Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Það var sem þungt högg þegar ég fékk þær fréttir að þú værir farin, elsku frænka. Svona stuttu eftir allt það erfiða sem gengið hefur yfir. Þú varst svo hlý og alltaf svo góð. Ég minnist allra góðu tímanna frá því ég var lítill drengur og var þá tíður gest- ur á heimili þínu og Kalla. Þetta var góður tími sem lifir nú í minn- ingunni um ókomna tíma. Lífið er margslungið og okkar samband var ekki mikið í seinni tíð. En í veikindum pabba lagðir þú allt sem á undan var gengið til hliðar og varst dugleg að heim- sækja okkur. Þú sýndir þínar réttu hliðar og passaðir að faðma hann vel í hvert sinn, allt til síð- asta dags. Fyrir það verð ég þér ævinlega þakklátur, elsku frænka, og minnist þín eins og þú varst, alltaf svo brosmild og fal- lega hlý. Axel Már Karlsson. Kær vinkona mín er borin til grafar í dag eftir skyndileg veik- indi sem engan gat órað fyrir. Við vorum svo sannarlega minnt á að njóta hverrar stundar þennan erfiða dag. Ég minnist allra okk- ar góðu stunda með þakklæti í huga. Bústaðaferðirnar ógleym- anlegu þar sem var mikið gaman, prjónað, borðaður góður matur og spjallað út í eitt. Þegar ég fór þangað nýlega gat ég ekki annað en brosað þegar kindin sem þú lést okkur prjóna lá þarna mak- Guðrún Birgitta Alfreðsdóttir ✝ Guðrún Birg-itta Alfreðs- dóttir fæddist 26. janúar 1961. Hún lést 26. mars 2018. Útför Guðrúnar fór fram 10. apríl 2018. indaleg í sófanum. Við vinkonurnar, sem allar erum miklar prjónakonur, gátum engan veginn ráðið við þetta verk- efni á meðan þú prjónaðir heila hjörð. Og það sem við hlógum að þessu, sumar voru eins og lömb og aðr- ar eins og vel aldir hrútar. Á endanum kláraðir þú mína. Þarna fann ég líka sumar- kveðju sem þú hafðir gefið mér á svo fallegu korti sem á stóð „Gott er að eiga góða að“. Já, þú varst góð og hlý vinkona og ég trúi ekki að við eigum ekki eftir að hittast og spjalla. Hugur minn er hjá börnunum hennar, Kára og Kristínu, og ég bið af öllu hjarta um styrk til þeirra á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín. Þín Ólafía Guðrún. Mig langar að minnast Guð- rúnar Birgittu Alfreðsdóttur, æskuvinkonu minnar, sem lést skyndilega þann 26. mars sl. langt um aldur fram. Guðrún var hógvær kona með góða nærveru sem hafði ekki hátt um eigið ágæti. Hlýleiki og fal- legt breitt bros var eitt af aðals- merkjum hennar og það sem hún tók að sér vann hún af alúð og samviskusemi. Hún valdi sér starfsvettvang við verslunarstörf þar sem hæfi- leikar eins og þjónustulund og þolinmæði nýttust vel. Guðrún hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og hafði einstakt lag á að gera söluvarninginn áhugaverð- an, það var því ósjaldan meira í pokanum þegar verslunin Bjarg var yfirgefin en til stóð þegar gengið var inn. Fyrir tæpu ári ákvað hún að söðla um og fór í annars konar þjónustu sem mót- tökuritari á afgreiðsludeildinni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Þar eins og á öðrum stöðum stóð hún sig með sóma og féll fljótt inn í starfsmannahóp- inn. Ótal myndir hafa farið í gegn- um hugann síðustu daga og það er gott að geta dregið fram góðar og fallegar minningar. Við tvær, fjögurra og fimm ára, að fara saman á gæsluvöllinn bak við íþróttahúsið á Laugarbraut að sumri til, þurftum ekki fylgd og