Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Ein helsta umræða
undanfarna daga er
afstaða Íslands gagn-
vart loftárásum
Bandaríkjanna, Bret-
lands og Frakklands
á Sýrland laugardags-
nóttina 14. apríl sl.
Árásir ríkjanna
þriggja voru svar við
meintri efnavopnaárás
Sýrlandshers gegn
íbúum borgarinnar Dúma. Gagn-
rýni hérlendis er í fyrsta lagi á þá
vegu að árásirnar á þrjú skotmörk
– tvær efnavopnageymslur og eina
rannsóknarstofu – voru gerðar áð-
ur en hægt var að segja með fullri
vissu hver stæði að baki meintum
efnavopnaárásum. Í öðru lagi eru
athugasemdir, sem eflaust eiga
rétt á sér, gerðar við lögmæti árás-
anna. Út frá þessum tveimur hlið-
um er gagnrýnt hvers vegna Ís-
land, þegar upp var staðið, var
fylgjandi árásunum. Þessi grein
mun að mestu einblína á hina fyrr-
nefndu gagnrýni, þ.e. hver ber
ábyrgð á efnavopnaárásinni, frekar
en lögmæti loftárásanna þar sem
sú hlið nær hærra en takmörkuð
vitneskja höfundar nær til. Þá
verður einnig greint frá þeim
furðulega samanburði á rökstuðn-
ingi fyrir loftárásum vesturveld-
anna þriggja á Sýrland við rök-
stuðninginn fyrir innrásinni í Írak
árið 2003.
Fjölmörg fordæmi
efnavopnaárása
Benda má á ýmislegt þegar
kemur að meintri efnavopnaárás í
Dúma 7. apríl sl. og gagn-
rýni á að svarað sé með
loftárásum á einungis
meintan fremjanda árás-
arinnar. Hér verður helst
bent á fordæmi slíkra
efnavopnaárása. Upplýs-
ingar frá alþjóðlegri og
óháðri rannsóknarnefnd
Sameinuðu þjóðanna (In-
dependent International
Commission of Inquiry on
the Syrian Arab Repu-
blic) sýna 34 atvik efna-
vopnaárása í Sýrlandi frá
2013 til upphafsmánaða þessa árs.
Niðurstaða nefndarinnar er að í 28
af 34 atvikum stóð Sýrlandsstjórn á
bak við árásirnar, en í þeim sex
árásum sem eftir standa er söku-
dólgurinn ókunnur. Nefnd á vegum
Stofnunarinnar um bann við efna-
vopnum, OPCW, og eitt sinn starf-
andi sameiginleg rannsóknarnefnd
OPCW og Sameinuðu þjóðanna,
OPCW-UN JIM, hafa einnig kom-
ist að sömu niðurstöðum.
En hvernig gengur það þá upp
að Sýrlandsstjórn ber ábyrgð á
fjölda efnavopnaárása í ljósi þess
að Sýrland gekk að sáttmálanum
um bann við notkun efnavopna
haustið 2013? Fyrst má spyrja
hvort Sýrlandi hafi gefið upp öll sín
efnavopn og efnavopnageymslur við
aðild að sáttmálanum. Dæmi sem
styrkir þær vangaveltur er nið-
urstaða OPCW að saríngasi var
beitt í efnavopnaárásinni í Khan
Sheikhoun í apríl 2017. Yfirvöld í
Sýrlandi og Rússlandi höfnuðu
þeirri niðurstöðu ásamt ályktun
rannsóknarnefndar Sameinuðu
þjóðanna að Sýrlandsstjórn hefði
beitt gasinu.
Rennir það stoðum undir þá und-
arlegu afstöðu sem birtist einnig nú
í kjölfar meintrar efnavopnaárásar
í Dúma. Það er, að yfirvöld í Sýr-
landi og Rússlandi kalla eftir óháð-
ri rannsókn en svo þegar nið-
urstöður berast, sem sýna fram á
sekt Sýrlandsstjórnar, þá er rann-
sóknin og lyktir hennar ekkert
nema tilbúningur. Annars vegar
um fjölda efnavopnaárása í Sýr-
landi og einnig má nefna talsverða
notkun á klórgasi undanfarin miss-
eri. Klór er ekki hluti þeirra efna
sem þarf að gefa upp og fjarlægja í
tengslum við aðild að efnavopna-
sáttmálanum þar sem klór er t.d.
notaður í ýmsum iðnaði. Engu að
síður markar notkun á klórgasi
gegn fólki brot á efnavopnasáttmál-
anum, og hefur óháð rannsókn-
arnefnd Sameinuðu þjóðanna bent
á að Sýrlandsstjórn standi á bak
við margar slíkar árásir.
