Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
✝ Ingibergur Ei-ríkur Símonar-
son Jónsson fædd-
ist í Keflavík 5. júní
1922. Hann lést á
Hrafnistu Nesvöll-
um 5. apríl 2018
Foreldrar hans
voru hjónin Hall-
dóra Jónína Jósefs-
dóttir, f. 24.
september 1894 í
Hausthúsum í
Leiru, d. 19. júlí 1966, og Jón
Kristinn Magnússon, f. 1. júní
1892 í Keflavík, d. 7. janúar
1969. Þau bjuggu í Keflavík.
Bræður hans voru Guð-
mundur Lúðvík, Árni Pétur,
Magnús Margeir og Garðar Jós-
ef, sem allir eru látnir.
Ingibergur kvæntist Elínu
Guðrúnu Ingólfsdóttur, f. 12.
desember 1925 á Tjörn í Aðal-
dal, 21. febrúar 1948. Foreldrar
hennar voru hjónin María Berg-
vinsdóttir og Ingólfur Indriða-
febrúar 1957, kvæntur Margréti
Eðvaldsdóttur, f. 13. október
1962. Þau eiga þrjú börn og tvö
barnabörn. 6) Margrét, f. 21. júlí
1959, gift Rúnari Þór Sverris-
syni, f. 23. janúar 1959. Þau eiga
tvö börn og tvö barnabörn. 7)
Rúnar, f. 26. júlí 1963, kvæntur
Sólveigu Skjaldardóttur, f. 24.
apríl 1966. Þau eiga þrjár dætur
og tvö barnabörn. 8) Hafsteinn,
f. 29. mars 1966, kvæntur Guð-
laugu Einarsdóttur, f. 25. febr-
úar 1968. Þau eiga fjögur börn
og þrjú barnabörn.
Ingibergur starfaði við
sjávarútveg fyrstu hjúskapar-
árin, var á síld á sumrin og við
beitningar og móttöku á bátum
á veturna.
Árið 1949 hóf hann störf hjá
Esso á Keflavíkurflugvelli og
starfaði þar í 10 ár. Árið 1959
hóf hann störf sem smiður hjá
Keflavíkurverktökum og vann
hjá þeim þar til hann hætti
störfum árið 1991.
Þegar Ingibergur var 66 ára
settist hann á skólabekk í Iðn-
skólanum í Keflavík og tók
sveinspróf í húsasmíði.
Útför hans fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 24. apríl 2018,
klukkan 13.
son, bændur á
Húsabakka í Aðal-
dal.
Ingibergur og
Elín voru gift í rúm
70 ár og eignuðust
átta börn, sem eru:
1) Halldóra Jóna, f.
27. september
1947, gift Eiríki
Jónssyni, f. 13. apr-
íl 1947. Þau eiga
fjögur börn og sjö
barnabörn. 2) María, f. 27. sept-
ember 1949, gift Ragnari Jó-
hannesi Gunnarssyni, f. 29. júlí
1947. Þau eiga þrjú börn, níu
barnabörn og eitt barna-
barnabarn. 3) Helga, f. 4. sept-
ember 1953, gift Árna Stefáni
Jónssyni, f. 19. desember 1951.
Þau eiga tvær dætur og tvö
barnabörn. 4) Birgir, f. 18. júní
1955, kvæntur Guðrúnu Eddu
Jóhannsdóttur, f. 5. ágúst 1959.
Þau eiga fjögur börn og sex
barnabörn. 5) Ingólfur, f. 25.
Elsku pabbi minn, nú ertu bú-
inn að fá hvíldina sem þú varst
búinn að þrá. Er ég bæði sorg-
mædd og glöð, sorgmædd að hafa
þig ekki lengur hjá okkur en glöð
að nú ert þú kominn til foreldra
þinna og bræðra. Er ég viss um
að þar er glatt á hjalla og vel tek-
ið á móti þér.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Elsku pabbi, hafðu ekki
áhyggjur af mömmu því við mun-
um öll hjálpast að við að sjá um
og aðstoða hana. Barnabarnið
mitt sagði við mig: „Amma, nú er
hann langafi stjarna á himninum“
og þannig hugsa ég til þín. Þú ert
og verður alltaf í hjarta mínu
besti pabbi í heimi.
