Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 95. tölublað 106. árgangur
PÖDDULÍFIÐ
KVIKNAÐI
HRESSILEGA EINSTAKT ÓPERUHÚS
HÓTELSTJÓRI Á
HARÐAHLAUPUM
Í VESTMANNAEYJUM
MARGRAVIAL 41 MAGNÚS BRAGASON 12BIRKINU ÓGNAÐ 14
Ekki er tiltækt í landinu bóluefni
gegn lifrarbólgu A og B eins og
margir láta sprauta sig með fyrir
ferðalög á framandi slóðir. Gagnvart
þessu bera til dæmis nemendur
framhaldsskóla sem eru á leiðinni í
útskriftarferðir nokkurn kvíðboga
og í raun eru fyrirhuguð ferðalög
þeirra í uppnámi. Þetta segir Jara
Birna Þorkelsdóttir, en hún er ein
190 nemenda við Menntaskólann í
Reykjavík sem í lok júlí stefna til
Mexíkó. Þeir sem þangað fara þurfa
bóluefni við báðum fyrnefndum af-
brigðum af lifrarbólgu svo og tauga-
veiki.
Að sögn Þórólfs Guðnasonar sótt-
varnalæknis er skortur á bóluefni
þekkt vandamál í seinni tíð eftir að
lyfjaframleiðsla færðist á færri
hendur. Framleiðendur og innflytj-
endur lyfjanna skuldbinda sig til að
eiga ákveðinn skammt af þeim til-
tækan á hverjum tíma, en óviðráð-
anlegar aðstæður geta alltaf breytt
þeirri stöðu.
„Það er ekki stórhætta ef fólk er
að fara á staði þar sem hreinlæti er
gott og aðbúnaður góður,“ segir Þór-
ólfur um hvort viðsjárvert sé að fara
til staða þar sem bólusetning þykir
almennt nauðsynleg í aðdraganda
ferða. Stundi fólk ekki háskalegt líf-
erni og hugi að hreinlæti, drekki
ekki kranavatnið og gæti að sér
varðandi mat eigi flestu að vera
óhætt, þó bólusetning sé til bóta.
Bóluefni eru ekki tiltæk
Mótefni gegn lifrarbólgu og taugaveiki ekki til á landinu Uggur meðal út-
skriftarnema sem ætla í utanlandsferðir Þekkt vandamál, segir sóttvarnalæknir
M Bóluefnaskortur ... »6Bólusetning Allur er varinn góður.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Níu létu lífið og sextán slösuðust þeg-
ar karlmaður ók hvítum sendiferðabíl
á gangandi vegfarendur í miðborg
Toronto-borgar í Kanada í gærkvöldi.
Sendiferðabílnum, sem hafði verið
tekinn á leigu, var í kjölfarið ekið á
brott en ökumaðurinn var handtekinn
stuttu síðar. Atburðurinn átti sér stað
á Yonge-stræti við hornið á Finch-
breiðstræti. Ekki hafði verið staðfest
að um ásetning hefði verið að ræða,
þegar Morgunblaðið fór í prentun, en
lýsingar sjónarvotta bentu eindregið
til þess og það var einnig mat kan-
adískra fjölmiðla.
Forsætisráðherra Kanada, Justin
Trudeau, ræddi atburðinn í kanad-
íska þinginu þar sem hann sagði hug
þingmanna hjá þeim sem orðið hefðu
fyrir bifreiðinni, vinum þeirra og
vandamönnum. Trudeau sagði ekki
tímabært að segja meira um málið.
„Hann ók mjög hratt,“ sagði Alex
Shaker sem varð vitni að atburðinum.
„Það eina sem ég sá var fólk sem var
ekið niður, hvert af öðru. Það voru svo
margir sem lágu á götunni.“ Maður
sem ók fyrir aftan sendibílinn sagði
hann hafa ekið á 60 til 70 km hraða á
gangstéttinni.
