Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
✝ Tómas Þór-hallsson fædd-
ist á Botni í Þor-
geirsfirði 8.
febrúar 1931.
Hann lést á heimili
sínu 11. apríl 2018.
Foreldrar hans
voru þau Þórhallur
Geirfinnsson frá
Keflavík í Fjörð-
um, f. 4. ágúst
1895, d. 12. febr-
úar 1981, og Guðrún Guðlaugs-
dóttir frá Tindriðastöðum í
Hvalvatnsfirði, f. 27. nóvember
1907, d. 18. janúar 1987. Bræð-
ur Tómasar eru Magnús, f. 4.
júlí 1928, d. 28. janúar 1995,
Jón Árni, f. 15. október 1933,
búsettur á Dalvík, og Kristján,
f. 14. maí 1941, d. 14. janúar
2004.
Hafliði. 2) Guðni Þórhallur, f.
24. janúar 1963, maki Þórdís
Þórðardóttir, börn þeirra eru
Tómas Ögri og Aðalbjörg
Marta, í sambúð með Hirti Inga
Hjartarsyni, dóttir þeirra er Ís-
old Þórdís. 3) Guðlaugur Ómar,
f. 27. nóvember 1967.
Tómas ólst upp í foreldra-
húsum á Botni í Þorgeirsfirði
til 13 ára aldurs er fjölskyldan
fluttist búferlum að Ásgarði á
Svalbarðsströnd. Tómas fékk
hefðbundna barnakennslu eins
og þá tíðkaðist og nam einnig
smíðakennslu í Hólmi í Land-
broti. Tómas og Sigrún bjuggu
öll sín búskaparár í Reykjavík,
lengst af í Fellsmúlanum en ár-
ið 2007 fluttu þau á Sléttuveg.
Tómas vann ýmis störf um æv-
ina, í vegavinnu, í síldarvinnslu
á Hjalteyri, við húsbyggingar
fyrir norðan, við framkvæmdir
á Keflavíkurflugvelli og lengst
af sem vörubifreiðarstjóri hjá
Olíuverslun Íslands.
Útför Tómasar fer fram frá
Áskirkju í dag, 24. apríl 2018,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Tómas kvæntist
Sigrúnu Páls-
dóttur, f. á Syðri-
Steinsmýri í Meðal-
landi 15. apríl
1930, d. 17. ágúst
2015, hinn 31.
desember 1964.
Foreldrar hennar
voru Páll Jónsson
frá Hunkubökkum
á Síðu, f. 7. júní
1874, d. 12. júní
1963, og Ragnhildur Ásmunds-
dóttir frá Syðri-Steinsmýri í
Meðallandi, f. 1. júlí 1888, d. 23.
janúar 1954.
Börn þeirra eru: 1) Ragnhild-
ur Pála, f. 23. október 1958,
maki Sveinn Áki Sverrisson,
dóttir hennar er Guðrún Þóra, í
sambúð með Einari Sv.
Tryggvasyni, sonur hennar er
Ég horfi á tengdaföður minn
renna upp að húsinu í litla rauða
bílnum sínum og leggja í brekk-
unni ofan við. Hann snarast út,
kvikur í hreyfingum og létt-
klæddur sem endranær. Hann
er örlítið álútur og ekur sér í
herðunum, löng ævi skilur eftir
menjar á kroppnum, þykkur
hárbrúskurinn stendur beint
upp í loftið. Hann brosir sínu
einstaklega bjarta og fallega
brosi þegar hann kemur inn:
Fiskur og rúgbrauð? Ahh, það
er ekki ónýtt, hann lyftir hand-
leggnum og slær til hendinni
eins og hljómsveitarstjóri með
sprota, þá er hann ánægður.