Elska þig að eilífu, þín litla
stelpa
Margrét (Magga).
Elsku pabbi. Söknuðurinn er
sár en ég veit að nú varst þú
tilbúinn að sleppa takinu.
Þú ert kominn á góðan stað og
það kæmi mér ekki á óvart ef þið
Garðar bróðir þinn væruð búnir
að fá ykkur einn gráan.
Þú varst alltaf hörku duglegur
til vinnu og alltaf tilbúinn að
hjálpa okkur þegar við þurftum á
að halda.
Ég hef reynt að tileinka mér
það eftir þér að aðstoða mitt fólk
eftir bestu getu.
Þú passaðir alltaf að allir væru
vinir og átt mikinn þátt í því hvað
við systkinin og okkar stóri hóp-
ur er samheldinn og nýtum hvert
tækifæri til að hittast.
Það verður tómlegt að koma
ekki á Nesvelli til þín, elsku
pabbi.
Allt sem ég gerði fyrir þig
sagðist þú setja á reikninginn,
þennan reikning ætlaðir þú svo
að taka með þér í gröfina. Það
verður einhvern daginn sem við
gerum upp reikninginn saman.
Ég lofa þér að hugsa vel um
leiðið þitt því ekki vil ég að þú
gangir aftur og sendir mér verk í
bakið eins og þú sagðist lofa að
gera. Ég tók einnig það loforð af
þér að hugsa vel um mömmu og
það mun ég standa við.
Þinn sonur,
Hafsteinn.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn og góðan vin í hinsta sinn.
Okkar spor lágu fyrst saman
fyrri part vetrar 1965 þegar ég
knúði dyra á Skólavegi 30 í Kefla-
vík, þá 18 ára gamall að eltast við
núverandi eiginkonu mína til 50
ára, næstelstu dóttur þeirra Ingi-
bergs og Elínar.
Mér var strax vel tekið og milli
okkar Ingibergs varð úr vinátta
sem aldrei bar skugga á.
Þegar hugsað er til baka og
verðleikar Ingibergs metnir
kemur margt upp í hugann, fyrst
og fremst heiðarleiki og réttsýni
sem var ríkur þáttur í hans per-
sónu, hann mátti aldrei neitt
aumt sjá án þess að reyna að
rétta hlut þess er á hallaði.
Þá var honum mikið í mun að
skulda aldrei neinum neitt, hvort
sem það var einstaklingi, banka
eða því opinbera.
Að hans mati var það höfuð-
synd að mæta ekki á réttum tíma,
hvort sem það var í vinnu, veislur
eða messu, alltaf var Ingibergur
mættur manna fyrstur.
Hann var mjög trúaður og
sótti kirkju og bað bænirnar sín-
ar reglulega, einhverju sinni
trúði hann mér fyrir því að sig
hefði alltaf langað að gerast með-
hjálpari í Keflavíkur kirkju, ekki
varð honum nú að þeirri ósk
sinni.
Annað sem hann langaði alltaf
að gera, en ekki varð af, það var
að komast vestur um haf, til Kan-
ada og Bandaríkjanna. Því hann
hafði yndi af ferðalögum, hvort
sem var innan lands eða utan. Þá
hafði hann afar gaman af landa-
fræði og þar kom maður ekki að
tómum kofunum þegar rætt var
um fjarlæg lönd.
Langskólagenginn var hann
ekki, en aflaði sér mikils fróðleiks
sem hann sótti í bækur, útvarp og
sjónvarp. Það var sama hvar bor-
ið var niður, hann hafði þekkingu
og skoðun á nærri öllu sem bar á
góma og gat tjáð sig af þekkingu
um nær hvað sem var.
