Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útivist Fólk sækir í skóginn allt árið.
Samstarfshópur úr skógargeiranum
gengst fyrir sameiginlegum skógar-
degi, er ber nafnið „Líf í lundi“, sem
haldinn verður 23. júní, eða á Jóns-
messunni. Deginum er ætlað að
virkja samtakamátt þeirra sem
starfa að skógrækt, en fjölmargir að-
ilar skipuleggja árlega stóra og smáa
viðburði í skógum landsins yfir sum-
arið.
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni
Ásgeiri Jónsyni, skógfræðingi hjá
Skógræktarfélagi Íslands, hafa um
20 viðburðir þegar verið skráðir hjá
aðilum vítt og breitt um landið. Hann
segir líklegt að fleiri bætist við þegar
líður á vorið. Jónsmessan sé hálfgerð
skógarhátíð víða í Norður-Evrópu og
með það í huga hafi menn viljað
bjóða almenningi upp á hlaðborð við-
burða í skógi hérlendis á þessum
degi.
Markmið dagsins er að hvetja al-
menning til að njóta samveru, stunda
hreyfingu, fræðast um og upplifa
skóga og náttúru landsins. Í kynn-
ingu á verkefninu segir m.a.:
Skógarmenning myndast
„Nú er svo komið að víða um land
og við flest bæjarfélög er að finna úti-
vistarskóga af öllum stærðum og
gerðum. Meðfram þessari þróun er
að myndast skógarmenning og al-
menningur nýtir sér skógana til úti-
vistar í æ meira mæli. Með samstilltu
átaki er Lífi í lundi ætlað ná eyrum
og augum enn fleiri landsmanna.
Kynna enn betur þá útivistarmögu-
leika sem eru í boði og bjóða út í skóg
á skemmtilega viðburði.“ aij@mbl.is
Fjölbreytt
„Líf í lundi“
á Jónsmessu
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
HEELYS
FYRIR SUMARIÐ
12.995
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Blússur
Verð 5.990.-
Str. S-XXL
4 litir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fátt bendir til að skorti á smærri og
ódýrari íbúðum miðvæðis á höfuð-
borgarsvæðinu verði eytt á næstu
misserum. Nýjar íbúðir sem eru að
koma á markað eru enda of dýrar.
Um þetta eru tveir sérfræðingar á
húsnæðismarkaði sem Morgunblað-
ið ræddi við sammála.
Tilefnið er að fyrstu íbúðirnar í
nýju hverfi í Vatnsmýri fóru í sölu.
Haft var eftir Brynjari Harðarsyni,
framkvæmdastjóra Vals, í fréttum
Stöðvar 2 sl. laugardag að íbúðirnar
hentuðu fyrstu kaupendum.
Verð íbúðanna er 39,8 til 72,9
milljónir. Meðalstærð þeirra er um
71 fermetri og meðalverð á fermetra
er um 666 þúsund krónur.
Þá má nefna að í mars komu nýjar
íbúðir í Bríetartúni 9-11 í sölu en þær
kosta frá 40,9 milljónum. Sama verð
er á ódýrustu íbúðunum í nýju fjöl-
býlishúsi á Frakkastíg.
Allur gangur er á því hvort bíla-
stæði fylgja nýjum íbúðum á þétting-
arreitum í borginni. T.d. er hægt að
kaupa bílastæði í kjallara með ódýr-
ustu íbúðunum á Frakkastíg.
Framboð fylgir ekki eftirspurn
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðing-
ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir
að síðustu áratugi hafi framboð á
íbúðum ekki rímað við eftirspurn.
„Lýðfræðileg þróun síðustu ára-
tuga hefur aukið eftirspurn eftir
smærri íbúðum. Á sama tímabili
hefur verið byggt hlutfallslega meira
af stærri íbúðum, sem eru 110 fer-
metrar eða stærri. Það eru ekki
íbúðir sem ætla má að fyrstu kaup-
endur séu alla jafna að horfa til.“
Elvar Orri segir þessa þróun hafa
skapað skort á smærri eignum, 30-60
fermetra, sem eru á viðráðanlegu
verði fyrir fyrstu kaupendur.
„Þá á ég við smærri íbúðir sem
kosta undir 30 milljónum. Ég held að
fyrstu kaupendur séu ekki endilega
að horfa til íbúða sem eru 60 fer-
metrar eða stærri. Það væru eflaust
margir tilbúnir að fara úr foreldra-
húsum og í íbúðir sem eru minni en
60 fermetrar,“ segir Elvar Orri og
bendir á að mikil eftirspurn eftir
litlum íbúðum í skammtímaleigu til
ferðamanna hafi dregið úr framboði
smærri og ódýrari íbúða.
Eykur skuldsetninguna
Elvar Orri bendir á að fyrstu
kaupendum standi til boða að taka
húsnæðislán fyrir allt að 90% kaup-
verðsins. Miðað við að íbúðir kosti
tæpar 40 milljónir þýði það verulega
skuldsetningu. Lífeyrissjóðir bjóði
nú hagstæð lánakjör en setji mun
strangari skilyrði en bankarnir.
Elvar Orri telur aðspurður að
ódýrustu íbúðirnar í umræddu fjöl-
býlishúsi við Hlíðarenda leysi ekki
vandann eins og hann blasir við
fyrstu kaupendum. Íbúðirnar séu of
dýrar. Þá spyr hann hvernig seljandi
ætli að tryggja að kaupendur séu að
kaupa sína fyrstu íbúð.
