Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 3 750 -. . Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Ný vefvers lun brynja.i s Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Við hjónin höfum rekið HótelVestmannaeyjar í sjö ár.Hótelið bókstaflega datt ífangið á okkur,“ segir Magnús Bragason, hótelstjóri og hlaupari í Vestmannaeyjum. Hann segir að hann og kona hans, Adda Jóhanna Sigurðardóttir, hafi verið orðin leið á þeim störfum sem þau voru í og byrjuð að mennta sig í öðru. Adda hafi starfað sem kennari og Magnús unnið lengi á eig- in dekkjaverkstæði. Einn dag á leiðinni heim úr vinnu fór Magnús framhjá hótel Þórshamri eins og hótelið hét þá. „Á því andartaki kom Gísli Val- ur Einarsson, eigandi hótelsins, út og kallaði til mín: „Viltu ekki bara kaupa af mér hótelið? Ég get tekið við dekkjaverkstæðinu af þér.“ Stuttu síðar skiptust þeir á fyrirtækjum og Magnús telur að bæði hótelið og dekkjaverkstæðið hafi haft gott af þessum skiptum. Hljóp á eftir konunni Magnús segir að Adda kona hans hafi byrjað að hlaupa úti í kjöl- far þess að viðgerð fór fram á íþróttasal þar sem hún stundaði leik- fimi. „Óla Heiða, sem stjórnaði leik- fiminni, fór með hópinn út að hlaupa og Adda fékk hlaupabakteríuna árið 2003. Hún ákvað að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu tveimur ár- um síðar og ég hugsaði með mér að ef hún gæti hlaupið hálft maraþon hlyti ég að geta hlaupið 10 km, sem ég og gerði, og þar með vorum við bæði komin með hlaupabakteríuna,“ segir Magnús og bætir við að bæði hafi þau komist í mark en hlaupin hafi verið erfið. „Við vissum ekkert hvað við vor- um að fara út í og fórum að keppa við tímann, sem skiptir ekki öllu máli. Þetta var ofboðslega gaman,“ segir Magnús en þau hjónin tóku þátt í hálfmaraþoni tveimur árum síðar. „Þá nutum við þess bæði að hlaupa og árið 2010 hlupum við heilt maraþon. Það er áfangi sem ég hefði aldrei í lífinu trúað að ég næði,“ segir Magnús. „Eva Skarpaas kom til Vest- mannaeyja með fyrirlestur um hlaup árið 2011 og fór með okkur út að hlaupa. Í framhaldi af því kom hugmyndin að Vestmannaeyja- hlaupinu og ég fékk með mér nokkra duglega einstaklinga sem komu hlaupinu á laggirnar haustið 2011.“ Vestmannaeyjahlaupið, sem er götuhlaup, hefur síðastliðin átta ár verið haldið fyrsta laugardag í sept- ember. Vestmannaeyjahlaupið var valið besta götuhlaupið á Íslandi 2017 af hlaup.is. „Við prófuðum að hlaupa á gos- lokunum í fyrra og fengum þannig nokkra nýja keppendur í hlaupið, en við færðum það svo aftur til fyrstu helgar í september,“ segir Magnús sem segir að hlaupnir séu 5 og 10 km auk hálfmaraþons. „Við höfum fengið marga af okkar bestu hlaupurum í Vest- mannaeyjahlaupið. Kári Steinn Karlsson hefur mætt í öll hlaupin og „Viltu ekki bara kaupa af mér hótelið“ Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir ventu óvart kvæði sínu í kross fyrir sjö árum og keyptu hótel sem nú ber nafnið Hótel Vestmannaeyjar. Með- fram hótelrekstrinum hlaupa hjónin sér til gleði og heilsubótar. Magnús ásamt fleirum er í forsvari fyrir Puffin Run, sem hlaupið verður í fyrsta sinn í lok apríl. Hlaupið verður utanvega á ystu brúnum Heimaeyjar án þess að hlaupa á fjöll. Ljósmyndir/Úr einkasafni Kraftur Magnús Bragason hleypur á fullu í Vestmannaeyjahlaupinu 2014. Maraþonhlaup Magnús og Adda njóta sín í hópi maraþonhlaupara í Berlín. Gleði Ólöf Heiða Elíasdóttir tekur á móti Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur og Guðmundu Bjarnadóttur þegar þær ná marki í Vestmannaeyjahlaupinu. Uppskeruhátíð Karlakórs Reykjavíkur fór af stað sl. sunnudag í Langholts- kirkju með fyrstu vortónleikum þeirra af fernum. Aðrir tónleikar verða í kvöld, þriðjudagskvöld 24. apríl, þriðju á morgun, miðvikudag, og loka- tónleikar á laugardag. Einsöngvari þetta vorið er fyrrverandi meðlimur kórsins, Sveinn Dúa Hjörleifsson, sem nú syngur við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Anna Guðný Guðmunds- dóttir leikur á píanó og Sigurður Ingvi Snorrason á klarínettu. Í ágúst fer kórinn til Austurríkis til heiðurs Páli Pampichler Pálssyni, fyrr- verandi stjórnanda kórsins, en núver- andi stjórnandi er Friðriks S. Krist- insson. Á hátíðartónleikum í Graz og á Beethoven-tónlistarhátíð í Bad Aus- see, sem tileinkuð er minningu Mariu Callas, syngur kórinn íslensk lög, þar á meðal tvö verk eftir Pál. Spanna verk- in sem kórinn flytur sögu íslensku þjóðarinnar. Kórinn flytur einnig meistaraverk eftir Beethoven, Mozart, Bruckner, Verdi og fleiri. Nú er lag að njóta vorsins með því að heyra og sjá Karlakór Reykjavíkur. Fara til Austurríkis til heiðurs Páli Pampichler Pálssyni Vorsöngur karlanna í kvöld, á morgun og á laugardag Morgunblaðið/Golli Uppskeruhátíð Nóg er um að vera hjá Karlakór Reykjavíkur, vorsöngvar og æfingar fyrir tónleika á tveimur stöðum í Austurríki í ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.