Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Stjórn Fimleika-
félags Hafnarfjarðar,
FH, telur sig knúna
til þess að koma á
framfæri nokkrum
staðreyndum er
varða aðstöðumál
knattspyrnudeildar
félagsins sem af ein-
hverjum mjög und-
arlegum og í raun
óskiljanlegum ástæð-
um hafa verið skrum-
skældar af ýmsum aðilum hér í
bæ.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar
hóf framkvæmdir í Kaplakrika á
árinu 1968 og hafa því fram-
kvæmdir þar staðið yfir nú í um
50 ár. Forystumenn félagsins á
þeim tíma voru dugmiklir hug-
sjónamenn með djarfa framtíð-
arsýn sem segja má að lýsi sér í
hinum glæsilegu mannvirkjum
sem nú eru risin í Kaplakrika.
Vissulega höfum við FH-ingar
ekki staðið að þessu einir heldur
átt gott samstarf við stjórnendur
Hafnarfjarðarbæjar, en bærinn
hefur með tíð og tíma aukið fram-
lag sitt til uppbyggingar íþrótta-
mannvirkja eins og önnur sveit-
arfélög í landinu. Öllum er orðið
ljóst að þróttmikið barna- og
unglingastarf íþróttafélaganna er
lykilatriði nú á tímum. Framlag
FH til uppbyggingarinnar hefur
verið mishátt á þessum fimm ára-
tugum eða frá því að vera 100% í
upphafi niður í 10% nú á allra
síðustu árum. Framlag þetta á
upphafsárum og reyndar fram til
dagsins í dag var og er að mestu
óeigingjörn sjálfboðaliðsvinna
FH-inga og gjafir frá fyr-
irtækjum og einstaklingum.
Ómetanlegt í raun en þetta gerir
það að verkum að eignarhlutur
Fimleikafélags Hafnarfjarðar í
mannvirkjum í Kaplakrika er vel
á annan milljarð króna. FH hefur
aldrei fengið fjárframlög úr Bæj-
arsjóði Hafnarfjarðar til greiðslu
vanskila vegna rekstrar deilda,
öll fjárframlög bæjarsjóðs til fim-
leikafélagsins hafa verið vegna
mannvirkjauppbyggingar.
Hafnarfjarðarbær lét nýverið
fara fram óháða athugun á að-
stöðuvanda knattspyrnunnar í
Hafnarfirði yfir vetrarmánuðina.
Niðurstaða þarfagreiningar þess-
arar er skýr. Aðstöðuvandinn í
Kaplakrika er verulegur, raunar
með ólíkindum að fréttaflutn-
ingur fjölmiðla skuli ekki snúa að
þessum vanda. Skv. þarfagrein-
ingunni er vöntunin í Kaplakrika
fullstór knattspyrnuvöllur með
þeim tækjum og tólum sem til
þarf vegna vetrariðkunar. Aðal-
stjórn FH hefur átt gott samtal
við bæjaryfirvöld
vegna þessa og með
það í farteskinu að
framkvæmd þessi er
efst á forgangslista
ÍBH hafa bæjaryf-
irvöld tekið okkur vel
og sýnt vilja til
lausnar á málinu.
Forráðamenn knatt-
spyrnunnar í FH
hafa ávallt leitað hag-
kvæmustu lausna og
má segja að Risinn,
knatthús, beri þess
merki. Ódýr í bygg-
ingu og rekstri. Með sömu mark-
mið að leiðarljósi hefur FH óskað
eftir byggingu á stóru knatthúsi í
Kaplakrika, ódýru húsi með lág-
um rekstrarkostnaði, KNATT-
SPYRNUSKJÓLI. Knatthús
þetta yrði jú þriðja knatthúsið í
Kaplakrika en FYRSTA knatt-
húsið sem byggt yrði af Hafn-
arfjarðarbæ. Knatthúsin sem fyr-
ir eru, Dvergurinn (2015) og
Risinn (2005), voru byggð af FH
og rekstur þeirra er á hendi FH.
