Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 annars vegar og hins vegar í smá- bænum Puzla, sem er um 350 km austan við Syktyvkar. Sögunarmylla Norwood sagar árlega um 100 þús- und rúmmetra af timbri. Komiles er fyrst og fremst í skógarhöggi en sag- ar líka um 25 þús. rúmmetra af timbri á ári. Selja mikið til Lettlands Jón Helgi segir Komiles selja mikið af við til pappírsframleiðsu. Salan til Bergs Timber hafi ekki áhrif á starfsemina í Rússlandi. „Norwood verður áfram með við- skiptasamning við Bergs Timber. Norwood er einn af stærstu birgjum Byko Lat, sem er nú dótturfélag Bergs Timber. Norwood selur því mikið af söguðu timbri til Byko Lat í Lettlandi. Þá er Norwood einnig að selja timbur til Ikea í Rússlandi og allnokkuð af timbri til Aserbaídsjan og Írans. Stærsti hlutinn fer í járn- brautarlestum suður til Lettlands. Timbrið fer sagað suður eftir og er svo unnið frekar; flokkað, þurrkað, heflað og gagnvarið, og svo sent á hina ýmsu markaði frá Lettlandi,“ segir Jón Helgi um framleiðsluna. Iðnaðurinn var vanþróaður Syktyvkar er höfuðborg Komi- fylkis sem er á stærð við Frakkland og þekur skógur um 87% af flatar- málinu, mikill meirihluti fura og greni. Starfsmenn Norwood í Syk- tyvkar eru nú að vinna upp lager af sögunarbolum frá síðasta skógar- höggstímabili. Vegna rigninga í vetur var aðgengi að skógarhöggs- svæðinu í Puzla takmarkað. Skógar- vegir urðu ófærir. Aðgengið er betra á veturna þegar frost er í jörðu. Spurður hvers vegna Norvik valdi að vera með framleiðsluna í Syk- tyvkar í Rússlandi bendir Jón Helgi á skógarauð svæðisins. „Við völdum þessa staðsetningu á sínum tíma af því hún er nokkuð austarlega en þó vestan við Úralfjöll. Syktyvkar er í Komi-fylki í Rúss- landi, sem er á stærð við Frakkland. Það er mjög skógríkt en á sínum tíma, þegar við hófum starfsemina, var þar ekki mjög þróaður skógar- iðnaður. Heimamenn voru nettó útflytjendur sögunarbola. Finnar voru hins vegar búnir að hasla sér völl í héruðunum sem eru vestar. Finnar voru að sækja hráefni á slóð- um sem liggja þeim nær, á borð við Karelíu. Við völdum því þessa stað- setningu og sjáum ekki eftir því. Hér er mjög skógríkt og reyndar er svæðið með fallegasta greni sem völ er á. Ég hugsa að fáir staðir í heim- inum séu með jafn vel vaxið greni. Það hefur komið sér mjög vel við vinnsluna í Lettlandi,“ segir hann. Um 150 manns starfa við timbur- vinnsluna hjá Norvik í Syktyvkar. Fyrirhugað er að beita sjálfvirkni til að auka framleiðsluna enn frekar. Fer mikið eftir veðurfari Jón Helgi segir veðurfarið geta haft mikil áhrif á starfsemina. „Syktykvar er nokkuð stór borg, með á þriðja hundrað þúsund íbúa. Hún er höfuðborg Komi-fylkis. Þar búa um 900 þúsund manns. Auðvitað erum við háð náttúruöflunum. Það fer mikið eftir veðurfari hvernig okkur gengur að komast í skógana. Ef það rignir mikið eigum við bágt með að komast í skógana. Á vorin lokast vegirnir alltaf. Þá þurfum við að vera búin að safna eins miklu hrá- efni til verksmiðjunnar og kostur er til að brúa bilið. Svæðið lokast þegar frost fer úr jörðu. Þá verða skóg- arvegirnir ófærir. Sama gerist á haustin. Þá koma tímabil þar sem er erfitt að fara út í skógana. Það fer svolítið eftir veðurfari hvað slík tímabil eru löng. Það var til dæmis lengi mjög blautt í vor eins og víða um Evrópu. Svo er það efnahagsumhverfið. Rúblan hefur sveiflast upp og niður og heldur verið að veikjast undanfar- ið. Á móti hafa orðið innlendar kostnaðarhækkanir í Rússlandi. Laun og allur annar kostnaður í þeirra mynt hefur aukist.