Hann hafði yndi af stangveiði
og ófáar voru veiðiferðirnar sem
við fórum saman, Laxá í Aðaldal,
Svartá, Geirlandsá, Veiðivötn að
ógleymdu Þingvallavatni. En
mesta ánægju held ég hann hafi
haft af veiðiferðunum með Lúlla
bróður sínum í Svarthöfða, en
lengi var það árlegur viðburður.
Í landi Miðfells eignuðust þau
hjónin sumarbústað í kringum
1980, ef ég man rétt. Þar eyddu
þau öllum sínum sumarfríum og
nutu til hins fyllsta. Þar tókst
þeim að rækta afar fallegt um-
hverfi þar sem eingöngu var
mosi, hraun og moldarflag fyrir.
Oft var fjölmennt þar í koti og
margir afkomendur sem eiga
þaðan góðar minningar.
Þegar ég tengdist fjölskyldu
Ingibergs hafði hann starfað hjá
Keflavíkurverktökum við smíðar
um nokkurra ára skeið án þess að
vera faglærður. En 66 ára gamall
bætti hann úr því, settist á skóla-
bekk og tók sveinspróf í iðninni
og hélt áfram að vinna ein fjögur
ár til viðbótar.
Eftir að hann hætti að vinna
hófu þau hjónin að ferðast til
Kanaríeyja á hverjum vetri, oft
dvöldum við þar saman, og þá var
oft glatt á hjalla og ég er nokkuð
viss um að dvöl þeirra þar hafi
bætt nokkrum árum við ævi
þeirra. Þarna gátu þau gengið
um, notið sólar og yls, án þess að
eiga á hættu beinbrot í hálku eða
kvilla þá sem tengjast kulda og
trekki.
Það var margt sem ég lærði af
tengdaföður mínum og það er
með sárum söknuði sem ég fylgi
honum nú síðustu sporin og kveð
hinsta sinni, en minningin um
þennan góða félaga lifir með okk-
ur sem eftir stöndum. Megi góð-
ur Guð blessa þig og varðveita.
Elsku Elín, tengdamóðir mín,
þér votta ég mína dýpstu samúð,
sem og afkomendum öllum.
Ragnar J. Gunnarsson.
Elsku afi Ingi er búinn að
kveðja okkur, en hann hefði náð
að verða 96 ára 5. júní. Þú varst
nú búinn að tala lengi um að þinn
tími hlyti að fara að koma, það
gæti ekki alltaf verið fullt hjá
honum guði. Við vitum að þú ferð
sáttur eftir góðan og viðburðarík-
an æviferil.
Þú varst góður og yndislegur
afi, alltaf að ræða um hvað þú
værir lánsamur og stoltur af
barnahópnum þínum. Gildi þín í
lífinu voru heiðarleiki og góð-
mennska. Þú sagðir oft að ef við
værum góðar við alla, sérstak-
lega við þau sem ættu erfitt,
myndi okkur farnast vel í lífinu.
Einnig sagðir þú að mikilvægt
væri að fara vel með peninga og
kaupa ekkert nema eiga fyrir því.
Alltaf var gaman að koma í
heimsókn til ykkar ömmu, ný-
bakaðar kleinur og ömmubrauð
með kaffinu og spjall um hvernig
gengi hjá okkur í skólanum og
hvort við værum ekki að æfa okk-
ur á fiðluna. Aldrei fór maður
tómhentur heim frá ykkur, ný
prjónuð peysa, vettlingar, sokkar
eða húfa sem allir dáðust að þeg-
ar við sögðum að þetta væri frá
ömmu og afa í Keflavík.
Þegar við heimsóttum þig síð-
ast varstu orðinn þreyttur en
spurðir eins og þú gerðir oft í
stríðni: „Hver á þig?“ og svo
brostir þú þínu fallega brosi.