Mamma er líka í mat, tveir
Norðlendingar sem hafa eytt
ævinni fyrir sunnan gleyma sér í
minningum um liðna tíma,
undurfagra staði sem nú eru
sumir komnir í eyði, menn og
málefni, já lífið hefur oft verið
dásamlegt. Ég tek mynd af þeim
niðursokknum við notalegt spjall
yfir tebolla, þau verða mín ekki
vör. Hann er mannblendinn og
segir gjarnan sögur úr daglegu
lífi þar sem hann hittir þennan
eða hinn á förnum vegi, allt sam-
an öðlingar, honum liggur gott
orð til fólks og hann hrærist yfir
velvild þess. Þennan dag hafði
hann komið víða við, heimsótt
flesta þá sem honum þótti vænt
um og litið við í kirkjugarðinum
hjá Sigrúnu sinni. Hann er op-
inn og einlægur og ófeiminn að
tjá tilfinningar sínar, lífið var nú
ekki jafnt eftir fráfall hennar.
Hann kallar á litla Tomma og
gaukar að honum nokkrum seðl-
um sem voru bara fyrir honum í
vasanum, býsnast yfir hvað hann
á gjörvulega afkomendur, kyssir
okkur bless, við horfum á eftir
honum á tandurhreinum bílnum
en þykjumst vita að hann muni
skola af honum þegar hann kem-
ur heim á Sléttuveginn. Þar er
gott að búa, enginn gæti átt
betri nágranna og þar slær
hjarta hans sitt síðasta slag.
Dagur er að kveldi kominn, ævi
runnin sitt skeið.
Það var honum líkt að vera
ekki með neitt vesen við brott-
för, ef manns tími er kominn er
óþarfi að draga það eitthvað á
langinn. Hann var ekki frá því
að til væru aðrir heimar sem
tækju við að þessu lífi loknu,
hver veit nema hann valsi nú um
í Fjörðum með Sigrúnu upp á
arminn.
Þórdís Þórðardóttir.
Elsku hjartans afi. Þegar ég
fer yfir tíma okkar saman í hug-
anum koma ótal margar góðar
minningar fram. Þú varst svo
hugulsamur, góður, fyndinn,
skemmtilegur og með ríka rétt-
lætiskennd. Jafnframt hvíldi
mikil vernd yfir þér og öllu sem
þú gerðir. Vernd sem þú miðl-
aðir svo sannarlega aftur til
fólksins þíns. Ef þú gast aðstoð-
að eða verið til staðar þá varstu
það, hvort sem það þurfti að
festa upp gardínur, rífa niður
eldhúsinnréttingu, flytja, mála
eða já – passa upp á bílana okk-
ar. Þá varst þú alltaf til staðar
og það var þér jafn eðlilegt og
að anda. Amma gaf þér svo ekk-
ert eftir og það var alltaf hægt
að leita til ykkar með hin ýmsu
vandamál því þið voruð óþrjót-
andi uppspretta fjölbreytts fróð-
leiks um ótrúlegustu hluti.
Amma var líka ein besta kven-
fyrirmynd sem hægt var að hafa
því hún lét sko ekki vaða yfir sig
og vissi alltaf hvernig átti að
bregðast við aðstæðum.
Já, við vorum svo sannarlega
heppin að vera undir væng ykk-
ar ömmu.
Þegar ég fer yfir ævi ykkar
ömmu er bingóheppnin ofarlega
í huga. Frá því ég man eftir mér
gátuð þið varla tekið þátt í
bingói án þess að koma klyfjuð
heim. Eins og með annað sátuð
þið ekki ein að heppninni heldur
deilduð henni með fólkinu ykkar.
Það var ósjaldan sem þú bank-
aðir upp á með fangið fullt af
vinningum á borð við ávaxta-
körfu, ostabakka og kex. Þú átt-
ir það líka til að gauka að okkur
happaþrennum og einu sinni
mættirðu heim til mín með mál-
verk sem þú hafðir unnið á
happdrættismiða á mínu nafni.
Þessi heppni var einkennandi á
þínum síðustu stundum því það
síðasta sem þú gafst mér áður
en þú kvaddir var einmitt þinn
síðasti bingóvinningur.