Árásir þar sem bifreiðum er ekið á
gangandi vegfarendur hafa átt sér
stað í ýmsum borgum á undanförnum
árum, svo sem London, París og New
York.
Atvikið í Toronto gerist á sama
tíma og fundur ráðherra öryggismála
sjö helstu iðnríkja heimsins, Banda-
ríkjanna, Japans, Bretlands, Þýska-
lands, Frakklands, Ítalíu og Kanada,
fer fram í borginni. Ekki er vitað
hvort tengsl eru á milli atburðarins og
fundarins. Þá verður fundur utan-
ríkisráðherra sömu landa haldinn í
Toronto um næstu helgi.
Almannavarnaráðherra Kanada,
Ralph Goodale, sagði engar upplýs-
ingar hafa komið fram sem bentu til
þess að hækka þyrfti hryðjuverkavið-
vörunarstig í landinu, sem nú er miðl-
ungs, sem þýðir að hryðjuverkaárás
geti átt sér stað. thorgerdur@mbl.is
9 látnir og 16 slasaðir eftir
að bíll ók á vegfarendur
Atvikið varð í miðborg Toronto í Kanada Um ásetning virðist hafa verið að ræða
AFP
Árás Skömmu eftir atvikið mátti sjá lík þeirra látnu undir appelsínugulum dúkum á gangstéttinni. Sá grunaði er sagður hafa ekið bílnum á 60-70 km hraða.
Alls 25 teg-
undir fugla á Ís-
landi gætu lent á
válista en nú er
unnið að gerð
staðbundins lista
fyrir fugla í
hættu á Íslandi,
sem aftur bygg-
ist á samantekt
Birdlife sem er Alþjóðasamband
fuglaverndarfélaga.
Fuglategundir sem tengjast Ís-
landi, það er varpfuglar og gestir,
eru alls um 400. Af þeim er lundinn
í bráðri hættu, enda er ætisskortur
á slóðum hans við sunnanvert land-
ið. Þá eru fýllinn og átján aðrar
tegundir, svo sem fálki og haförn, í
hættu.
Á hinum alþjóðlega válista eru
alls 1.469 fuglategundir, þar af 222
í bráðri hættu og þar á meðal eru
lundi og snæugla. »18
Lundinn á alþjóð-
legum válista yfir
fugla í bráðri hættu
Heimsfræga rokkhljómsveitin Guns
N’ Roses er á leið til landsins og ætl-
ar að halda risatónleika á Laug-
ardalsvelli þann 24. júlí. Í tilkynningu
segir að um stærstu tónleika sem
haldnir hafa verið á Íslandi sé að
ræða.
Það eru skipuleggjendur Secret
Solstice sem ætla að flytja hljóm-
sveitina til landsins. Sviðið verður 65
metra breitt, en um það bil viku mun
taka að undirbúa Laugardalsvöll fyr-
ir tónleikana. Búnaður verður fluttur
til landsins í 35 gámum, og með
hljómsveitinni koma 150 manns til að
sjá um uppsetningu.
Guns Ń’ Roses var stofnuð í Los
Angeles árið 1985 og er líklega ein
allra stærsta hljómsveit rokksög-
unnar og hefur hún selt yfir 100 millj-
ón plötur á ferli sínum. Aðalmenn
sveitarinnar, söngvarinn Axl Rose og
gítarleikarinn Slash, hafa ekki alltaf
átt skap saman en árið 2016 var til-
kynnt að Slash hefði gengið aftur í
sveitina. Síðan þá hefur hljómsveitin
ferðast um heiminn og hefur verið
uppselt á alla tónleika hennar.
Tónleikarnir verða þeir síðustu í
hljómleikaferð Guns N’ Roses um
Evrópu í sumar. »4
Guns N’
Roses til
Íslands
Tónleikar Koma hljómsveitarinnar
er stórviðburður í tónlistarlífinu.
Tónleikar á Laug-
ardalsvelli 24. júlí