Ég man þegar þú sagðir eitt
sinn við mig þegar ég spurði
hvort þú hefðir ekki stundum
orðið þreyttur á öllum þessum
börnum: „Nei, ég hef verið svo
lánsamur að eiga góða konu, dug-
leg börn og barnabörn sem öllum
hefur vegnað vel í lífinu, ég held
að það sé varla hægt að biðja um
meira.“
Elsku afi, þú varst trúaður
maður og fórst með bænirnar á
kvöldin og hvattir okkur til að
gera það sama, þá liði okkur vel.
Nú kveðjum við þig með bæn úr
bænabókinni þinni og vonum að
þeir sem farnir eru taki vel á móti
þér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Góða ferð afi minn og megi
Guð geyma þig.
Þínar afastelpur,
Sunna og Sandra.
„Hver á þig?“ Þetta var setn-
ingin hans afa Inga og þegar ég
rifja upp minningar sem ég á um
hann er þessi setning alltaf efst í
huga mér. Mínar bestu minning-
ar um afa eru án efa allar stund-
irnar sem við áttum saman á
Þingvöllum. Fyrst verður mér
hugsað til þess þegar við Brynja
fengum oft að fara með afa og
ömmu í bústaðinn þegar við vor-
um litlar. Afi sá til þess að við
borðuðum hollan morgunmat
(ab-mjólk með bönunum og che-
erios) og minnti okkur reglulega
á að taka lýsi. Hann kenndi okkur
að leggja kapal og leyfði okkur að
hlaupa á nærfötunum úti í rign-
ingunni en hann sá líka til þess að
við værum ekki lengur úti en til
átta og færum snemma að sofa.
Afa þótti afar vænt um bústað-
inn sinn á Þingvöllum og fékk
reglulegar fréttir af bústaðnum
eftir að hann hætti að geta farið
og spurði mikið hvað pabbi væri
að bralla þar.
Í ófá skipti sem ég gef Haf-
steini Loga að borða segi ég „nú
ertu eins og afi Ingi“, hann borð-
ar svo mikið og elskar kartöflur
eins og afi Ingi! Ég er svo þakklát
fyrir að afi skuli hafa fengið að
hitta Hafstein Loga og að ég eigi
nóg af sögum af afa til að segja
honum.
Afi Ingi og amma Ella eru
mínar helstu fyrirmyndir í lífinu,
ekki síst hvað varðar barnaupp-
eldi og hjónaband. Amma hefur
alltaf verið stoð og stytta í lífi afa
og ekki síst síðustu fjögur ár.
Elsku afi, ég lofa að passa vel
upp á ömmu fyrir þig, takk fyrir
allt.
Hjördís Hafsteinsdóttir.
Að eiga góðan afa eru stór-
kostleg forréttindi. Forréttindi
sem ég hef notið alla ævi. Þangað
til núna. Það er komið að kveðju-
stund og vatnaskilum. Afi náði
háum aldri og deyr saddur líf-
daga umkringdur ástvinum. En
minningarnar lifa.
Amma steig með honum öld-
una í meira en 70 ár og saman ólu
þau upp átta börn og samtals tel-
ur hópurinn hátt í 60 afkomend-
ur. Ég naut þeirra forréttinda að
vera fyrsta barnabarn þeirra
ömmu og afa og ég sver það að ég
var ennþá uppáhaldsbarnabarnið
hans afa.
En svona grínlaust þá var ein-
staklega gott að koma á Skóla-
veginn. Að sitja við hliðina á afa í
eldhúsinu á meðan amma flaug
um eldhúsið og bar í okkur bakk-
elsið. Afi að hlusta athugull á út-
varpsfréttir og fá sér kríu í há-
deginu; hann var vanafastur
hann afi minn.
Það kemur upp í hugann
hvernig hann greiddi fallega
þykka hárið aftur og strauk svo
hendinni þétt á eftir greiðunni og
eftir rakstur sló hann rakspíra
hressilega á kinnarnar og svo
fékk ég, stelpuskottið, smá klapp
í andlitið.