Skýrar niðurstöður
liggja fyrir
Sá samanburður að hér sé um að
ræða sama blekkingarleik og átti
sér stað varðandi innrásina í Írak
árið 2003, að írösk stjórnvöld
byggju yfir gjöreyðingarvopnum,
er afar villandi. Fyrir liggja, eins
og greint hefur verið frá í þessari
grein, fjölmargar skýrslur og aðrar
upplýsingar sem sýna fram á sak-
næmi Sýrlandsstjórnar í beitingu
efnavopna. Hér er því ekki um
ræða aðra útgáfu af kynningu Col-
in Powell, þáverandi utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hjá Sam-
einuðu þjóðunum í febrúar 2003 til
stuðnings innrás í Írak. Enn alvar-
legri afleiðing slíks samanburðar er
að hún dregur úr vægi raunveru-
legs upphafs uppreisnarinnar í Sýr-
landi. Það voru Sýrlendingar sjálfir
sem hópuðust saman og mótmæltu
áratugalöngu einræði Assad-
stjórnarinnar.
Í ljósi þess hve mikil umræða og
gagnrýni er um stuðning Íslands
við loftárásir þriggja vesturvelda á
tvær efnavopnageymslur og eina
rannsóknarstofu í Sýrlandi þar sem
ekkert mannfall varð, þá má undra
sig á því hvers vegna hernaðar-
aðgerðir í tengslum við frelsun
borganna Raqqa í Sýrlandi og Mó-
súl í Írak frá Ríki íslams fengu
ekki enn meiri umræðu og gagn-
rýni. Ísland er aðili að fjölþjóða-
bandalagi gegn Ríki íslams þó
framlagið sé einungis bundið við
mannúðaraðstoð. Öll aðildarríki
NATO eru hluti af bandalaginu og
varð NATO formlegur aðili að
bandalaginu í lok maí 2017. Frels-
un borgarinnar Mósúl varði frá
október 2016 til júlí 2017, og frels-
un Raqqa frá júní til október árið
2017. Þúsundir almennra borgara
féllu í þessum aðgerðum, t.d. vegna
gríðarlegra loftárása, og voru báð-
ar borgirnar lagðar í rúst. Þess
vegna mætti halda að umræða og
gagnrýni á þær aðgerðir hefðu
mátt vera mun meiri ef miðað er
við þá umræðu og gagnrýni sem af-
ar takmarkaðar loftárásir á þrenn
mannlaus húsakynni í Sýrlandi
hafa fengið síðustu daga.
Að gera Írak úr Sýrlandi
Eftir Axel Helga
Ívarsson
Axel Helgi
Ívarsson
» Sá samanburður að
hér sé um að ræða
sama blekkingarleik og
átti sér stað varðandi
innrásina í Írak árið
2003 er afar villandi.
Höfundur er nemi í alþjóðafræði með
sérhæfingu í Mið-Austurlöndum.
Á fögrum vetrardegi
á göngu í höfuðborg-
inni varð á vegi mínum
vinur minn til margra
ára. Við tókum tal sam-
an og hann sagðist hafa
verið að fá niðurstöðu
rannsókna læknis síns.
Það er parkinson, sagði
hann. Hann var
áhyggjufullur og það
var sorg í augum hans.
Fyrir rúmu ári síðan var ég á
löngu ferðalagi í framandi landi með
hópi Íslendinga. Þar á meðal var
glæsileg kona sem vakti athygli
mína fyrir hversu vel hún bar sig og
gekk rösklega í erfiðu landslagi. Við
tókum tal saman og þar kom að hún
sagði að hún væri með sjúkdóm sem
hún þyrfti daglega að taka tillit til.
Það er parkinson, sagði hún. Stuttu
síðar var mér sagt að frændi minn
sem hefur unnið alla ævi við smíðar
væri alvarlega veikur. Það er park-
inson.
Áður hafði ég fyrir mörgum árum
fylgst með afleiðingum parkinson-
sjúkdómsins þegar samstarfsmaður
minn veiktist og lengi vel var ekki
vitað um hvaða sjúkdóm væri að
ræða. Þar sem hann var læknir og
átti greiðan aðgang að læknis-
fræðilegum rannsóknarupplýs-
ingum gat hann gert sér grein fyrir
hvernig framgangur sjúkdómsins
gæti orðið og hagað lífi sínu að
nokkru eftir því. Síðan þá hafa kom-
ið fram lyfjameðferðir og tæknileg
inngrip sem hafa reynst mörgum
vel.
AGE-Platform Europe eru félaga-
samtök í Evrópu sem starfa í nánu
samstarfi við Evrópusambandið og
njóta styrkja frá því. Á vegum þess-
ara samtaka eru starfandi hópar
skipaðir fulltrúum aldraðra og fjalla
þeir meðal annars um heilbrigða
öldrun og öldrun með virðingu. Eitt
af verkefnum þessara starfshópa er
að styðja við þróunarverkefni sem
lýtur að rannsókn á eðli og orsökum
parkinsons. Þegar er búið að tryggja
verkefninu fjárhagslega styrki og
læknisfræðimenntaðir og tækni-
menntaðir sérfræðingar í nokkrum
löndum Evrópu bera þungann af
uppbyggingu verkefnisins og rann-
sóknarstarfinu.
Samtök eldri borgara á Norður-
löndunum eru aðilar að AGE-
Platform Europe og þau hafa til-
nefnt fulltrúa sína í starfshópana
sem ráðgjafa og fulltrúa neytenda.
