Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mbl.is sagðií gær fráviðtali breska blaðsins Telegraph við Bjarna Bene- diktsson fjár- málaráðherra. Í viðtalinu sagði Bjarni Evrópusam- bandið nánast sýna Íslandi vanvirðingu vegna þess að Ísland vildi halda í einhverja sérstöðu og vildi ekki verða aðildarríki sambandsins. Bjarni sagði ósk ESB um frekari samruna gera það sí- fellt erfiðara fyrir Ísland að vernda brýna hagsmuni þjóð- arinnar og nefndi nýlegt dæmi um hrátt kjöt og frjálst flæði varnings: „Lína Evr- ópusambandsins er einn fyr- ir alla, allir fyrir einn, engar sértækar reglur fyrir neinn. En við erum sérstakt dæmi, til að mynda er ekki salmón- ella á Íslandi, það er ekki hægt að tala um það sem vandamál eins og það er í að- ildarríkjunum,“ sagði Bjarni. „Ef þú bætir við þetta sýkla- lyfjum, ég meina þau eru næstum ekki notuð á Íslandi borið saman við alifuglaiðn- aðinn á Spáni.“ Bjarni sagði vaxandi áhyggjur á Íslandi vegna þess að Evrópu- sambandið virtist ekki geta sýnt af- stöðu Íslands skilning og að sambandið virtist telja að Ísland mundi sætta sig við beina stjórn frá Brussel í stað tveggja stoða kerfis EES- samningsins. Hneykslanlegt væri að telja að Ísland sætti sig við að gefa þetta eftir. Þýðingarmikið er að ís- lenskur ráðherra skuli tala með þessum hætti og full ástæða er til að þessum orð- um verði fylgt fast eftir. Al- þingi hefur of oft litið út sem stimpilpúði fyrir regluverk Evrópusambandsins, sem kann að vera hluti skýring- arinnar á að sambandið sýni Íslandi slíkan yfirgang. Evrópusambandið þarf að finna að Ísland er sjálfstætt ríki sem ákveður sjálft hvaða reglur það tekur upp í eigin löggjöf, enda er að sjálfsögðu gert ráð fyrir svigrúmi í þeim efnum í EES-samn- ingnum. Hagsmunir Íslands verða að hafa forgang og þess vegna skiptir máli að ráðherrann skuli hafa sent skýr skilaboð um að þeir verði varðir. Bjarni Benediktsson benti á atriði sem máli skipta í samtali við Telegraph} Mikilvæg skilaboð Undanfarnadaga hafa verið mótmæli á götum Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Mótmælin beindust gegn hinum nýkjörna for- sætisráðherra landsins, Serzh Sargsyan. Hann hafði raunar áður verið forseti landsins í áratug, en söðlað yfir í embætti forsætisráð- herra einmitt um það leyti sem stjórnarskrá Armeníu var breytt í þingræðisátt. Sú breyting fór hins vegar ekki vel í marga Armena, þar sem Sargsyan hafði lofað því að hann hefði ekki áhuga á embætti forsætisráðherrans eftir að breytingarnar myndu ganga í gildi. Þegar hann var síðan kjörinn í embættið af þingmönnum flokks síns þótti hann hafa gengið á bak orða sinna. Þau tíðindi urðu í gær að Sargsyan ákvað taka pokann sinn og binda þar með frið- saman endi á mótmælin, en stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að kveða mótmælin niður með valdi og blóðs- úthellingum. Athygli vakti, að mótmælendur gripu til þess að ráðs að nota vík- ingaklappið svo- nefnda í mótmælum sínum til þess að ýta undir samstöðu sína, og höfðu gárungarnir svonefndu meira að segja í flimtingum að „íslenska bylt- ingin“ væri hafin í Armeníu. Niðurstaða mótmælanna er þó alls ekki neitt sér- staklega byltingarkennd. Í stað Sargsyans hefur sam- flokksmaður hans, Karen Karapetyan, tekið við stjórn- artaumunum en hann gegndi áður starfi forsætisráðherra frá 2016 og þar til Sargsyan tók við fyrr í mánuðinum. Engin valdaskipti munu verða vegna mótmælanna, að öðru leyti en að forsetinn fyrrverandi sest í helgan stein. Engu að síður hefur „ís- lenska byltingin“ þegar verið kölluð óvæntur sigur fyrir lýðræðið í Armeníu, þar sem