Í nær öllum æskuminningum
er afi nálægur og við náðum ótrú-
lega vel saman. Ég fékk að fylgja
honum þegar hann var að bar-
dúsa í bílskúrnum, gera við brot-
in húsgögn, koma gljávíði-
plöntum fyrir í vaskafötum,
vesenast með útsæði, pússa Cort-
inuna sína og gera allt það sem
amma bað hann fyrir. Hann var
einstaklega handlaginn, vand-
virkur og þolinmóður. Aldrei
missti hann þolinmæðina gagn-
vart skopparakringlunni sem ið-
aði í kringum hann og aldrei
nokkurn tíma skammaði hann
mig þótt oft hafi verði tilefni til
þess.
Svo var nú líka alltaf stutt í
smá fíflagang og grín. Tilhugsun-
in um bóndabeygjuna alræmdu
fær mig ennþá til að kitla í mag-
ann og brosa út að eyrum. Júdó-
keppnir á stofugólfinu á Skóla-
veginum enduðu svo að
sjálfsögðu alltaf með því að ég
sigraði eldri frændur mína með
smáhjálp frá afa. Ég man hrein-
lega ekki eftir honum öðruvísi en
í góðu skapi með bros á vör, enda
einstaklega góður maður.
Hann vildi líka leggja manni
lífsreglurnar og þær voru ekki
flóknar samkvæmt honum afa:
Vera stundvís, taka lýsi og ekki
reykja. Hann átti það til að klípa
mann í handlegginn og hrista
hausinn: „Þetta eru fransk-
brauðsvöðvar, ertu ekki að taka
lýsi?“ Svo koma blik í auga og
nett bros.
Elsku afi minn, þakka þér fyrir
allt og allt. Ég gleymi því aldrei
hvað þú varst góður.
Elín G. Ragnarsdóttir.
Elsku afi okkar hefur kvatt
þennan heim. Hlýlegur, góð-
hjartaður og hjálplegur kemur
upp í hugann þegar við minnumst
þín á kveðjustund, elsku afi. Það
var alltaf notalegt að koma í
heimsókn til ykkar ömmu, hvort
sem það var heim til ykkar eða í
bústaðinn ykkar á Þingvöllum.
Þú varst alltaf glaður og kátur að
sjá okkur og sífellt að grínast í
okkur barnabörnunum og síðar
barnabarnabörnunum. Við eigum
eftir að sakna þess að heyra þig
segja: „Hver á þig?“ Við fjöl-
skyldan þekkjum þessi orð svo
vel þar sem þú sagðir þetta við
okkur öll og höfðum við afar gam-
an af því. Við erum þakklát fyrir
að hafa átt þig fyrir afa.
Minningin um þig mun ætíð
lifa í hugum okkar.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig
Guð í hendi sér.
(Írsk bæn, þýð. Bjarni
Stefán Konráðsson)
Þín barnabörn,
Inga Birna, Guðjón
og Eiríkur Ari.
Elsku afi minn, nú hefurðu
fengið hvíldina sem þú varst far-
inn að bíða eftir. Síðustu ár hafa
ekki verið þér auðveld svo við
sem eftir sitjum getum huggað
okkur við það að þú fórst sáttur.
Afi Ingi var einstaklega góður
afi og á ég margar minningar frá
æskuárum mínum, ýmist frá
heimili þeirra ömmu, frá Þing-
völlum eða af rúntinum með hon-
um og er mér sérstaklega minn-
isstætt þegar ég gisti einu sinni
hjá þeim ömmu fyrir sundmót og
fékk mér pasta í morgunmat, það
fannst honum skrítið og furðaði
sig á því hversu mikið ég gat
borðað en sagði svo að sundið
krefðist greinilega mikillar orku
því ekki sæti þetta utan á mér.
