta ekki haldið sér vakandi til hálf- ellefu þegar Barnaby byrjar. Þetta er stórgóð ábending frá þingmann- inum. Galið er að sjónvarpsefni fyrir miðaldra fólk sé svo seint á dagskrá. Perlur eins og Barnaby eiga að byrja klukkan 21. vikverji@mbl.is Víkverji Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. (Matteusarguðspjall 11.28) Atvinna www.gilbert.is Framleıtt í takmörkuðu upplagı Aðeıns 300 stk í boðı JS WATCH WORLD CUP MMXVIII 20 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.