Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Skortur á íbúðum
er enn mikið í um-
ræðunni og hefur
verið það mörg und-
anfarin ár og ekki að
ástæðulausu. Þessa
dagana eru að koma
fram opinberar tölur
um hversu mikið var
byggt af íbúðar-
húsnæði árið 2017.
Þetta er næstum
mánuði seinna en á síðasta ári og
er ástæða til að spyrja hvers vegna
svo sé? Upplýsingar um þetta ættu
að liggja fyrir jafnóðum, t.d. mán-
aðarlega, sem ætti ekki að vera erf-
itt á þeim tímum tækninnar sem
við lifum nú á. Þessi málaflokkur er
einn stærsti og mannfrekasti mála-
flokkur landsins og varla hjálpar
það við stjórnun hans að byggja á
ágiskuðum upplýsingum um þróun
hans.
Skortur á íbúðum
Á árinu 2017 var byrjað á bygg-
ingu 2836 íbúðum á landinu, sem er
rúmlega það sem þarf til að halda í
horfinu í venjulegu árferði. Hins
vegar var lokið við 1.768 íbúðir sem
er minna en árleg þörf er og óx því
íbúðaskorturinn á landinu enn eitt
árið, í stað þess að minnka.
Fyrir tveimur árum kynnti
Hannarr ehf. þá niðurstöðu að þá
vantaði 4.000 íbúðir á landinu og
fyrir ári að skorturinn væri kominn
yfir 5.000 íbúðir.
Mat fyrirtækisins var að árleg
þörf fyrir nýjar íbúðir á landinu
væri rúmlega 2.000 íbúðir á ári
(2300) og er mat Hannars því að
skorturinn nú sé á bilinu 6.000-
7.000 íbúðir. Þær íbúðir sem eru í
byggingu nú draga lítið úr þeim
skorti.
Hlutur Reykjavíkurborgar í
íbúðabyggingum undanfarið
Árið 2007 voru íbúðir í Reykjavík
49.190 og árið 2017 voru þær
52.115, samkvæmt Þjóðskrá. Sem
hlutfalli af heildarfjölda íbúða á
landinu hafði þeim fækkað í
Reykjavík úr 39,1% í 37,7% á þess-
um árum. Hefði hlutfallið haldist
óbreytt þá væru nú tæplega 5.000
fleiri íbúðir í Reykjavík. Þetta slag-
ar hátt upp í þann íbúðafjölda sem
við teljum skortinn vera í heild í
landinu.
Þetta hlutfall var um 42% fram
að aldamótunum síðustu og ef mið-
að er við það hlutfall þá ættu íbúðir
í Reykjavík að vera 6.500 fleiri og
væri þá íbúðaskorturinn enginn í
landinu.
Hvers vegna byggja
Reykvíkingar ekki ?
Þekkt er að skortur veldur verð-
hækkun á því sem skortir. Reykja-
víkurborg hefur mörg undanfarin
ár látið bjóða í þær lóðir sem hún
úthlutar og með litlu lóðarframboði
fær hún hátt verð fyrir þær lóðir
sem úthlutað er. Auðvitað gæti
borgin boðið fleiri lóðir á lægra
verði og fengið þannig sama eða
hærri upphæð í heild fyrir lóðirnar,
en það hefur ekki verið gert.
Einnig er þekkt að lóðir á eft-
irsóttum svæðum seljast á hærra
verði en t.d. í jöðrum byggðar.
Þetta hefur borgin einnig nýtt sér
og býður upp á þéttingu byggðar í
meiri mæli en dæmi eru um áður.
Þetta færir borginni viðbótartekjur,
en dregur jafnframt úr framboðinu
á íbúðum, þar sem tímafrekara er
að byggja á þannig svæðum.
Með litlu framboði af lóðum og
þéttingu byggðar úr hófi, stuðlar
borgin þannig að háu fasteignaverði
í Reykjavík. Við hljótum að spyrja
hvort það hafi verið markmiðið
stjórnenda borgar-
innar.
Nú er svo komið að
fasteignaverðið í
Reykjavík er að hrekja
það fólk úr borginni
sem vill eignast íbúð,
ekki bara til næstu
sveifafélaga heldur til
staða sem eru lengra í
burtu. Þetta hefur auð-
vitað í för með sér
mikla umferð til og frá
höfuðborgarsvæðinu
sem þýðir að þetta fólk þarf að
lengja vinnudaginn um 1-2 klst.
með tilheyrandi mengun og sliti á
gatnakerfi að svæðinu, að óþörfu og
örugglega ekki þeim til ánægju
sem keyra.
Þetta er því vandamál sem
Reykjavíkurborg ber höfuðábyrgð
á, eins og á íbúðaskortinum sjálf-
um, og ætti það einnig að ræðast á
vettvangi umferðar, gatnagerðar og
mengunar. Þetta er auðvitað þvert
á þau markmið sem nú eru uppi um
minni mengun, minni notkun bíla
og minni notkun jarðefnaeldneytis.