“ Beðið eftir nýjum reglum Jón Helgi segir von á nýjum reglum um úthlutun skógarréttinda í Rússlandi í júlí. „Við erum að bíða eftir þeim til að geta betur ákveðið okkar framtíð. Svona er Rússland. Það er oft mikil óvissa um framtíðina. Umhverfið er ekki stöðugt. Við getum ekki ákveðið okkar framtíð almennilega fyrr en við vitum hvernig við getum tryggt okkur hráefni til vinnslunnar. Skógarhöggsréttindin eru hluti af því. Það er mjög mikilvægt,“ segir Jón Helgi Guðmundsson. Selja timbrið um allan heim  Forstjóri Norvik segir tekjur aukast með hækkandi timburverði  Takmarkað framboð takmarkar framleiðsluna í rússnesku borginni Syktyvkar  Sameiningin við Bergs Timber er gengin um garð Morgunblaðið/Baldur Athafnamaður Jón Helgi Guðmundsson varð sjötugur í fyrra. Hann er með umsvif í mörgum löndum. Bolirnir flokkaðir Starfsmaður Norwood fylgist með flokkun trjábola. Breiður Trjábolir þekja at- hafnasvæði Norwood SM. Hér er horft af þaki stærstu byggingarinnar á svæðinu. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjöll af trjábolum bar við himin við sögunarmyllu Norwood SM í rúss- nesku borginni Syktyvkar þegar Morgunblaðið kom þar við í síðustu viku. Trjábolir runnu eftir færibönd- um í flokkunar- og sögunarvélar og urðu að plönkum og sagi. Hluti timb- ursins fer á Rússlandsmarkað en bróðurparturinn er fluttur með járn- brautarlestum á erlenda markaði. Um tvo tíma tekur að fljúga frá Moskvu til Syktvykar. Flogið er í austur í átt til Asíu. Íslenskum gest- um var boðið að skoða safn um jarð- fræði svæðisins. Þar er að finna mikil auðæfi í jörðu. Virðist stór hluti þeirra vera ósnertur. Þau tíðindi urðu hjá Norvik hf. um mánaðamótin að sala félagsins á flestum dótturfélaga sinna til sænska félagsins Bergs Timber gekk í gegn. Nokkur óvissa er um skógarhöggskvóta félagsins í Rúss- landi. Eftirspurn hefur aukist meira en framboð og hefur það leitt til verðhækkana á timbri undanfarið. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og stjórnarformaður Norvik, segir öll timburfyrirtækin nema þau rúss- nesku komin inn í Bergs Timber. „Með sölunni erum við orðin 65% hluthafar í Bergs Timber sem er skráð á sænska hlutabréfamarkaðn- um. Síðan er ætlun okkar að selja eitthvað af hlut okkar í Bergs Tim- ber,“ segir Jón Helgi. Sú sala hafi ekki verið tímasett. Félög í nokkrum löndum Dótturfélögin sem fóru undir Bergs Timber voru rekin undir merkjum Norvik hf. í Lettlandi, Eistlandi og Bretlandi. Félögin í Lettlandi heita Byko Lat og Vika Wood. Þá eru tvö félaganna í Eist- landi, Laesti og fasteignafélagið EWP. Loks fylgdi með félagið Continental Wood í Bretlandi með öllum sínum dótturfélögum. Rússnesk dótturfélög Norvik heita Norwood SM og Komiles business. Þau eru með aðsetur í borginni Syktyvkar í Komi-fylki Norvik í Rússlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.