Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 það var að mig minnir um fimm ára aldurinn. Oftar eins og systir mín en móðursystir, enda bara fimmtán ár á milli okkar. Agnarsmá eins og amma, mamma og Halldóra systir. Þær fjórar varla nema sex metrar á hæð samtals, en allar svo risa- vaxnar manneskjur, að þær gætu allt eins verið sex metrar á hæð hver og ein. Ég man óteljandi heimsóknir Ellu Þóru til Akureyrar æsku minnar. Man dásamlegar stundir hjá henni við landvörslu í Vestur- dal þar sem Eva hagaði sér eins og ábyrg móðir okkar Hildigunnar – og Ellu Þóru. Man súrrealískt sumar hjá henni í Hollandi og rugl- að ferðalagið heim með Halldóru ömmu. Man þegar hún fékk mig til að hraðlesa og dæma vel útilátinn bókabunka fyrir Jón Óttar sjón- varpsstjóra, svo að hann gæti hald- ið andlitinu í daglegum jólabóka- dómum á Stöð 2. Man þegar Salka kom til sögunnar. Enn ein systirin sem fékk meiri gáfur og fleiri hæfi- leika í vöggugjöf en allir aðrir. Sannkallaðar svindlsystur. Ella Þóra var eldklár, eitur- snjöll og flinkari en fjall fullt af listafólki. Svo orkumikil að henni héldu engin bönd. Illa haldin af hreinskilnisveiki. Fannst fátt skemmtilegra en að stuða fólk og sjokkera með fáránlega fyndnu orðbragði og sögum. Blátt áfram hrekkjusvín af góða skólanum. Þoldi hvorki kjaftæði né hálfkák og undanbrögð. Leiðtogi og fyrir- mynd. Ófeiminn móðgari. Fyndn- ari en allir. Þorði þegar aðrir þögðu. Alltaf til í tuskið. Fyrsti grjótharði femínisti lífs míns. Með hlýjasta hjarta hérna megin við Himalaja. Síðasta ævintýri okkar Ellu Þóru var í Heydal við Ísafjarðar- djúp þar sem Strandseljaættin kom saman sumarið 2016. Um miðja nótt ákvað ég að það væri góð hugmynd að vaða yfir nær- liggjandi á og demba mér í heita náttúrulaug sem þar leyndist. Í minningunni nennti enginn með og flestir farnir að sofa, nema tæplega sextug móðursystir mín. Ég tók hana snemmendis á hestbak og ferjaði yfir grýtta sprænuna. Gott ef Ella Þóra var ekki á hælaskóm. Hún bláedrú, ég mögulega á fáein- um prómillum. Ótrúleg baðstund þarna í vestfirsku sumarnóttinni. Bókin „Drullupollar í náttúru Ís- lands“ verður skrifuð seinna. Við Bjarmastígssystkinin – Stefán Hrafn, Friðfinnur Örn, Guðmundur Már og Halldóra Anna (Hæna) – sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til eft- irlifandi Snekkjuvogssystkina og dætra Ellu Þóru: Evu, Hildigunn- ar og Sölku. Stefán Hrafn Hagalín. Þegar við Ella Þóra gengum til prests fyrir nokkrum árum til að geta fermst, hún hjá Árelíusi sem kenndi samkvæmt gamla tíðarand- anum og ég hjá Sigurði Hauki sem var nútíma spútnikprestur, þá hófst vinátta okkar sem hefur haldist síðan. Hún var kannski lítil, en sætust og skemmtilegust. Ári síðar, sumarið 1971, var okkar tími, mikið vesenast og mikið ferðast, engar áhyggjur og núið var núna. Um vorið fórum við í Saltvík og snemma sumars í langt puttaferðalag norður í land. Oft þurftum við að bíða lengi eftir fari, ég man ekki allt en ég sé tvo ung- linga húka í sólarhring í Grjótagjá eftir langt og mikið basl með tjald sem rifnaði og allt blautt eftir blindbyl, snjó og brjálað veður. Við áttum ekki mikið að borða og það var hráslagalegt og ekki hægt að vera endalaust í heitri lauginni. En sama hvað á gekk var Ella alltaf glöð og bjartsýn á