Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Samkvæmt rannsókn meistara- nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, Sturlu Brynjólfssonar, sem tók til 106 einstaklinga sem heimsóttu heilsu- gæslustöðvarnar í Mjódd og Vest- urbæ/Seltjarn- arnesi, voru 24,5% af sjúk- lingunum með svokölluð starf- ræn einkenni. Það eru líkamleg einkenni sem ekki finnst líffræðileg eða lækn- isfræðileg skýring á. „Það eru t.d. svimi, melting- arvandamál, verkir, svefntruflanir, brjóstholseinkenni o.s.frv.,“ segir Sturla. Einkennin séu fjölbreytileg og einstaklingsbundin og þurfa í flestum tilvikum að hafa varað í sex mánuði eða lengur til að vera skil- greind sem starfræn. Enginn mun- ur fannst á milli kynja og á milli heilsugæslustöðvanna. Meðaltals- aldur þeirra sem greindust með starfrænan vanda var 35 ár og meðaltalsaldur þeirra sem greind- ust ekki með hann var 48 ár. Um 60% af þeim höfðu starfræn einkenni sem höfðu ekki áhrif á daglegt líf og 25% höfðu einkenni sem höfðu áhrif á daglegt líf. Af öllum þeim sem komu á heilsugæslustöðvarnar tvær í tvo daga, á hvorri um sig, greindust skv. klínískum viðmiðum á sjálfs- matslista 24,5% þunglynd, 17% með almenna kvíðaröskun og 9,4% heilsukvíðin. „Það fannst sterk jákvæð fylgni á milli starfrænna einkenna og geð- ræns vanda. Áætla mætti að annað gæti hafa haft áhrif á hitt og að það gangi í báðar áttir, þ.e. að geðrænn vandi geti valdið líkamlegum ein- kennum og óútskýrð líkamleg ein- kenni geti valdið vanlíðun og geð- rænum vanda,“ segir Sturla. „Algengið er mjög hátt og marg- ir fara endurtekið til læknis til að reyna að fá meina sinna bót en án árangurs,“ að sögn Sturlu sem finnst vanta betri úrræði en bætir við að sálfræðimeðferðir eins og hugræn atferlismeðferð hafi skilað árangri erlendis. ernayr@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsugæsla Margir leita endurtekið til læknis vegna einkenna, án árangurs. Geðrænn vandi og óútskýrð veikindi  Rannsókn sýnir sterka fylgni Sturla Brynjólfsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Undanfarið hefur verið skortur á bóluefnum sem notuð eru við ferðamannabólusetningar. Hefur það sett plön fjölda ungmenna sem eru á leið í útskriftarferðir á fram- andi slóðir eftir stúdentspróf í vor í uppnám en margir óttast að fá ekki æskilegar bólusetningar í tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er ástæða bóluefna- skortsins framleiðsluvandamál en um alheimsskort er að ræða. Því hefur ekki gengið að fá umrædd bóluefni frá öðrum löndum. Lyfja- stofnun vinnur nú að því að útvega bóluefni á undanþágu í samstarfi við umboðsaðila og innflytjendur. Vonast er til þess að skýrari svör liggi fyrir eða að leyst verði úr málinu fyrir lok þessarar viku, samkvæmt upplýsingum Lyfja- stofnunar. Fáir framleiðendur vandamál Þórólfur Guðnason, sóttvarna- læknir hjá Embætti landlæknis, segir skort á bóluefni bæði hér- lendis og erlendis búinn að vera vandamál lengi. Aðallega sé um að kenna vandamáli í framleiðslu, eft- ir að hún færðist á færri hendur sé ekkert bóluefni tiltækt á markaðn- um ef eitthvað kemur upp á í fram- leiðslunni. Mestmegnis skortir bóluefni fyrir lifrarbólgu A og B en æskilegt er að ferðamenn bólusetji sig fyrir þeim sjúkdómum áður en farið er til landa eins og Mexíkó og Balí en þangað er vinsælt meðal ís- lenskra stúdenta að fara í útskrift- arferðir. Þurfa að gæta að sér Þórólfur segir erfitt að segja ná- kvæmlega til um hvaða áhrif það gæti haft á ferðamenn að sleppa bólusetningu, til að meta áhættuna þurfi að vita hvert verið er að fara, við hvernig aðstæður fólk býr og hverjar líkurnar eru á að það smit- ist. „Það er ekki stór áhætta ef fólk er að fara á staði þar sem hreinlæti er gott og aðbúnaður góður, ef það passar sig og er ekki að stunda sér- kennilegt líferni. Lifrarbólga B smitast aðallega við kynmök og með sprautunálum og lifrarbólga A í gegnum saurmengaðan mat og drykk. Ef fólk gætir að sér í mat- armálum og drekkur ekki vatn úr krönum og gætir að almennum hreinlætisvenjum eins og að þvo sér um hendurnar ætti það að vera í nokkuð góðum málum. Það er ómögulegt að segja hve áhættan er mikil en besta vörnin eru bólusetn- ingar og því væri betra að fá þær." Bóluefnaskortur setur útskriftarferðir í uppnám  Ekki til bóluefni í landinu fyrir ferðalanga til framandi slóða Morgunblaðið/Ómar Bólusetningar Æskilegt er að ferðalangar láti bólusetja sig