Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 41
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Nú um áramótin
hækkaði persónu-
afsláttur um 988 krón-
ur á mánuði eða 11.856
krónur á ári, það er
ráðstöfunar tekjur
allra hvort sem er há-
eða lágtekjufólk. Auk
þess voru tekjumörk
hærra skattaþreps
hækkuð úr 834.707
krónum á mánuði í
893.713. Séu áhrif
þessara breytinga á ráðstöf-
unartekjur einstakra hópa skoðuð
kemur eftirfarandi í ljós, sjá töflu.
(Ráðstöfunartekjur eru fengnar með
lækkun tekna annars vegar um 4%
vegna lífeyrisiðgjalds og reiknuðum
skatti þegar búið er að taka tillit til
heimildar frádráttar frá tekjum af
nefndu iðgjaldi.)
Niðurstaða er sú að ráðstöf-
unartekjur á mánuði í lægsta hópnum
hækka um 988 krónur eða 11.856 á
ári. Í miðhópnum er mánaðarleg
hækkun 6.575 og árleg 75.900 og í
efsta hópnum 6.425 á mánuði og
77.100 á ári. Þessi útkoma ræðst af
lögum um með hvaða hætti eigi
breyta eigi, annars vegar persónu-
afslætti (með hliðsjón af neyzlu-
vísitölu) og hins vegar breytingu á
skattþrepi með hliðsjón af launa-
hækkunum
Þessi hækkanir eru taldar vitni um
að ráðist sé á garðinn þar sem hann er
lægstur þegar kemur að skattheimtu
(lækkun í umræddu tilviki) hins op-
inbera.
Líta má á þessi mál
með ýmsum hætti. Gef-
um okkur til dæmis að
þjóðin samanstandi af
þremur einstaklingum
og tekjuskiptingin sé sú
sem að framan greinir.
Þá kemur ljós að heild-
artekjur samfélagsins á
mánuði eru 2.850.000 og
skattar 905.903. Þessum
skatttekjum er svo varið
til samfélagslegra verk-
efna og sé ekki farið í
manngreinarálit við út-
deilinguna, þá kæmu op-
inber gæði að upphæð 301.991 í hlut
hvers. Þannig að í þessu dæmi fær
tekjulægsti hópurinn úr sameig-
inlegum sjóðum meira en svoköll-
uðum ráðstöfunartekjum sínum nem-
ur og að mestu frá þeim tekjuhæstu.
Ef við gefum okkur að tekjuskipt-
ingin sé 20% með 350.000, 60% með
1.000.000 og 20% með 1.500.000 þá
yrðu skatttekjur á einstakling og út-
deild sameiginleg gæði á einstakling
303.951.
Spurningin um sanngirni í skatt-
heimtu er og verður alltaf álitamál
þar sem sitt sýnist hverjum og allir
fræðilegir mælikvarðar torsóttir til
leiðsagnar, svo sem skattlagning í
ljósi lækkandi jarðarnytja eftir því
sem tekjur hækka.
Sé litið á ofangreint dæmi þar sem
milljón króna einstaklingurinn í nú-
verandi kerfi greiðir um 307 þúsund
krónur á mánuð og sá með eina og
hálfa milljóna um 528 þúsund krónur
á mánuði í skatta má spyrja hvort
nefndar upphæðir séu ekki yfrið nóg-
ar? Það er álitamál og ekkert óyggj-
andi svar sem á hönd á er festandi.
Í framhaldi ofangreindra vanga-
veltna get ég ekki setið á strák mín-
um og spurt góða fólkið, sem ber öðr-
um fremur hag litla fólks fyrir brjósti
og þiggur þar að auki laun sín fyrir, af
hverju það sjái ekki til þess að laun
þeirra lægst launuðu hækki næstu
árin en þeir betur settu fái enga
hækkun segjum næstu fimm árin.
Við kjarasamninga hefur um langa
hríð verið sunginn sá söngur að bæta
eigi hlutfallslega laun þeirra verst
settu en útkoman oftlega verið snaut-
leg og hækkanir til þeirra lægst settu
hríslast upp á við til þeirra sem hærri
hafa tekjurnar og stundum gott bet-
ur. Það er kominn tími til þess að for-
ystan í samtökum launþega segi án
nokkurra undantekninga að nú skuli
semja um laun þeirra sem lægri hafa
launin en þeir sem betur eru settir fái
ekkert næstu fimm árin. Skurðpunkt-
urinn gæti verið um 893.713 mán-
aðarlaun, sem eru hæstu laun í lægra
skattþrepi, skattaprósenta 36,94% og
persónuafsláttur 53.895. þ.e. frí-
tekjumark krónur 145.899. Hver yrði
hækkunarprósentan upp eftir skal-
anum yrði samkomulagsatriði milli
launþegasamtakanna og atvinnurek-
enda. Vilji forkólfar launþega ekki
beita sér fyrir slíku samkomulagi er
það vísbending um að þeir ganga er-
inda annarra en lægra launuðu um-
bjóðenda sinna og ættu að fá reisu-
passann. Hættum öllum þykjustuleik,
förum úr sandkassanum yfir í raun-
veruleika þeirra sem komnir eru af
blautu barnsbeini.
Já, já og
fussum svei
Eftir Þorbjörn
Guðjónsson
Þorbjörn
Guðjónsson
» Þannig að í þessu
dæmi fær tekju-
lægsti hópurinn úr sam-
eiginlegum sjóðum
meira en svokölluðum
ráðstöfunartekjum sín-
um nemur og að mestu
frá þeim tekjuhæstu. Höfundur er cand. oecon.
Hópar Ráðst.tekjur Ráðst.tekjur Skattur Skattur
Tekjur f. breytingu e. breytingu f. breytingu e. breytingu
350.000 264.789 265.777 71.211 70.233
1.000.000 646.531 653.106 313.369 306.894
1.500.000 904.679 911.104 535.321 528.846
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
RAFVÖRUR ehf
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Sorpkvarnir
í vaska
rafvorur.is
Tr ú l o f u n a r h r i n g i r
G i f t i n ga r h r i n g i r
D eman t s s k a r tg r i p i r
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
14 kt. gull með demant.
Verð: 130.384,-
14 kt. gull með demöntum, miðju-
steinn 0,50 ct. Verð: 626.121,-
14 kt. gull með demöntum, miðju-
steinn 0,30 ct. Verð: 298.757,-
14 kt. hvítagull með demöntum,
miðjusteinn 0,30 ct. Verð: 437.577,-
14 kt. rósagull með demöntum.
Verð: 337.847,-
14 kt. gull með demöntum.
Verð: 298.386,-
14 kt. rauðagull og hvítagull með
demöntum. Verð: 354.010,-
14 kt. hvítagull með demöntum,
miðjusteinn 0,20 ct. Verð: 315.559,-
14 kt. gull með demöntum.
Verð: 251.716,-
14 kt. gull með demöntum
Verð: 150.909,-
14 kt. gull með 0,25 ct demant.
Verð: 204.266,-
14 kt. gull með demöntum.
Verð: 239.181,-
Gullsmiðir
Sérfræðingar í trúlofunar og giftingarhringum