Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Úrval af íslenskri hönnun
Unicorn hálsmen
frá 5.400,-
SEB köttur - gylltur
frá 18.600,-
Alda hálsmen
frá 9.600,-
Birki armbands spöng
frá 24.900,-
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Frá áramótum hefur verið lokið við
gerð alls 20 nýrra kjarasamninga,
sem samþykktir hafa verið í at-
kvæðagreiðslum félagsmanna sem
þeir ná til. Þetta má lesa út úr yfirliti
embættis Ríkissáttasemjara.
Nýgerður kjarasamningur Félags
framhaldsskólakennara og Samn-
inganefndar ríkisins, sem skrifað var
undir sl. laugardagskvöld er sá 21. í
röðinni en eftir er að bera hann undir
atkvæði, sem á að vera lokið 11. maí.
Langflestir þessara samninga eru
því marki brenndir að gilda aðeins í
stuttan tíma eða til 31. mars á næsta
ári og kveða þ.a.l. á um minni launa-
hækkanir en samið var um í kjara-
viðræðum á umliðnum árum.
Af þeim sautján aðildarfélögum
BHM sem voru með lausa samninga
við ríkið frá 1. september sl. þegar
gerðardómur rann út er enn ósamið
við tvö þeirra en það eru Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna og Ljós-
mæðrafélag Íslands. Næsti sátta-
fundur í kjaradeilu ljósmæðra og
ríkisins er boðaður á fimmtudag.
Svipaðar hækkanir
Kjarasamningar BHM-félaganna
sem liggja fyrir gilda allir afturvirkt
frá 1. september 2017 til 31. mars
2019 og kveða á um sambærilegar
launahækkanir á þeim mánuðum
sem samningarnir ná yfir.
Kennarasamningurinn er einnig
sagður vera í samræmi við launalið
þessara kjarasamninga, sem stéttar-
félög opinberra starfsmanna hafa
skrifað undir síðustu mánuði.
Samningur sem grunnskólakenn-
arar felldu í atkvæðagreiðslu á dög-
unum átti einnig að gilda til 31. mars
2019. Talið er ólíklegt að kjaravið-
ræður grunnskólakennara og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga komist
á skrið á nýjan leik fyrr en eftir að ný
viðræðunefnd Félags grunnskóla-
kennara hefur tekið formlega við um-
boðinu á aðalfundi félagsins 18. maí.
Auk opinberu félaganna hafa náðst
fjórir kjarasamningar frá áramótum
vegna flugmanna og flugvirkja og
einn samningur var gerður vegna
starfsmanna við fiskimjölsverk-
smiðju í Helguvík. Gildistími samn-
inganna í fluginu er lengri en hjá op-
inberu starfsmönnunum. Félag
íslenskra atvinnuflugmanna og Ice-
landair sömdu til ársloka 2019 og
sami gildistími er í kjarasamningum
Flugvirkjafélagsins við Flugfélag Ís-
lands og Atlanta. Samningur flug-
virkja við WOWAir gildir aftur á
móti til ársloka 2020.
Örfáir samningar á vinnumarkað-
inum verða lausir á komandi mánuð-
um en um næstu áramót losnar um
stóran pakka kjarasamninga á al-
menna vinnumarkaðinum, milli aðild-
arfélaga ASÍ og atvinnurekenda og
auk þess nokkrir samningar BSRB-
félaga, samningar Blaðamanna-
félagsins o.fl. Alls renna út um 80
kjarasamningar um áramótin.
Í kjölfarið, aðeins þremur mánuð-
um síðar, renna út nær tvöfalt fleiri
kjarasamningar meirihluta opinberu
félaganna. Samtals munu þá losna
um 150 kjarasamningar, samkvæmt
yfirliti Ríkissáttasemjara.
Gera má ráð fyrir að ASÍ félögin
muni leggja upp hinar stóru línur í
kjarasamningum í upphafi næsta árs
og félögin sem þurfa að endurnýja
samningana í mars ætli að meta
stöðu sína og kröfur í framhaldi af
því. Samningarnir sem gerðir hafa
verið til skamms tíma að undanförnu,
ekki síst að ósk ríkisins, eru því nokk-
urs konar fleytisamningar fram yfir
viðræðurnar á almenna vinnumark-
aðinum.
Mikil aðsókn á námstefnu um
gerð kjarasamninga
Samningafólk stéttarfélaga og at-
vinnurekenda mun augljóslega hafa í
nógu að snúast á næstu mánuðum við
undirbúninginn. Ríkissáttasemjari
býður öllum sem sæti eiga í samn-
inganefndum bæði launþega og
launagreiðenda til námstefnu í samn-
ingagerð í næstu viku, 2.-4. maí á Bif-
röst og er aðsóknin mikil, skv. upp-
lýsingum embættisins. Önnur
námstefna verður svo haldin í októ-
ber og er þegar fullbókað á hana.
20 kjarasamningar
gerðir frá áramótum
Um 230 samningar losna á næstu átta til ellefu mánuðum
Vinna Semja þarf fyrir nær allan vinnumarkaðinn áður en ár er liðið.
Morgunblaðið/Eggert
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Í fréttum um þrengsli og álag á
Landspítalanum (LSH) á dögunum
vegna mikils ferðamannafjölda kom
fram í máli forstjórans, Páls Matt-
híassonar, á Vísi.is, að endurtekið
hafi tryggingafélög erlendis verið
treg við að flytja sjúklingana á
sjúkrastofnanir erlendis, enda sé
þjónusta LSH gjarnan ódýrari.
