Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýleg skoðanakönnun á Grænlandi
bendir til þess að lítill munur sé á
fylgi tveggja stærstu flokka lands-
ins, jafnaðarmannaflokksins Siumut
og vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit.
Útlit er því fyrir að þingkosningar,
sem fram fara í landinu í dag, verði
spennandi. Könnunin bendir til þess
að miðjuflokkurinn Demókratar
sæki í sig veðrið og bæti við sig
tveimur þingsætum.
Siumut fékk mest fylgi í þingkosn-
ingum í Grænlandi fyrir fjórum ár-
um og ellefu þingsæti af 31, jafn-
mörg og Inuit Ataqatigiit. Formaður
Siumut, Kim Kielsen, myndaði fyrst
stjórn með Demókrötum og hægri-
flokknum Atassut sem er andvígur
því að Grænland verði sjálfstætt ríki.
Hún var við völd til ársins 2016 þeg-
ar Siumut myndaði nýja landstjórn
með Inuit Ataqatigiit og miðju-
flokknum Naleraq.
Inuit Ataqatigiit er með ívið meira
fylgi en Siumut samkvæmt könnun
sem gerð var fyrir grænlenska ríkis-
útvarpið og blaðið Sermitsiaq dag-
ana 11. til 15. apríl. Gangi hún eftir
missir Siumut tvö þingsæti og Inuit
Ataqatigiit eitt.
IA í stjórn með Demókrötum?
Ekki þarf mörg atkvæði til að
staðan breytist og Siumut hefur oft
aukið fylgi sitt á lokasprettinum. Fái
Inuit Ataqatigiit mest kjörfylgi verð-
ur flokknum að öllum líkindum falið
að mynda næstu stjórn. Hugsanlegt
er að stærstu flokkarnir tveir haldi
samstarfinu áfram og myndi nýja
stjórn með traustan meirihluta á
þinginu. Gangi niðurstaða könnunar-
innar eftir gæti þó Inuit Ataqatigiit
einnig myndað tveggja flokka stjórn
með Demókrötum en hún hefði
nauman meirihluta, 16 sæti af 31.
Vilji Siumut ekki halda áfram
samstarfinu við Inuit Ataqatigiit
þyrfti hann að mynda stjórn með
tveimur öðrum flokkum, ef marka
má niðurstöðu könnunarinnar. Ekki
verður hægt að mynda meirihluta-
stjórn nema Inuit Ataqatigiit eða
Siumut eigi aðild að henni.
Grænlenski stjórnmálaskýrand-
inn Kuupik Kleist telur að umdeilt
frumvarp um veiðigjöld, sem verður
afgreitt á næsta kjörtímabili, geti
ráðið úrslitum um hvers konar stjórn
verður mynduð. Forystumenn
Demókrata hafa sagt að flokkurinn
ætli að leggja áherslu á kröfu sína
um að skattar verði lækkaðir. Flokk-
urinn gæti myndað stjórn með Inuit
Ataqatigiit og Atassut.
Í kosningabaráttunni hefur m.a.
verið fjallað um möguleikann á sjálf-
stæði Grænlands þótt flestir flokk-
anna telji að ekki sé tímbabært að
lýsa yfir sjálfstæði landsins. Meira
hefur verið rætt um önnur mál, t.d.
skort á félagslegu húsnæði, mennta-
mál og hvernig fjármagna eigi bygg-
ingu alþjóðaflugvallar og fleiri verk-
efni til að fjölga ferðamönnum.
Spennandi kosningar á Grænlandi
Lítill munur á fylgi tveggja stærstu flokkanna samkvæmt nýlegri könnun Gætu misst þingsæti en
myndað trausta meirihlutastjórn Miðjuflokkurinn Demókratar í mikilli sókn Krefst skattalækkana
AFP
Grænlendingar í kosningaham Kosningaveggspjöld í Nuuk, höfuðstað
Grænlands. Um 40.000 manns eru á kjörskrá í þingkosningunum í dag.
Katrín hertogaynja, eiginkona Vil-
hjálms Bretaprins, ól son í gær á
sjúkrahúsi í Lundúnum. Nýi prins-
inn er þriðja barn þeirra, fimmti í
erfðaröð bresku krúnunnar og sjötta
barnabarnabarn Elísabetar II
Bretadrottningar.
