Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is „Ég datt inn í þessi norsku samtök kvenna í upplýsingatækni, Oda- Nettverk, þegar ég var búsett í Nor- egi og var í mastersnámi í alþjóða- lögum, sem er eins fjarri upp- lýsingatækni og hugsast getur,“ segir Linda B. Stefánsdóttir, ráðgjafi í per- sónuvernd hjá Crayon Ísland, í samtali við Morg- unblaðið. Linda er jafnframt ný- kjörinn formaður VERTOnet, nýrra hagsmuna- samtaka kvenna sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í upplýs- ingatæknifyrir- tækjum á Íslandi. Út frá norsku samtökunum fékk Linda starf í upplýsingatækni þar í landi á sínum tíma, og mikinn stuðning, en hún bjó yfir litlu tengsl- aneti þegar hún var að taka sín fyrstu skref í þessari nýju grein. Eftir að Linda flutti aftur heim til Íslands vildi hún kanna grundvöll fyrir stofnun sambærilegra samtaka hér á Íslandi. Hún segir að við- brögðin við hugmyndinni hafi komið á óvart. „Það kom okkur sem stóð- um að þessu pínulítið á óvart hvað það var mikil jákvæðni, því það eru til staðar mörg smærri samtök kvenna í greininni. Maður spurði sig auðvitað hvort að ástæða væri til að stofna ný samtök, en á endanum töldum við að svo væri, og þá samtök sem yrðu regnhlífasamtök yfir öll þessi smærri samtök. Því er heldur ekki að neita að við spurðum okkur hvort virkilega væri þörf á því árið 2018 að stofna kvennasamtök,“ segir Linda. Hún segir að fljótlega hafi komið upp sú hugmynd að tengjast Oda- Nettverk, en þau eru nú systursam- tök VERTOnet. Þannig er að sögn Lindu hægt að byggja brú fyrir kon- ur til að vinna í greininni erlendis, til dæmis í Noregi eða annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur ekki ver- ið mikið um það að konur séu að sækja í vinnu á þessu sviði á milli landa, en þessi bransi er samt sem áður mjög alþjóðlegur. Ef við búum yfir þessari þekkingu getur hún auð- veldlega nýst á erlendri grundu.“ Linda segir að ákveðið sé að sam- tökin muni sýna samfélagslega ábyrgð með því að koma að starfi hjálparsamtaka og kenna konum á forrit eins og Word og Excel. „Það kunna ekki allar konur á þessi forrit. Við viljum láta gott af okkur leiða með þessum hætti, til að auka færni kvenna á vinnumarkaði. Við viljum einnig fara inn í skólana og kynna upplýsingatæknigeirann. Við viljum sýna fram á hvað geirinn er rosalega víðfeðmur. Öll fyrirtæki eru í raun upplýsingatæknitengd, því það kemst enginn hjá því í dag að nota upplýsingatæknina,“ segir Linda, og bætir við að ákveðið hafi verið að hafa samtökin opin öllum konum, það sé besta leiðin til að kynna geir- ann sem flestum. Hæstu hlutföll kvenna 36% Inga Steinunn Björgvinsdóttir, ein af nýkjörnum stjórnarkonum í VERTOnet og markaðsstjóri Pró- mennt, segir, spurð hvort einhverjar tölur liggi fyrir um störf kvenna í upplýsingatækni hér á landi, að afar litlar tölulegar upplýsingar séu til. „Það er einmitt eitt af markmiðum okkar, að framkvæma slíkar mæl- ingar. En þó er hægt að segja að þau fyrirtæki sem eru með hvað hæstu hlutföll kvenna í starfsmannahópn- um eru með um 36% konur,“ segir Inga Steinunn í samtali við Morg- unblaðið. Auk Lindu og Ingu skipa þær El- ín Gränz hjá Opnum Kerfum, Hrafn- hildur Sif Sverrisdóttir hjá Advania, Nanna Stefánsdóttir hjá Crayon, Ragnheiður Hannesdóttir hjá Voda- fone og Sandra Dögg Pálsdóttir hjá RB stjórn samtakanna. Viðbrögðin komu á óvart Tækni Markmiðið er m.a. að efla hag kvenna í tæknigeiranum og hvetja þær til að taka þátt í fjórðu iðnbyltingunni.  