að allt færi vel. Seinna um sumarið fórum við á útihátíð í Húsafelli, mikið gaman og birti Þjóðviljinn myndasyrpu af okkur að spóka okkur í undarleg- um múnderingum. Það var líka mjög spennandi að passa Stebba litla á Spítalastígnum fyrir Lillu systur Ellu og ekki leiðinlegt að sitja í sérherbergi á Love Story í Háskólabíói, en þar réð Friðfinnur pabbi Ellu ríkjum. Um veturinn stækkaði magi Ellu meir og meir, hún borðaði endalaust ávexti og endalaust var hlustað á Hunky Dory og Magnús og Jóhann. Svo strax eftir landspróf fór Ella með Halldóru mömmu sinni upp á spít- ala, ég fékk ekki að koma með, en skömmu síðar birtist lítil sæt stelpa. Við Ella urðum fullorðin. Sumarið ’72 eignuðumst við Ella Þóra sem sagt gullmola sem hefur bundið okkur böndum sem aldrei hafa rofnað. Alla tíð hef ég reiknað með að við Ella yrðum saman hugguleg gamalmenni á elliheim- ilinu, hún í ruggustól að prjóna og segja hlæjandi skemmtilega sögu en ég að hlusta. Ég minnist Ellu fyrir svo ótal margt og eðlileg Ella var með nærveru sem var hlý og gefandi, hún bætti þá alltaf allt í kringum sig. Elsku Ella Þóra, ég mun alltaf sakna þín. Guðbergur Davíðsson (Bubbi). Þegar litið er yfir farinn veg er sumt fólk okkur hugstæðara en annað, sér í lagi þeir fáu sem ná að glæða stað og stund með nærveru sinni einni. Þannig var það með Ellu Þóru. Þegar hún kom 10 ára í SG-bekkinn í Vogaskóla varð allt einhvern veginn léttara, bjartara og skemmtilegra. Þessi lágvaxna hnáta heillaði okkur bekkjarsystk- inin með fjöri sínu, kímnigáfu og dillandi hlátri. Okkur tveimur varð fljótt vel til vina enda var ýmislegt sem sameinaði. Við áttum sama af- mælisdag, hétum báðar Þóra að seinna nafni og vorum yngstu börn í stórum systkinahópi. Að auki þótti sumum við líkar í útliti. Ég dró það reyndar í efa en þótti hólið gott og var alveg til í að líkjast þessari frábæru vinkonu minni. Við trítluðum oft saman heim úr skólanum og komum við í mjólk- urbúðinni við Langholtsveg þar sem móðir Lóu bekkjarsystur vann. Hún gaukaði að okkur end- um af vínarbrauðslengjum sem við mauluðum ýmist á gangstéttinni eða heima hjá Ellu. Þar röbbuðum við áfram um allt milli himins og jarðar. Unglingsárunum fylgdu ævintýri, uppákomur og áskoranir. Sumarið eftir landspróf eignaðist Ella elstu dótturina, Evu Berg- þóru. Þetta voru tímamót því þar með var Ella fyrst okkar til að verða foreldri. Þegar grunnskóla lauk fórum við tvær í MH ólíkt öðrum bekkj- arfélögum. Þar tók við skemmti- legur tími og líkt og í Vogaskóla sópaði Ella að sér athygli á áreynslulausan hátt og eignaðist fljótt stóran vinahóp. Að mennta- skóla loknum varð samband okkar heldur stopulla enda bjuggum við erlendis sitt á hvað og ferðuðumst í svolítið ólíkum kreðsum. Við fylgd- umst hins vegar hvor með annarri og þegar við hittumst var jafnvel eins og tíminn hefði staðið í stað. Ég vissi að lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um vinkonu mína og hafði stundum áhyggjur af henni. Það var svo fyrir nokkrum árum að við tókum upp samband að nýju þegar hún stundaði nám við Háskólann á Akureyri. Þar átt- um við yndislegar stundir þegar við rifjuðum upp gamlar minning- ar úr grunnskóla og menntaskóla. Hlógum saman yfir atvikinu þegar séra Árelíus kallaði á eftir okkur „fiðrildi“ þar sem