Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mb.is Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga. „Við viljum búa betur að göngu- deildarstarfsemi og skapa svigrúm fyrir ýmis klínísk verkefni sem er vaxandi þörf fyrir, m.a. brjóstamið- stöð, erfðaráðgjöf og sameiginlega innskriftarmiðstöð svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Páll Matthíasson fram- kvæmdastjóri í forstjórapistli. Eiríksgata 5 er um 3.400 fermetr- ar að stærð og fær Landspítalinn því gott viðbótarrými til að sinna sjúk- lingum. Húsnæði verður tekið á leigu fyrir skrifstofur spítalans. Húsið á sér merka sögu. Það var byggt af Stórstúku Íslands og tekið í notkun 1. febrúar 1968. Áður hafði Stórstúkan verið með starfsemi í Góðtemplarahúsinu við Templara- sund. Þetta var einlyft timburhús sem reist var árið 1887 og rifið 1968. Þarna eru nú bílastæði alþingis- manna. Aðsetur æskulýðsins Húsið Eiríksgata 5, sem í daglegu tali var nefnt Templarahöllin, var á fjórum hæðum, um 1.700 fermetrar alls. Í kjallaranum var samkomu- salur sem tók 250 gesti og þar voru haldin böll og bingó, sem margir eldri Reykvíkingar muna eflaust eft- ir. Á fyrstu hæð var göngudeild Landspítalans og á annarri hæð voru samkomusalir og skrifstofur Stórstúkunnar. Á þriðju hæð var svo aðsetur barnablaðsins Æskunnar og áfengisvarnaráðs. Vígsludagurinn 1. febrúar var val- inn vegna þess að hann var helgaður bindindismálum um land allt. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu að stóri salurinn yrði að miklu leyti helgaður æskufólki höfuðstaðarins. Á þessum tíma var öflugt stúkustarf meðal barna og unglinga og ungtempl- arafélagið Hrönn með blómlegt starf. En nú eru breyttir tíma og þessi starfsemi að mestu aflögð. Fram kemur í Morgunblaðinu að Hrönn hafi staðið fyrir spilakvöldum á föstudögum, þar sem utanlands- ferðir voru í vinning. Á laugar- dagskvöldum voru gömlu dansarnir fyrir fullorðna og á sunnudögum voru tveir dansleikir fyrir unglinga. Allar þessar skemmtanir voru áfengislausar eins og nærri má geta. Templarahöllin var auglýst til sölu eftir áramótin 1997. Stórstúkan ákvað að selja húsið, þar sem fyr- irsjáanlegt var að fram undan væri afar kostnaðarsamt viðhald. Snorri Hjaltason byggingameistari gerði Stórstúkunni tilboð í eignina og var gengið að því af hennar hálfu í mars 1997. Samtímis því að kaupa húsið byggði Snorri annað hús fyrir Stór- stúkuna að Stangarhyl 4. Snorri hófst handa við að endur- byggja Eiríksgötu, innan sem utan. Til viðbótar gagngerri endurnýjun á gömlu Templarahöllinni var byggð við hana viðbygging, þrjár hæðir og um 1.700 fermetrar alls. Arkitekt- arnir Björn Skaptason og Hildur Bjarnadóttir hönnuðu nýju bygg- inguna við Eiríksgötu og einnig all- ar þær breytingar sem gerðar voru á eldri byggingarhlutanum. Landspítali (Ríkisspítalar) gerði árið 1999 leigusamning við Snorra um að leigja húsið. Það hefur skipt um eigendur en er nú í eigu Reita og leigir Landspítali húsið af Reitum. Frá árinu 1999 hafa skrifstofur Landspítala verið í húsinu. Búið er að auglýsa eftir skrifstofuhúsnæði fyrir spítalann og því liggur ekki fyrir hvert sú starfsemi fer. Sjúkum sinnt í Templarahöll  Landspítalinn ætlar að flytja skrifstofurnar úr Eiríksgötu 5 og nota húsnæðið til að taka á móti sjúklingum  Stórstúka Íslands reisti húsið og tók í notkun 1968 Ljósmynd/Landspítalinn Eiríksgata 5 Íslenskir bindindismenn reistu húsið árið 1968 og Landspítali hefur leigt það frá 1999. Byggt hefur verið við húsið og því breytt í áranna rás. Mikið stuð Það var mikið lagt í dansleiki fyrir unga fólkið. Vinsælasta hljómsveit landsins, Hljómar, spilaði á tveimur dansleikjum 4. febrúar 1968. Í tilefni Jóns- messunætur mun Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á menningar- og náttúrugöngu sem byrjar á Ár- bæjarsafni nk. laugardags- kvöld, 23. júní, kl. 22.30. Gengið verður um Elliðaárdal, staldrað við á völdum stöðum og fjallað um íslenska þjóðtrú og sögu svæðisins. Stefán Pálsson sagn- fræðingur leiðir gönguna og kíkt verður í heimsókn til Jóns Svein- björnssonar prófessors, en sonur hans, Halldór, mun leiða göngufólk um þessa földu perlu í borgarland- inu. Þátttaka í göngunni er ókeypis og allir eru velkomnir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Borg- arbókasafni. Jónsmessa í Elliðaárdal Stefán Pálsson Ráðherrar, þingmenn og samstarfs- aðilar aðildarríkja Fríverslunar- samtaka Evrópu, EFTA, koma sam- an til árlegs sumarfundar á mánudag, 25. júní. Fundurinn fer að þessu sinni fram á Sauðárkróki. Guðlaugur Þór Þórðarson stýrir fundinum, en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í EFTA. Efling EFTA-samstarfsins, áframhaldandi þróun fríversl- unarsamninga um allan heim og samskiptin við Evrópusambandið verða efst á baugi á fundinum á Sauðárkróki. Ráðherrarnir funda annars vegar með þingmannanefnd EFTA og hins vegar ráðgjafarnefndinni, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. EFTA fundar á Króknum  Guðlaugur Þór stýrir fundinum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fundur EFTA mun halda sumarfund sinn á Sauðárkróki á mánudag. Skógræktarfélag Íslands stendur fyrir útivistar- og fjölskyldudegi í skógum landsins nk. laugardag undir yfirskrift- inni Líf í lundi. Boðið verður upp á fjölbreytta við- burði í 18 skógum um allt land. Meðal viðburða má nefna fullveld- isgróðursetningu í Sandahlíð, austan Vífilsstaðavatns. Þar mun frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, mæta en fyrir um 30 árum hóf hún gróðursetningu í Smalaholtinu í næsta nágrenni við Sandahlíð. Í Smalaholtinu má rekja upphaf verk- efnisins Landgræðsluskógar frá árinu 1990. Nánari upplýsingar um dagskrána á laugardag eru á skogargatt.is. Líf í lundi í 18 skógum Frú Vigdís Finnbogadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.