Leigusamningur um Risann sem
Hafnarfjarðarbær og FH gerðu í
aðdraganda byggingar hússins er
ein aðalástæða þess að reist var
hagkvæmasta íþróttamannvirki á
Íslandi. Enginn samningur hefur
enn verið gerður um Dverginn,
bygging og rekstur hússins alfar-
ið verið á hendi FH. Bygging
Dvergsins var félaginu erfið, en
nauðsynleg. Án aðkomu Hafn-
arfjarðarbæjar. Að fjármagna,
byggja og reka íþróttamannvirki
er jafnvel sveitarfélagi erfitt,
hvað þá íþróttafélagi, en nauðsyn
skapar lausnir. Barna- og ung-
lingaráð knattspyrnudeildar
(BUR) kom að málinu á afger-
andi en sérstakan hátt; í miklu
samráði við fjöldann allan af for-
eldrum iðkenda náðist samstaða á
afar fjölmennum félagsfundi um
leigugreiðslu BUR vegna aðstöð-
unnar. Foreldrar iðkenda greiða í
raun að stórum hluta fyrir
íþróttaaðstöðu barna sinna, eins-
dæmi á Íslandi. Aðalstjórn FH
vill þakka BUR og þá sérstaklega
foreldrum iðkenda fyrir framlagið
og þann mikla skilning sem þau
hafa sýnt á málefninu.
Dvergurinn og Risinn voru
byggð og eru rekin af dótt-
urfélagi Fimleikafélags Hafn-
arfjarðar og knattspyrnudeildar
félagsins, FH-knatthúsum ehf.,
en félagið er að jöfnu í eigu að-
alstjórnar og knattspyrnudeildar
og hefur verið það frá stofndegi
félagsins. Aðstaða þessi er frá-
bær að mörgu leyti en við FH-
ingar höfum dregist aftur úr öðr-
um félögum varðandi fullstóran
knattspyrnuvöll. Allt tal um að
aðstaða þessi sé orsök þess að
knattspyrnudeild FH hafi innan
sinna vébanda langflesta iðk-
endur íþróttadeildar í Hafnarfirði
er einfaldlega rangt, deildin var
langstærsta íþróttadeild í Hafn-
arfirði áður er knatthúsin voru
tekin í notkun og hefur haldið
því. Fjöldi iðkenda í íþróttadeild
er vitanlega að mestu í takt við
gæði, áhuga og árangur starfsins
innan íþróttadeilda og þar hefur
knattspyrnudeild FH verið í for-
ystu alla þessa öld eins og til að
mynda þjálfaramenntunarstyrkur
ÍBH/RIO TINTO/Hafnarfjarð-
arbæjar hefur sýnt á und-
anförnum árum.
Aðalstjórn FH hefur ekki tekið
þátt í einhverri sagnfræði um
greiðslur til uppbyggingar á ýms-
um íþróttasvæðum í Hafnarfirði.
Það að taka út einhver ákveðin ár
og bera hlutina þannig saman er
að okkar mati algjörlega út í hött
og engum til framdráttar, sér-
staklega ekki þegar sú sagnfræði
er röng og verulega háum
greiðslum til einstakra íþrótta-
félaga sleppt. Aðalstjórn FH tel-
ur að Hafnarfjarðarbæ hafi tekist
ágætlega til með uppbyggingu
íþróttamannvirkja á síðustu árum
og vill óska bænum sérstaklega
til hamingju með nýjasta mann-
virkið, æfingahús fyrir körfu-
bolta, Ólafssal, á Ásvöllum.
Að síðustu viljum við fordæma
þá neikvæðu og tilhæfulausu um-
ræðu og jafnvel árásir sem fram
hafa komið um þátt formanns
knattspyrnudeildar FH í bygg-
ingu knatthúsa félagsins í Kapla-
krika. Því er grímulaust haldið
fram að sá einstaklingur vinni
með eigin hagsmuni að leiðarljósi.
Raunveruleiki þessa er að vegna
reynslu og kunnáttu formannsins,
reynslu og kunnáttu sem félagið
hefur getað nýtt sér án endur-
gjalds í áratugi, hafa risið í
Kaplakrika tvö og innan skamms
þrjú hagkvæmustu knatthús
landsins, hvort heldur sem litið
er til byggingarkostnaðar eða
rekstrar. Það skal sagt hér að fé-
lagið fordæmir þær persónulegu
árásir sem formaður knatt-
spyrnudeildar hefur mátt þola
vegna þessa máls.
Hafnarfirði 18. apríl 2018
f.h. stjórnar Fimleikafélags
Hafnarfjarðar.
Að gefnu tilefni til upplýsing-
ar fyrir Hafnfirðinga
Eftir Viðar
Halldórsson » Aðalstjórn FH hefur
ekki tekið þátt í ein-
hverri sagnfræði um
greiðslur til uppbygg-
ingar á ýmsum íþrótta-
svæðum í Hafnarfirði.
Viðar
Halldórsson
Höfundur er formaður Fimleika-
félags Hafnarfjarðar.
Á ráðstefnu sem
Sjúkraliðafélag Ís-
lands stendur fyrir
þann 26. apríl næst-
komandi um málefni
aldraðra er velt upp
þeirri spurningu hvort
þörf sé á sértækum
hjúkrunarheimilum
fyrir fólk með geðfötl-
un.
Gegnum tíðina hafa
málefni fólks með geð-
fötlun setið á hakanum, jafnvel hef-
ur gætt fordóma og fólk með geð-
fötlun hefur ekki náð fram sínum
réttindum þrátt fyrir gildandi lög
þar um. Dæmi var um fólk sem
hafði búið á Kleppi árum og ára-
tugum saman eftir að hafa lokið
meðferð en ekki verið útskrifað
vegna þess að búsetuúrræði skorti.
Árið 2001, eftir mikinn þrýsting
frá hagsmunasamtökum og með
nýrri stefnu í geðheilbrigðis-
málum, var ákveðið að þetta fólk
skyldi útskrifast af spítalanum og
flytja í búsetuúrræði þar sem það
gæti lifað sjálfstæðu lífi, með
stuðningi og þjónustu. Fyrsti bú-
setukjarninn fyrir fólk með geð-
fötlun á höfuðborgarsvæðinu varð
að veruleika og var opnaður þann
1. apríl 2001 að Sléttuvegi 9 í
Reykjavík. Þetta búsetuúrræði
reyndist mjög vel og árið 2005 var
gert átak í húsnæðismálum fólks
með geðfötlun þegar „Straum-
hvarfaverkefninu“ var ýtt úr vör en
söluandvirði Símans var nýtt að
hluta til þess. Á þessum tíma til-
heyrðu málefni fatlaðs fólks ríkinu
en yfirfærsla málaflokksins til
sveitarfélaga var árið 2011.
Í dag, þegar 17 ár eru liðin frá
opnun fyrsta búsetukjarnans, eru
búsetukjarnar fyrir fólk með geð-
fötlun á vegum Velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar einungis 18.
Það er því enn langt í land og bið-
listinn eftir búsetuúrræðum tæm-
ist ekki. Þörfin er ekki einungis
fyrir fólk sem er að útskrifast af
geðdeildum eða úr endurhæfingu
heldur er einnig þörf á sértækum
hjúkrunarheimilum fyrir fólk með
geðfötlun til lengri eða skemmri
tíma.
Það er óhætt að
fullyrða að betri
heilsa og aukin lífs-
gæði eigi sinn þátt í
að lífaldur fólks með
geðfötlun fer hækk-
andi og í frekari þörf
nú en áður fyrir
hjúkrun. Þegar bú-
setukjarnarnir voru
opnaðir á sínum tíma
var litið á þá sem
heimili fólks en ekki
stofnun og því ekki
talin þörf á heilbrigð-
ismenntuðu starfsfólki í búsetu-
þjónustunni. Í upphafi var heldur
ekki tekið með í reikninginn að not-
endur búsetuþjónustunnar myndu
eldast og vera í þörf fyrir hjúkrun
síðar á lífsleiðinni. Staðan er þann-
ig í dag að margir notendurnir eru
orðnir aldraðir og í mikilli þörf fyr-
ir sérhæfða hjúkrun og vöntun á
heilbrigðismenntuðu starfsfólki í
búsetuþjónustunni er mjög mikil.
Þó stefnan sé að aldraðir eigi að
geta búið sem lengst heima og not-
ið heimahjúkrunar ef þörf krefur
hentar húsnæðið oft mjög illa
vegna aðgengis.
Reynslan hefur því sýnt að mikil
þörf er á sértækum hjúkrunar-
heimilum fyrir fólk með geðfötlun.
Hjúkrun þess þarf að vera sértæk
og taka mið af andlegri og lík-
amlegri heilsu, því er nauðsynlegt
að á slíkum heimilum starfi geð-
heilbrigðismenntað starfsfólk.
Köllun er eftir opinberri stefnu í
meðferð og þjónustu við fólk með
geðfötlun og krafa um að uppbygg-
ing búsetuúrræða og hjúkrunar-
heimila fylgi eftir þörfinni.
Eftir Jónu Jóhönnu
Sveinsdóttur
Jóna Jóhanna
Sveinsdóttir
»Dæmi var um fólk
sem hafði búið á
Kleppi árum og áratug-
um saman eftir að hafa
lokið meðferð en ekki
útskrifað vegna þess að
búsetuúrræði skorti.
Höfundur er sjúkraliði með BS í sál-
fræði og starfandi forstöðumaður í
búsetuþjónustu fyrir fólk með geð-
fötlun í Reykjavík.
Er þörf á sértækum
hjúkrunarheimilum fyr-
ir fólk með geðfötlun?
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?