Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 ✝ Þóra Stephen-sen fæddist að Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu 17. júlí 1957. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 16. apríl 2018. Foreldrar hennar eru hjónin Þórir Stephensen, fyrrverandi dóm- kirkjuprestur og staðarhaldari í Við- ey, f. 1.8. 1931, og Dagbjört Gunnlaugsdóttir Stephensen húsmóðir, f. 16.5. 1927. Systkini Þóru eru Elín sérkennari, f. 7.2. 1955, og Ólafur framkvæmda- stjóri, f. 11.6. 1968. Verslunarskóla Íslands 1977 og B.ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1981. Hún lauk viðbót- arnámi til starfsréttinda í námsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands 2001. Þóra hóf störf við Klébergsskóla á Kjalarnesi 1981 og starfaði þar sem kenn- ari með hléum í 20 ár, síðan sem námsráðgjafi í fjögur ár. Hún hóf störf sem námsráðgjafi í Sæmundarseli við Ingunn- arskóla í Grafarholti árið 2005. Við stofnun Sæmundarskóla ár- ið 2007 tók hún við starfi að- stoðarskólastjóra og gegndi því til dauðadags. Hún var starf- andi skólastjóri 2014-2015. Þóra var virk í ýmsu félags- starfi, þ. á m. Oddfellow- reglunni. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Kjalar- neshrepp. Útför Þóru fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 24. apríl 2018, klukkan 13. Þóra giftist 30.9. 1978 Andrési Svav- arssyni, f. 24.11. 1955, d. 23.9. 2013, húsasmið og verk- stjóra. Foreldrar hans voru Svavar Guðni Guðnason sölumaður, f. 25.8. 1930, d. 30.12. 2011, og k.h. Sig- ríður Andrésdóttir, f. 26.9. 1936, d. 2.11. 1993. Þóra og Andrés eignuðust þrjú börn, Dagbjörtu andvana f. 6.9. 1984, Örvar, f. 5.1. 1984, og Dagbjörtu f. 16.9. 1991. Þóra lauk stúdentsprófi frá Það er skrítið þegar helming- inn af manni vantar. Þannig líð- ur mér núna þegar systir mín hefur kvatt þetta líf. Hún var sterkur karakter, umhyggju- söm, traust, hlý og skemmtileg, í stuttu máli besta systir sem hægt er að hugsa sér. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Tótu systur. Hún átti góða æsku á Sauðárkróki og fyrstu árin í Reykjavík voru skemmtileg. Nítján ára kynnt- ist hún Adda sínum og þau byggðu sér fallegt heimili á Enni á Kjalarnesi. En svo fór mótvindurinn að vaxa. Erfið- leikar við barneignir, m.a. miss- ir dóttur, tóku á ungu hjónin. Þau reyndu samt að njóta lífs- ins og svo kom sólargeisli inn í líf þeirra þegar þau tóku Örvar til sín. Annar sólargeisli, Dag- björt, bættist við og Tóta var kærleiksrík móðir sem studdi börnin með ráðum og dáð fram á síðasta dag. En á sama tíma hrönnuðust upp óveðursský í fjölskyldu Adda vegna arfgengs sjúkdóms sem hefur dregið marga í þeirri fjölskyldu til dauða langt fyrir aldur fram, þ.á m. Adda sjálfan. Dagbjört reyndist líka glíma við fötlun og á seinni árum hefur Örvar átt við erfið veikindi að stríða. Allir þessir erfiðleikar settu mark sitt á Tótu. En þeir leiddu líka í ljós að hún bjó yfir ótrúlegum styrk og æðruleysi til að takast á við þá. Sá styrk- ur óx jafnt og þétt. Hún talaði oft um að við getum ekki valið hvað mætir okkur í lífinu en við getum valið okkur viðhorf til þess. Tóta reyndi að velja já- kvætt og uppbyggjandi viðhorf á hverjum tíma, þótt vissulega tæki það oft á. Hún las mikið og nefndi stundum hvað það hefði haft mikil áhrif á sig þeg- ar hún las bók sem hefst á orð- unum „lífið er erfitt“. Það hefði opnað augu sín, hún hætt að gera sér vonir um einfalt og auðvelt líf og það hefði verið léttir. Þessi styrkur og æðruleysi voru orðin henni samgróin þeg- ar hún veiktist sjálf. Í fyrstu leit allt vel út og Tóta barðist