Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 10

Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Q7 e-tron Á rafmagninu kemstu flestra þinna daglegra ferða en í lengri ferðum tekur dísilvélin við. 5 ár a áb yr g ð fy lg ir fó lk sb íl u m H E K LU að u p p fy ll tu m ák væ ð u m áb yr g ð ar sk il m ál a. Þ á er að fi n n a á w w w .h ek la .i s/ ab yr g d HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 / Audi.is 10.420.000 kr.Verð frá Guðni Einarsson gudni@mbl.is Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða af- hentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. TU hefur fjallað talsvert mikið um H225 Super Puma eftir að ein slík hrapaði við Turøy í Noregi 29. apríl 2016. Með henni fórust 13 manns. Aðal spaðabúnaðurinn losn- aði af þyrlunni á flugi og þeyttist áfram á meðan hinn hluti þyrlunnar féll til jarðar. Allar þyrlur af þessari gerð voru kyrrsettar eftir slysið. Norski olíu- og gasiðnaðurinn undan ströndum (e. offshore) hætti að nota þessa tilteknu þyrlutegund. Svipaða sögu er að segja af breska olíuiðnaðinum undan ströndum og fleirum. Morgunblaðið hefur heim- ildir fyrir því að olíuboranafélag banni starfsmönnum sínum að fljúga með SuperPuma. Komi slík þyrla á borpall eða borskip til að sækja starfsmenn neita þeir að fara um borð og bíða á yfirvinnukaupi eftir þyrlu sem viðurkennd er af fé- laginu. Flugbanninu var aflétt Flugmálayfirvöld í Noregi og Stóra-Bretlandi afléttu flugbanni á H225/AS332L2 Super Puma í júlí í fyrra. Bannið hafði þá staðið í 14 mánuði. Að sögn TU telur norski olíuiðnaðurinn ekki tímabært að taka þyrlurnar í notkun fyrr en norsk rannsóknarnefnd samgöngu- slysa (SHT) hefur lokið rannsókn á Turøy-slysinu og frumorsök þess er fundin. Talið er að slysið við Turøy og fleiri slys Super Puma-þyrlna megi rekja til bilunar í gírkassa. TU nefn- ir í því sambandi slys sem varð úti fyrir ströndum Skotlands sjö árum fyrir Turøy-slysið og að tvær EC225-þyrlur hafi nauðlent á Norð- ursjó með bilaða gírkassa. Leigusalinn bauð yngri þyrlur Morgunblaðið sendi LHG fyrir- spurn vegna málsins og fékk svar frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsinga- fulltrúa. Þar kemur m.a. fram að í kjölfar slyssins í Noregi hafi fram- leiðandi þyrlanna, Airbus, ráðist í umfangsmiklar endurbætur á þeim. Auk þess hafi viðhaldskröfur tengd- ar gírkassanum verið hertar veru- lega. Þyrlurnar uppfylli strangar kröfur sem gerðar eru af hálfu Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Flugmálastjórnar Bandaríkjanna. Báðar þessar stofn- anir hafi staðfest öryggi vélanna. „Landhelgisgæsla Íslands hefur því enga ástæðu til annars en að trúa því að þessar vélar séu í hópi þeirra öruggustu í heiminum í dag. Það leikur enginn vafi á að Airbus H225 er ein fullkomnasta leitar- og björgunarþyrla sem völ er á í heim- inum en alls eru 270 slíkar þyrlur í notkun í 30 löndum. Þegar vélarnar verða teknar í notkun hjá Landhelg- isgæslunni verður stigið stórt og mikilvægt skref til framtíðar sem er bæði stofnuninni og þjóðinni allri til heilla,“ segir í svari LHG. LHG hefur til umráða þrjár Super Puma-þyrlur af gerðinni AS332L1. LHG á TF-LIF og leigir TF-GNA og TF-SYN af Knut Axel Ugland Holding AS. Leiguþyrlurn- ar voru smíðaðar 1992 og 2002. Leigusalinn bauð LHG að skipta gömlu leiguþyrlunum út fyrir nýrri Airbus H225-þyrlur frá 2010. Skrif- að var undir samning þess efnis í byrjun mánaðarins. Leiguverð og leigutími breytist ekki, þrátt fyrir nýrri þyrlur. „Með nýju þyrlunum nær Landhelgisgæslan að færa sig að mestu leyti til nútímarekstrar, bæði í viðhaldi og í flugi, sér í lagi hvað varðar nýjar reglur um hæfni- bundna leiðsögu (Performance Based Navigation), blindflug og samhæfingu,“ segir í svari LHG. Þyrlukaup boðin út Áform eru um að kaupa þrjár nýj- ar þyrlur fyrir LHG. Leigusamning- urinn breytir engu um þau áform. Unnið er að undirbúningi útboðs á nýju þyrlunum og er gert ráð fyrir að það hefjist í byrjun næsta árs. Áætlað er að LHG fái nýjar þyrlur afhentar á árunum 2021-2023. Super Puma umdeildar í Noregi  Olíuiðnaðurinn sneri baki við þyrlum sömu gerðar og LHG notar eftir slys  Miklar endurbætur gerðar á þyrlunum eftir slysið  LHG fær yngri leiguþyrlur í stað tveggja eldri án þess að leigan hækki Morgunblaðið/Árni Sæberg Super Puma Von er á tveimur yngri leiguþyrlum í flota LHG. Gerðar voru endurbætur á gírkassa eftir slys.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.