Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Eftir viðgerðir sem stóðu yfir í sex
ár og kostuðu hátt í fjóra milljarða
króna hefur hið einstaka Marg-
ravial-óperuhús í borginni Bay-
reuth í Þýskalandi verið opnað að
nýju. Geta gestir því notið þess að
skoða einstaka bygginguna að inn-
an, með ríkulegum skreytingum, og
njóta jafnframt þar tónleika og óp-
erusýninga í síðasta óperuhúsinu af
þessari stærð, fyrir um 500 gesti,
sem til er frá barokktímanum.
Margravial-óperuhúsið er á
heimsminjaská Sameinuðu þjóð-
anna sem meistaralega hannað og
byggt leikhús frá barokktímanum.
Það var reist á árunum 1745 til
1750 og er eins upprunalegt og
unnt er; hvað útlit og ekki síður
hljómburð varðar en eitt af því sem
gerir hann einstakan er að allar
innréttingar hússins eru úr við og
striga.
Húsið var reist að ósk Margra-
vine Wilhelmine, eiginkonu mark-
greifans af Brandenburg–
Bayreuth, og hannað af kunnum
leikhúsarkitekt þess tíma, Giuseppe
Galli Bibiena. Á heimasíðu heims-
minjaskrárinnar segir að húsið
hafi, sem óperuhús fyrir hirð sem
almening, verið mikilvægur forveri
óperuhúsa sem áttu eftir að rísa á
19. öld. Skrautlegar útskornar
skreytingarnar á svölum og veggj-
um salarins, og málað skrautið á
strigann sem veggir eru klæddir
með, vísa á margbreytilegan hátt í
senn til arkitektúrískra hefða þess
tíma og til siða og hefða við hátíða-
höld við hirðir landsins.
Þegar tónskáldið Richard Wag-
ner tók að leita upp úr miðri 19. öld
að miðstöð fyrir óperuhátíðina sem
hann vildi koma á laggirnar þá
hreifst hann af Margravial-
óperuhúsinu og þótt það hafi ekki
hentað uppfærslum á verkum Wag-
ners, sökum umfangs þeirra, hafði
það mikil áhrif á að hann valdi Bay-
reuth. Þar var hornsteinninn lagð-
ur að Festspielhaus árið 1872 og
hafa húsin síðan bæði þjónað óp-
erunnendum í Bayreuth.
Salurinn Margravial-óperuhúsið er allt úr viði og veggir klæddir striga,
þar sem nánast allir fletir er prýddir með útskurði eða máluðum formum.
Skrautlegt Viðgerðin stóð í sex ár og kostaði hátt í fjóra milljarða króna.
Fjöldi fólks vann að hreinsun og viðgerð á skrauti salarins.
AFP
Sviðið Upplifun gesta hvað skreyti jafnt sem hljómburð varðar er sögð geta
verið sem líkust því sem gestir á óperu- og tónleikasýningum á 18. öld upplifðu.
Einstakt óperuhús opið að nýju
Margravial í Bayreuth er eina upp-
haflega stóra óperuhúsið frá barokk-
tímanum sem hefur varðveist
Passamyndir eftir Einar Má Guð-
mundsson hlýtur lofsamlega dóma
í Danmörku, en stutt er síðan bók-
in kom út þar í landi í þýðingu Er-
iks Skyum-Nielsen. Søren Vinter-
berg, gagnrýnandi dagblaðsins
Politiken, gefur skáldsögunni
fimm hjörtu af sex mögulegum og
það gerir einnig gagnrýnandi
tímaritsins Femina, sem segir að
Einar Már skrifi „um æskuár, sum-
ar og norðrið þannig að mann
langar að snúa baki við hversdeg-
inum, pakka ofan í bakpokann og
hverfa til fjalla“.
Vinterberg segir engan höfund
skorta sjálfsöryggi sem í einni og
sömu skáldsögu ákalli Hamsun,
Mann, Conrad, Laxness og fleiri.
„Orðfæri hans (í þýðingu Skyum)
er þess háttar að það getur í einni
setningu þanist mót óendanleika
heims og samtímis þétt orkuna á
borð við svarthol,“ skrifar Vinter-
berg og bendir á að Einar vísi
meðvitað í fyrri verk sín í Passa-
myndum sem gerist sumarið 1978.
Birte Weiss, gagnrýnandi Week-
endavisen, segir ánægjulegt að
slást í för með Einari í skáldævi-
sögu hans þar sem höfundurinn sé
„fáránlega fær sögumaður“.
Þess má geta að Íslenskir kóng-
ar, sem Einar sendi frá sér 2012,
er í franskri þýðingu Erics Boury
ein fimm alþjóðlegra bóka sem til-
nefndar eru til Prix Littérature-
monde étranger í Frakklandi.
Sagnameistari Einar Már skáld.
Einar Már ausinn
lofi í Danmörku
Bandaríski leikarinn Verne Troyer
er látinn, 49 ára að aldri. Troyer
var einkum þekktur fyrir óborgan-
lega túlkun sína á Mini-Me í
gamanmyndunum um njósnarann
Austin Powers og einnig fyrir leik
sinn í Harry Potter-myndunum.
Hann hóf feril sinn sem áhættu-
leikari í gamanmyndinni Baby’s
Day Out frá árinu 1994 en áður
hafði hann starfað fyrir fjarskipta-
fyrirtækið Sprint.
Margir þekktir einstaklingar í
kvikmyndabransanum vestra hafa
minnst Troyer frá því fréttin barst
af andláti hans og þeirra á meðal
leikarinn Mike Myers sem fór með
hlutverk Austin Powers. Myers
minnist Troyers sem mikils fag-
manns sem hafi alltaf verið jákvæð-
ur og segir að það hafi verið mikill
heiður að fá að starfa með honum.
Dánarorsök Troyers liggur ekki
fyrir en fram hefur komið í fjöl-
miðlum að hann hafi glímt við
þunglyndi og áfengissýki.
Troyer lék í 57 kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum á ferli sínum, auk
þeirra sem hann lék í sem áhættu-
leikari.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Gleðigjafi Verne Troyer eldhress með leikstjóranum Terry Gilliam á kvik-
myndahátíðinni í Cannes árið 2009. Troyer lék í kvikmynd Gilliam, The
Imaginarium of Doctor Parnassus, sem sýnd var á hátíðinni.
Verne Troyer látinn
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
ICQC 2018-20