Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Deila fjögurra arabaríkja annars vegar, Sádi-Arabíu, Barein, Sam- einuðu arabísku furstadæmanna og Egyptalands, og Katar hins vegar, sem staðið hefur í rúmt ár, stefnir nú í enn furðulegri fléttu. Hyggjast Sádi-Arabar grafa 60 kílómetra langan og 200 metra breiðan skurð um kílómetra frá landamærum sín við Katar. Með þeirri aðgerð yrði Katar að eyju, en ríkið stendur á litlum skaga út frá Sádi-Arabíu. Arabaríkin fjögur slitu í byrjun júní í fyrra stjórnmála-, efnahags- og ferðasamböndum við Katar vegna meints stuðnings ríkisins við öfgamenn og fjármögnun á hryðju- verkahópum. Settu ríkin fjögur fram lista með 13 kröfum sem Kat- ar yrði að mæta, s.s. að hætta fjár- mögnun öfgahópa og minnka tengsl við Íran, svo aðhægt væri að end- urvekja milliríkjasambönd. Katar varð hins vegar ekki við kröfunum og frekari sáttaumleitan- ir í Samstarfsráði arabaríkjanna við Persaflóa (GCC) hafa ekki borið árangur sem erfiði. Lítur því út fyr- ir að einangrun Katars verði ekki einungis bundin við efnahag og stjórnmál, heldur nú einnig land- fræðileg. Katar hefur þó náð að standast áhlaupið með því að þróa viðskipta- sambönd við Óman, Tyrkland og Íran. Þá greindi Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn frá því í vor að bein efnahagsleg og fjárhagsleg áhrif deilunnar væru að „fjara út“. Áform Sáda komu fyrst fram á sjónarsviðið í apríl síðastliðnum en hjólin eru nú farin að snúast af meiri krafti. Stendur útboð fyrir framkvæmdinni nú yfir, en því lýk- ur næstkomandi mánudag og hafa fimm alþjóðleg fyrirtæki sett fram tilboð í verkið. Áætlað er að sigurvegari útboðs- ins verði tilkynntur eftir þrjá mán- uði og er gert ráð fyrir að gerð skurðarins taki einungis eitt ár í framkvæmd. Kostnaður verksins er áætlaður um 750 milljónir Banda- ríkjadollara, eða sem um nemur 81,7 milljörðum íslenskra króna. Lúxusstrendur og herstöð Fjölmiðillinn Gulf News greinir frá því að á meginlandshlið skurð- arins sé áætlað að koma á fót ferða- mannastöðum með einkaströndum ásamt því að reisa hafnir. Sömu sögu er ekki að segja af hinni hlið skurðarins, en þar hyggjast Sádar setja upp annars vegar herstöð og hins vegar losunarsvæði fyrir kjarnaúrgang, úrgang úr kjarna- ofnum sem á þó ennþá eftir að byggja. Plön Sáda gera Katar að eyríki  Grafa á 60 kílómetra langan skurð rétt við landamæri Katar  Liður í enn frekari einangrun Katar, sem hefur þó staðist áhlaupið  Fjölbreytt en skrautleg uppbygging beggja vegna við skurðinn K ATA R SÁDI- ARABÍA Heimild: Gulf News Núverandi landa- mæri Katar og Sádi-Arabíu Geislavirkur úrgang- ur og herstöðvar Sádi-Arabíu „Salwa“-sk urð uri nn Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Kanadíska þingið hefur samþykkt lög um lögleiðingu á neyslu kannabis í landinu. Voru hin svokölluðu kanna- bislög samþykkt í öldungadeild kan- adíska þingsins með 52 atkvæðum á móti 29. Lögin hafa verið rædd lengi og tekið breytingum samhliða því, en notkun á kannabis hefur verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi í Kanada frá 2001. Úrúgvæ fyrst til að lögleiða Kanada er annað landið til þess að lögleiða kannabis í öðrum en læknis- fræðilegum tilgangi. Úrúgvæ var fyrsta landið til þess að leyfa almenna notkun á kannabis árið 2013 og þá hafa níu ríki í Bandaríkjunum gert slíkt hið sama. Lagasetningin uppfyllir kosninga- loforð Justin Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, frá 2015. Trudeau færði rök fyrir því að tæplega aldar- gömul löggjöf sem refsaði kannabis- neytendum væri gagnslaus í ljósi þess að Kanadabúar væru einir mestu kannabisneytendur á heimsvísu. Reiknað er með því að lögin taki gildi í september. Hver einstaklingur sem hefur náð lögaldri mun þá mega hafa allt að 30 grömm af kannabis í fórum sínum. Einnig verður heimilt að rækta allt að fjórar kannabis- plöntur á hverju heimili. Ári 2015 var áætlað að Kanadabúar eyddu að virði um sex milljarða Kanadadollara í kaup á kannabis, sem er nánast jafn- mikið og þeir eyddu í vín, segir í frétt BBC. Kanada lögleið- ir kannabisefni  Annað landið til þess að leyfa neyslu á efninu  Rækta má plöntur á heimilum AFP Löglegt Kanadískur kannabisunn- andi fagnar án vafa nýrri löggjöf. Ungverska þing- ið hefur sam- þykkt lög sem gera það refsi- vert að hjálpa ólöglegum inn- flytjendum að sækja um hæli í landinu. Frá þessu er sagt á vefsíðu The Guardian. Lögin ganga undir nafn- inu „Stöðvum Soros“ og er þar vís- að til bandarísk-ungverska auð- jöfursins George Soros, sem hefur oft verið skotspónn Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Orbán hefur sakað Soros um að standa á bak við innflutning fjölda manns til Evrópu í því skyni að grafa undan stöðugleika álfunnar. Lögunum sé ætlað að koma í veg fyrir skipulagningu ólöglegs inn- flutnings til landsins. Talið er að um 3.555 flóttamenn búi í Ung- verjalandi, sem telur alls um tíu milljónir íbúa. 342 hælisleitendur hafa verið skráðir á fyrstu fjórum mánuðum ársins og 279 hafa hlotið samþykki. UNGVERJALAND „Stöðvum Soros“- lög samþykkt Viktor Orbán Talið er að um 190 manns hafi farist þegar ferja sökk á Tobavatni í Indónesíu á mánudag. Sífellt fleiri ættingjar hafa tilkynnt að ástvina þeirra sé saknað. Ferjan sem sökk var einungis með leyfi fyrir 60 manns, tæpan þriðjung þess fjölda sem áætlaður var um borð. Óttast er að margir hafi setið fastir inni í ferjunni þegar hún sökk, en vatnið er afar djúpt. Átján eftirlifendum var bjargað á fyrstu klukkutímunum eftir slysið. AFP Hátt í 200 manns taldir af eftir ferjuslys á Tobavatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.