Ég hef fengið að vinna með þessum
hópum undanfarin ár og haft tæki-
færi til að fræðast um helstu nýj-
ungar og áherslur í málefnum aldr-
aðra í Evrópu. Þar á
meðal eru rannsóknir á
parkinson sem bera
heitið i-Prognosis.
Parkinson-sjúkdóm-
urinn er ekki þó ekki
skilgreindur öldr-
unarsjúkdómur. Hann
er hins vegar sá sjúk-
dómur sem talið er að
leggist á sífellt fleiri
unga, miðaldra og aldr-
aða en nokkur annar
krónískur sjúkdómur.
Rannsóknaverkefnið felst í því að fá
hóp notenda snjallsíma til að sam-
þykkja og setja app í símana sína
sem síðan fylgist með til dæmis
hreyfingum, göngu og svefnvenjum
sem skráðar eru í gagnagrunn. Lögð
er áhersla á að fá þátttakendur sem
taldir eru heilbrigðir sem og þá sem
eru greindir með parkinson til að
taka þátt svo gera megi samanburð
á niðurstöðum. Enn sem komið er
eru þátttakendur aðeins frá Bret-
landi, Þýskalandi og Grikklandi en
unnið er að því að leita leiða til að
þátttakendur geti einnig orðið á Ís-
landi.
Ungur bandarískur leikari, Mich-
ael J. Fox greindist með parkinson
fyrir nokkrum árum. Hann stofnaði
sjóð til rannsóknar á parkinson og til
að vekja athygli almennings og sér-
fræðinga á þessum sjúkdómi. Sjóður
hans hefur einnig unnið náið með
rannsóknarverkefni AGE-Platform.
Parkinson-dagurinn hefur verið
haldinn 11. apríl víða um heim til að
vekja athygli á því hvernig er að lifa
með þessum sjúkdómi. Dagurinn
hefur einnig verið haldinn á Íslandi
og nú á þessu ári með myndarlegum
hætti undir stjórn Parkinson-sam-
takanna. Þar voru kynnt ýmis mik-
ilvæg stuðningsúrræði fyrir þá sem
eru með parkinson og aðstandendur
þeirra. Þau samtök byggjast á sjálf-
boðastarfi félagsmanna og þurfa að
leita allra leiða til að afla styrkja frá
félögum, fyrirtækjum og líknar-
sjóðum. Þau þrífast þó fyrst og
fremst fyrir áhuga og drífandi kraft
félagsmanna í Parkinson-samtök-
unum á Íslandi.
Það er parkinson
Eftir Birnu G.
Bjarnadóttur
Birna G. Bjarnadóttir
» Það mikilvægasta í
lífi manns er góð
heilsa, fæði og húsnæði.
Heilsuna getum við
reynt að tryggja með
réttu líferni en það er þó
ekki alltaf nóg.
Höfundur er áhugamaður um málefni
aldraðra.
Þvotturinn verður barnaleikur.
Sápuskömmtun er sjálfvirk.
TwinDos með tveimur fösum.
Fyrir hvítan og litaðan fatnað.
Treystu Miele W1 þvottavélum með TwinDos
fyrir því sem skiptir þig mestu máli. Þú
verður sannarlega í góðum höndum.
Innbyggða og sjálfvirka skömmtunarkerfið
auk þvottaefnafasanna tveggja vinna
fullkomlega saman. Þetta tryggir að rétt
magn af réttri tegund þvottaefnis er
skammtað inn á réttum tímapunkti –
fyrir fullkominn þvottaárangur og án
þess að nota of mikið þvottaefni.
Fyrir allt sem þér þykir virkilega
vænt um.
Miele. ImmerBesser.
**þegar keypt
er Miele W1
með TwinDos
þangað til
8. mars 2019
Fríar hálfs árs birgðir
af þvottaefni**
Íslenskar
leiðbeiningar
Mikið er um glansfundi og ráð-
stefnur oft að virðist með litlu inni-
haldi með áherslu á lántökur til upp-
byggingar, ofurlaun o.fl., þ.e. svipað
umhverfi og áherslur og var hér fyr-
ir hrun. Samhliða heyrist af gjald-
þrotum, kennitöluflakki og fleira
bralli í rekstrar- og viðskiptaum-
hverfinu. Íbúðarverði, leigu o.fl. er
haldið í háhæðum til að geta haldið
uppi ofurlaunum, hagnaði og vissum
lífsstíl. Margir eru enn í vanda eftir
hrun vegna íbúðarlána.
Var verðtryggingin ekki hugsuð
þannig að höfuðstóll lána væri verð-
tryggður, ekki með uppfærðum höf-
uðstól aftur og aftur og margfalda
þannig lánin?
Almennt launafólk er orðið lang-
þreytt á þessu umhverfi og kallar
eftir meira jafnræði til launa og að
tekið verði á ýmsu sem betur má
fara og er að skaða samfélagið. Sum-
ir launahópar virðast geta byggt og
keypt húsnæði yfir sig og sína fyrir
hundruð milljóna.
Þarf ekki að koma á meira jafn-
ræði í okkar gjöfula landi?
Hvað segja stjórnvöld um það?
Launamaður.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Er aðhaldsleysi að skaða samfélagið?
Fasteignir