Morgunblaðið sendi fyrirspurn á
skrifstofu forstjórans um hverju það
sætti, hvaðan ferðamennirnir sem
nýta þjónustu spítalans væru og
hversvegna. Í svörunum kemur fram
að í skýrslu Mckinsey frá 2016, sem
birt sé á vef stjórnarráðsins, sé vand-
lega farið yfir rekstur LSH og gerður
samanburður við sambærileg sjúkra-
hús og rekstur spítalans sé mjög hag-
kvæmur í samanburði.
Ferðamenn spara á LSH
Þegar komi að meðferð ósjúkra-
tryggðra gildi gjaldskrá velferðar-
ráðuneytisins. LSH eins og aðrar
heilbrigðisstofnanir fylgi þeirri gjald-
skrá sem taki mið af beinum kostnaði
við veittar meðferðir, en heimili 10%
álag á þær fjárhæðir. Þrátt fyrir það
álag sé meðferð á LSH gjarnan mun
ódýrari en annars staðar. LSH hafi
ítrekað óskað eftir að álagið verði
hækkað, enda endurspegli það ekki
kostnað sem falli til við umsýslu þess-
ara sjúklinga og aðstandenda þeirra.
Gjaldskrá fyrir heilbrigðisþjón-
ustu/spítalavist erlendra ferðamanna
fari eftir ákvæðum í reglugerð sem
velferðarráðherra setur um heil-
brigðisþjónustu við ósjúkratryggða
og greiðslur fyrir heilbrigðisþjón-
ustu. Hún taki til allra sem eru
ósjúkratryggðir, ekki eingöngu er-
lendra ferðamanna. Þegar um inn-
lögn sé að ræða skuli greiða meðaltal
DRG-kostnaðar eins og það sé reikn-
að af Landspítala, enn fremur að fyr-
ir komur á dag-, göngu- og bráða-
deildir skuli innheimta tiltekin gjöld,
sem byggjast á raunkostnaði við
þjónustuna.
Spítalinn fái greiddan kostnað við
veitta þjónustu til erlendra ferða-
manna og LSH innheimti fullt gjald
hjá sjúklingunum sjálfum. Framvísi
þeir greiðsluskuldbindingu frá
tryggingafélagi sínu séu reikning-
arnir stílaðir á tryggingafélagið, sem
greiði reikninginn beint til spítalans.
Hluti krafna innheimtist ekki
Framvísi sjúklingar evrópsku
sjúkratryggingarskírteini og um
bráðatilvik sé að ræða greiði Sjúkra-
tryggingar Íslands reikninginn fyrir
leguna. SÍ fái endurgreitt frá sjúkra-
tryggingum viðkomandi landa.
Árlega sé þó afskrifaður hluti
krafna sem ekki innheimtist en það
sé ekki eingöngu bundið við ósjúkra-
tryggða sjúklinga.
Fjölmennustu ríkisföng ferða-
manna sem fengu þjónustu á LSH
árið 2017 voru Bandaríkin, Bretland,
Þýskaland, Danmörk, Kína, Kanada,
Spánn, Ástralía, Svíþjóð og Noregur.
Tæplega 3000 einstaklingar með
samtals yfir 100 ríkisföng fengu þjón-
ustu, sumir oftar en einu sinni. Tveir
þriðju ofangreindra einstaklinga
höfðu skráða ástæðu við komu/inn-
lögn, sjúkdóm eða skylt ástand
ótengt áverkum og hjá einum þriðja
voru slys/áverkar skráðir sem
ástæða við komu eða innlögn.
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn við Hringbraut Þjónusta heilbrigðisstofnana á Íslandi er er-
lendum ferðamönnum og tryggingafélögum þeirra erlendis hagstæð.
Álag á gjaldskrá
LSH of lágt
Endurspeglar ekki kostnað spítalans
vegna þjónustu við erlenda ferðamenn
Lyfjastofnun framkvæmdi í síðustu
viku úttekt á geislavirku lyfi, sem
gefa þarf þeim sjúklingum sem fara
í jáeindaskannann. Þetta staðfesti
Bogi Brimir Árnason, heilbrigðis-
verkfræðingur á röntgendeild
Landspítala, í samtali við mbl.is
Öllum undirbúningi við skannann
er nú lokið og leyfi Lyfjastofnunar
vegna lyfsins er það eina sem
stendur eftir, en lyfið er svo
skammlíft að framleiðsla þess fer
fram á spítalanum.
Bogi sagði ströngum stöðlum
fylgt við framleiðsluna líkt og ann-
ars staðar, en að hans sögn er mis-
jafnt í öðrum löndum hvort lyfið er
framleitt á spítala eða annars stað-
ar.
Hann kvaðst líkt og áður gera
ráð fyrir að afstaða Lyfjastofnunar
til framleiðslunnar lægi fyrir innan
mánaðar frá úttektinnni.
Heildarkostnaður verkefnisins er
1.038 milljónir og stærsti hlutinn er
gjöf Íslenskrar erfðagreiningar til
íslensku þjóðarinnar, en hlutur spít-
alans er 188 milljónir króna.
Lyfjastofnun gerði úttekt
vegna jáeindaskannans
Morgunblaðið/Eggert
Jáendaskanni Nú er beðið niður-
stöðu úttektar Lyfjastofnunar.