Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudaginn 7. maí SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí Í Morgunblaðinu þ. 7.3. 2018 var birt mynd af 200 H fornum dýr- leika Ytri-Sólheima úr Jarða- og bændatali 1752-67. Myndin er hér birt að nýju. Skráning Ytri-Sólheima er óvænt og þarfnast umfjöll- unar. Að fornu lagði kirkju- og kóngsvald áherslu á að skrá tíund og leigur af jarð- eignum svo og leigufénað. Skráning á dýrleika jarða var götótt. Fyrir siðaskipti héldu hvorki Alþingi, kirkjuvald eða kóngur skrár um jarðeign eignamanna. Þar gætti hver síns, með því að skrá og þing- lýsa kaupbréfi að jarðahundruðum. Sjaldan var tilgreindur heildar- dýrleiki jarðar. Þess þurfti ekki. Skyldan, að mæta á hreppsþing þar sem tíund og eignarbréf voru lesin upp var næg staðfesting. Eigna- menn varðveittu kaupbréf að jörð- um mann fram af manni. Við nýja sölu var vitnað í gamla bréfið. Rekj- anleiki var trygging fyrir að ekki væri verslað með þjófstolið góss. Biskupsstólar og klaustur héldu skrár um jarðeignir. Oftast að til- tekin kirkja eða klaustur ætti ákveðnar jarðir. Þær jarðir voru guðseignir, sem ekki heimilaði sölu á eignum sínum og dýrleiki oft ókl- ár. Kirkjuvaldinu var hins vegar nauðsyn að eiga skrár um land- skuld, þ.e. leigu af jörðum Guðs. Elstu heimildir um eignir kirkna og klaustra eru máldagasöfn bisk- upa. Lýsingar eru stuttar, oftast að kirkjan eigi „heimaland hálft“, þ.e. jörð að hálfu. Biskupar í kaþólsku gerðu engan reka að því að telja upp eignamenn og eignaparta kaupa- hlutans. Eignamenn sáu sjálfir um sitt. Eign bændakirkna í heimajörð er vantalin í bókum sýslumanna. Af þeim eignum galst ekki tíund. Áhöld eru um hvort eignamenn töldu sig einnig eiga kirkjuhluta bændakirkjujarða og það þó að bisk- upar áminntu þá um að þeir væru „kirkjunnar vörslumenn“ og að kirkjan ætti „heimaland hálft“ en í hinu orðinu tiltók biskup með réttu „eignamenn jardar“. Í Gíslamáldögum um 1570 er skráð að á Ytri-Sólheimum er: „ ...Item gardurinn tíu- tugir hundrud...“. Þá er á Þjóðskjalasafni vottuð afskrift úr mál- dagasafni Odds bisk- ups, ársett 1593. Þar segir m.a.: „Framburdr séra Þorláks Einarssonar um kirkjur í Út- Mýrdal tjáðr Oddi biskupi Einarssyn- i...Sólheimakirkja á þrettán hund- rud tvenn fríd og allt heimaland hálft til sjós og lands. Enn hún tí- undast fyrir tíutigi hundrada kaupa hluti.“ Valdsmenn kirkju og hrepps gættu þess að tíunda jarðeign eign- armanna. Tíund var lögð á skráða eign samkvæmt kaupbréfum. Kirkjueign var tíundarfrí. Ekki er vafi að Sólheimakirkja átti hálfa jörðina. Um það votta máldagar og fjöldi vísitasía biskupa. Hve dýr var þá jörðin öll? Eftir orðanna hljóðan kaupahlutinn 100 H og kirkjuhlutinn jafndýr 100 H. Jörðin öll þannig 200 H. Með því er sagt að Ytri-Sólheimar séu dýrust jörð á landi hér að fornu mati. Til samanburðar eru jarðirnar Grund og Möðruvellir í Eyjafirði skráðar 160 H Í handritinu AM 463 fol. eða jarðabók 1696 – og finnast þá ekki dýrari ból í landinu. Dýrleiki Sólheima stingur raunar lítt í augu. Landrými er mikið og skjólgott. Fyrir gos í vestanverðum Mýrdalsjökli um 1357 hafa landgæði verið yfrin. Þá var fjara rekasæl og auðsæl mið fyrir landi. Séra Þorlák- ur sagði í skýrslu sinni: „til sjós og lands“. Á Sólheimum var kirkja helguð Maríu guðsmóður og við Jök- ulsá er lífhöfnin Maríuhlið. Dýrar voru Mýrdalsjarðir vegna sjáv- arafla. Í Jarðabók 1697 er Reynir að reiknuðum dýrleika 358 H og 80 áln- ir. Landsetum bar að gjalda leiguna með fleiru en einni saman hættu- legri sjósókn úr Reynishöfn – fjöru. Séra Þorlákur er traust heimild. Hann er fæddur fyrir 1530 og deyr um 1600. Árið 1555 eða fyrr er hann lögréttumaður og á part í Eystri- Sólheimum og hefur sennilega búið þar. Um 1567 varð hann prestur í Sólheimaþingum. Einar sonur Þor- láks var einnig lögréttumaður, bjó á Ytri-Sólheimum og var tengdasonur Péturs bónda Þorleifssonar, sem nefndur er þar í Gíslamáldögum 1570. Sonarsynir Einars eru eign- armenn Sólheima í fjórum vísitasí- um biskupa á sautjándu öld, síðast árið 1677. Í skýrslum biskupa er kaupahlutinn 100 hundruð. Ættar Þorláks er síðast getið á Sólheimum í jarðabókinni 1697, þ.e. handritinu AM 463 fol.. Þar er skráð að Vigfús Sigurðsson hafi þ. 23.12. 