Þið amma voruð sko stolt af
ykkar fólki og þreyttust ekki við
að fylgja eftir afrekum okkar og
deila þeim með öðrum. Minn-
ingaalbúmið hennar ömmu er
stútfullt af úrklippum úr tímarit-
um þar sem fólkið hennar skein
og þú þreyttist ekki á að segja
okkur frá hvað hinir voru að
gera. Sérstaklega vorum við
barnabörnin ofarlega í huga því
þið voruð okkar helstu aðdáend-
ur. Það kom vel í ljós þegar
Tommi yngri fæddist. Andlit
ykkar geisluðu í hvert sinn sem
þið sögðuð frá honum eða þegar
hann kom í heimsókn. Þann
geisla sáum við svo aftur þegar
Hafliði fæddist. Frá því þið lituð
hvor annan augum myndaðist
gagnkvæm aðdáun og ást. Þið
sáuð ekki sólina hvor fyrir öðr-
um og Hafliði vissi fátt betra en
að koma í heimsókn til þín og
það var yndislegt að heyra þig
endurtaka afrekssögur af honum
við hvern sem vildi heyra. Ég
verð dugleg að segja honum frá
ykkar tíma saman.
Ég kveð þig nú og ylja mér
með mínum kærustu minningum
um þig.
Þín dótturdóttir og einn helsti
aðdáandi,
Guðrún Þóra.
Tómas
Þórhallsson
✝ Elín Arnolds-dóttir fæddist í
Reykjavík 8. októ-
ber 1938. Hún lést
á heimili sínu 15.
apríl 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Arnold
Falk Pétursson
verslunarmaður, f.
22.5. 1909, d. 2001,
og Kristjana
Hrefna Guðmunds-
dóttir húsmóðir, f. 15.2. 1910,
d. 2000. Elín bjó í Reykjavík
fyrstu þrjú árin en fluttist með
foreldrum sínum á Selfoss. El-
ín var elst fimm systkina og
eru þau í aldursröð: Ragnheið-
ur, f. 22.11. 1940, Guðmundur
Pétur, f. 17.5. 1944, Björn, f.
23.7. 1945, og Ásgeir, f. 19.5.
1949.
Lóa, f. 2.3. 2003. Elín eignaðist
dótturina 3) Ragnheiði með
Heimi Guðmundssyni 22.11.
1976. Ragnheiður var gift Sig-
urði Ágústssyni, þau skildu.
Börn þeirra: Elín Krista, f.
19.8. 2001, Ágúst Ingi, f. 5.3.
2007, og Eva Dagbjört, f. 27.6.
2011. Ragnheiður er í sambúð
með Sigurjóni Halldóri Birg-
issyni, sonur hans er Aron
Árni, f. 16.5. 1996.
Elín ólst upp á Selfossi. Hún
starfaði hjá Símanum sem ung
kona heima á Selfossi og flutti
til Reykjavíkur um tíma, þar
starfaði hún hjá Hljóðfærahúsi
Reykjavíkur og hafði umsjón
með innkaupum og sölu á
klassískri tónlist. Hún flutti
aftur á Selfoss 1976 og starfaði
sem ritari hjá SASS og dómrit-
ari hjá Héraðsdómi Suður-
lands.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 24. apríl 2018,
klukkan 14.
Elín giftist Stef-
áni G. Sigur-
mundssyni 1966.
Þau skildu. Börn
þeirra eru: 1) Gísli,
f. 3.4. 1965, var í
sambúð með Haf-
dísi Dóru Sigurð-
ardóttur, þau
skildu. Börn þeirra
eru Steinn Daði, f.
20.6. 1992, og Stef-
án Orri, f. 15.3.
2000. Gísli giftist 2013 Sigríði
Jónu Ingólfsdóttur. Börn
þeirra eru Gunnhildur Hrefna,
f. 21.3. 2013, og Arnold Falk,
31.7. 2014. Fyrir á Sigríður
dótturina Andreu Önnu, f.
24.7. 2005. 2) Kristjana, f. 25.5.
1968. Var í sambúð með Ólafi
Jens Sigurðarsyni, þau skildu.
Barn þeirra er Ragnheiður
Einatt var gott að mæta til
vinnudags við Héraðsdóm
Suðurlands. Ekki síst vegna
þeirra dómritara sem þar störf-
uðu, Elínar Arnoldsdóttur og
Guðrúnar Sveinsdóttur.
