Morgunblaðið - 24.04.2018, Blaðsíða 13
Fjölskyldan Adda og Magnús með syni sína þrjá, Friðrik, Daða og Braga. Myndin er tekin af
fjölskyldunni á Hótel Vestmannaeyjum sem hjónin keyptu fyrir sjö árum og reka í dag.
kemur í ár ásamt konu sinni, Aldísi
Arnardóttur.
The Puffin Run-hlaupið
Nú höfum við sem stöndum að
Vestmannaeyjahlaupinu ákveðið að
koma með nýtt utanvegahlaup, The
Puffin Run (i. Lundahlaupið), sem er
20 km, hlaupið verður í fyrsta sinn í
Eyjum á laugardaginn.
Hlaupið verður að mestu á
göngustígum og hlaupaleiðin er á
ystu brúnum Heimaeyjar án þess að
hlaupið sé á fjöll. The Puffin Run eða
Heimaeyjarhringurinn er falleg og
skemmtileg leið. Við prufuðum
hringinn um síðustu helgi og líkaði
þeim sem tóku þátt í prufuhlaupinu
leiðin vel,“ segir Magnús, sem bendir
á að boðið verði upp á einstaklings-
keppni, tvímenningskeppni og fjög-
urra manna boðhlaup.
„Lundinn hefur mikið aðdráttar-
afl. Hann er nú sestur upp, eins og
við segjum. Það gerði hann um síð-
ustu helgi og þá kom sumarið hjá
okkur í Eyjum. Tímasetning hlaups-
ins, 28. apríl, er í beinum tengslum
við komu lundans. Það er hægt að sjá
lunda á mörgum stöðum á leiðinni
sem hlaupin er í The Puffin Run,“
segir Magnús sem vonast til þess að
sem flestir taki þátt í hlaupinu, ekki
síst þeir sem koma langt að. Hægt er
að skrá sig á hlaup.is. Magnús segir
að ferðamönnum sem sæki Vest-
mannaeyjar heim og hafi áhuga á úti-
vist og hreyfingu fari fjölgandi og
áhugi á fjallahlaupum aukist sífellt.
„Á sama tíma og við erum að
undirbúa The Puffin Run-hlaupið er-
um við að leggja gönguleiðir sem all-
ir geta notið góðs af.“
Hlaup veitir vellíðan
Magnús og Adda hafa tvisvar
hlaupið í Gautaborgarhálfmaraþon-
inu, sem er fjölmennasta hálf-
maraþon í heimi. Þau hlupu árin 2010
og 2011 meðal 54 þúsund hlaupara.
„Það er gífurlega gaman að taka
þátt í maraþonhlaupum. Það er svo
gott andrúmloft og allir eru sigur-
vegarar. Í hlaupum eru keppendur
ekki í samkeppni við aðra, þeir eru
að keppa við sjálfa sig,“ segir Magn-
ús en þau Adda hafa einnig tekið þátt
í Berlínarmaraþoninu.
„Að hlaupa gefur mér mikla vel-
líðan. Ég hef verið að glíma við
krankleika og hlaupin hafa hjálpað.
Hlaupin gefa okkur hjónunum einnig
samverustund, sem við þurfum
reyndar ekki á að halda þar sem við
erum saman öllum stundum í
vinnunni,“ segir Magnús hlæjandi.
Hann segir að það sé gott að fara út
að hlaupa.
„Ef ég er illa fyrirkallaður getur
verið mikið átak að koma sér af stað
en eftir nokkra kílómetra sé ég oft að
það sem ég var að ergja mig yfir eru
smámál.“
Magnús segir mikilvægt að hafa
reglu á hlaupunum og hlaupa að
minnsta kosti þrisvar til fjórum sinn-
um í viku.
„Veður er engin afsökun fyrir
því að komast ekki út að hlaupa. Það
er hægt að klæða af sér veðrið og í
rokrassgatinu Eyjum er alltaf hægt
að breyta um stefnu eftir því sem
vindar blása.“
Innkoma Garðars Heiðars
Magnús segir að Garðar Heiðar
Eyjólfsson, sem kom til baka til Eyja
í fyrra, hafi eflt hlaupmenninguna í
Eyjum.
„Garðar Heiðar stofnaði Eyja-
skokkhópinn sem nú telur yfir
hundrað félagsmenn. Hann hefur
hjálpað okkur með skipulögðum æf-
ingum og lyft okkur sem hlaupurum
upp á hærra plan.“
Magnús segir miklar breytingar
hafa átt sér stað á undanförnum 30
árum varðandi hreyfingu utanhúss.
„Ef einhver sást úti að ganga
eða hlaupa fyrir 30 til 35 árum var
tekið eftir því og reiknað með að við-
komandi væri hugsanlega nýkominn
úr brjósklosaðgerð eða hefði fengið
hjartaáfall. Í dag þykir skrýtið ef fólk
hreyfir sig ekki,“ segir Magnús og
ítrekar hversu góð hlaup eru fyrir
andlega heilsu.
„Í hlaupum sigrar þú sjálfan
þig. Hlaup eru eins og góður jógatími
og á hlaupunum ertu algerlega í
núinu.“
Hlauparar Kári Steinn Karlsson, Eva Skapaas, Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurð-
ardóttir glöddust þegar Vestmannaeyjahlaupið var valið besta hlaup ársins 2017 af hlaup.is.
The Puffin Run-
hlaupaleiðin.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018
Nú er tækifærið til þess að taka upp
pensilinn á ný eða láta langþráðan
draum um að mála með vatnslitum
rætast.
Loftbarinn á Loft Hostel hefur boð-
ið upp á aðstöðu fyrir fólk til þess að
hittast á vatnslitakvöldum á þriðju-
dögum. Eitt slíkt verður haldið í kvöld
klukkan 20.
Íris María veitir ráðgjöf og kennslu
fyrir þá sem vilja og í boði verða
vatnslitir og pappír fyrir þá sem það
þiggja. Að sjálfsögðu er þátttak-
endum heimilt að koma með eigin liti
og pappír. Vatnslitakvöld á Loft eru
ekki hefðbundið námskeið. Þau eru
líkari kaffihúsastemmingu þar sem
ljúfur andi svífur yfir vötnum.
Aðgangseyrir að vatnslitakvöldum
er enginn. Hver og einn kemur á sín-
um forsendum hvort sem fólk er að
byrja að mála með vatnslitum, er
lengra komið eða hefur ákveðið að
taka upp pensilinn og listsköpunina á
ný. Það er aldrei að vita hvort á
Vatnslitakvöldum á Loft leynist lista-
maður sem á eftir að láta að sér
kveða.
Vatnslistamenn framtíðarinnar
Listamenn Á vatnslitakvöldum á Loftbarnum á Loft Hostel gætu leynst upp-
rennandi vatnslitamenn eða þá að gamlir taktar gætu tekið sig upp hjá öðrum.
Þægilegt andrúmsloft og sköp-
un á Vatnslistakvöldi á Loftbar
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.