Skírnir - 01.09.1991, Page 224
486
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
ars, en mér þykir stundum sem Páll mætti huga að þeim kosti hvort yfir-
vegunin eigi ekki sín takmörk: hvort hana þrjóti ekki einfaldlega að lokum
og hin barnslega upplifun taki við.
Eg vík aftur að (of)trú Páls á rökvísina í lokakafla þessarar greinar en
lýk umræðunni um aðferð hans hér með einni spurningu til lesenda
bókanna þriggja. Páli verður eins og Nordal tíðrætt um ævintýrið að lifa.
En er ekki hættan sú að hin róttæka skynsemishyggja leiði til þess að til-
veran sé fremur skilin sem ráðgáta en œvintýr. að við verðum svo
upptekin við að leysa gátur lífsins að við gleymum að lifa því?
III
Páll agnúast út í menn sem spreyta sig á að greina merkingu þeirra orða og
setninga sem beitt er til að ræða um siðferðið, huga að rökgerð þeirra og
blæbrigðum, „en láta eiginlega siðfræði lönd og leið“ (S,62). Eg skil Pál
svo hér að hann sé að sneiða að hinni svokölluðu heimspeki daglegs máls
(„ordinary language philosophy") sem fram kom í Oxford á 5. áratug
aldarinnar og naut nokkurrar hylli heimspekinga fram á hinn 7. Þar var
keppikefli siðfræðinnar talið það eitt að lýsa málnotkun hins dæmigerða
múgamanns og sjá þannig í gegnum margs kyns rykský sem heim-
spekilegir grillufangarar hefðu þyrlað upp. Slík aðferð kann að vera ágætt
forspjall að eiginlegri siðfræði; en sú merkingargreining sem siðfræðingar
stunda nú á dögum er venjulega miklu meira en þetta. Hún er gagnrýnin
og spyr hvernig réttast sé að nota orð eins og „frelsi“, „gæði“ eða
„réttlæti" miðað við þann tilgang sem viðkomandi hugtök þjóna í máli
okkar - og þannig að þau skeri sig sem best frá hugtökum skyldrar (en þó
annarrar) merkingar.11
Það sæti síst á Páli að fetta fingur út í þessa tegund hugtakagreiningar
því að margar ritgerðir hans byggjast einmitt á slíkri greiningu; og er ekki
nema gott eitt um það að segja. Honum tekst meira að segja stundum að
beita þessu heimspekilega tæki á aðdáunarverðan hátt til að kryfja hagnýt
úrlausnarefni. Má ætla að það sé ein ástæða þess hve hann er vinsæll
ræðumaður hjá ýmiss konar samtökum og félögum: Það er vart til það
efni þar sem hann hefur ekki eitthvað skynsamlegt til málanna að leggja.
Eitt lítið dæmi er umfjöllun hans um stúdentapólitík, eðli hennar og
markmið (PII,83-92). Frumverkefnið þar, segir Páll, er að öðlast skilning
á því hvers lags fyrirbæri háskóli sé - og svo tekur við nokkurs konar
merkingargreining á hugtakinu háskóli. Þarna er að minni hyggju rétt og
vel að verki staðið. Ég ætla hins vegar, eins og fyrri daginn, að beina
11 Slík merkingargreining á hugtökunum frelsi og siðleg ábyrgð er t.d. uppistaða
doktorsritgerðar minnar, „Freedom as a Moral Concept“ (University of St.
Andrews 1990), og í síðustu tveimur köflum hennar ræði ég almennt um
aðferðafræði við greiningu siðferðishugtaka.