Það var þá. Nú er Elín fallin
frá. Hjartahrein, bráðgáfuð og
dugleg kona, sem lét ekki lífsins
amstur trufla sig þótt nægir
hafi verið erfiðleikarnir og
lungnaveikindin vond á síðari
árum.
Áhugi hennar á mönnum og
málefnum var ósvikinn og hún
hafsjór af fróðleik um heima-
hérað. Nærvera góð, hvorki fals
né undirmál. Laus við snobb og
lét vita ef henni mislíkaði.
Elín gat bæði sagt frá með
tilþrifum en einnig verið með
þægilegan og ljúfan húmor og
nýtti hún sem tilefni gjarnan
hið hversdagslega í tilverunni,
hvort sem það var kaffikanna
eða læknistæki.
Kom þá fram hið listræna
eðli þessarar lágvöxnu konu,
sem fyllt gat rúmið með smit-
andi hlátri og lifandi og leiftr-
andi augum.
Lítið dæmi um þetta er frá-
sögn sem ég heyrði á dögunum
um að Elín hefði fengið svo
slæmt veikindakast að læknar
tilkynntu fjölskyldunni að hún
myndi ekki lifa það af.
Nú væri stríðinu lokið. Fjöl-
skyldan sat við sjúkrabeðinn og
beið hins óumflýjanlega. Þá
opnaði Elín skyndilega augun
og spurði: Jæja, hvað er að
frétta úr pólitíkinni?
Hér kveð ég gullmola sem
létti mér lífsins, oft leiða, labbi-
túr.
Við Ragnheiður sendum inni-
legar samúðarkveðjur til barna
Elínar og barnabarna.
Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Þú mátt kaupa plötuna með
Billy Joel ef þú hlustar á 3. sin-
fóníu Brahms fyrst. Þannig
voru samningarnir, „það þarf
þrautseigju til að meðtaka góða
tónlist“. „Þú mátt fara með
strákunum í Þórsmörk ef þú
segir mér nöfn jöklanna sem að
henni snúa og hvað helstu fjöll-
in í henni heita. Þú verður að
vita eitthvað um staðinn sem þú
ert að heimsækja.“ Þannig var
hún.
Þegar maður fór til hennar í
kaffi var umræðan yfirleitt ekki
um daglegt amstur eða leiðindi
lífsbaráttunnar, hún hafði ekki
áhyggjur af slíku, þvert á móti
var umræðan um tónlistina sem
hún var að hlusta á, bækurnar
sem hún var að lesa eða tón-
leikana, myndlistarsýningarnar
og leiksýningarnar sem hún fór
á.
Margar stundir fóru í að
hlusta á tónlist með henni og
ræða tónlistina, hún var óþrjót-
andi brunnur um tónskáldin,
leikskáldin, rithöfundana og
hafði dálæti á hinum gömlu
meisturum íslenskrar málara-
listar.
Hún var með 3-4 „lið“ í gangi
til að plata með sér á tónleika
og listviðburði, það hafði enginn
úthald í allan pakkann. Síðustu
árin voru erfiðari til að sækja
listviðburði, en heilsuleysið
stoppaði hana ekki.
Hún dreif sig á tónleika til
Reykjavíkur, hafði getað platað
einhvern með sér, fór með súr-
efniskútinn sem var hennar lífs-
förunautur síðustu 12 árin.
Hún vann í Hljóðfærahúsi
Reykjavíkur þegar hún bjó í
Reykjavík, sá um klassíkina,
pantaði inn plötur og afgreiddi,
þar var hún í essinu sínu og
vann við sitt áhugamál. Fyrr á
ævinni var hún virkur fé-
lagsmaður í FÍ. Ég minnist
margra hálendisferða sem hún
fór í, t.d. fyrstu ferðarinnar sem
farin var á vegum FÍ, Lauga-
vegarins, hellaskoðunarferðar í
Hallmundarhraun, Snæfellsjök-
ulsferðar o.fl.