vilji þegnanna til þess að Sargsyan stæði við gefin lof- orð hafi komið fram, og að endingu verið virtur. Serzh Sargsyan segir af sér embætti}„Íslenska byltingin“ í Armeníu M iðflokkurinn hélt sitt fyrsta landsþing nú um helgina. Fjöl- menni sótti þingið þar sem stemning var góð og samheldni mikil. Þingfulltrúar unnu og samþykktu fyrstu stefnu Miðflokksins ásamt því að samþykkja lög flokksins og þannig ramma inn skipulag hans. Félagsmenn í Miðflokknum vilja að skynsem- isstefna og gagnrýnin umræða sé lögð til grund- vallar ákvörðunartöku stjórnmálamanna en ekki fyrir fram gefnar hugmyndir kerfis sem enga ábyrgð hefur. Þannig náum við að standa vörð um lýðræðið því kjósendur mæta ekki á kjörstað til að kjósa „kerfi“ til að stjórna heldur stefnu sem stjórnmálamenn hafa lagt á borð kjósenda. Miðflokkurinn vill því innleiða nýjar aðferðir í íslensk stjórnmál, aðferðir sem við sáum virka vel frá kosningum 2013 þar til í apríl 2016. Ríkisstjórnir hvers tíma verða að hafa kjark og vit- anlega getu til að leggja fram sínar tillögur að lausnum á vandamálum samtímans, setja stefnu byggða á skynsemi og leiða þá stefnu inn í samfélagið með bestu mögulegum lausnum. Stjórnmálamenn verða að þora að staldra við og spyrja gagnrýnna spurninga við fullyrðingum og gefnum svör- um. Þeir verða að velta því upp hvort aðrar leiðir séu betri, hvort önnur og betri rök styrki fullyrðinguna eða leiði fram aðra. Með þessari nálgun næst fram niðurstaða byggð á skynsemi og gagnrýnni umræðu. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, flutti stefnuræðu á landsþinginu sem hann sagði óhefðbundna stefnuræðu, sem hún vissulega var. Samt voru skilaboð ræð- unnar þau sem hér að undan er nefnt, þ.e. skynsamleg og gagnrýnin nálgun er nauðsyn- leg. Tók hann dæmi af umhverfis- og orku- málum þar sem viðtekin hugsun eða fullyrð- ingar, með góðri fyrirætlan, eru kannski ekki endilega bestar þegar allt er tekið saman. Eitt dæmið var um taupoka og plastpoka. Fólk er hvatt til að nota innkaupapoka úr bómull í stað plastpoka. Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn þá getur verið að plastpokinn sé skárri lausn en bómullin. Árið 2005 ætluðu skosk stjórnvöld að leggja skatt á plastpoka til að draga úr notkun þeirra. Var Umhverf- isráðuneyti Bretlands fengið til að skoða málið áður. Þegar allt var skoðað kom í ljós að það þurfti að nota bómullarpokann 173 sinnum til að hann hefði minni gróðurhúsaáhrif en plastpokinn. Ástæðan var stóra myndin, orkunotkun, áburður á bómullarakra, vatnsnotkun, skordýraeitur o.s.frv. Þannig hefur einn tau- poki sömu gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þessa nálgun má yfirfæra yfir á flest ef ekki öll mál sem við glímum við. Kerfishugsunin má ekki sjálfkrafa ráða för og hún leysir ekki stór vandamál. Þau þarf að nálgast með opnum huga og framkvæma svo lausnina. Það er þessi nálgun á stjórnmálin sem Miðflokkurinn ætlar að viðhafa. Stjórnmálamenn sem láta kerfið stjórna eru óþarfir. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Eru taupokar umhverfisvænni? Höfundur er alþingismaður fyrir SV kjördæmi og varaformaður Miðflokksins gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aukin hætta steðjar að fugla-tegunum heimsins, ekkisíst vegna útbreiðslu land-búnaðar og aukins skóg- arhöggs. Alþjóðasamband fugla- verndarfélaga (Birdlife) telur í nýrri uppfærðri stöðuskýrslu að 1.469 teg- undir séu á válista, eða ein af hverjum átta fuglategundum, þar af 222 teg- undir í bráðri hættu á útrýmingu. Lundi og snæugla eru á válista Bird- life. Unnið er að uppfærslu á stað- bundnum