þóttumst sjálfbjarga. Ferðir á Langasand þangað sem farið var ótal sinnum á hverju sumri, nesti í þessum ferðum var ómissandi og best af öllu var ef við fengum snúð eða sætabrauð úr bakaríinu til að taka með. Skemmtilegir leikir niðri á Breið við vitana, þangað sem leiðin lá oft með teppi sem við festum um trönurn- ar og reyndum að líkja eftir ind- íánatjaldi til að búa í þann dag- inn. Þegar haldið var heim undir kvöldmat var ósjaldan síli í dós eða ígulker í poka sem átti að hreinsa og reyna síðan að selja. Útileikir á sumarkvöldum eins og brennibolti og hornabolti á Suð- urgötunni og leikurinn „yfir“ var einnig vinsæll í okkar hverfi. Gangandi í skautaferðir alla leið upp í Krús, enda engum skutlað neitt í þá daga og oft var tilhlökk- un í kringum Þrettándabrennur þegar farið var í heimasaumaða búninga og áhersla lögð á að þekkjast ekki. Svona mætti lengi telja. Það eru ótrúlegustu hlutir sem rifjast upp og margar góðar minningar, allt fram á þetta ár, sem ylja þegar blákaldur og sár veruleikinn blasir við. Mikið hefur verið á fjölskyld- una lagt síðasta eitt og hálft árið. Það eru ekki nema 16 mánuðir síðan Karl Sigurjónsson, eigin- maður Guðrúnar, lést eftir stutt og erfið veikindi og nú þurfa börnin að sjá á eftir móður sinni án nokkurs fyrirvara. Það er ekki hægt að segja að lífið sé alltaf sanngjarnt, sérstaklega ekki þegar fólk á besta aldri er hrifið burt. Nú þegar komið er að leiðar- lokum vil ég þakka Guðrúnu sam- fylgdina og fyrir einlæga vináttu og tryggð í meira en hálfa öld. Ég votta Kristínu og Kára og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð og veit að hennar er sárt saknað. Jóhanna Fjóla. Með sorg og trega reyni ég að skrifa fáein orð um vinkonu mína, hana Guðrúnu Birgittu Alfreðs- dóttur, sem var yndisleg, góð, hjartahlý, traust, falleg bæði að innan sem utan. Var hún borin til grafar í Akra- neskirkju, þriðjudaginn 10. apríl sl. Stutt er síðan eiginmaður hennar, Karl Sigurjónsson, var jarðsettur. Var það 8. nóvember 2016. Í 42 ár hef ég fengið þau for- réttindi að fá að vera vinkona Guðrúnar, sem kom manni alltaf til að brosa og hlæja. Við áttum strákana okkar á svipuðum tíma, og bjuggum báð- ar í rauðu blokkinni. Hittumst við á hverjum einasta degi og var aldrei dauður tími. Guðrún kenndi mér ýmislegt, bæði í handavinnu, föndri, bakstri og matargerð, hún var snillingur í öllu þessu og alltaf var hún þol- inmóð. Kalli var líka einstakur og góður maður. Síðari ár hefði ég viljað vera meira saman með þessum tveim en það er of seint og vekur mann af djúpum svefni, þú veist aldrei hvað skeður í dag eða á morgun, njóttu augnabliksins það gæti verið síðasti hittingurinn. Að eiga vini eins og Guðrúnu og Kalla er ekki sjálfsagt, þau voru einstök, bæði tvö, ég kveð þau með mikl- um tómleika og sorg í hjarta. Elsku Kári Rafn og Kristín Sandra, ég samhryggist ykkur innilega, megi guð og gæfa fylgja ykkur. Ingibjörg Kristín Valsdóttir. Fallinn er frá heiðursblikinn Jón Ingi Ragnarsson, hann verður jarð- sunginn frá Kópa- vogskirkju í dag, 20. apríl. Jón Ingi gekk ungur í raðir Knattspyrnudeildar Breiðabliks og lék sinn fyrsta leik í meistara- flokki árið 1958 aðeins fimmtán ára að aldri. Leikir hans með meistaraflokki urðu 139 talsins allt til ársins 1969 og skoraði hann 70 mörk í þeim