Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
Móðir á fimmtugsaldri á höfuðborg-
arsvæðinu er að bugast á daglegum
samskiptum við son sinn á unglings-
aldri: „Er ég ógeðslega klikkuð að vera
reið og sár af því að sonur minn á ung-
lingsaldri er með svo mikla vanvirðingu
í minn garð? Hann er að senda mér
svipi, segja hvað ég sé glötuð, með glat-
aðan húmor, sé of gömul og alls konar
þannig, ég sé ekki fyndin eða sé bara að
skoða einhver mömmu „meme’s“ og
horfir á mig með fyrirlitningu ef ég hlæ
að einhverju. Ég er ekki að tala um að
við séum að rífast heldur bara eiga dag-
leg samskipti og ég að hlæja að ein-
hverju sem mér finnst fyndið. Er þetta
bara dramatík í mér eða á ég að refsa
fyrir svona hegðun? Kannski er ég bara
mjög viðkvæm og þá má alveg segja
mér það.“
Viðkvæm? NEI mín kæra, það ertu
ekki!
Bara að þú sért að velta þessu fyrir
þér segir mér að þú sért meðvituð um
líðan drengsins og viljir bera virðingu
fyrir skoðunum hans og tilfinningum.
Þú vilt gera rétt, ekki satt?
Ég veit að þú veist að unglingsárin
geta verið flókin tímabil þar sem við
vegum salt á milli þess að vera barn
og fullorðin. Við munum sjálf vel eftir
þessum tíma og hvernig tilfinning-
arnar voru stilltar í botn en samt ekki.
Skoðanir félaganna skiptu mestu máli
á þessu tímabili. Við vildum vera ein-
stök en samt eins og allir hinir.
Hluti af þroskaferlinu er einnig að
sjá foreldra sína í öðru ljósi. Sem for-
eldri er aftur á móti frekar undarlegt
að breytast nánast á núll einni úr mik-
ilvægustu manneskjunni í öllum heimi
í frekar óáhugaverðan einstakling. En
við skiljum þessar elskur, vitum að
þetta er tímabil sem gengur yfir.
En .. samt .. Halló systir!! Svona
kemur enginn fram við þig! ENG-
INN, ekki einn einasti einstaklingur,
hvað þá sonur þinn! Hvað heldur þú
að Freyr Alexandersson myndi segja
við Glódísi Perlu Viggósdóttur nú eða
Heimir Hallgrímsson við Gylfa Þór
Sigurðsson ef þessir leikmenn kæmu
fram við þá eins og drengur kemur
fram við þig? Fjölskyldan er eins og
hvert annað „lið“ og þessi hegðun
væri hvergi talin vís til árangurs.
Svo þarftu að muna að ef hann
kemur svona fram við þig eru auknar
líkur á að hann leyfi sér þessa hegðun
við aðrar konur. Og það er ekki í boði
ungi herra augnrúllari. Uppeldi snýst
um að kenna góða, holla og hjálplega
hegðun. Hegðun sem gagnast
barninu þínu til lengri tíma. Refs-
ingar geta verið hjálplegar, bara
svona eins og í umferðinni. En það er
samt ekki eina kennsluaðferðin.
Hvar er pabbinn? Er hann sáttur
við þessa hegðun? Ég hvet þig og
ykkur til þess að setjast niður með
strák og útskýra hvers vegna þessi
hegðun mun ekki líðast lengur.
Leggðu línur um hegðun, hvernig
villtu að hann komi fram við þig og
aðra í umhverfinu? Ræddu við hann
um það, skýrðu út hvers vegna og
vertu óhrædd við að mæta honum. Þú
þarft ekki að verða reið eða hækka
róminn, en mátt það ef þú vilt.
Það er árangursríkara að leggja
áherslu á hvaða hegðun þú villt sjá,
frekar en að segja bara hvað má ekki
gera. Það er eins og ég gæfi þér upp-
skrift af dásamlegri tertu og upp-
skriftin hljómaði svona: „Þú skalt
ekki nota edik og alls ekki agúrku.“
Gengi þér vel að baka þá tertu!
Skilgreindu hegðunina sem þú vilt
sjá og hlúðu að þeirri hegðun, það er
mikilvægt. Ef hann kveikir ekki á
perunni má auðvitað nota refsingar
(bæ bæ sími). Það skaðar piltinn ekk-
ert, hins vegar gæti það haft neikvæð
áhrif að bregðast ekki við.