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
Landsbankanum, segir hugtakið
íbúð fyrir fyrstu kaupendur vera ný-
tilkomið. „Í gamla daga var íbúð fyr-
ir fyrstu kaupendur kjallaraíbúð eða
risíbúð í hverfi sem var tiltölulega
ódýrt. Þar gat fólk komið sér fyrir og
eignast eitthvað. Væntanlega getur
fólk það í einhverjum tilvikum enn
þá en þó í minna mæli en áður.“
Ari telur aðspurður að nýju íbúð-
irnar í Arnarhlíð séu alla jafna of
dýrar fyrir fyrstu kaupendur. „Það
eru væntanlega mjög fáir fyrstu
kaupendur sem ráða við þetta án að-
stoðar. Það tekur mörg ár að spara
fyrir eiginfjárframlaginu,“ segir Ari.
Hjallinn er orðinn hærri
Hann telur aðspurður að eignir
fyrir fyrstu kaupendur á höfuð-
borgarsvæðinu hafi kostað töluvert
minna fyrir nokkrum áratugum. Þá
bendir hann á að áður var hægt að
kaupa íbúðir sem ekki voru full-
byggðar, t.d. tilbúnar undir tréverk.
„Það var algengt að fólk byggi í
íbúðum án hurða, gólfefna og svo
framvegis í nokkur ár meðan það var
að ná andanum. Það er eiginlega
ekki í myndinni lengur. Þessi hjalli
er orðinn mun hærri en áður.“
Spurður um nýju íbúðirnar á
Hlíðarenda bendir Ari á að þær hafi
verið lengi í þróun. „Það liggur mikill
bundinn kostnaður í verkefninu.
Væntanlega hafa Valsmenn haft
væntingar um að geta klárað þetta
verkefni mun fyrr. Verðlagningin
endurspeglar að kostnaðurinn er
orðinn mikill,“ segir Ari.
Eldri eignirnar ódýrari
Gunnar Bjarni Viðarsson, sér-
fræðingur á greiningardeild Arion
banka, segir erfitt að áætla hversu
margir fyrstu kaupendur geti keypt
íbúð á um 40 milljónir.
„Verð tekur eðlilega mið af stað-
setningu og byggingarári. Ég myndi
ætla að það væri auðveldara að
kaupa eldri eign og eign utan mið-
borgar. Við birtum fasteignaskýrslu
í febrúar. Þar kom fram að vísbend-
ingar eru um að megnið af nýjum
íbúðum miðsvæðis í Reykjavík séu
dýrari íbúðir, margar þeirra lúxus-
íbúðir, og að meðalstærð þeirra sé
aðeins minni en meðalfjölbýliseign
sem er í byggingu á höfuðborgar-
svæðinu,“ segir Gunnar Bjarni.
Nýju íbúðirnar of dýrar
Sérfræðingar hjá bönkunum telja 40 milljónir hátt verð fyrir fyrstu kaupendur
Verðið kalli á mikla skuldsetningu Hátt hlutfall nýrra íbúða í borginni dýrar
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is/Birt með leyfi
Fjölbýli á Hlíðarenda Mikið er lagt upp úr hönnun Arnarhlíðar 1.
Arnarhlíð 1 – dæmi um lántökukostnað
*Meðaltal mánaðargreiðslna fyrstu 5 ár lánstímans; samtals afborgun af höfuðstól, áfallnir vextir og verðbætur (ef um
verðtryggt lán er að ræða) auk greiðslukostnaðar m.v. verðbólgu skv. breytingu á vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði.
Lánsupphæð
Íbúðir númer Verð 85% lán 90% lán
203, 205, 206, 208, 209, 212, 213 39.800.000 33.830.000 35.820.000
Kostnaður á mánuði*
við óverðtryggt lán 180.406 191.010
við blandað lán 161.394 170.872
við verðtryggt lán 142.122 150.474
Íbúðir númer
301, 302, 306, 308, 310, 313, 315 40.900.000 34.765.000 36.810.000
Kostnaður á mánuði*
við óverðtryggt lán 185.388 196.286
við blandað lán 165.847 175.588
við verðtryggt lán 146.046 154.629
Heimild: Íslandsbanki. Mynd: Fasteignaljósmyndun.is.
Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi
og sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni Ís-
lands, skipar efsta sæti framboðs-
lista Okkar Hveragerðis. Í öðru
sæti á listanum er Þórunn Péturs-
dóttir, landfræðingur og sérfræð-
ingur á þróunarsviði Landgræðsl-
unnar, Friðrik Örn Emilsson,
söngvari og sálfræðinemi, skipar
þriðja sætið, Sigrún Árnadóttir
grunnskólakennari fjórða sæti og
Hlynur Kárason húsasmiður
fimmta sæti.
Í tilkynningu segir að megin-
áherslumál Okkar Hveragerðis séu
m.a. að efla atvinnu í sveitarfé-
laginu, koma upp húsnæðisleigu-
félagi sem sé rekið án hagnaðar-
sjónarmiða, endurreisa hvera-
svæðið til fyrri vegs og virðingar,
innleiða 36 tíma vinnutíma hjá
starfsfólki Hveragerðisbæjar og
standa vörð um gróðurhúsin í bæn-
um.
Framboð Frambjóðendur Okkar Hvera-
gerðis fyrir sveitarstjórnakosningarnar.
Okkar Hveragerði
birtir framboðslista
2018