Skipulag byggingarmála
Ef Reykjavík vill vera höfuðborg
landsins þá verður hún að líta
þannig á sig og taka á sig þá
ábyrgð og þær skyldur sem því
fylgja. Ekki er ásættanlegt að hún
líti á sig sem eyland óháð öðrum
hlutum landsins og geti unnið gegn
hagsmunum heildarinnar í landinu
eins og hún hefur gert í þessum
málum. Skipulagsmálin í Reykjavík
verða að vinnast með öðrum svæð-
um landsins og með sameiginlega
hagsmuni landsins í huga.
Hverjir eiga að byggja og
reka fasteignir og fyrir hverja
Þegar upp kemur ástand eins og
hér er lýst þá poppa upp aðilar sem
hafa allt annað hlutverk en að
byggja og reka íbúðir. Nefna má
t.d. stéttarfélög og lífeyrissjóði sem
stofna eða leggja fé í fasteignafélög
og byggingarfélög. Þá má nefna þá
áráttu stjórnenda byggingarmála
að úthluta lóðum fyrir fagstéttir
fólks eða úthluta lóðum í samræmi
við aldur fólks.
Fyrirkomulagið kallar á spillingu
þar sem ríkjandi eftirspurnin er
meiri en framboð gæðanna. Það
hefur í för með sér mikinn kostnað,
t.d. vegna niðurgreiðslu á vöxtum
til útvalinna og mikinn kostnað við
að stjórna fyrirkomulaginu. Allir
stjórnendurnir þurfa t.d. sinn hlut.
Og hvers eiga þeir að gjalda sem
eru ekki í ASÍ t.d. eða eru ekki 60
ára og eldri. Þeir borga brúsann en
fá ekkert í staðinn.
Þetta nefnist forræðishyggja, er
það ekki?
Komum skikki á
skipulags- og
byggingarmálin
Eftir Sigurð
Ingólfsson
Sigurður Ingólfsson
»Ef Reykjavík vill
vera höfuðborg
landsins þá verður hún
að líta þannig á sig og
taka á sig þá ábyrgð og
þær skyldur sem því
fylgja.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.
Á örfáum dögum á
ári, nánar tiltekið fjór-
um dögum, skal sam-
kvæmt lögum ríkja
friður í samfélaginu.
Þessir fjórir dagar eru
föstudagurinn langi,
páskadagur, hvíta-
sunnudagur og jóla-
dagur, ásamt reyndar
sex klukkustundum
aðfangadagskvölds.
Fær almenningur á þessum dögum
hvíld frá amstri hversdagsleikans
og getur notið stundarinnar í faðmi
fjölskyldunnar. Almenn hamingja
ríkir. Þó ekki hjá öllum; því eins og
í sögunni um þegar Trölli stal jól-
unum eru alltaf einhverjir fýlupok-
ar tilbúnir að leggja lykkju á leið
sína til þess að eyðileggja þjóðlegar
hefðir og hamingju manna. Því til
stuðnings fer nú fram umræða í
þinginu um afnám laga um helgi-
dagafrið. Píratar fara þar fremstir í
flokki. Meðreiðarsveinar þeirra úr
öðrum stjórnmálaflokkum fylgja
eins og skugginn.
Hvernig nenna stjórnmálamenn
annars að eyða tíma þings og þjóð-
ar í umræðu um fjóra friðsama
helgidaga? Af hverju mega þessir
fjórir helgidagar ekki bara fá að
vera friðsamir, eins og þeir hafa
verið í öll þessi ár? Af hverju þurfa
allir dagar ársins að einkennast af
látum og hamagangi? Yfirgang-
urinn og frekjan virðist ekki ríða
við einteyming í þessu máli. Virðist
stundum sem allur tími samfélags-
ins eigi að fara í að ræða misvit-
urlegar hugdettur umrótsmanna.
Umræðan um afnám helgidaga-
friðs virðist reyndar orðin að árleg-
um viðburði. Í kringum þann tíma
sem íslenskar fjölskyldur borða
páskaegg eða snæða jólasteikina
stígur einhver fram og fer að væla
yfir því að knæpur séu lokaðar á
föstudaginn langa.
Virðist þessi árlegi
málflutningur í raun
allur ganga út á að
menn þurfi að spila
bingó eða drekka sig
fulla á krám á föstu-
daginn langa. Málið er
þó flóknara. Á þessum
örfáu helgidögum er
nefnilega almennur
verslunarrekstur að
miklu leyti bannaður.
Þetta eru þeir dagar
sem verslunarfólk get-
ur gengið að því vísu að það geti
átt með fjölskyldu sinni.
Flest verslunarfólk vinnur á
vöktum og er ekki alltaf í þeirri
stöðu að geta hitt fjölskyldu sína
eins oft og aðrir launamenn.