leikjum. Hann varð snemma öflugur í fé- lagsstörfum fyrir Breiðablik og var formaður knattspyrnudeildar um skeið og í mörg ár varafor- maður félagsins. Þegar sand- grasvöllur félagsins í Smáranum var tekinn í notkun 1991 gerðist Jón Ingi starfsmaður félagsins og hafði með höndum umsjón vallarins. Jón Ingi var sæmdur ýmsum viðurkenningum fyrir störf sín í þágu íþrótta og á sextíu ára af- mæli hans, 9. júní árið 2003, hlaut hann æðstu viðurkenningu Breiðabliks og var útnefndur Heiðursbliki. Jóns Inga er minnst sem ein- staklega glaðbeitts og skemmti- legs Blika. Hann var maður sem alltaf var hægt að leita til, ein- staklega duglegur að vinna fjöl- breytt verkefni, stór sem smá Jón Ingi Ragnarsson ✝ Jón Ingi Ragn-arsson fæddist 9. júní 1943. Hann lést 9. apríl 2018. Útför Jóns Inga fór fram 20. apríl 2018. fyrir félagið. Ef ekki væri fyrir menn eins og Jón Inga þá væri starf félags eins og Breiðabliks mun fá- brotnara og erfiðara í alla staði. Í seinni tíð til- heyrði Jón Ingi grasrótinni í félag- inu, baklandinu. Hann mætti ósjald- an í getraunakaffið á laugardögum enda upphafs- maður að getraunastarfi félags- ins. Hann hafði skoðanir og lá ekki á þeim og hélt okkur núver- andi forustumönnum við efnið en hann hafði einstakt lag á að koma sínum ábendingum á framfæri með glaðværð en ekki síður hlýju og væntumþykju því hann bar hag félagsins fyrir brjósti um- fram allt. Breiðablik stendur í mikilli þakkarskuld við Jón Inga en hann var einn af okkar allra bestu drengjum og við munum sakna nærveru hans á leikum félagsins en trúum að hann sé með okkur í anda. Fyrir hönd Breiðabliks flyt ég samúðarkveðjur frá okkur Blik- um til eftirlifandi eiginkonu hans, Öldu Sveinsdóttur, fjölskyldu og vina. Blessuð sé minning um góðan dreng. Sveinn Gíslason, formaður aðalstjórnar Breiðabliks. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Alda, Inga, Linda, Raggi og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hvíl þú í friði, kæri Jón Ingi. Ragna S. Ragnarsdóttir. Það er mikil gæfa að eiga sam- leið með góðu fólki í lífinu, Jón Ingi var einn af þeim. Kynni okk- ar hófust er við sátum saman í stjórn Parkinsonsamtakanna. Það var gott að vinna með Jóni Inga og eins Öldu eiginkonu hans, sem einnig sat í stjórn sam- takanna og er okkur nú efst í huga þakklæti fyrir starf þeirra, áhuga og velvilja í garð samtak- anna. Jón Ingi hafði jafnaðargeð, var alltaf glaður og jákvæður og boð- inn og búinn að taka að sér hin ýmsu verkefni. Allt gert með bros á vör. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Enginn má sköpum renna. Allt er ákveðið fyrirfram og enginn getur flúið örlög sín. Nú er komið að kveðjustund þar sem Jón Ingi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Baráttan var erfið og mikið hefur mætt á eig- inkonu og fjölskyldu. Við sendum þeim samúðarkveðju og biðjum Guð að blessa þeim góðar minn- ingar um yndislegan mann. Megi hann hvíla í friði. Hrafnhildur Björk og Rúna. Það kom illa við mig þegar hringt var til mín fyrir skömmu og mér var tilkynnt að vinur minn Stef- án Guðmundsson væri allur. Mér brá illilega. Hann var of ungur til þess að fara og aðeins stuttur tími síðan ég hitti hann kátan og hressan. En þannig er víst lífið, þannig gerast hlutir og margir sem manni finnst að ættu skilið að lifa, þeir