Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Bolungarvík Krummi sveif yfir fjörunni, eflaust í ætisleit. Þar var fyrir mávager sem var líklega í sömu erindagjörðum. Nú er varptími krummans og mávarnir að undirbúa tilhugalífið.
Eggert
Borgin þarf á breyt-
ingum að halda í vor.
Við núverandi ástand í
húsnæðismálum, sam-
göngumálum, leik-
skólamálum og mál-
efnum eldri borgara
og stjórnsýslunnar
verður ekki unað mik-
ið lengur. Jafnframt
er ekki hægt að sætta
sig við að rekja megi
60-80 ótímabær dauðsföll árlega til
svifryksmengunar. Þess vegna höf-
um við í Sjálfstæðisflokknum lagt
til skýr markmið sem munu breyta
borginni en þau skipta alla íbúa
Reykjavíkur höfuðmáli.
Leysum húsnæðisvandann
Á síðasta ári voru aðeins 322
íbúðir byggðar í Reykjavík. Það er
langt undir öllum markmiðum. Við
viljum bæta við hagstæðum svæð-
um eins og Keldum og Örfirisey og
ná þannig jafnvægi í
framboð lóða og hús-
næðis. Borgin leggur
of háar fjárhæðir á
húsnæðislóðir og þess
vegna er húsnæði
dýrt. Við stefnum á að
ná jafnvægi í húsnæð-
ismálum með 2.000
einingum á ári og
Reykjavík verði aftur
samkeppnishæf.
Styttum ferðatíma
fólks
Sífellt meiri tími fer í ferðir. Um-
ferðarteppan er stundum eins og í
stórborg. Núverandi meirihluta
hefur algerlega mistekist að ná tök-
um á vandanum og hefur ferðatími
aukist um 26% á fjórum árum. Við
leggjum til fjölþættar aðgerðir til
að leysa þennan vanda: Fækka
ljósastýrðum gatnamótum, bæta
ljósastýringu, efla almennings-
samgöngur. Bæta borgarskipulagið
þannig að fleiri stofnanir og fyr-
irtæki fái lóðir austar í borginni.
Allt þetta mun hafa stórbætandi
áhrif á umferðina og þar með stytta
vinnuvikuna, enda fer allt of mikill
tími í tafir.
Leysum leikskólavandann
Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur
ekki tekist að manna leikskólana í
Reykjavík. Engin mannekla er í
stjórnkerfinu en leikskólarnir glíma
við fjárskort og skilningsleysi nú-
verandi meirihluta. Við viljum
spara í stjórnkerfinu og nútíma-
væða það. Hækka laun lægst laun-
uðu starfsmanna leikskólanna.
Fjölga dagforeldrum og minnka
þannig biðlistana. Auka sjálfstæði
leikskólanna. Þetta er raunhæf
áætlun sem við munum hrinda af
stað ef við fáum ykkar stuðning.
Tökum til í Reykjavík
Borgin okkar er ekki eins hrein
og við viljum. Hún er illa hirt. Við
munum leggja áherslu á aukna
flokkun og skilvirkari sorphirðu.
Götur verði sópaðar og þrifnar mun
oftar en nú er. Stuðla að rafbíla-
væðingu. Og tryggja það að svif-
ryksmengun fari aldrei yfir heilsu-
farsmörk. Þá er hreint vatn og
hreinar strendur lágmarkskrafa.
Gerum Reykjavík að grænustu
borg í Evrópu.
Bætum kjör eldri borgara
Borgin hefur hækkað gjöld á
íbúana á síðustu átta árum. Á sama
tíma hafa eldri borgarar orðið fyrir
skerðingum. Við viljum koma til
móts við eldri borgara og veita
100% afslátt fyrir þá sem eru orðn-
ir 70 ára. Þetta er réttlætismál þar
sem hér er verið að draga úr tekju-
skerðingum. En þetta er jafnframt
skynsamlegt þar sem það er mun
hagstæðara að þeir sem geta og
vilja búa heima eigi þess kost. Það
er dýrt og óskynsamlegt að stofn-
anavæða heilu hópana. Og það er
engin lausn í húsnæðismálum að
skattleggja eldri borgara út úr hús-
um sínum.