Reyndar komu ákveðnir flutnings-
menn frumvarpsins inn á þetta
þegar þeir sögðu nauðsynlegt að
afnema helgidagana vegna þess að
hingað koma ferðamenn. Sem þurfa
auðvitað að geta keypt sér mat og
fatnað við hátíðarhald jóladags.
Flutningsmönnum frumvarpsins
og öðrum til fróðleiks má nefna að
til Þýskalands koma nokkru fleiri
ferðamenn en hingað. Þar er þó,
rétt eins og hérlendis, versl-
unarbann á helgidögum. Ekki bara
það heldur eru sunnudagar taldir
til helgidaga og því verslanir lok-
aðar. Rétt eins og hér eru þó und-
anþágur frá helgidagafriði. Hér-
lendar undanþágur eru:
„Gististarfsemi og tengd þjónusta,
starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva,
bifreiðastöðva, verslana á flug-
völlum og fríhafnarsvæðum, blóma-
verslana, söluturna og mynd-
bandaleigna, svo og starfsemi
matvöruverslana með versl-
unarrými undir 600 fermetrum þar
sem a.m.k. 2⁄3 hluti veltunnar eru
sala á matvælum, drykkjarvöru og
tóbaki.“ Það er því hægt að segja
það með vissu að enginn ferðamað-
ur svelti eins og sumir flutnings-
menn frumvarpsins hafa op-
inberlega haldið fram, hvað þá að
löggjafinn sé að beita óhóflegu
valdi til að hefta eðlilegt athafna-
frelsi fólks á þessum fjórum dög-
um.
Nær allir vilja fjölskylduvænt
samfélag, mannúðlegt samfélag þar
sem menn geta átt góðar stundir
með fjölskyldunni. Í raun ætti frek-
ar að skerpa lögin um helgidagana.
Stefna á að gera hvíldardaginn að
fjölskyldudegi, eins og tíðkast í
Þýskalandi og fleiri Evrópuríkjum.
Augljóst er að verkalýðsfélögin
hafa algjörlega klúðrað þeim mál-
um. Það sést bersýnilega á því að
verslunarmaðurinn er sá eini sem
vinnur á sjálfum frídegi versl-
unarmanna og verslanir eru nær
það eina sem er opið á þessum frí-
degi sem kenndur er við versl-
unarmenn.
Frelsið sem flutningsmenn telja
sig boða með þessu máli er ekkert
annað en aukið boðvald verslunar-
eigandans yfir launþeganum; fjöl-
skyldulífi og friðsæld til feigðar.
Þeir þekkja það flestir sem unnið
hafa í verslunum að þeir hafa tak-
markaðan samningsrétt þegar
kemur að vinnutíma sínum.
Í góðri umsögn um fyrrnefnt
lagafrumvarp, um afnám laga um
helgidagafrið, er lagt til að frum-
varpið sé dregið til baka, sett í
pappírstætara og að í kjölfarið
gangi flutningsmenn og meðreið-
arsveinar þeirra skömmustulegir
með veggjum út árið. Er sú ráð-
legging hér með ítrekuð.
Aðför að helgidagafriði
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Í raun ætti frekar
að skerpa lögin um
helgidagana. Stefna á
að gera hvíldardaginn
að fjölskyldudegi.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er sjálfstæðismaður.
Bílar
Fyrirlestrarröð Rb við Nýsköpunarmiðstöð Ísands
Vatnsskaði á Norðurlöndum
Þriðjudaginn 24. apríl - kl. 13.00 - 16.00
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8, 112 Reykjavík
Meðal efnis verður umfjöllun um það hvort vandamál tengist innbyggðum
vatnskassa fyrir upphengd salerni. Einnig verður fjallað um nýjar reglur í
Danmörku og Finnlandi. Í lokin verða ræðumenn spurðir hvort ástandið sé að
skána á hinum Norðurlöndunum
Dagskrá
Opnun og kynning á Rb og Norræna vatnstjónaráðinu
Jón Sigurjónsson og Ólafur H.Wallevik Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Kallt tappvatten i Reykjavik och dets ursprung
Kristjana Kjartansdóttir, Orkuveita Reykjavikur
Läckageskydd med vattenstoppventil, vattenfelsbrytare
Leon Buhl, Teknologisk Institut, Danmark
Nya byggnormer för byggnaders vatten- och avloppsinstallationer i Finland
Kaisa Kauko, Miljöministeriet, Finland
Problemer med skjulteWC systemer. Hvor oppstår skaden? Krav til riktig utførelse.
Eksempel på feilmonteringer
Lars-Erik Fiskum, SINTEF Byggforsk, Norge
Säker Vattens verksamhet och metoder för att minimera vattenskador í Sverige
Thomas Helmersson, Säker Vatten, Svíþjóð
Vertikale og horisontale føringsveier i stora bygg. Hvordan skal vi unngå vannskader
Kasper Boel Nielsen, Byggskadefonden, Danmark
Umræður og spurningar
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis
Fyrirlestrarnir eru fluttir á norrænum tungumálum