af krafti til að njóta barnanna sem lengst. En svo kom í ljós að baráttan hafði ekki borið árangur. Þá valdi Tóta lífsgæði fram yfir lífslengd og hafnaði frekari meðferð. Hún vildi skapa góðar minningar og þótt síðustu mánuðir væru hörð bar- átta fékk Tóta góða daga í lokin og átti ómetanlegar stundir með fjölskyldunni fyrir og um páskana. Hinn 16. apríl sl. var svo baráttunni lokið og hún fékk loks hvíldina sem hún var farin að þrá. Skarðið sem Tóta skilur eftir sig er stórt og verður seint fyllt. Börnin sakna móður sem kenndi, studdi og huggaði og við hin munum líka sakna henn- ar mikið. Samband okkar systra var alltaf gott og stöðugt meira og nánara eftir því sem árin liðu. Ég þakka og sakna vinkonu, samherja í gleði og sorg. Við lásum og ræddum bækur, ferðuðumst saman bæði innan lands og utan, tókumst í sameiningu á við erfiðleika og glettumst hvor við aðra á góð- um stundum. Norður í Lækj- arkoti áttum við okkar bestu stundir og þar verður hún alltaf með mér. Það verður skálað fyrir henni úti á palli þegar Lækjarkotssystkini hittast nyrðra. Elsku Tóta systir. Takk fyrir að vera ekki bara systir heldur líka besta vinkona mín. Ég vona að þér verði boðið upp á jólabrauð og kleinur á nýjum stað. Elín. Ég spurði krakkana mína hvaða orð kæmu upp í hugann þegar þau rifjuðu upp minn- ingar af Tótu föðursystur sinni. Svörin voru „hlý“, „sterk“ og „gjöriði svo vel og fáiði ykkur“. Allir sem þekktu Tótu systur mína nutu hlýju hennar. Henni var ég umvafinn allt frá fæð- ingu; sumar af fyrstu minning- um mínum eru um Tótu, sem fór með mig í fjöruna eða á róló á Sauðárkróki, kenndi mér að lesa og nennti alltaf að spjalla við litla bróður sinn og sýna honum athygli. Á milli okkar Tótu voru ell- efu ár. Lengi átti ég þess vegna frekar skjól hjá henni en hún hjá mér. Hjá Tótu og Adda hennar átti ég alltaf athvarf sem barn og unglingur; fyrst í Hraunbænum þar sem þau byrjuðu kornung sambúð, svo á Móum og loks á Enni á Kjal- arnesi eftir að þau byggðu hús- ið sitt þar. Ég fékk að fylgjast með því hvernig hópurinn hennar Tótu stækkaði smátt og smátt og hvað hún gladdist mikið yfir því; fyrst kom Örvar, svo Dag- björt – og á kantinum voru hin ýmsu gælu- og húsdýr. Allir voru umvafðir sama kærleikan- um og Tóta lagði mikið á sig að hlúa sem bezt að börnunum sín- um og búa þau undir lífið. Þess njóta þau í dag, þegar þeirra Adda nýtur ekki lengur við. Örvar og Dagbjört hafa marg- eflzt við mótlætið í veikindum mömmu sinnar og standa sam- an í sönnum systkinakærleik. Talandi um mótlæti. Af því fékk systir mín stærri skammt en gengur og gerist og væri of langt mál að rekja hér. Ég skildi oft ekki hvaðan hún fékk styrk og æðruleysi í öllum þeim áföllum sem á henni dundu í líf- inu en varð þá gjarnan hugsað til þess sem Rósa amma okkar á Sökku í Svarfaðardal hafði á orði; að hún bæði Guð ekki um að taka erfiðleikana frá börn- unum sínum, heldur að hann gæfi þeim styrk til að takast á við þá. Þann styrk fékk Tóta, í gegnum sinn sterka og heil- steypta persónuleika og sanna og einlæga trú. Hún efldist við hverja raun – og hafði einhvern veginn alltaf meira að gefa, gat tekið fleiri að sér og miðlað bet- ur af reynslu sinni. Þess nutum við sannarlega öll sem í kring- um hana vorum. Við Ella og Tóta höfum á fullorðinsárum þróað með okk- ur traust og falleg systkina- bönd og staðið saman þegar á hefur reynt – og það hefur ver- ið býsna oft í áranna rás. Við köllum okkur stundum Lækj- arkotssystkinin og kennum okkur þá við kofann hennar Ellu, sem foreldrar okkar byggðu í landi Sökku þegar systur mínar voru litlar og ég ekki fæddur – þar sem við lék- um okkur í æsku, sáum trén vaxa okkur yfir höfuð og höfum gjarnan átt okkar beztu stundir þegar við náum öll að hittast í sól og sumaryl, rifja upp gaml- ar minningar, elda, skála og hlæja saman. Það vantar mikið þegar þriðjungurinn úr þessum þétta hópi er farinn – en við höfum alltaf lifað í vissunni um að ást- vinir hittist aftur, þótt dauðinn aðskilji þá um sinn. Ég er þess vegna sannfærður um að nú er Tóta búin að hitta Adda sinn aftur og þau bíða með rauðvínið á einhverjum ágætum himnesk- um sólpalli, vonandi þar sem fjallahringurinn er að minnsta kosti jafnfallegur og í Svarf- aðardal: „Gjöriði svo vel og fáiði ykkur.“ Guð blessi minningu Tótu systur minnar. Ólafur Stephensen. Mig langar að minnast henn- ar Þóru, elskulegrar vinkonu til 40 ára. Við vorum einnig sam- starfskonur í Klébergsskóla um 30 ára skeið, að ógleymdum matarklúbbnum sem var stofn- aður ásamt mökum okkar og nánum vinum – þar var glatt á hjalla. Mikið saknaði ég hennar úr skólanum þegar þau hjón ákváðu að flytja til Reykjavík- ur. Þóra gerðist fyrst náms- ráðgjafi í Sæmundarskóla og síðan aðstoðarskólastjóri. Við fjölskyldan vorum svo þakklát fyrir að hún skyldi fara í Sæ- mundarskóla þar sem tvö barnabarna okkar stunduðu nám og var Þóra alltaf til stað- ar í skólanum með faðminn út- breiddan og fallega brosið sitt – þannig var hún. Þóra hafði svo ótrúlega marga mannkosti til að bera, hún var svo hjartahlý, heilsteypt og að auki skarp- greind. Það var svo gott að leita til hennar því hún hafði þann eiginleika að geta nánast leyst farsællega úr öllum málum. Ég dáðist að því mikla æðruleysi sem hún sýndi á erfiðum stund- um í lífinu og þær voru margar – það síðasta sem hún sagði við mig er ég heimsótti hana á líkn- ardeildina var „það þýðir ekki að skæla yfir þessu“. Börnin hennar tvö voru henni allt og stoltið skein úr augum hennar þegar þau bar á góma. Það er ekki í anda Þóru að vera með einhverja upptaln- ingu á mannkostum hennar, hún var svo hæversk alla tíð. Elsku Örvar minn og Dag- björt mín, ykkar missir er mestur – megi góður Guð styrkja ykkur og alla fjölskyld- una á þessari erfiðu stund í lífi ykkar. Lífið verður ekki eins og áð- ur nú þegar þú ert farin, elsku Þóra mín, en minningin lifir. Þín vinkona Áslaug. Þegar ung kona fellur frá í blóma lífs síns er ekki örgrannt um að manni finnist eitthvað rangt gefið. Einn af varnarhátt- um mannsins er að kenna öðr- um um, finna einhvern and- stæðing sem kenna má um þrátt fyrir að sá hinn sami sé alsaklaus. Sumir atyrða Guð og kenna honum um en gleyma því að hann gaf okkur aðeins lín- urnar um framkomu og hegðun en ekki nákvæmlega hvernig hver og einn skyldi lifa eða hvernig lífi hvers og eins skyldi háttað. Því síður dreifir hann sjúk- dómum eftir vild eða af illum hug. Þeir stafa af öðrum þekkt- ari ástæðum. Því miður er það svo að sjúkdómar eira engu, eru misalvarlegir og sumir leiða til dauða án þess að við verði ráðið eins og í þessu tilfelli er Tóta, frænka okkar, lést. Hún hafði verið veik alllengi og ljóst var hvert stefndi. Það er samt óréttlátt. Tóta var vel gefin og falleg kona. Hún valdi sér kennara- starfið að ævistarfi og sinnti því meðan máttur var til. Hún helgaði sig líka heimilinu og uppeldi barna sinna og hefur margur dáðst að dugnaði henn- ar og þoli. Það var ekki alltaf auðvelt líf hjá Tótu. Hún missti mann sinn, Andrés Svavarsson, árið 2013 úr langvinnum, arf- gengum sjúkdómi og geta má nærri hvílíkt áfall það var. Hann var stoð hennar og stytta og, ásamt börnunum, ljósið í til- veru hennar. Nú