Góðar minningar eigum við
systkinin frá Þórsmerkurferð-
um með henni og yngri dóttur
sína dró hún upp á Vatnajökul,
svo eitthvað sé nefnt. Hún var
rammpólitísk og stóð með sinni
skoðun hvernig sem viðraði á
pólitíska sviðinu. Var formaður í
Sjálfstæðiskvennafélagi Árnes-
sýslu um hríð. Í aðdraganda
kosninga leið henni best, þar
nýttist keppnisskapið við at-
kvæðasmölun. Hún lék með
leikfélagi Selfoss í áratugi með
hléum og var heiðursfélagi. Hún
gegndi trúnaðarstörfum fyrir
Lionshreyfinguna og var stofn-
félagi í lionsklúbbnum Emblu.
Það má segja um hana að kraft-
ar hennar fóru í upplifun.
Upplifun á félagslega sviðinu,
upplifun á náttúrunni, upplifun
á listasviðinu. Hún var stolt af
börnum sínum og barnabörnum,
hún fylgdist vel með frændgarði
sínum.
Síðustu tvö undanfarin ár
hafa verið henni erfið vegna
hrakandi heilsu. Lokaorðin eru
hennar: „Gott er að læra að
njóta tónlistar og náttúru, það
tekur það enginn frá þér.“
Gísli Stefánsson.
Árið 1989 kom saman á Sel-
fossi hópur kvenna sem langaði
að stofna Lionsklúbb. Í þessum
hópi var Elín Arnoldsdóttir sem
við kveðjum í dag. Upp úr þess-
um viðræðum var stofnaður
Lionsklúbburinn Embla það
sama ár og var fyrsti kvenna-
Lionsklúbbur á Íslandi í þá
daga og var Elín ein af stofn-
félögum hans.
Strax kom í ljós að Ella, eins
og hún var ávallt kölluð, var öt-
ull og áhugasamur félagi og var
áfram um að reglur og fundar-
sköp væru í heiðri höfð.
Hún var formaður um skeið
og gegndi flestum embættum
innan klúbbsins. Árið 2004 var
hún gerð að ævifélaga og 2017
að Melvin Jones-félaga en það
er æðsta viðurkenning innan
Lionshreyfingarinnar.
Við byrjum alla fundi á að
syngja Emblusönginn okkar við
texta sem var saminn sérstak-
lega fyrir klúbbinn og syngjum
við lagið „Óðinn til gleðinnar“
og var Ella okkar forsöngvari
um langt árabil, enda lagviss og
hrókur alls fagnaðar.
Við minnumst Ellu okkar
með virðingu, söknuði og þakk-
læti fyrir samstarf og vináttu
liðinna ára.
Vottum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð að
blessa minningu hennar.
Félagar í Lkl. Emblu,
Guðrún Guðnadóttir,
Fjóla Pálmarsdóttir,
Sigríður Karlsdóttir.
Elín Arnoldsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og
afi,
ÁGÚST KAREL KARLSSON,
fv. forstjóri og vélstjóri,
Bjarmalandi 17, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 14. apríl í faðmi fjölskyldunnar.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. apríl klukkan
13. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans
er bent á styrktarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi.
Unnur Ágústsdóttir Magnús Arnarsson
Helgi Þór Ágústsson Elsa M. Finnsdóttir
Ármann Eggertsson
Unnur Karlsdóttir Úlfur Þ. Ragnarsson
Kara Magnúsdóttir
Ágúst Karel Magnússon
Tinna Magnúsdóttir
Arnar Ingi Helgason
Rakel Helgadóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HALLA JÓHANNSDÓTTIR,
Sunnuhlíð,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 8. apríl.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Anna Karlsdóttir Ómar Hannesson
Auður Karlsdóttir Sigurður Þ. Sigurðsson
Jóhann Á. Karlsson María Jose Juan Valero
Hildur Ómarsdóttir Pétur Pétursson
Rúnar Ómarsson Ásta S. Kristjánsdóttir
Karl B. Ómarsson Hye Joung Park
Ólöf H. Sigurðardóttir Guðmundur J. Magnússon
Jóhanna H. Sigurðardóttir Darri Gunnarsson
Carlos Karlsson Juan, Yasmin Karlsson Juan
barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn