Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Jón Gnarr nánast óþekkjanlegur 2. Fékk 50 þúsund króna sekt … 3. Eignuðust son 4. Borgarísjaki í Breiðamerkurlóni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hádegistónleikar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 12.15 og verða þeir um 30 mínútur að lengd. Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, mun á þeim leika á bæði orgel kirkjunnar og á efnisskránni eru Tríósónata nr. 6 í G-dúr eftir Jo- hann Sebastian Bach og Choral nr. 3 í a-moll eftir César Franck. Eftir tón- leikana verður boðið upp á kaffisopa og aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikur verk eftir Bach og Franck  Þriðjudagskvöld eru djasskvöld hjá Kex hosteli við Skúlagötu og í kvöld er það kvartett píanóleik- arans Söru Mjallar Magnúsdóttur sem kemur fram og hefur leik kl. 20.30. Með Söru Mjöll leika þeir Elvar Bragi Kristjónsson á trompet, Þorgrímur Jónsson á bassa og Óskar Kjartansson á trommur en efnisskrá tónleikanna saman- stendur af tónlist eftir Söru ásamt þekktum og minna þekktum djass- standördum. Sara útskrifaðist úr Tónlistar- skóla FÍH fyrir ári og hefur verið virk í djasslífi Reykjavíkur og m.a. komið fram í tónleikaröðinni Freyjujazz en til- gangur hennar er m.a. að gera kon- ur í djassi sýni- legri og auka fjölbreytni í tónleikahaldi. Kvartett Söru Mjallar djassar á Kex hosteli Á miðvikudag Norðlæg átt, 5-13 m/s, skýjað og lítilsháttar snjó- koma eða rigning. Hiti 0 til 4 stig. Austlægari sunnantil, skúrir og hiti 4 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur svalara verður í dag en var í gær. Víða verður næturfrost, einkum norðantil á landinu. VEÐUR „Þetta var fyrsti leikurinn okkar og það gekk illa að koma okkur almenni- lega inn í hann því við erum með marga nýja leikmenn. Liðsandinn er góður hjá okkur og við börðumst, en við getum lagað margt,“ segir Dennis Hedström, markvörður íslenska karlalandsliðsins í íshokkí sem tapaði fyrir Ástralíu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Hollandi í gær. »2 Liðsandinn er góður en við getum lagað margt Í átta liða úrvalsdeild er það nokkuð hátt hlutfall þegar tvö ný lið taka sæti. Afar fróðlegt verður að fylgjast með gengi KA/ Þórs og HK á næsta keppnistímabili og hvort þeim tekst að standa uppi í hárinu á liðunum sex sem fyrir eru í úrvalsdeild kvenna í handknattleik. Fjallað er um nýliðana og rætt við þjálfara þeirra um stöðuna. »4 Hvernig vegnar KA/Þór og HK? Fram er komið í kjörstöðu í kapp- hlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna eftir annan sig- ur sinn í röð á Val í úrslitum Íslands- mótsins í gær, 29:25. Þar með vantar Safamýrarliðið einn sigur til viðbótar til að fagna Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð. Næsta viðureign lið- anna verður á heimavelli Fram á fimmtudagskvöldið. »3 Fram færðist skrefi nær meistaratitlinum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á sett upp á þann hátt að krakkar nái auðveldlega að reikna og leggja saman stigin,“ segir Reynir. Ákvað að þróa skraflið frá grunni Hann segist hafa kannað hvort erlendis hefði verið gefið út skrafl sem hentar ungu kynslóð- inni til að staðfæra, en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Krakkaskröflin sem hann fann hafi verið of einföld og lítil sköpun í þeim. Því hafi hann ákveðið að semja Öskju sjálfur frá grunni. Reynir ætlar að reyna að fjármagna útgáfu spilsins á Karolina Fund. Hófst söfnunin um helgina og mun standa fram í júní. Hann ætlar að gefa Öskju út sjálfur og vonast til að spilið komi út fyrir næstu jól. Aðspurður segist hann a.m.k. enn ekki hafa sóst eftir styrkjum frá op- inberum aðilum eða fyrirtækjum, en það væri kannski góð hugmynd að reyna. „Ég er alla vega að leita að grafískum hönnuði eins og er, sem hefði áhuga á að hanna útlitið á spilinu með mér. Ég er nokkuð bjartsýnn á að þetta gangi allt saman upp.