áður en þeir fara til framandi landa ef þeir vilja forðast lifrarbólgur A og B. Um 190 útskrift- arnemendur Menntaskólans í Reykjavík fara til Mexíkó í lok júlí. Mjög fáir þeirra eru nú þegar bólusettir og fá þeir misvísandi upplýsingar um hvenær von er á bóluefninu aftur til landsins. „Sum- ir fá þau svör að það komi ekki fyrr en í lok ágúst, aðrir í október en svo hefur einhverjum verið sagt að það komi í næstu viku,“ segir Jara Birna Þorkelsdóttir, ein útskriftarnem- anna. Mikið öngþveiti hefur ríkt í hópnum yfir þessu en bólusetja þarf a.m.k. tíu dögum fyrir brottför. Um þrjár sprautur er að ræða; við lifrarbólgu A og B og taugaveiki. Jara Birna segir engan ætla að hætta við að fara þótt bólusetning fáist ekki en margir séu farnir að ræða hvað þeir þurfi að passa upp á í Mexíkó til að forðast þessa sjúk- dóma. „Við verðum á vinsælum ferðamannastað svo hann ætti að vera nokkuð öruggur en það er ekki hægt að forðast allt, t.d. það sem móskítóflugur geta borið með sér.“ Panik í útskriftarhópnum UM 190 MR-INGAR FARA TIL MEXÍKÓ Í SUMAR Jara Birna Þorkelsdóttir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, kveðst ekki kannast við þá óánægju á meðal sjálfstæðisfólks á Nesinu sem Skafti Harðar- son lýsti hér í Morgunblaðinu í gær. Skafti er í for- svari hóps fólks sem m.a. hefur lengi fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum eða tekið þátt í störfum hans innan bæjar- félagsins sem undirbýr hugsan- lega sérframboð í sveitarstjórnar- kosningunum hinn 26. maí nk. „Ég kannast ekki við þessa óánægju, en það er auðvitað öllum frjálst að gefa kost á sér. Það eru auðvitað íbúar bæjarfélagsins sem kjósa sér fulltrúa til þess að stýra Seltjarnarnesbæ,“ sagði Ásgerður í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar leitað var viðbragða bæjar- stjórans við áformum Skafta og félaga. Aðspurð hvað hún segði um gagnrýni Skafta, m.a. að kaup á húsinu Ráðagerði fyrir 100 millj- ónir króna hefðu verið „fráleit ráðstöfun“ á sama tíma og hallinn á bæjarsjóði á síðasta ári var 99 milljónir króna, sagði Ásgerður: „Bæjarsjóður þurfti að borga ein- greiðslu til lífeyrissjóðsins Brúar (Brú – lífeyrissjóður sveitarfélaga. Innskot blm.) út af SALEK-- samkomulaginu, eins og öll önnur bæjarfélög. Eingreiðslan var upp á 176 milljónir króna, sem við þurftum að borga í lok síðasta árs. Þessi greiðsla gerði það að verkum að það varð tap á rekstri bæjarfélagsins á liðnu ári. Við vissum af því allt árið í fyrra að það kæmi til þessarar greiðslu í lok árs. Hvað varðar gagnrýni á kaupin á Ráðagerði, þá lýsi ég bara þeirri skoðun minni og mun fleiri, sem tóku ákvörðun um þessi kaup, að þetta er einstakt hús á einstökum stað á Seltjarnarnesi sem er hverfisverndað. Við viljum halda áfram að varðveita þetta hús og höfðum núna forkaupsrétt sem við vildum nýta.“ Ásgerður segir um gagnrýni Skafta á 15% greiðsluþátttöku Sel- tjarnarness í byggingu hjúkrunar- heimilis á Nesinu að bygging slíks heimilis hafi lengi verið áformuð. „Það eru allir mjög sáttir við það að hér sé að rísa 40 íbúa hjúkrunarheimili, en það verður tekið í notkun um næstu áramót,“ sagði Ásgerður. Bæjarstjórinn kannast ekki við óánægju á Nesinu Ásgerður Halldórsdóttir Ráðagerði Húsið í Ráðagerði var byggt á árunum milli 1880 og 1885.  Segir Ráðagerði einstakt hús sem bærinn vilji varðveita Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni á dögunum og var handtekinn af lögreglu í Amsterdam síðastliðið sunnudags- kvöld, verður leiddur fyrir dómara í Hollandi í dag og tekur sá ákvörð- un um hvort hann verði úrskurð- aður í gæsluvarðhald á meðan framsal hans til íslenskra yfirvalda er til umfjöllunar fyrir hollenskum dómstólum. Þetta segir segir Evert Boerstra, fjölmiðlafulltrúi héraðs- saksóknara í Amsterdam, í samtali við mbl.is. Óljóst er hve framsalsferlið tekur langan tíma, segir Boerstra. Sindri Þór geti veitt samþykki fyrir flýti- meðferð og þá væri hægt að fram- selja hann til íslenskra yfirvalda á næstu tíu dögum. Samþykki hann ekki flýtimeðferð geti framsals- ferlið hins vegar tekið nokkra mán- uði. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs, sagði við mbl.is í gær- dag að hann gerði ráð fyrir því að skjólstæðingur sinn kæmi til lands- ins á næstu dögum. Má af þeim orð- um ráða að fanginn samþykki flýti- meðferð á sínum málum. Flýtimeðferð og væntanlegur heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.