við örkuðum áfram í síðu fermingarkápunum okkar á leið á skátafund. Einnig töluðum við endalaust um börn og barnabörn. Ella var einstaklega stolt af dætrum sínum þremur og fjarveran frá þeim var henni erfið. Ég dáðist að kraftinum og eljunni í henni að setjast aftur á skólabekk þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og vera tilbúin að deila húsnæði og kjörum með mun yngra fólki sem hafði allt aðrar þarfir og lífsstíl en hún. Seinna hélt Ella áfram námi í Noregi og settist svo að á Ísafirði en við það varð samband okkar aft- ur stopulla. Ég efaðist þó aldrei um að við myndum eiga fleiri skemmtilegar samverustundir. Og nú er hún farin. Elsku Eva, Hidda og Salka. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ellu Þóru vinkonu minnar. Snæfríður Þóra. Ég kynntist Ellu Þóru þegar ég var 13 ára. Þá var ég nýflutt í Hafnarfjörðinn og varð svo gæfu- söm að lenda í sama bekk og Salka Sól og við höfum alla tíð síðan verið bestu vinkonur. Ég man að þegar ég hitti Ellu fyrst þá fannst mér hún undarleg týpa, en mikið of- boðslega var hún skemmtileg og ólík öllum öðrum mömmum. Ég komst að því mjög fljótt að Ella var algjörlega einstök. Hún smitaði alla í kringum sig af gleði og hlát- urinn, maður lifandi. Ef Ella hló þá hlógu allir í kringum hana. Við Salka heimsóttum Ellu þó nokkrum sinnum út á land þar sem hún bjó hverju sinni. Þá var alltaf mikil gleði og mikið hlegið. Við Salka rifjum reglulega upp sögur úr þeim ferðum, það eru dýrmætar minningar. Ella var mjög dugleg að hrósa en að taka við hrósi var annað mál. Þegar ég var nýbyrjuð á Frétta- stofunni sendi ég henni skilaboð þar sem fyrrverandi samstarfs- maður hennar hafði beðið fyrir kveðju og ég lét það fylgja með að hann hefði haft orð á því hversu dugleg og klár hún væri. Ég fékk einfalt og laggott til baka: „Þú heldur ekki að þetta muni stíga mér til höfuðs?“ Og ekki orð um það meir. Ella var svo ólýsanlega stolt af dætrum sínum og barnabörnum, það fór ekki framhjá neinum. Þeg- ar hún talaði um þau lifnaði yfir henni. Þeim sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Ellu og hennar litríka persónuleika. Hún var alltaf svo góð við mig og við urðum mikl- ar vinkonur. Ég sakna hennar of- boðslega mikið en minningarnar um þessa dásamlegu konu munu lifa um ókomna tíð. Stefanía Skaftadóttir. Snekkjuvogur 21 var ævintýra- höll og Ella Þóra, æskuvinkona mín, allt í senn prinsessa, drottn- ing, trúður, heilladís og örlaga- norn. Hún gat brugðið sér í allra kvikinda líki, hetjunnar jafnt sem andhetjunnar. Ég tilbað jörðina sem hún gekk á en óttaðist jafn- framt veldi hennar í nýja vin- kvennahópnum sem ég eignaðist þegar ég flutti í barnmargt Voga- hverfið. Ella var elst okkar og einnig smávöxnust en stökk þó lengst ofan af skýlinu við Snekkju- vogsróló og hljóp hraðast frá að- steðjandi hættum sem nóg var af í uppvexti okkar. Þegar við vorum komnar í öruggt skjól brast Ella í dillandi hlátur sem frelsaði okkur hinar úr álögum óttans. En hún skapaði líka hættur. Við minnumst enn skelfingarinnar sem fylgdi því að stíga á svarta flís í eldhúsinu hjá Ellu sem sett hafði þá reglu að heima hjá sér mætti einungis stíga á hvítar flísar. Lengi leit ég á það sem hátind starfsferils míns að hafa fengið að sitja dagpart með Ellu á