1684, sér til próventu, gefið í jörðinni 19 H og 15 al. Að Vigfúsi stóðu fleiri höfð- ingjaættir. Guðrún Erlendsdóttir móðir hans var sonardóttir barna Hjalta og Önnu á Stóruborg. Eftir siðaskipti gaf konungsvaldið fyrirmæli til sýslumanna að skrá jarðabækur. Í jarðabók frá 1597 er jörðin skráð: „tíutíu hndr. med gard- inum“. Þar mun kóngsvaldið hafa leitað til Odds biskups um kaupa- hlutann. Brynjólfur biskup skráði kaupa- hlut Sólheima ítrekað „tíutíu hund- rud.“ Eignarmenn áttu að uppihalda kirkjuna í hlutfalli við „portion“. Summa eignarparta í þremur vísi- tasíum er: 100, 100 ½, 99 5/6. Hjá Þórði biskupi er jörðin 100 H. Í jarðabókum 1695, 1697 og um 1720 er dýrleiki 100 H. Í jarðabókinni 1697 eru skráðir eigendur og eign- arpartar samtals 99,6 H. Í vísitasí- um Jóns biskups Árnasonar 1724 og 1741 eru eignarhlutir bænda sam- tals 100 H. Ónákvæm summa hjá Brynjólfi biskupi og í jarðabók 1697 var vegna fjarbúandi eigenda. Ekki voru öll eignarbréf við hendina. Framhald síðar. Dýrust jörð á Íslandi Eftir Tómas Ísleifsson » „...Sólheimakirkja á þrettán hundrud tvenn fríd og allt heima- land hálft til sjós og lands. Enn hún tíundast fyrir tíutigi hundrada kaupa hluti...“ Tómas Ísleifsson Höfundur er líffræðingur. linekra@simnet.is Ljósmynd/Tómas Ísleifsson Úr jarða- og bændatali 1752-67. Miðstýring er eitt stærsta mein mennta- kerfisins á Íslandi í dag og veldur aft- urhaldssemi á kostnað nemenda. Afturhalds- semi er engum innan menntakerfisins til framdráttar og er kerfi sem við eigum að útrýma. Kennari í fram- haldsskóla fer til skólameistara með hugmynd að umbótum í kennslu fyrir nemendur. Skólameistarinn upplýsir metnaðarfulla kennarann um að samkvæmt kjarasamningi framhaldsskólakennara geti hann ekki veitt honum frelsi til umbóta á kennsluaðferðum, enda ekki gert ráð fyrir því í samningunum. Fram- sækni kennarinn snýr því aftur til kennslu á sömu forsendum og hann hóf störf og metnaðarfulla hug- myndin verður að engu. Fyrsta skref í útrýmingu mið- stýringar er að veita kennurum frelsi til þess að móta skólastarfið og mætti í þeim efnum skoða auk- inn kennaraafslátt til að skapa það rými. Kjarasamningur framhalds- skólakennara á stóran hlut í mið- stýringu menntakerfisins og tími kennarans innan skólans er nið- urnjörvaður í klukkustundir og mínútur. Innan skólakerfisins eru nem- endur sem falla ekki allir undir sama hatt og þeim nemendum er ekki nægilega sinnt. Ég trúi því samt að all- ir kennarar hafi metn- að til þess að gera bet- ur í þágu nemenda. Til þess verðum við að greiða leiðina fyrir kennarann og fækka hraðahindrunum í vegi hans. Framhaldsskólarnir hafa setið eftir í innleiðingu kennsluhátta. Á sama tíma og margir grunnskólar keppast við að innleiða fjölbreytta kennsluhætti hafa framhaldsskólarnir setið eftir. Það þekkist sums staðar enn þann dag í dag að nemendur megi ekki nota tölvur í tímum svo tekið sé dæmi. Sköpum betra vinnuumhverfi fyr- ir metnaðarfulla kennara framtíð- arinnar og vinnum saman að betra íslensku menntakerfi. Miðstýring í nafni kjarasamninga Eftir Davíð Snæ Jónsson Davíð Snær Jónsson » Fyrsta skref í út- rýmingu miðstýr- ingar er að veita kenn- urum frelsi til þess að móta skólastarfið. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. davidsnaer@neminn.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.