Þú ert ekki ein í þessari baráttu,
aðrir foreldrar eru að kljást við sama
vanda og gott hjá þér að opna á þessa
umræðu. Vertu dugleg að sækja
stuðning til vina og fjölskyldu, það
væri líka gaman að leyfa okkur að
fylgjast með hvað þú ákveður að gera
og hvernig gengur. Svo ef ykkur
vantar frekari aðstoð þá eruð þið
ávallt velkomin til okkar á SÓL.
Unglingur sýnir
móður sinni óvirðingu
Unglingauppeldi Móðir er að gefast upp á smávægilegri en daglegri óvirðingu unglings gagnvart henni.
Spurningum sem
berast Fjölskyld-
unni á mbl.is svar-
ar SÓL sálfræði- og læknisþjón-
usta en þar starfar hópur fagfólks
sem leggur metnað sinn í að veita
börnum, ungmennum og fjöl-
skyldum þeirra góða þjónustu.
Nánari upplýsingar á www.sol.is
Spurt og svarað
1 Upp með gleðina Ég legg mikið upp úr því að það sé svolítið fjör og það ségaman hjá okkur fjölskyldunni. Heimilið er skjól fyrir vandamálum
heimsins og inni á heimilinu á að ríkja góð stemning þar sem fjölskyldu-
meðlimir eru almennilegir hver við annan. Það kostar hvorki fyrirhöfn né
peninga að hafa gaman. Mér finnst einnig skipta máli að við séum ekki með
of þétta dagskrá þannig að við getum hangsað svolítið. Nútímafólk gerir allt
of lítið af því að hangsa.
2 Heiðarleiki Það er góð regla að segja alltaf satt og rétt frá og draga ekk-ert undan sem máli kann að skipta. Þetta á ekki bara við um börnin held-
ur líka foreldrana. Ég trúi því að heiðarleikinn auki hamingju fólks og geri
lífið töluvert einfaldara. Ég vil ala börnin mín þannig upp að þau komi vel
fram við annað fólk og hagi sér vel.
3 Peningar Mér finnst skipta miklu máli að peningamál séu rædd af skyn-semi og börn átti sig á því að það þurfi að vinna fyrir þeim. Síðan dreng-
irnir mínir voru litlir höfum við til dæmis alltaf safnað dósum. Lengi vel vor-
um við þrjú að safna fyrir fjórhjóli en síðan breyttist aðeins planið – eða
þegar við komumst að því að við yrðum líklega alla ævina að safna dósum fyr-
ir slíkum grip. Aðalmálið er að peningar séu ekki feimnismál og það sé hægt
að ræða um þá án þess að börn fái afkomuótta. Svo finnst mér mikilvægt að
kenna börnum leiðir til að spara peninga og þreytist ég ekki á að vitna í Jóa-
kim Aðalönd þegar það á við. Ef allir hugsuðu eins og Jóakim þá væri allt
flæðandi í peningum alls staðar.
4 Að hjálpast að Börnin mín komast ekki upp með að vera farþegar heldurþurfa þau að draga vagninn með mér. Á hverjum degi þurfa synir mínir
að leggja eitthvað af mörkum. Þeirra verkefni eru að taka til í herbergjum
sínum, taka úr uppþvottavélinni, ganga frá eftir matinn og hjálpa til við elda-
mennsku. Ég held að börn hafi gott af því að taka þátt í eðlilegu heimilishaldi
og að þau læri til verka.
5 Þakkarbænin Þessi þakkarbæn hefur fylgt mér og drengjunum mínumsíðan þeir voru litlir. Þetta hljómar kannski eins og við séum í sér-
trúarsöfnuði en það er nú ekki reyndin. Þakkarbænin snýst um að þakka fyr-
ir það sem bar hæst hvern dag og tengist trú ekki beint. Þakkarbænin kennir
okkur að koma auga á það sem er gott í lífinu og vera þakklát fyrir það sem
við höfum. Maður kynnist börnunum sínum öðruvísi í gegnum þakkarbænina
og mér finnst oft merkilegt hvað það eru litlir hlutir sem hafa gildi þegar
dagurinn er gerður upp.
Marta, Helgi og Kolbeinn.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is
5
UPPELDISRÁÐ
Mörtu Maríu
Marta María Jónasdóttir, frétta-
stjóri dægurmála mbl.is á tvo syni
á aldrinum 8-11 ára og tvær
stjúpdætur sem eru 14 og 16 ára.