Þjóð- minjasafninu að gæta sýningar á nýuppstoppuðum hvítabirni sem felldur var 1969 við Grímsey. Seinna datt mér í hug að björninn hefði verið fyrirboði þess að báðar áttum við eftir að búa á norður- slóðum. Ég bjó á sextugustu og sjöttu gráðu norður í Svíþjóð en Ella bjó á sjötugustu breiddar- gráðu í Noregi þar sem hún lauk auk þess doktorsprófi í heim- skautafræðum. Enginn toppar Ellu Þóru. Svona var þetta líka með uppruna okkar. Við vorum af annarri kynslóð Reykvíkinga og áttum rætur út um land. Mér fannst nokkuð merkilegt að vera bæði að norðan og austan en hún Elín Þóra Friðfinnsdóttir var ætt- uð úr Djúpinu og Grímsey. Hvort tveggja útskýrði kynngikraft hennar. Við vinkonurnar hættum svolít- ið að vera börn þegar Ella varð ólétt fjórtán ára. Við fjarlægðumst líka, kannski hélt ég að Ella hefði ekki þörf fyrir vinkonur þegar hún átti hinn ágæta Bubba að kærasta og Evu í vændum. Seinna heyrði ég hana lýsa því hvernig æskan rann burt með móðurmjólkinni og finnst leitt að ég skyldi ekki átta mig á því fyrr. Börn barna eru sögð gæfufólk og það held ég að sannist á Evu Bergþóru. Við Ella tókum aftur upp þráð vináttunnar á menntaskólaárunum og ég kynntist stórum vinahópi hennar í MH sem alltaf fylgdi fjör. Líklega náði aðdáun mín á æskuvinkonu minni hámarki þegar þau Halli héldu til Ameríku að því er mér fannst til að leggja undir sig fjöl- miðlaheiminn. Á fullorðinsárum var iðulega of langt á milli okkar til að við gætum hist en Facebook gerði okkur aftur að nágrönnum. Um skeið vorum við daglegir gestir á síðum hvor annarrar og mér leið eins og ég gæti skroppið til hennar bakgarðs- megin inn um eldhúsdyrnar eins og forðum. Þegar mér barst and- látsfréttin áttaði ég mig á því að algóritmarnir voru hættir að leiða okkur saman og ég veit lítið um af- drif Ellu síðustu árin. En á þessari stundu vil ég ímynda mér hana sem smávaxinn hrokkinhærðan engil með skelmisbros sem nú fær aftur að verða barn. Evu og Hiddu sem ég man sem litlar sendi ég samúðarkveðjur og líka Sölku Sól sem ég hef aldrei séð. Hvíl í friði, elsku vinkona. Björg Árnadóttir. „Aldrei að eignast fleiri en eitt barn með sama manninum.“ Þetta kenndi Ella mér ungum og ég hef fylgt þessari reglu æ síð- an. Það var margt fleira sem hún kenndi mér. Það var hún sem kom Talking Heads í spilun hjá mér. Hún sýndi mér að það væri hægt að gera hvað sem manni dytti í hug. Hún sýndi mér snemma að heimurinn væri ekki einskorðaður við Ísland. Hún sýndi mér að það væri langskemmtilegast að vinna við skapandi greinar. Hún ól okkur upp við það að spurningin hvort konur gætu gert allt væri asnaleg. Hótaði að sýna á sér brjóstin ef menn voru með eitthvert karlpun- gamúður. Hún tók mig með í partí. Ég var smábarn, en að hennar sögn vel partíhæfur, gæti sofið hvar sem væri. Hún tók mig með í upptökur á sjónvarpsþáttum, á fréttavaktina á leiðtogafundinum, í hitt og þetta eins og ekkert væri sjálfsagðara. Gerði sömu kröfur og afi, það væri hægt að fyrirgefa allt – nema það að vera leiðinlegur. Ég er á því að maður megi ákveða hvernig heimurinn sé. Í mínum heimi er Ella að segja afa- sögur núna og hláturrokurnar ganga yfir aðra viðstadda. Þórarinn Stefánsson. „Hún er 158 sm á hæð, skol- hærð og skemmtileg, heiðarleg og lífsreynd, notaleg og nægjusöm, heilsteypt og trygg og með kímni- gáfu á heimsmælikvarða. Þar fyrir utan er hún með vænstu mann- eskjum sem ég þekki.