válista fyrir fugla hér á landi. Í nýrri skýrslu Birdlife kemur fram að það fækkar í 40% fuglastofna heims. Válisti er flokkaður í þrennt: Í bráðri hættu, í hættu og í nokkurri hættu. Á heimsvísu eru 1.469 fugla- tegundir á þessum lista, eða rúm 13% af fuglategundum heimsins sem í þessu tilliti eru taldar tæplega 11 þús- und. Í bráðri hættu eru taldar 222 tegundir eða 2% af öllum tegundum. Til viðbótar eru liðlega 1.000 fuglategundir taldar í nokkurri hættu, það er að þær eru nálægt því að upp- fylla viðmið þess að lenda á válista. Flestar tegundirnar eru þó taldar í jafnvægi, eða liðlega 8.400. 25 tegundir í hættu Auk heimslistans eru gerðir stað- bundnir válistar, í okkar tilviki fyrir Evrópu og síðan Ísland. Nýjasti vá- listi fyrir fugla hér á landi var gerður árið 2000 en lítið gert með þær upp- lýsingar sem þar komu fram. Verið er að vinna að nýjum vá- lista og segir Kristinn Haukur Skarp- héðinsson, dýravistfræðingur og sviðsstjóri dýrafræði á Náttúru- fræðistofnun Íslands, að von sé á að hann verði gefinn út fyrir sumarið. Drög að listanum voru kynnt á ráðstefnu í september síðastliðnum en vegna bættra upplýsinga kann end- anlegur listi að verða aðeins öðruvísi. Við gerð válistans eru skoðaðar allar tegundir fugla sem tengjast Ís- landi, um 400 talsins. Flækinga á að flokka frá nema þá sem eru á alþjóð- legum válistum, þannig að aðallega er fjallað um reglulega varpfugla og reglulega gesti hérlendis. Lundinn hefur verið talinn í bráðri hættu, ekki síst vegna mikillar fækkunar, auk þriggja annarra sjó- fuglategunda. Þrjár tegundir fugla hafa verið taldar í hættu, þar á meðal fýll og átján tegundir til viðbótar hafa verið flokkaðar í nokkurri hættu, þar á meðal haförn og fálki. Alls gætu því 25 tegundir fugla hér á landi lent á válista en það gæti þó breyst eitthvað í endanlegum lista. Ástæðan fyrir því að fuglateg- undir lenda á válista eru litlir stofnar, staðbundin útbreiðsla og fækkun í stofni. Veiðar geta verið samverkandi þáttur. Landbúnaður ógnar Á heimsvísu er nýtt land sem fer undir landbúnað talin helsta ástæða þess að tegundir fugla eru taldar í hættu og aukið skógarhögg kemur þar næst á eftir. Aðrir þættir hafa áhrif en minni. Þannig hafa kett- ir og önnur aðskotadýr sín áhrif og veiðar, auk breytingar á lofts- lagi, skógarelda og svo fram- vegis. Kristinn Haukur lagði á það áherslu í erindi sem hann flutti á ráðstefnu Fuglaverndar í sept- ember að mikilvægt væri að að- gerðir fylgdu upplýsingum í fuglaválista. Gerðar verði beinskeyttar tillögur um hvernig brugðist verði við þegar stofnar lenda í hættu. Unnið að nýjum vá- lista fyrir fugla hér Morgunblaðið/Eggert Prófasturinn Lunda hefur fækkað ört, eins og fleiri sjófuglategundum hér við land, aðallega vegna ætisskorts í sjónum. Þessir bjuggu í Eyjum. Þrjár fuglategundir hafa dáið út í heiminum frá síðustu aldamótum. Ef litið er 500 ár aftur í tímann þá hefur 160- 180 tegundum verið útrýmt. Þar á meðal er geirfugl en síðustu fuglarnir af þeirri teg- und voru drepnir hér við land. Geirfuglinn er eina fugla- tegundin sem er útdauð hér á landi. Þrjár tegundir eru út- dauðar sem varpfuglar hér, keldusvín, haftyrðill og nú síðast gráspör. Geirfugl var algengur á N- Atlantshafi en veiðar gengu hratt á stofninn. Að lokum fannst þessi tegund aðeins hér á landi og báru Íslendingar því ábyrgð á honum. Síðustu tveir fugl- arnir voru drepnir á árinu 1844 og eftir það er geir- fuglinn aðeins til upp- stoppaður í söfnum. Drápu síðustu geirfuglana FJÖLDA TEGUNDA ÚTRÝMT Uppstoppaður geirfugl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.