Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut um helgina Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barna- menningar á Íslandi. Viðurkenn- ingin var hluti af verðlaunahátíð- inni SÖGUM sem fram fór í fyrsta sinn um helgina og var haldin í Eldborg Hörpu. Um 2.000 börn á aldrinum 6-12 ára kusu það besta á sviði tónlistar, bókmennta, sjón- varps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð. Amma best eftir Gunnar Helga- son hlaut Bókaverðlaun barnanna sem besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var kosin besta þýdda bókin. Í flokki tónlistar var „B.O.B.A.“ með JóaPé og Króla valið lag ársins en Daði Freyr og Gagnamagnið sigruðu í flokknum Tónlistarflytjandi ársins. Blái hnötturinn var valinn besta leiksýningin og börnin á Bláa hnettinum voru kosin bestu leik- arar og leikkonur ársins. Skóla- hreysti var kosin barnasjónvarps- þáttur ársins, Fjörskyldan hlaut verðlaun sem fjölskyldusjónvarps- þáttur ársins og loks var sjón- varpsþáttaröðin Loforð valin besta leikna efnið í sjónvarpi eða kvik- myndum. Þá voru sigurvegarar í sögu- samkeppni KrakkaRÚV einnig verðlaunaðir. Árni Hrafn Hallsson og Eyvör Stella Þeba Guðmunds- dóttir hlutu verðlaun fyrir smásög- ur ársins, Sunna Stella Stefáns- dóttir og Iðunn Ólöf Berndsen fyrir leikrit ársins og Silvía Lind Tórs- hamar fyrir útvarpsleikrit ársins. Svandís Huld Bjarnadóttir, Ísak Helgi Jensson, Sara Einarsdóttir og Sóldís Perla Marteinsdóttir hlutu verðlaun fyrir stuttmyndir sínar. Leikritin sem báru sigur úr býtum verða sett upp í Borgarleik- húsinu og Útvarpsleikhúsinu á næsta leikári. Úrval af smásögum barnanna er komið út á rafbók hjá Menntamálastofnun, sem aðgengi- leg er á mms.is/sogur, lesendum að kostnaðarlausu. Að hátíðinni stóðu SÖGUR – samtök um barnamenningu, í sam- starfi við KrakkaRÚV, SÍUNG, IBBY á Íslandi, Barnamenning- arhátíð Reykjavíkurborgar, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Borgarbókasafnið, Borgarleikhúsið, Menntamálastofn- un, skóla- og frístundasvið Reykja- víkur, Hörpu og Miðstöð skólaþró- unar við HA. Hátíðin var send út í beinni útsendingu á RÚV og hægt er að horfa á hana í Sarpinum á vefnum ruv.is. SÖGUR eru hluti af afmælisdagskrá 100 ára fullveldis- afmælis Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heiðruð Guðrún Helgadóttir hlaut Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi. Hér er hún í Höfða þegar hún var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur 2017. Heiðruð fyrir æviframlagið  Um 2.000 börn kusu það besta í barnamenningunni Leiksýning Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri tók við viður- kenningu vegna Bláa hnattarins. Bækur Gunnar Helgason tekur fagnandi á móti Helga Jónssyni. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut á dögunum verðlaun banda- rískrar stofnunar um leikhústækni, United States Institute of Theatre Technology, en verðlaunin eru veitt fyrir ríkulega verðleika hússins, svokölluð „Merit Awards“. Stofnunin hefur verið starfrækt frá árinu 1960 en markmiðið með henni var að stuðla að samtali og miðlun þekkingar milli leikhús- hönnuða og þeirra sem fara með tæknimál í leikhúsum. Arkitektar Hörpu, Henning Lar- sen Arkitektar í Danmörku og Batteríið arkitektar ehf., hlutu einnig viðurkenningu ásamt Artec – nú ARUP – hljómburðarhönn- uðum hússins. Niðurstaða dóm- nefndarinnar er sögð byggjast á framúrskarandi hljómburði í Hörpu sem sé „fjölnota og nútíma- legt viðburðahús þar sem allar tón- listarstefnur geta fundið sér stað“. Eldborg Dómnefnd segir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða og þá er fjölbreytilegum möguleikum hússins hrósað. Harpa hlýtur virt bandarísk verðlaun Kvikmyndahátíðin EFA Young Audience Awards verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi 6. maí í Bíó Paradís. Hátíðin er á vegum Evr- ópsku kvikmyndaakademíunnar, EFA, og fer fram samtímis ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Hún er ætluð börnum á aldrinum 12-14 ára og býðst þeim að gerast meðlimir í dómnefnd á kvik- myndahátíðinni sem metur þrjár evrópskar kvikmyndir sem sýndar verða á henni og eru ætlaðar fyrr- nefndum aldurshópi. Börnin horfa á myndirnar samtímis í yfir 36 löndum Evrópu og lýkur hátíðinni með verðlaunaafhendingu í Erfurt í Þýskalandi sem sýnt verður frá í beinni útsendingu á netinu, á slóð- inni yaa.europeanfilmawards.eu. Fulltrúar dómnefndar í hverju landi um sig kynna niðurstöður dómnefndar í myndbandsupptöku sem sýnd er á verðlaunaafhend- ingunni, líkt og í Eurovision- söngvakeppninni, að því er fram kemur á vef Kvikmyndamið- stöðvar. EFA Young Audience-áhorf- endaverðlaunin hafa verið veitt allt frá árinu 2012 og tekur Ísland nú þátt í valinu í fyrsta sinn. Hægt er að skrá þátttakendur á aldr- inum 12-14 ára fyrir 27. apríl, með því að senda undirritað samþykki fyrir þátttöku á netfangið sigrid- ur@kvikmyndamidstod.is. Frekari upplýsingar má finna á kvikmyndamidstod.is. Young Audience Awards í Bíó Paradís La Fuga Úr einni þeirra þriggja kvik- mynda sem valdar voru á hátíðina í ár. Ein skærasta stjarna óperuheimsins, sópransöngkonan Anna Netrebko, hefur látið aðdáendur sína bíða lengi eftir því að hún tækist á við mestu prímadonnu óperusögunnar, Toscu. Og í viðtölum hefur hún talað um að vera hvorki spennt fyrir hlutverkinu né persónunni. En þegar Netrebko lét loks verða af því að syngja Toscu þá debúteraði hún nú um helgina í hlutverkinu á einu af stærstu svið- unum, Metropolitan-óperunni í New York, fyrir framan einn kröfuharð- asta áhorfendahóp óperuheimsins. Og gagnrýnendur virðast vera á einu máli: Netrebko sé einhver besta Tosca sem lengi hefur sést. „Anna Netrebko hlýtur að hafa fundið fyrir gríðarlegri pressu á laug- ardag þegar hún söng titilhlutverk Toscu í allra fyrsta skipti. Þetta er mælikvarðinn sem allar sópran- söngkonur bera sig við,“ skrifar óperurýnir The New York Times, Anthony Tommasini. „Netrebko vissi hvað hún var að gera. Hún var stór- fengleg Tosca. Og allt frá fyrstu inn- komu á sviðið var Netrebko, ein af raunverulegum prímadonnum óperu- heimsins, holdgerfingur hinnar hvik- lyndu hetju Puccinis.“ Þess má geta að eiginmaður dív- unnar, tenórinn Yusif Eyvazov, fór með hlutverk listmálarans Cavara- dossis og baritóninn Michael Volle söng hlutverk Scarpia. Báðum er hrósað, en ekkert í líkingu við lofið sem söngkonan er ausin. Rýnir Opera Wire segir óperuunnendur hafa beðið eftir þessu í mörg ár og söngkonan hafi staðið undir eftir- væntingunni: „Köllum frammistöð- una meistaraverk Önnu Netrebko,“ skrifar hann. Og gagnrýnandi New York Classical Review skrifar að gesti Metropolitan-óperunnar hafi dreymt um það árum saman að sjá Netrebko sem Toscu og þegar það loks rættist „birtist ríkjandi díva óperuheimsins sem glæstasta díva sem skrifuð hefur verið fyrir óperu- svið“. efi@mbl.is Netrebko „Hún var stórfengleg Tosca,“ segir einn rýnirinn um söngkonuna dáðu, sem er hér í upp- færslunni í Metropolitan ásamt eig- inmanninum, Yusif Eyvazov. Ljósmynd/Ken Howard - Met Opera Anna Netrebko fór á kostum sem Tosca Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 Kerruöxlar & íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.