Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 32

Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Rebecca, sem er fædd og alin upp í Farum á Sjálandi, er í daglegu tali kölluð Rebba. Hún segir að eig- inmaðurinn hafi fundið upp þetta gælunafn, og það á svo sannarlega vel við því Rebba er mikill dýravin- ur. Hún kom í fyrsta skipti til Ís- lands í mars 2001 og ætlaði þá að vera í eitt ár. „Mig hafði lengi dreymt um að koma til Íslands og besta leiðin til að kynnast landinu er að vinna og búa hjá fólki. Ég gjör- samlega elska dýr og svo er ég mikið fyrir sauðfé, en heima í Danmörku er ekki mikið um kindur.“ Í göngutúr með hrút í bandi Áhuginn og ástin á dýrum byrjaði snemma, en Rebba átti alltaf dýr þegar hún var lítil. „Mér var til dæmis gefin snarvitlaus kanína sem allir voru hræddir við, hún var köll- uð Rasmine, var risastór, um 6 kíló og gjörsamlega brjáluð. En við vor- um bestu vinkonur og aldrei stríð á milli okkar.“ Rebba ræktaði gára og átti mest um 50 stykki og segir þá bæði fallega og skemmtilega fugla. „Ég átti líka hrút, hvítan, fallegan, hyrndan sem ég kallaði Alex, og ég fór alltaf í göngutúr með hann. Hann var með ól og með taum og við löbb- uðum bara eins og allir hinir sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Fólk varð nú stundum skrýtið á svipinn og spurði hvaða tegund þetta væri. Sheepdog svaraði ég þá,“ segir Rebba og hlær. „Svo passaði ég í mörg ár hest sem hét Athos, ég fór til hans dag- lega áður en ég fór í skólann og gaf honum að éta og 15 öðrum hrossum. Þegar skóla lauk var ég farin aftur til hans að moka, klappa, kemba, kyssa hann og knúsa.“ Rebba var alltaf að bjarga slösuðum fuglum, gefa þeim, passa þá og skila þeim til- baka í náttúruna þegar þeir voru til- búnir. „Dýr hafa verið ástríða mín alla tíð, og mamma sagði mér að þegar pabbi hitti mig nýfædda hefði hann ekki talað um hvað ég væri mikið krútt, heldur spurt mig hvernig ég héldi að best væri að ná flóm af hundinum okkar. Svo þarna byrjaði þetta.“ Algjör draumaeyja Rebba lauk námi í bændaskóla og vann eftir það á mörgum sveitabæj- um í Danmörku, og erlendis í Portú- gal og í Kamerún. Eftir bú- fræðinámið bætti hún við sig framhaldsnámi í landbúnaðarhag- fræði og fjármálastjórnun. Þar næst pakkaði hún í ferðatöskuna og flaug til Íslands. „Ég var svo spennt og ég gleymi aldrei þegar ég flaug yfir Vatnajökul og horfði niður, táraðist og hugsaði að þetta væri algjör draumaeyja.“ Rebba fór þá að vinna við sauðburð á Vatni í Haukadal. „Þarna var fullt af kindum, hestum og bæði gaman og mikil vinna. Eftir að sauðburði lauk fékk ég tilboð um að vinna á Grænlandi í Quassiarsuk, eða Brattahlíð, og vera leið- sögumaður. Það er gaman að segja frá því að þegar ég kom þangað í fyrsta sinn og var að skoða þorpið var Geir Haarde með í hópnum, svo skemmtilegur og hress maður.