Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sögunarmylla Norwood í Syktyvk- ar er í 20 þúsund fermetra iðn- aðarbyggingu sem reist var undir lok Sovéttímans á 9. áratugnum. Hún var byggð utan um verk- smiðju sem framleiddi einingar í samsett hús. Þegar Norvik keypti húsnæðið var komið að ýmsum endurbótum. Meðal annars var þakið endurbyggt. Frá þakinu er ágætt útsýni yfir skóglendið um- hverfis. Norvik hóf umsvif í Komi-fylki um aldamótin og keypti þá gamla sögunarmyllu. Rúmum áratug síð- ar var keyptur nýr búnaður og þegar verksmiðjan var opnuð á ný árið 2012 stórjókst framleiðsluget- an. Alexander Vladimirovich Panyo- kov, framkvæmdastjóri Norwood í Syktyvkar, leiddi endurbyggingu verksmiðjunnar. Afkastagetan var um 15 þúsund rúmmetrar á ári ár- ið 2011. Nýr búnaður var tekinn í notkun í nóvember 2012. Með hon- um og bættum aðferðum var af- kastagetan sjöfölduð í rúmlega 100 þúsund rúmmetra. Gætu farið í 125 þúsund Panyokov segir hægt að auka framleiðsluna í 125 þúsund rúm- metra ef nægt hráefni fæst. Verk- smiðjan yrði þá á þremur og hálfri vakt en tvær vaktir eru í sumar. Til marks um aukna framleiðslu- getu hafi sögunarmyllan í Sykt- vykar áður afkastað 1.200 rúm- metrum af timbri til afhendingar á mánuði. Nú taki 3,5 daga að af- greiða sama magn. Panyokov segir ný viðhorf að ryðja sér til rúms í rússnesku við- skiptalífi. Yngri kynslóðir séu opnar fyrir nýjum tækifærum í viðskiptum. Það er mikil upplifun að heim- sækja starfsfólk sögunarmyll- unnar. Trjábolir eru sóttir í fjall- háar timburstæður og er þeim svo raðað á færiband. Smám saman breytast þeir í sagaða planka sem eru gagnvarðir áður en þeim er komið fyrir á lestarvögnum. Eftirlit með vinnslunni Starfsmaður Norwood fylgist með sögunarferlinu. Hafa sjöfaldað afkastagetuna  Gætu gert meira með meira hráefni Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik, segir heildarmarkaðinn með timbur í heiminum fara stækkandi. „Síðustu misserin hefur fram- boðið ekki aukist jafn mikið og eftir- spurnin. Verð hefur því hækkað töluvert. Heimurinn er orðinn að einum markaði. Eftirspurnin frá Kína hefur aukist stöðugt og líka undanfarið frá Bandaríkjunum. Það hefur ýtt undir verð í Evrópu en eftirspurnin þar hefur einnig auk- ist,“ segir Jón Helgi. Högg fyrir Kanadamarkað „Síðan er það framboðið. Það er mjög takmarkað hvað hægt er að auka framboðið. Það byggist á því að hráefnið er takmarkað. Til dæmis hefur stærsta útflutningsríki heims á timbri, Kanada, átt undir högg að sækja. Það hefur átt erfitt með að sækja sér hráefni í sína skóga. Það er vegna náttúruhamfara. Ákveðið skordýr, furubjalla, hefur farið mjög illa með marga skóga hjá þeim, risa- stór svæði. Það hefur dregið úr framboði þaðan. Evrópa hefur sára- lítið aukið framleiðsluna. Hvað varð- ar Eystrasaltsríkin hefur Eistland eitthvað aukið framleiðsluna en stöðnun er í skógarhöggi í Lettlandi. Þar er ekki aukning í skógarhöggi. Þótt þar sé höggvið minna en vex vilja menn engu að síður fara var- lega. Það eru geysilegar skógar- höggsauðlindir í Rússlandi en að- gengið er takmarkað og vegalengdir miklar. Það þarf að leggja vegi um alla þessa frumskóga ef menn ætla að sækja í þá og það er mjög dýrt. Í okkar skógarfyrirtæki erum við með öll helstu tæki til vegagerðar – jarð- ýtur, veghefla og önnur tæki til vegagerðar – og þurfum að búa til vegi og brýr til að komast inn í skóg- ana og ná afurðum út. Það er hinn takmarkandi þáttur hér um slóðir,“ segir Jón Helgi. Á leið til markaða Stæður af plönkum bíða þess að verða fluttar með lestarvögnum. Stór hluti fer til Lettlands. Heimurinn er orðinn einn markaður í timbursölunni  Forstjóri Norvik segir timburmarkaðinn vera að stækka Vinnsla Hér eru flokkaðir trjábolirnir að nálgast sögunarmylluna. Óhætt er að segja að Alexander Ignatov sé máttarstólpi í skógar- höggsþorpinu Puzla. Hann er þar bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Komiles business. Félagið er í senn stærsti vinnuveitandinn og eig- andi flestra fasteigna í þorpinu. Um 400 manns búa í Puzla og starfa um 80 hjá Komiles business. Langflestir eru heima- menn en einnig starfa þar að- komumenn sem koma og fara. Sumir koma frá nálægum þorpum. Um 50 km eru í næsta þorp. Þykk- ur skógur skilur þau að. Veitingasala og lestarstöð Ásamt því að bera uppi atvinnu- líf í þorpinu kemur Komiles bus- iness að rekstri veitingasölu, gisti- staðar og matvöruverslunar. Þá er fyrirtækið með lestarstöð fyrir timburflutninga í skóginum og sér um fólksflutninga til og frá svæð- inu. Félagið Komiles business var stofnað 1998. Norvik keypti félagið 2004. Samkeppnin að aukast Alexander Ignatov hefur verið framkvæmdastjóri Komiles business frá upphafi. Ignatov segir ný fyrirtæki vera að ryðja sér til rúms í timburiðn- aðinum í Komi-fylki. Með því auk- ist samkeppnin. Hann segir að eftirspurn eftir sumum trjáteg- undum sé að aukast. 50 km í næsta þorp BURÐARÁS Í BÆJARFÉLAGINU Nafnar Alexander Panyokov (til vinstri) og Alexander Ignatov starfa saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.