fara, á meðan aðrir sem vildu gjarnan yfirgefa jarð- vistina dvelja meðal okkar um langa hríð. Leiðir okkar Stefáns lágu saman fyrir mörgum árum. Þá tengdumst við fjölskyldubönd- um og varð strax vel til vina. Það atvikaðist svo þannig að ég og sambýliskona mín Lína, dóttir Stefáns, keyptum trillu og fórum að stunda strandveiðar í frístundum. Um það leyti var Stefán að fara á eftirlaun og þar sem sjó- mennskan ólgaði enn í æðum hans fór hann að róa með okk- ur. Hann fór svo að róa einn á bátnum af og til. Það var skemmtilegt að róa með Stefáni. Sjómennskan var honum í blóð borin og hand- tökin voru fumlaus og örugg. Hann kunni allt sem kunna þarf við sjómennsku og útgerð. Hann var skipstjórnarmenntaður og hafði starfað við það mikinn part ævi sinnar. Stefán Jónas Guðmundsson ✝ Stefán JónasGuðmundsson fæddist 10. mars 1945. Hann lést 27. mars 2018. Jarðarför Stef- áns fór fram í kyrr- þey 12. apríl 2018. Hann var róleg- ur og yfirvegaður og ef mér varð eitt- hvað á þá benti hann mér á það í rólegheitum. Hann var mér mikill styrkur. En þótt hann væri menntaður skipstjóri var samt líka stutt í veiði- manninn í honum, þar fann ég einnig samherja í litlu útgerðinni á Brimfaxa EA-10. Á sjónum þegar „hann kom undir“ þá ólgaði veiði- mannablóðið. Stefán var sérstakt snyrti- menni, hann vildi ávallt hafa hlutina í reglu og hreinlega. Brimfaxi EA-10 bar vott um það á meðan hann reri með mér. Ég var varla búinn að snúa upp í til að taka annað rek þeg- ar Stebbi var kominn með smúl- inn og kústinn á loft. Með þessum fátæklegu orð- um langar mig til að þakka þér, Stefán vinur minn, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega róðrana og þakka þér fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér. Í lífinu dynja á skúrir og skin, þar skiptast á sorgir og gleði. Klökkur nú verð ég að kveðja minn vin, ég krýp nú með sorg að hans beði. Kapteinn sem sigldir um sæ og um lönd, hinn síðasta byr ævidagsins, stýrir þú núna með stöðugri hönd, og stefnir til kvöldsólarlagsins. Krissi, Hanna, Lína, Stebbi, Telma og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Skarphéðinn Ásbjörnsson. Ástkær móðir, amma og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 18. apríl. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Leifur Björn Björnsson Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Rakel Mjöll Leifsdóttir Viktor Már Leifsson Íris María Leifsdóttir Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi, HÉÐINN SVEINSSON, sem lést miðvikudaginn 11. apríl, hefur verið jarðsettur í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskylda, vinir og aðrir aðstandendur Ástkær faðir okkar og afi, ÁRNI EDWINS framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 5. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. apríl klukkan 13. Kristinn Árnason Edwin Árnason Árni Geir Árnason og barnabörn Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur, faðir okkar og barnsfaðir, DAVÍÐ EGILSSON, lést miðvikudaginn 18. apríl. Útför fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 26. apríl klukkan 15. Arna Sigríður Sæmundsdóttir Ásgerður Egilsdóttir Emil J. Fenger Dagbjört Stjarna Davíðsdóttir Anna Sól Davíðsdóttir Markús Máni Leó Davíðsson Rakel G. Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.