“ Þannig lýsti ég Ellu Þóru, Elínu Þóru Friðfinnsdóttur, sem einum af uppáhaldssamstarfsmönnum mín- um í blaði sem kom út í tenglsum við 100 ára afmæli Blaðamanna- félags Íslands árið 1997. Allir þessir mannkostir prýddu hana Ellu Þóru sem fékk meira í vöggugjöf en flest okkar. Svo þótti henni vænt um fólk og var ótrúlega mikill mannþekkjari og þar af leið- andi fljót að skipa fólki í fylkingar. Hæfileikar hennir í kvikmynda- og sjónvarpsgerð voru ótvíræðir og síðar víkkaði hún sjóndeildar- hringinn með frekara námi. Endalausar skemmtisögur sem eiga uppruna sinn hjá Ellu Þóru gleðja hvern einasta dag og munu gera áfram. Sólargeislarnir í lífi Ellu Þóru voru dæturnar þrjár sem hún lofaði í hverju einasta samtali okkar, nú síðast fyrir örfá- um mánuðum. Það var lán fyrir mig að hefja störf á fréttastofu Sjónvarpsins og kynnast því frá- bæra fólki sem þar vann, þar á meðal Ellu Þóru, og mikil forrétt- indi að hafa fengið að vera vinkona hennar. Hún var svo sannarlega traustur vinur. Ástvinum öllum, dætrunum og fjölskyldum þeirra, systkinum og fjölskyldum þeirra votta ég og fjöl- skylda mín innilega samúð við frá- fall okkar dýrmætu Ellu Þóru. Megi fallegar minningar lifa með ykkur alla tíð og vera ykkur leið- arvísir. Blessuð sé minning Elínar Þóru Friðfinnsdóttur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Ástkær eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, EYÞÓR KARLSSON, Seljahlíð 5b, Akureyri, sem lést föstudaginn 13. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. apríl klukkan 13.30. Ragnheiður Antonsdóttir Karl Jóhannsson Ragnheiður Kristinsdóttir Anton Kr. Stefánsson Bryndís Björk Reynisdóttir Eva Birgitta Eyþórsdóttir Matti Ósvald Stefánsson Adam Þór Eyþórsson Reynir Karlsson Anna Sigríður Halldórsdóttir Heimir Karlsson Elfa Hauksdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og mágkona, GUÐRÚN ERLA INGVADÓTTIR kennari, sem lést laugardaginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. apríl klukkan 13. Heiðar Pétur Guðjónsson Emma Guðrún Heiðarsdóttir Jón Gabríel Lorange Sæunn Sif Heiðarsdóttir Jónína Ingvadóttir Jóhann Hjartarson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Varmalandi, Öldustíg 1, Sauðárkróki. Ásgrímur Þorsteinsson Anne Melén Ólöf Þorsteinsdóttir Ágúst Kvaran Steinar Mar Ásgrímsson Þorsteinn Ásgrímsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG ZOËGA, Sólheimum 23, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 13. apríl verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 27. apríl klukkan 15. Geir Gunnlaugsson Jónína Einarsdóttir Páll Gunnlaugsson Hrafnhildur Óttarsdóttir Helgi Gunnlaugsson Kristín Hildur Ólafsdóttir Hólmfríður Gunnlaugsdóttir Pálmar Hallgrímsson og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSON húsasmíðameistari, lést á Landakoti mánudaginn 16. apríl. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 26. apríl klukkan 15. Ómar Þórðarson Friðgerður Friðgeirsdóttir Kristján Þórðarson Guðrún G. Þórarinsdóttir Helga Þórðardóttir Kristján Guðmundsson Unnur Þórðardóttir Valdimar Erlingsson og aðrir afkomendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.