hefur dimmt aftur en dimmu fylgir ljós. Hún hefur nú hitt mann sinn aftur en skugginn færist til og hvílir nú á næstu aðstandendum, börnum og nánustu fjölskyldu. Sárast svíður börnunum sem gætu með sanni sagt með Matt- híasi sálmaskáldi: Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína ... Það mun hann að sjálfsögðu gera en við finnum tómið sem er áberandi og hrópandi. Það er sagt að tíminn lækni öll sár en er það svo? Ef til vill deyfir hann sárasta sársaukann en hjá sumum verða sárin lengi opin og með þunnri skel, þau sem gróa. Tóta var þó ekki ein. Fjöl- skyldan stóð henni fast að baki, sr. Þórir ók ófáa kílómetra með Dagbjörtu yngri í söngnám sitt og æfingar og örugglega skaut hann Örvari bæjarleið er hann bjó heima. Dagbjört eldaði og passaði meðan þrek var til. Systkinin og foreldrar hennar voru og hennar akkeri síðustu árin og gerðu það með hendur ekki á baki. Tóta var kennari og sinnti því af áhuga og metnaði eins og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var vandvirk og glaðvær þótt undir byggi skap og þykir engum merkilegt sem þekkir til uppruna hennar. Hún átti vinafjöld, ekki síst meðan Addi lifði, og var sam- félaginu góður þegn. Löngu stríði er lokið. Innan fjölskyld- unnar er allt breytt en svo vel þekkjum við til að hún mun þjappa sér saman um þá er þurfa og frænka á það hjá okk- ur að við leggjum okkar létta lóð á vogarskálarnar. Við Jónubörn og tengdabörn sendum öllum aðstandendum samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa Tótu og allt hennar fólk á jörðu sem á himni. Við geymum með okkur mynd af Tótu fallegri, lausri við kvalir, frjálsri og stoltri af ævi- starfi sínu öllu. Hún hverfur í bili, böðuð ljósi hins eilífa kær- leika þar sem birtan ein ræður ríkjum. Jóna G. Snævarr, börn og tengdabörn. Með þessum orðum langar okkur að minnast góðrar vin- konu, Þóru Stephensen. Tóta, eins og við kölluðum hana, var heilsteypt, traust, hlý og glað- lynd. Hún reyndi alltaf að sjá fram úr erfiðleikunum sem hún fékk stærri skammt af en margur án þess að láta bugast. Að verða vitni að því hvernig Tóta tókst á við hin erfiðu verkefni sem henni voru úthlutuð í þessu lífi var einstakt. Æðruleysi, þraut- seigja og jafnvel einstök hæfni til að sjá bjartar hliðar á erfiðu viðfangsefni. Samstarf okkar og vinátta stóð í allmörg ár. Tóta setti sig inn í mál fjölskyldna okkar og vildi fylgjast með hvernig gengi hjá öllum og gott var að leita ráða hjá henni, öll okkar vinátta einkenndist að trúmennsku, heiðarleika og gleði. Gaman er að minnast daganna sem við áttum saman á mæðgnahelgi í Vindáshlíð með dætrum og dótturdætrum. Undanfarin ár höfum við átt yndislegar samverustundir t.d. fórum í gönguferðir og spjall hjá hvor annarri. Einnig minn- umst við skemmtilegrar helg- ardvalar á Akureyri sem við áttum með góðum vinkonum. Við minnumst sérstaklega göngunnar síðastliðið vor þegar Tóta sagði við okkur: „Stelpur mínar, nú er ég með góðar fréttir, nú er brjóstakrabba- meinið ekki til staðar, ég var að koma frá lækninum,“ en bakið var eitthvað að hrella hana svo hún gat tæplega farið í göngu- túrinn, sem varð því í styttra lagi. En hún taldi þetta eitthvað tilfallandi og sagði: „Þetta lagast nú fljótt og þá göngum við nú enn lengra, stelpur mín- ar,“ eins og hún kallaði okkur gjarnan. En sú var nú ekki raunin því nú tók við baráttuár hetjunnar okkar sem erfitt var að horfa upp á, en hún varð að lúta þar í lægra haldi að lokum 16. apríl síðastliðinn. Elsku Dagbjört, Örvar og hennar nána fjölskylda, við vilj- um senda ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi guð fylgja ykkur og styðja í sorg- inni. Blessuð sé minning góðrar vinkonu. Hulda og Oddný. Elsku hjartans Þóra mín. Mikil var sú gæfa að vinna með þér í 11 ár í Sæmund- arskóla. Þú varst svo flott fyrirmynd fyrir nemendur og starfsfólk og mikil gæfa var að fá að læra af þér og fá ráð. Svo varstu skemmtileg, ekki bara gáfuð og góð. Þannig að í minningabankanum eru margar skemmtilegar stundir í og utan vinnu. Elsku Dagbjört og Örvar, ég votta ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur og kveð móður ykkar með ljóði eftir Jónas Hallgrímsson, en dagur ís- lenskrar tungu var einn af uppáhaldsdögum mömmu ykk- ar. Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla – drjúpi’ hana blessun drottins á um daga heimsins alla. (Jónas Hallgrímsson) Takk fyrir allt, elsku Þóra mín. Þín Ragga ritari. Ragnheiður Sigmarsdóttir. Það var þyngra en tárum taki að heyra af andláti Þóru vinkonu okkar. Við vissum innst inni að þetta yrði nið- urstaðan fyrr en seinna. Það vissi hún líka, sagði okkur síð- ast þegar við heimsóttum hana á líknardeildina að hún væri búin að skipuleggja jarðar- förina. Við vorum ekki hissa á því, þannig var Þóra, vildi hafa hlutina á hreinu, allt var skipu- lagt af kostgæfni og vandlega undirbúið. Þóra var einstök kona, vönduð og virðuleg, heil- steypt, yfirveguð, áhugasöm um velferð annarra, fagleg í starfi sínu og fleygði engu fram sem ekkert vit var í enda bárum við allar mikla virðingu fyrir henni. Leiðir okkar lágu saman haustið 2000 þegar við hófum allar nám í náms- og starfs- ráðgjöf við Háskóla Íslands. Við unnum saman ófá verkefn- in, fundum brátt að við áttum svo margt sameiginlegt og með okkur myndaðist dýrmæt vin- átta þar sem ríkti væntum- þykja, virðing, trúnaður og traust. Sú vinátta var einstök og hélst óslitið síðan. Okkur er þakklæti efst í huga því það voru forréttindi að fá að vera samferða Þóru. Hún var kletturinn í hafinu, mætti miklu mótlæti í lífinu en stóð alltaf hnarreist og sterk eftir hvert áfallið á fætur öðru. Við dáðumst að henni fyrir að tak- ast af svo miklu æðruleysi, um- hyggju og reisn á við þau mörgu og erfiðu verkefni sem lífið fól henni. Þóra var höfðingi heim að sækja. Við komum til hennar þegar hún bjó á Kjalarnesinu, heimsóttum hana í Árbæinn og svo flutti hún í fallega íbúð í Grafarholtinu eftir að Andrés féll frá. Alls staðar var útsýnið út um stofugluggann eins og fegursta málverk. Hún átti fal- legt heimili þar sem hlýjan og væntumþykjan var umvefjandi. Við eigum dýrmætar minn- ingar um ótal samverustundir heima hjá hvor annarri eða í sumarbústöðum okkar. Þar fóru oft fram djúpar samræður um skólamálin, en við völdum okkur allar menntun og velferð annarra að ævistarfi. Við fórum ávallt frá þessum heimsóknum með svo mikla visku og svo mörg bjargráð í farteskinu. Við munum ylja okkur við minning- arnar um einstakar samveru- stundir þar sem var spjallað, hlegið, grátið og glaðst yfir stórum sem smáum sigrum. En það sem okkur þykir vænst um eru minningarnar um yndislega konu sem var svo mikil fyr- irmynd okkar allra. Við munum áfram kalla okkur fimmurnar eins og við áttum vanda til frá fyrstu kynnum. Við vottum Örvari og Dag- björtu, systkinum Þóru og for- eldrum hennar okkar innileg- ustu samúð. Blessuð sé minningin um yndislega vin- konu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Guð blessi þig og minningu þína og takk fyrir samfylgdina, kæra vinkona. Björk Einisdóttir, Bryndís Jóna Jónsdóttir, Hrafnhildur Jósefsdóttir, Svandís Sturludóttir. Þóra Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.