Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 40

Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Í grein heilbrigð- isráðherra, „Næstu skref“, sem birtist í Morgunblaðinu 16. júní síðastliðinn, varð henni tíðrætt um næstu skref sem þarf að stíga til að bæta heilbrigðiskerfið. Tal- in voru upp mörg verkefni, bæði sem snúa að Landspítala og öðrum stofnunum. Sumarið er góður tími til að nýta í þágu heildstæðrar heilbrigðisþjón- ustu. Sumarið … Sumarið 2018 þegar Landspítali þarf að loka sérhæfðri bráðþjónustu fyrir hjartasjúklinga í fjórar vikur vegna skorts á hjúkrunarfræð- ingum. Sumarið 2018 þegar fíknigeðdeild Landspítala er lokað í sjö vikur vegna manneklu. Sumarið þegar ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu. Margar hafa sagt upp og fyrirséð að ekki verður hægt að halda uppi öruggri þjónustu fyrir fæðandi kon- ur og nýbura eftir 1. júlí. Sumarið þegar starfsfólk Land- spítala tjáir sig opinberlega, lýsir yf- ir áhyggjum af ástandinu og notar setningar eins og „við erum hrædd um öryggi sjúklinga“. Sumarið sem hófst með tæplega 50 lokuðum sjúkrarýmum á Land- spítala vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Sumarið þegar heimahjúkrun höf- uðborgarsvæðisins hef- ur lýst því yfir að hún kvíði sumrinu vegna manneklu. Sumarið þegar for- dæmalaust álag er á bráðamóttöku Land- spítala, vantar að manna allt að 100 vaktir og það eina sem fram undan er er meira álag. Vonandi gerist ekkert alvarlegt. Það er mikilvægt að byggja hús, skapa gott umhverfi, hlúa að fram- tíðinni. Enn mikilvægara er að hafa í huga að heilbrigðiskerfi er og verður ekki byggt upp á húsum, heilbrigð- iskerfi er byggt upp á fólki. Til að hægt sé að bjóða upp á heildstæða heilbrigðisþjónustu þarf að bæta kjör heilbrigðisstétta. Það er nú eða aldrei, sumarið er ekki bara góður tími, það er mögu- lega eini tíminn sem við höfum. Hugleiðingar hjúkrunarfræðings Eftir Mörtu Jónsdóttur Marta Jónsdóttir » Það er nú eða aldrei, sumarið er ekki bara góður tími, það er mögulega eini tíminn sem við höfum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður hjúkrunarráðs Landspítala. Íslendingar hafa þurft að kjósa oft undanfarin misseri. Þeir hafa fengið mörg tækifæri til að skipta um valdhafa. Um leið virðast Íslendingar ekki vera alltof hrifn- ir af stjórnmálamönn- um sínum. Þeir eru ýmist of gamlir og íhaldssamir eða of ungir og óvitandi. Er ekki kominn tími til að minnka það vægi sem lélegir stjórnmálamenn hafa í lífi okkar og um leið þau völd sem þeir hafa yfir bæði hagkerfinu og samfélaginu? Er ekki kominn tími til að leyfa almenningi að kjósa, með greiðslu- kortum sínum, beint og milliliða- laust um hverjir sjá honum fyrir vörum og þjónustu? Hvað gerist ef hið opinbera minnkar skattheimtu sína úr því að éta 50% af verðmætasköpun samfélagsins og niður í 10%? Hvað gerist ef reglugerða- frumskógurinn er skorinn niður um 90%? Hvað gerist ef rík- isvaldið hættir að gefa út peninga og halda hlífiskildi yfir brothættum bönkum? Mun þá fátækt fólk svelta á götunum og fyrirtæki selja rottu- eitur í umbúðum barnamatar? Mun heill her af atvinnu- lausum opinberum starfsmönnum reika um göturnar og valda óeirðum? Mun óða- verðbólga keyra lífs- kjör aftur til myrkra miðalda? Svörin í öllum tilfellum eru þau sömu: Eftir stutt tímabil aðlög- unar tekur við tímabil svigrúms. Launafólk fær meira svigrúm til að eyða, spara, gefa og fjárfesta. Fyrirtæki fá meira svigrúm til að bæta við sig starfsmönnum, herja á nýja markaði, fjárfesta og hækka laun og arðgreiðslur. Góð- gerðarsamtök fá glaðari velunnara sem vita að góðverk eru bara góð- verk þegar þau eru fjármögnuð af fúsum og frjálsum vilja en ekki í gegnum kúgunartæki skattheimt- unnar. Sveigjanlegir og drífandi einkaaðilar taka við af stöðnuðum opinberum stofnunum í aðhlynn- ingu sjúklinga, umönnun leik- skólabarna, kennslu grunnskóla- barna og aðstoð við aldraða. Samkeppni á frjálsum markaði er nefnilega ekki bara eitthvað sem gagnast neytendum í leit að strigaskóm, gleraugum, bílum og tölvum. Rekstraraðili sem óttast samkeppni stendur sig betur en hinn sem þarf ekki að óttast neitt slíkt, eins og hið opinbera. Rekstr- araðili sem fær að græða á rekstri sínum leggur mikið á sig til að svo megi verða. Græði hann meira en gengur og gerist laðar slíkt að sér keppinauta í leit að vænum bita. Sömu lögmál hagfræðinnar gilda alls staðar og knýja áfram hug- myndaauðgi, frumkvæði, hagræð- ingu og útsjónarsemi hjá einkaað- ilum en doða, stöðnun og sóun hjá opinberum aðilum. Núna eru alþingismenn komnir í sumarfrí og sveitarstjórn- arfulltrúar uppteknir við að raða sér í nefndir og meirihluta. Nýtum tækifærið og ímyndum okkur lífið án þeirra allt árið. Ómögulegir stjórnmálamenn sem ráða alltof miklu, eða hvað? Eftir Geir Ágústsson »Er ekki kominn tími til að minnka það vægi sem lélegir stjórn- málamenn hafa í lífi okkar, hagkerfinu og samfélaginu? Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com FINNA.is Gleraugu: Módel: Kolfinna Nikulásdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.