Prinsinn fæddist á St Mary’s-
sjúkrahúsinu og vó 15 merkur. Vil-
hjálmur prins var viðstaddur fæð-
inguna.
Starfsmenn Buckingham-hallar
settu upp skriflega tilkynningu um
fæðingu prinsins í forgarði hallar-
innar (sjá myndina til vinstri). Í
fréttatilkynningu frá Kensington-
höll, aðsetri Vilhjálms prins og Katr-
ínar, sagði að móður og barni heils-
aðist vel. Nafn nýja prinsins yrði til-
kynnt síðar.
Bretar eru þegar byrjaðir að
veðja um hvaða nafn prinsinn fær og
á meðal nafna sem talin eru líklegust
til að verða fyrir valinu eru Arthur,
Albert, Frederick, James og Philip.
Fyrir áttu hjónin prinsinn Georg,
sem fæddist árið 2013, og prinsess-
una Karlottu sem fæddist 2015.
Mjög sjaldgæft er að þriðja barn
konunga eða prinsa taki við kon-
ungdómi í Bretlandi og það hefur
ekki gerst frá því að konungs-
fjölskyldan tók upp ættarnafnið
Windsor árið 1917, að sögn frétta-
vefjar breska ríkisútvarpsins. Þriðja
barn Georgs III og Karlottu drottn-
ingar, Vilhjálmur IV, var konungur
Bretlands á árunum 1830 til 1837.
Hann varð krónprins 62 ára að aldri
þegar eldri bróðir hans lést og tók
síðan við konungdómi 64 ára þegar
annar bróðir hans, Georg IV kon-
ungur, lést án þess að hafa eignast
erfingja.
Þriðja barn Katrínar
og Vilhjálms fætt
AFP
Forsætisráðherra Armeníu, Serzh
Sargsyan, sagði af sér í gær eftir
vikulöng fjöldamótmæli gegn hon-
um.
Þing landsins skipaði Sargsyan í
embættið á þriðjudaginn var, eftir
að hann hafði verið forseti Armeníu í
tvö fimm ára kjörtímabil. Armenar
samþykktu í umdeildri þjóðar-
atkvæðagreiðslu árið 2015 að landið
tæki upp þingræði í stað forseta-
ræðis. Sargsyan hafði þá lofað að
sækjast ekki eftir því að verða for-
sætisráðherra en hann sveik það lof-
orð eftir að síðara kjörtímabili hans
sem forseta lauk.
Tilkynnt var að Karen Karape-
tyan, fyrrverandi forsætisráðherra,
tæki við embættinu til bráðabirgða.
Skömmu áður var stjórnarand-
stöðuleiðtoginn Nikol Pashinyan
leystur úr haldi. Hann var handtek-
inn á sunnudaginn var eftir að við-
ræður hans við Sargsyan fóru út um
þúfur. Tveir aðrir stjórnmálamenn
og um 200 mótmælendur voru einnig
handteknir vegna deilunnar.
Sargsyan hefur verið gagnrýndur
í Armeníu fyrir náin tengsl við Vlad-
imír Pútín Rússlandsforseta sem
varð sjálfur forsætisráðherra um
tíma til að halda völdunum eftir að
hann hafði verið forseti í tíu ár og
gat ekki gegnt embættinu lengur
samfleytt.
Mikill fögnuður var í miðborg Jer-
evan í gær þegar skýrt var frá af-
sögn Sargsyans. Fólk opnaði
kampavínsflöskur, dansaði, faðm-
aðist og veifaði fánum. Margir lýstu
afsögninni sem sigri þjóðarinnar,
sögðu að hún hefði risið upp til að
verja lýðræðið og sigrað.
Fréttaskýrendur bentu þó á að
nýi forsætisráðherrann er gamall
bandamaður Sargsyans og ríkis-
stjórn hans situr enn.
Féllst loks á að
láta af völdum
Leiðtogi Armeníu sagði af sér
AFP
Fögnuður Afsögn forsætisráð-
herrans fagnað í miðborg Jerevan.