“ Skrafl er orðaleikur sem snýst um að mynda orð með staftöflum á spilaborði til að safna stigum. Skraflið Askja er kynnt á vefsíðu Karolina Fund sem orðaleikur á borði fyrir sex ára og eldri. Krakkar geti spilað það sjálfir og hjálp- arlaust. Það sé einfaldað skrafl, ekkert bókhald og enginn flókinn stigareikningur heldur einföld sam- lagning talna frá einum upp í fjóra. Spilið henti þó fólki á öllum aldri. Askja er einfaldað skrafl fyrir alla SKRAFL ER HEITI YFIR ORÐALEIKI Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Skrafl er orðaleikur sem hefur notið vinsælda á Íslandi sem og víða annars staðar í heiminum. Reynir Hjálmarsson, bókmenntafræðingur, þýð- andi og útgefandi í Garðabænum, er formaður Skraflfélags Íslands og fyrrverandi Íslands- meistari í skrafli. Reynir er annar af höfundum og útgefendum Kröflu, íslensks skrafls, sem áður hefur komið út og er sniðið að íslensku máli, en enska útgáfan er ekki með rétt stafahlutföll miðað við íslensk- una, að sögn hans. Krafla hefur notið vinsælda hjá skröflurum hérlendis og er m.a. spilað á Ís- landsmótum í skrafli. Nú hefur hann búið til skrafl sem krakkar geta líka spilað, Öskju. Hug- myndin kviknaði fyrir um ári þegar hann var beðinn um að kynna Kröflu í fimmta bekk grunnskóla, en hann hafnaði því þar sem spilið væri of erfitt fyrir nemendurna. Heppinn að eiga skraflarabörn „Ég er svo heppinn að eiga þrjú börn, tvö 10 ára og eitt 13 ára. Þau höfðu mikinn áhuga á spilinu og vildu skrafla, en Krafla var of þung, svo þau gáfust upp og misstu áhugann. Það var svolítið leiðinlegt, þau vildu vera með en gátu það ekki. Þannig að mér sýndist vera þarna dauðafæri á að vekja áhuga barna á íslensku – sem var að fara forgörðum. Ég ákvað því að búa til Öskju, skrafl sem hentar fyrir alla fjölskyld- una, m.a. með þeirra hjálp,“ segir Reynir í sam- tali við Morgunblaðið, en hann telur að Askja henti fólki frá sex ára aldri og upp úr. Hann seg- ir skrafl vera mjög skemmtilegt spil sem öll fjöl- skyldan eigi að geta átt góða samverustund við að spila. „Skrafl í grunninn er svo einfalt, þetta snýst um að leggja niður staftöflur og mynda orð á borði, en fyrir það fást stig. Börnin geta það um leið og þau læra að draga til stafs og geta staut- að. Verkefnið var því að einfalda umgjörðina. Krakkarnir spila oft auðveldu stöfunum og sitja svo uppi með erfiðari stafi eins og Þ, V og X. Þannig að ég tók þá út en þeir eru samt með, í öðrum lit og það má sleppa þeim, bæta við einum og einum eða hafa þá alla með. Það fást þá sérstaklega stig fyrir þá, svona eins og bónus og stigakerfið er Dauðafæri fyrir íslenskuna  Börn vilja skrafla en ráða stundum ekki við spilið  Skraflari í Garðabæ þró- ar fjölskylduskraflið Öskju  Safnar nú á Karolina Fund fyrir útgáfu skraflsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skrafl fyrir krakka Reynir Hjálmarsson ætlar að gefa út Öskju svo að börnin geti spilað og verið með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.