“ Rebba vann við leiðsögn í Bratta- hlíð við Þjóðhildarkirkjuna og við bæ Eiríks rauða sumrin 2001 og 2002, en hún er menntaður leið- sögumaður frá MK og hefur jafn- framt unnið við leiðsögn á Hafsúl- unni við hvalaskoðun í Reykjavík. Fann ástina í sláturhúsinu Þau Hjalti kynntust þegar Rebba kom frá Grænlandi haustið 2001. Þegar haustsmölun var lokið var lít- ið að gera á Vatni svo hún fór að vinna í sláturhúsinu í Búðardal. Þar var Hjalti einmitt að vinna og stutta útgáfan er sú að hann henti í hana eistum í stríðni og þar með kviknaði ástin. „Ég kom að Hólum í fyrsta skipti eftir lokapartí í enda sláturtíðar. Þegar ég kom inn sátu í stofunni in- dæl hjón, karl og kona sem ég þekkti því þau höfðu líka verið að vinna í sláturhúsinu. Þetta voru þá for- eldrar Hjalta, en það vissi ég ekki þá. Mér hlýnaði í hjartanu og fann að ég var strax velkomin, en á þess- um tíma talaði ég ekki mikla ís- lensku.“ Þau Hjalti og Rebba fluttu að Hól- um árið 2008, þá með Matthías lít- inn. „Tengdapabbi minn, Kristján Eð- vald Jónsson, var ein besta mann- eskja sem ég hef kynnst en hann lést 17. júní 2008. Ég sakna hans mjög mikið en við náðum vel saman og fórum saman á hestbak og sinntum dýrunum. Tengdamóðir mín, Elín Þórey Melsteð, býr hér í öðru húsi, Álfhólum, rétt hjá. Hún er algjör gullmoli sem mér þykir svo vænt um, hún er ekki bara tengda- mamma, heldur líka mjög kær og góð vinkona og hún er besta amma fyrir börnin okkar.“ Datt í hug að dýragarður gæti orðið vinsæll Þegar þau fluttu að Hólum höfðu þau ekki fengið hugmyndina að dýragarðinum, en draumur þeirra beggja var alltaf að verða bændur. Kúnstir Geithafurinn Hrafn getur gert ýmsar kúnstir og er mjög vinsæll á Hólum. Rebba getur fengið hann til að standa á afturlöpp- unum, ganga afturábak og gefa „high five“. Fyrir svona sýningu fær hann jafnan góðgæti að launum. Fjölskrúðugt dýralíf í Dölum  Lítill dýragarður á Hólum í Hvammssveit í Dalabyggð  Talandi krummi  Geithafurinn Hrafn gefur „high five“  Vonast til að geta stækkað garðinn og bætt aðstöðuna SVIÐSLJÓS Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Á Hólum í Hvammssveit í Dala- byggð búa þau hjónin Rebecca Cat- hrine Kaad Ostenfeld og Hjalti Freyr Kristjánsson ásamt börnum sínum þremur, þeim Matthíasi Hálf- dán 11 ára, Kristjönu Maj 9 ára og Alexander Steini 6 ára. Enn fremur er þar fjöldinn allur af alls konar dýrum, enda reka þau „mini- dýragarð“ er nefnist Hólar Farm. Fréttaritari Morgunblaðsins heim- sótti fjölskylduna og forvitnaðist um lífið í sveitinni, en nokkar skemmti- legar sögur af þeim hafa áður frést, t.d. um geitur á trampólíni, talandi krumma, blint lamb með bleyju og margt fleira. Vinir Svanurinn á bænum ber hið skemmtilega nafn, Eggert Svanur Pjakksson. Talandi Hrafninn Krummi er í miklu uppáhaldi gesta og heimilis- fólks á Hólum. Hann getur m.a. sagt „hættu“, „já, já“ og „heyrðu“. TIL SÖLU Smiðjuvegur 38 200 Kópavogur 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Til sölu vel staðsett 281,1 fm. iðnaðarhúsnæði með góðri aðkomu. Í húsnæðinu er rekin bílasprautun og er möguleiki á að fá keyptan sprautuklefa með húsnæðinu. Húsnæðið skiptist í stóran vinnusal og starfsmannaaðstöðu með skrifstofu og salernum. Ein stór innkeyrsluhurð er í rýmið og er lóð malbikuð. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun - 534 1020 // sala@jofur.is Lager- og iðnaðarhúsnæði Stærð: 281,1 fm. Verð: Tilboð óskast Allar nánari upplýsingar veitir: Bergsveinn Ólafsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari og rekstrarfræðingur 863 5868 | 534 1028 bergsveinn@jofur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.