Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli „Við teljum ólíklegt að finna megi vilja í baklandi ráðherrans til að sinna þessu máli af heilindum. Ástæðan fyrir því er sú pólitíska hugmynda- fræði sem bakland hans stendur fyrir og stuðningur flokksins við NATO og aðgerðir þeirra,“ segir Snorri Páll Jónsson, einn þeirra sem sent hafa opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar. Hefur hann nú verið týndur í 49 daga. Talið er að Haukur hafi fallið í vopnuðum átökum í Afrin í norðvest- urhluta Sýrlands sl. febrúar. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram í tengslum við hvarfið, en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sagt málið vera í algjörum forgangi í ráðu- neytinu. Þeir sem standa að fyrr- greindu bréfi eru hins vegar ósáttir við vinnu ráðu- neytisins. „Eftir langa og óút- skýrða bið var fjölskyldu Hauks nýlega afhentur einungis lítill hluti gagnanna sem til eru í ráðuneytinu um þá vinnu. Í stuttu máli eru þau gögn bæði sam- hengislaus og innihaldsrýr og skila hvorki upplýsandi niðurstöðum né nokkrum vísbendingum um afdrif Hauks,“ segir í bréfinu. „Af gögnun- um að dæma, sem og samskiptum ráðuneytisins við aðstandendur, virð- ist sem athugun ráðuneytisins hafi verið gerð með sem minnstri fyrir- höfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrknesk yfirvöld.“ Skorar hópurinn á Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra að beita sér, meðal annars með því að leita frekari upplýsinga um afdrif Hauks, og að aðstandendum hans „verði tryggður fullnægjandi aðgangur að þeim gögn- um sem varða framgang og niður- stöður athugunar íslenskra stjórn- valda á hvarfi hans“. khj@mbl.is Aðstandendur Hauks biðja forsætisráðherra um aðstoð  Gagnrýna bæði utanríkisráðuneytið og bakland ráðherra Haukur Hilmarsson Nornakrabbi hafði skelskipti í Sæheimum í Vestmannaeyjum fyrir helgi. Meðan á skel- skiptum stendur er krabbinn mjög varnar- laus og er nornakrabbinn, sem einnig er kall- aður langfótungur, nú í sérbýli eða einangrun í safninu, en braggast vel. „Við erum með nokkra nornakrabba hérna og höfum þá í búri með kolkröbbum og kross- fiskum. Reynt er að raða saman tegundum sem gera ekki mikið af því að éta hver aðra. Við skelskiptin sjá hinir krabbarnir allt í einu mat í búrinu og víla það ekkert fyrir sér að ráðast á sinn gamla vin,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri í Sæheimum í Vest- mannaeyjum. Hún segir skemmtilegt að fylgjast með hvernig krabbinn afklæðist gömlu skelinni. „Þeir klæða sig algjörlega úr og það er eins og þeir togi fæturna út úr skelinni. Þegar maður skoðar skelina er hún alveg eins og lif- andi krabbi nema hvað það vantar augun,“ segir Margrét. Á heimasíðu Sæheima má lesa eftirfarandi: „Krabbar eru með harða ytri skel sem ver lík- ama þeirra. Þegar þeir stækka lenda þeir í smá vandræðum því að skelin gefur ekkert eftir. Þá þurfa þeir að losa sig við gömlu skel- ina og búa til nýja og rýmri skel utan um lík- amann … Núna er krabbinn mjúkur viðkomu. Áður en skel hans harðnar á ný mun hann dæla sjó inn í líkamann og belgja sig eins mikið út og hann mögulega getur þannig að nýja skelin verði eins rúm og mögulegt er og hann geti vaxið sem mest áður en hann þarf að hafa skelskipti á ný.“ aij@mbl.is Skelskipti Nornakrabbinn í sérbýlinu. Krabbinn til hægri, en gamla skelin vinstra megin. Um- hverfisþættir og vöxtur hafa áhrif á það hversu oft á ævinni krabbadýr hafa skelskipti. Ljósmynd/Margrét Lilja Magnúsdóttir Minjagripur Næfurþunn skel af nornakrabba sem safnstjórinn geymir í skáp í safninu. Víla ekki fyrir sér að ráðast á sinn gamla vin Nornakrabbi í Sæheimum í Vestmannaeyjum í sérbýli eftir að hafa afklæðst gömlu skelinni Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Sannkölluð rokkveisla verður á Laugardalsvelli þann 24. júlí næst- komandi, en þar mun ein stærsta rokkhljómsveit heims, Guns N’Roses, halda risatónleika. Guns N’Roses var stofnuð í Los Angeles árið 1985 og hefur selt yfir 100 milljón plötur á ferlinum. Tón- leikarnir verða þeir síðustu á hljómleikaferð sveitarinnar um Evrópu. Í tilkynningu segir að óhætt sé að lofa því að um stærstu tónleika Íslandssögunnar verði að ræða, en sviðið sjálft verður 65 metra breitt og með risaskjám á hliðunum. Um það bil viku mun taka að búa völlinn undir tónleikana, en til þess koma 35 gámar til landsins, auk 150 manna teymis. Friðrik Ólafsson, framkvæmda- stjóri Secret Solstice, segir orð- sporið sem fer af framkvæmd Secret Solstice erlendis hafa gert skipuleggjendum kleift að ná samningi um tónleika sveitarinnar á Íslandi. Ýmislegt hefur gengið á í sögu hljómsveitarinnar og hafa tveir aðalmenn hennar, söngvarinn Axl Rose og gítarleikarinn Slash, ekki alltaf átt skap saman. Árið 2016 var hins vegar tilkynnt að Slash hefði gengið aftur til liðs við hljómsveitina og var hún í kjölfarið aðalnúmerið á Coachella hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl 2016. Síðan þá hefur hljómsveitin ferðast um heiminn og hefur verið uppselt á alla tónleika á túrnum. Miðaverð á tónleikana verður frá 18.900 krónum. Miðasala fer fram á www.show.is og hefst hún klukk- an 10 þann 1. maí. Guns N’Roses spilar á Laugardalsvelli  Rokkhljómsveitin er á leið til landsins og ætlar að halda risatónleika þann 24. júlí  Skipuleggj- endur Secret Solstice standa að viðburðinum  Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi Rokkstjörnur Guns N’Roses var stofnuð í Los Angeles árið 1985 og hefur selt yfir 100 milljón plötur á ferlinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.