Minnkum stjórnkerfið
Afgreiðslutími í borgarkerfinu er
allt of langur. Stýrihópar skipta
hundruðum. Ákvörðunum er frest-
að. Það þarf að færa stjórnkerfi
Reykjavíkurborgar inn í 21. öldina.
Einfalda afgreiðslu og stytta boð-
leiðir. Innleiða sjálfsafgreiðslu og
svara íbúunum fljótt og vel. Við
ætlum að stytta afgreiðslutíma
borgarinnar strax um helming. Með
þessu munum við spara umtals-
verða fjármuni sem nýtast í raun-
verulega þjónustu við íbúana. Þetta
er okkar stefna. Með þínum stuðn-
ingi verður hún að veruleika.
Eftir Eyþór
Arnalds » Við núverandi
ástand í húsnæðis-
málum, samgöngu-
málum, leikskólamálum
og málefnum eldri borg-
ara og stjórnsýslunnar
verður ekki unað.
Eyþór Arnalds
Höfundur er borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins.
Okkar lausnir í Reykjavík
Íslenskur sjávar-
útvegur og haftengd
starfsemi hafa náð
framúrskarandi ár-
angri og vaxið mikið á
undanförnum árum.
Margar af helstu nátt-
úruauðlindum og fram-
tíðarverðmætum Ís-
lands sem tengjast
sjávarútvegi og endur-
nýjanlegri orku eru á
landsbyggðinni. Samherji er stað-
settur á Akureyri og Skaginn sem er
afsprengi framfara í hátækni
tengdri fiskvinnslu er staðsettur á
Akranesi. Íslenskur sjávarútvegur
og endurnýjanleg orka eru tvær af
verðmætustu auðlindum Íslands og
gera sérstöðu landsins einstaka.
Bláa lónið sem er afsprengi affalls
vatns í orkuveri í Svartsengi er eitt
fremsta lífsstílsfyrirtæki heims. Í
stjórnarsáttmála nýrrar rík-
isstjórnar er lögð áhersla á nýsköp-
un og rannsóknir. „Nýsköpun og
hvers konar hagnýting hugvits er
mikilvæg forsenda fjölbreytts at-
vinnulífs, sterkrar samkeppnisstöðu,
hagvaxtar og velferðar þjóðar, ekki
síst í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga
sem vænta má í at-
vinnu- og mennta-
málum vegna örra
tæknibreytinga.“ Fjár-
festingar í nýsköpun í
sjávarútvegi og haf-
tengdum greinum sem
oft kallast sjávarklasi
geta aukið verðmæta-
sköpun mikið horft til
framtíðar. Netagerð,
veiðitækni og veið-
arfæragerð eru t.a.m.
hugvit og hönnun.
Þurrkun þorskhausa er
t.a.m. eðlis-, efnafræði og verkfræði.
Framúrskarandi fyrirtæki sem
tengjast haftengdri starfsemi eru
m.a. Hampiðjan, Skaginn, Lýsi og
Kerasis. Hampiðjan hefur verið í
fremstu röð í veiðarfæragerð á
heimsvísu og náð framúrskarandi
árangri á alþjóðlegum mörkuðum. Í
þessu ljósi þarf að leggja meiri
áherslu á námsbrautir sem tengjast
sjávarútvegi og haftengdri starf-
semi, þ.e.a.s. fiskihagfræði, mat-
vælaverkfræði, járnsmíði, útgerð-
artækni, fisktækni og viðskiptafræði
sem auka áhuga á sjávarútvegi og
haftengdri starfsemi horft til fram-
tíðar. Með meiri þekkingu er hægt
að auka verðmætasköpun verulega í
haftengdri nýsköpun.
Vaxtarfyrirtækin
eru á landsbyggðinni
Mörg fremstu fyrirtæki landsins
eru á landsbyggðinni, t.a.m. Sam-
herji, HB Grandi, og Kaupfélag
Skagfirðinga. Landsbyggðin er í
raun íslenski fjársjóðurinn horft til
framtíðar. Þess vegna er mikilvægt
að stjórnvöld móti framtíðarsýn fyr-
ir landsbyggðina í þeim málaflokk-
um þar sem verðmæti auðlinda
landsins á eftir að aukast verulega.
Virðing og umgengni við íslenska
fjársjóðinn þarf að aukast og öll um-
ræða að verða faglegri. Stefnumörk-
un og framtíðarsýn þurfa að taka
mið af langtímasjónarmiðum. Fram-
sækin stefnumótun í samgöngu-
málum og menntamálum er eitt af
mikilvægustu verkefnum á næstu
árum en þannig verður lands-
byggðin álitlegur kostur fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki þar sem blóm-
legt atvinnulíf getur þrifist.
Samherji á Akureyri og Dalvík er
dæmi um framúrskarandi fyrirtæki
á heimsmælikvarða sem skapar
mörg störf og er kjölfesta byggðar í
Eyjafirði. Kaupfélag Skagfirðinga
er með sama hætti hornsteinn í hér-
aði í Skagafirði og hefur leitt ný-
sköpun í mjólkuriðnaði og afurðum
unnum úr fiski með betri nýtingu.
Genís á Siglufirði er framúrskarandi
fyrirtæki sem hefur þróað heilsuvör-
ur úr rækjuskel. Öll framangreind
fyrirtæki sem eru á landsbyggðinni
eru í eigu aðila sem eru snarpir, með
skýra framtíðarsýn og happafengur
fyrir viðkomandi byggðarlög. Vest-
firðir, Snæfellsnesið, Norðurland,
Austurland og Suðurlandið auk há-
lendis Íslands eru sannkallaðir óslíp-
aðir demantar Íslands horft til fram-
tíðar og vonandi fara fleiri íslenskir
frumkvöðlar að gera sér grein fyrir
þessum staðreyndum.
Landsbyggðin er hinn óslípaði
demantur Íslands horft til haf-
tengdrar nýsköpunar
Kraftinum af landsbyggðinni frá
vinnusömum bændum og sjómönn-
um sem hafa lagt grunn að Íslandi
samtímans þarf að veita tilheyrandi
virðingu. Mikil verðmæti liggja í inn-
viðum í höfnum um allt land sem
mætti nýta betur með strandsigl-
ingum og aukinni nýsköpun með
stofnun nýrra fyrirtækja sem tengj-
ast haftengdri framleiðslu.
Mestu verðmæti framtíðar í
sjávarútvegi felast í nýsköpun og að
koma ferskri vöru á markað en
þannig fæst hámarksverð á hverjum
tíma. Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, hefur leitt Sam-
herja í fremstu röð sjávarútvegsfyr-
irtækja á heimsvísu með skýrri
framtíðarsýn, öflugum rekstri og
framsýni. Mikil tækifæri eru víða á
landsbyggðinni í haftengdri nýsköp-
un. Frumkvöðlar og framtakssamir
einstaklingar sem vilja láta að sér
kveða hafa tækifæri til að nýta þau
fjölmörgu atvinnutækifæri sem eru
nú um allt land. Íslenskar náttúru-
auðlindir eru einstakar enda flestar
þeirra á landsbyggðinni. Lands-
byggðin er því hinn óslípaði demant-
ur Íslands í atvinnutækifærum sem
tengjast haftengdri nýsköpun horft
til langs tíma.
Eftir Albert Þór
Jónsson »Kraftinum af lands-
byggðinni frá vinnu-
sömum bændum og sjó-
mönnum sem hafa lagt
grunn að Íslandi sam-
tímans þarf að veita til-
heyrandi virðingu.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og MCF í fjármálum fyrirtækja
með 30 ára starfsreynslu á
fjármálamarkaði.
albertj@simnet.is
Haftengd nýsköpun er vannýtt auðlind