Ný regnhlífasamtök kvenna í upplýsingatækni stofnuð  Stuðningur við konur í greininni  Öllum opið  Láta gott af sér leiða og kenna konum á hugbúnað ● Landsvirkjun hefur samið um að kaupa til baka að fullu skuldabréf sem er að nafnvirði 50 milljónir evra, jafn- virði 6,1 milljarðs íslenskra króna. Skuldabréfið er á gjalddaga 19. mars 2020 og ber 5,6% fasta vexti. Endur- kaupin eru liður í því að lækka skuldir, vaxtagjöld og að draga úr gjaldeyris- áhættu fyrirtækisins, samkvæmt til- kynningu þaðan. Vegna endurkaupanna fellur til einskiptiskostnaður upp á 5,6 milljónir evra, jafnvirði 690 milljóna króna, til hækkunar á vaxtagjöldum á öðrum fjórðungi þessa árs. Landsvirkjun kaupir 6,1 milljarðs skuldabréf 24. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.52 101.0 100.76 Sterlingspund 140.28 140.96 140.62 Kanadadalur 78.53 78.99 78.76 Dönsk króna 16.498 16.594 16.546 Norsk króna 12.772 12.848 12.81 Sænsk króna 11.844 11.914 11.879 Svissn. franki 102.99 103.57 103.28 Japanskt jen 0.9285 0.9339 0.9312 SDR 145.34 146.2 145.77 Evra 122.89 123.57 123.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.6778 Hrávöruverð Gull 1340.15 ($/únsa) Ál 2461.0 ($/tonn) LME Hráolía 73.94 ($/fatið) Brent Launþegum í ferðaþjónustu fjölgaði milli febrúarmánaða 2017 og 2018 um 700, eða 3%. Þrátt fyrir fjölgun hefur dregið verulega úr henni miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt þeim fjölgaði launþegum í ferðaþjónustu milli febrúarmánaða 2016 og 2017 um 17% og milli sömu mánaða 2015 og 2016 um 21%. Mest fjölgaði launþegum í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð milli síðastliðins febrúarmánaðar og sama mánaðar í fyrra eða um 13%. Hins vegar varð töluverður samdráttur í fjölda launþega í skapandi greinum. Reyndust þeir 600 færri en í sama mánuði í fyrra, eða 8.700 talsins, og nam fækkunin 6%. Launþeg- um fjölgar  Í ferðaþjónustu fjölgar hægar en áður ● Tekjur Marel á fyrsta ársfjórðungi námu 288 milljónum evra, jafnvirði 35,3 milljarða króna, samanborið við 253 milljónir evra á sama fjórðungi árs- ins 2017. Nemur vöxturinn um 14%. Þá reyndist hagnaðurinn á fjórðungnum 28 milljónir evra, jafnvirði 3,4 milljarða, samanborið við 21 milljón evra á sama tíma í fyrra. Þá námu pantanir á fyrsta fjórðungi 329 milljónum evra, jafnvirði 40,4 milljarða króna, samanborið við 293 milljónir evra, jafnvirði 36 milljarða, á fyrsta fjórðungi 2017. Þá stóð pant- anabók félagsins í 529 milljónum evra í lok fyrsta fjórðungs, jafnvirði 65 millj- arða króna, samanborið við 472 millj- ónir evra, eða 58 milljarða, í lok sama fjórðungs í fyrra. Hagnaður Marel á fyrsta fjórðungi eykst milli ára STUTT VERTOnet ætlar að halda svokallaðan hvatningardag að norskri fyr- irmynd, einu sinni á ári, sem er þá einskonar uppskeruhátíð. Linda segir að þar verði þau upplýsingatæknifyrirtæki sem sýna að þau séu að reyna að breyta kynjahlutföllum og auka vægi kvenna innan greinarinnar, verð- launuð. „Þar má nefna aukið vægi kvenna í stjórnunarstöðum, að laða að fleiri konur í fyrirtækið, að gera konur sýnilegri, og styðja við hluti sem konur eru að gera innan fyrirtækisins. Það geta verið ýmsir ólíkir hlutir sem sýna fram á að fyrirtæki skari fram úr á þessu sviði.“ Linda segir að inni í myndinni sé að fulltrúar samtakanna íslensku fari á hvatningardag Oda-Nettverk nú í maí, og muni þar segja frá því helsta sem áorkast hefur hér á landi. Oda-Nettverk voru stofnuð árið 2006 og meðlimir eru 11 þúsund. Halda hvatningardag árlega FYRIRTÆKI VERÐLAUNUÐ FYRIR AÐ SKARA FRAM ÚR Inga Steinunn Björgvinsdóttir Linda Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.