Hann hafði líka svo gaman af því
að sýna mér bikarana og medalí-
urnar sem hann fékk fyrir púttið,
enda voru þau amma alltaf svo
dugleg að hreyfa sig og hugsa um
heilsuna sem skilaði sér svo í
góðri heilsu nánast öll efri árin.
Setningar einsog „hver á þig?“
og „ég set þetta á reikninginn“
eiga alltaf eftir að minna mig á
afa því nánast alltaf þegar við
hittum hann sagði hann „hver á
þig?“ og glotti svo eða hló og þeg-
ar hann skutlaði mér eitthvað eða
gaf mér að borða sagði hann „ég
set þetta á reikninginn“ og glotti.
Hann var svo skemmtilega stríð-
inn og með húmorinn í lagi.
Þið amma getið verið stolt af
börnum ykkar og afkomendum
öllum og er svo gaman að því
hvað við öll höfum alla tíð getað
hlegið mikið saman og þá helst að
eigin fyndni.
Einnig hef ég svo gaman að því
hvað Birgir Már og Tómas Logi
vitna oft í langafa sinn þegar ein-
hver á heimilinu er slappur og
spyrja hvort hann hafi ekki tekið
lýsi því afi hafði tröllatrú á lýsi.
Ég verð dugleg að halda minn-
ingu þinni á lofti fyrir þá.
Elsku afi, takk fyrir að vera
alltaf góður afi, takk fyrir að vera
góður langafi strákanna minna,
takk fyrir að hafa alltaf trú á mér,
takk fyrir að vera góð fyrirmynd.
Síðustu ár eftir að þú misstir
heilsuna hefur amma Ella staðið
eins og klettur við bakið á þér og
er búið að vera einstakt að upp-
lifa þá ást og umhyggju sem hún
hefur sýnt þér. Núna munum við
hugsa um hana eins og hún hefur
hugsað um þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Hvíldu í friði afi minn, þú átt
mig alltaf. Þín
Birgitta Rún.
Hver á þig? var það fyrsta sem
afi Ingi sagði alltaf þegar við
komum í heimsókn. Þetta lýsti
honum svo vel enda fáir eins ríkir
af afkomendum og afi Ingi og
amma Ella og húmorinn aldrei
langt undan.
Afi Ingi var hinn fullkomni afi.
Hann var ákveðinn, hraustur,
duglegur, stríðinn en umfram allt
hlýr og góður. Að eiga afa Inga,
með ömmu Ellu sér við hlið, sem
fyrirmynd í lífinu, er ómetanlegt.
Þau hafa kennt okkur svo margt
og sýnt okkur með samheldni
sinni hvað fjölskyldan er mikil-
væg. Sama hvað, þá gerðu þau
allt hvort fyrir annað og okkur
öll. Við eigum óteljandi sögur og
minningar um afa sem við mun-
um geyma í hjörtum okkar.
Eins mikið og afi gerði í þessu
lífi þá var hann stoltastur af
hópnum sínum. Eins og sannur
leiðtogi hélt hann utan um hópinn
sinn sama hvað. Fyrir nokkrum
árum gaf hann okkur það dýr-
mætasta sem hann gat gefið okk-
ur þegar hann stóð upp í einum af
mörgum fjölskylduhittingunum
og sagði okkur hversu stoltur
hann væri af hópnum sínum og að
það mikilvægasta í lífinu væri að
halda hópinn.
Nú hefur elsku afi fengið
hvíldina sína og vitum við að nú
er hann kominn í faðm mömmu
sinnar og allra hinna sem biðu
hans með opinn faðm. Eftir
stendur stór, sterkur og
skemmtilegur hópur sem afi var
svo stoltur af og leiddi eins og
herforingi.
Elsku afi, nú tökum við við af
þér og leiðum hvert annað og um-
vefjum ömmu með ást og kær-
leika þangað til við sameinumst á
ný.
Góða ferð elsku afi okkar.
Þín afabörn
Helga, Hafdís, Hjördís
og Hafþór.
Ingibergur Eiríkur
Símonarson Jónsson