Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 48

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 ✝ Lárus Ög-mundsson fæddist í Reykjavík 11. september 1951. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. júní 2018. Foreldrar hans voru Ögmundur Jóhann Guðmunds- son frá Blönduósi, yfirtollvörður hjá Tollgæslu Íslands, f. 28. maí 1916, d. 2. maí 1998, og Hall- dóra Pálmarsdóttir, húsmóðir, f. 17. september 1920, d. 8. febrúar 1992. Lárus ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík ásamt fimm systkinum sínum: Pálmari, f. 17. júlí 1943, maki Þórunn Blöndal, Önnu Mar- gréti, f. 20. júní 1944, maki Ófeigur Geirmundsson, Ágústi, f. 23. apríl 1946, maki Elínborg Kristjánsdóttir, Jóhanni Gunn- ari, f. 2. mars 1950, maki Ingi- björg Jónsdóttir, og Sverri, f. 30. október 1955, maki Ásbjörg Lárus varð stúdent frá Verzl- unarskóla Íslands 1973 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1978. Hann varð héraðsdóms- lögmaður 1985. Lárus var fulltrúi og síðar deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu frá 1. júní 1978 til 1. september 1989. Þá hóf hann störf hjá Ríkisendur- skoðun og starfaði þar í tæp 29 ár, lengst af sem yfirlögfræð- ingur og staðgengill ríkisendur- skoðanda. Lárus gegndi ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum og var hann m.a. formaður stjórna Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræð- inga, starfsmenntunarsjóðs BSRB, starfsmenntunarsjóðs BHM og sat í stjórn starfs- menntunarsjóðs hjúkrunar- fræðinga. Þá var Lárus í ríkis- tollanefnd og prófdómari í kröfurétti við Lagadeild HÍ um árabil. Lárus lagði stund á knattspyrnu á yngri árum og lék um tíma með meistaraflokki Vals. Hann starfaði lengi í stjórnum félagsins, m.a. að- alstjórn, og var Valsmaður alla tíð, eins og fjölskylda hans öll. Hann fékk silfur- og gullmerki Vals fyrir störf sín fyrir félagið. Útför Lárusar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 21. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Magnúsdóttir. Eftirlifandi eig- inkona Lárusar er Hildigunnur Sig- urðardóttir, flug- freyja, f. 19. maí 1950. Foreldrar hennar voru Sig- urður Egill Ingi- mundarson, alþing- ismaður og for- stjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, f. 10. júlí 1913, d. 12. október 1978, og Karítas Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 19. desem- ber 1917, d. 26. ágúst 1997. Börn Lárusar og Hildigunnar eru: 1) Lilja Karítas, hjúkr- unarfræðingur og flugfreyja, f. 4. september 1979, maki Ólafur Már Sigurðsson. Börn þeirra eru Lárus Orri, Viktor Már og Eva María. 2) Dóra María, við- skipta- og tölvunarfræðingur, f. 24. júlí 1985. 3) Sigurður Egill, knattspyrnumaður, f. 22. jan- úar 1992, maki Birta Elíasdótt- ir. Á sama tíma og það er ótrú- lega erfitt að setjast niður saman og skrifa þessi orð þá er ljúfsárt að rifja upp allar dýrmætu minn- ingarnar sem við systkinin eigum um pabba okkar. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur og var einkar greiðvikinn, hjálpsamur og úrræðagóður. Aldrei taldi hann nokkurn hlut eftir sér held- ur gekk með glöðu geði í hlutina þegjandi og hljóðalaust. Sem dæmi þá vaknaði hann með mömmu kl. 5 á morgnana, þegar hún var á leið í vinnu sem flug- freyja, til að moka planið og skafa og hita bílinn fyrir hana. Mamma kunni vel að meta þessa hugul- semi. Það leyndi sér ekki að pabbi elskaði okkur skilyrðis- laust og bar ávallt velferð okkar fyrir brjósti. Við grínuðumst samt stundum með það að honum þætti ekki síður vænt um jepp- ann sinn og smáfuglana. Pabbi kenndi okkur að hirða alltaf vel um bílana okkar enda voru bíl- arnir hans alltaf hreinir og vel bónaðir. Hann hugsaði um fuglana af einskærri alúð og spurði hann stundum glettinn hvort við ætluðum nokkuð að klára matinn okkar því hann vildi gjarnan gefa fuglunum afgang- ana. Það var því ekki furða að þeir kæmu trítlandi á eftir honum inn í bílskúr með von um að fá eitthvað gott í gogginn. Pabbi var svolítill sveitamaður í sér enda fór hann alltaf í sveit á sumrin þegar hann var lítill drengur. Hann undi sér vel í bílskúrnum þar sem hann gat alltaf fundið sér verkefni. Hann var nægjusamur og sérlega flinkur að gera við hina ýmsu hluti og vorum við dugleg að leita til hans með hvað- eina sem krafðist skjótra við- gerða. Pabbi var gæddur góðum gáf- um, víðlesinn, ritfær og afar fróð- ur um menn og málefni. Hann þekkti landið sitt með eindæmum vel, naut þess að ferðast um fjöll og firnindi og hafði unun af því að segja frá. Golfið var hans helsta áhugamál og var golfsettið því gjarnan með í för á ferðum hans um landið. Pabbi var ávallt mikill og sannur Valsmaður og því eng- in tilviljun að við öll smituðumst af því. Hann var okkar helsti stuðningsmaður í einu og öllu og sá gagnrýnandi sem við tókum mest mark á. Pabbi var skemmti- legur og hafði mjög gott skop- skyn. Hann gat verið stríðinn og jafnvel eilítið kaldhæðinn. Fyrir þremur árum greindist pabbi með illvígt krabbamein. Hann mætti örlögum sínum með fá- dæma æðruleysi og háði hann baráttuna allt til hinstu stundar af einstöku hugrekki. Við teljum okkur óendanlega lánsöm að hafa átt flottasta og besta pabba í öll- um heiminum. Hann vissi allt og gat allt og var okkur mikil fyr- irmynd í einu og öllu. Skarðið sem pabbi skilur eftir sig er stórt en hjörtu okkar eru full af þakk- læti fyrir þann tíma sem við feng- um saman. Tíma sem var alltof stuttur. Minning um pabba mun alltaf vera ljós í lífi okkar. Lilja Karítas, Dóra María og Sigurður Egill. Við kveðjum nú elsku besta afa okkar með sárum söknuði. Það er svo erfitt að hugsa um lífið án hans en ótal margar hugljúfar minningar koma upp í hugann sem við yljum okkur við. Okkur eru t.d. minnisstæðar allar stund- irnar sem við fengum að bardúsa með afa í bílskúrnum hans og skemmtilegu sumar- bústaðaferðirnar með þeim ömmu. Stundum fengum við líka að fara með afa á golfvöllinn þar sem hann kenndi okkur ýmsa takta í þeirri íþrótt, það var mjög gaman. Einnig var afi alltaf til í að keppa við okkur í billjard þeg- ar við heimsóttum þau ömmu og það var veisla í þau fjölmörgu skipti sem afi bauð okkur í steikt- an fisk, því enginn eldar fisk eins vel og hann gerði. Afi sýndi öllum viðfangsefnum okkar systkina áhuga. Hann mætti á ótal marga fótboltaleiki, innanbæjar sem ut- an, til að styðja við bakið á okkur bræðrum og erum við honum þakklátir fyrir það. Eva María kættist í hvert sinn þegar hún hitti afa því henni þótti hann skemmtilegastur allra, enda stjanaði hann við litlu afastelp- una sína. Lárus afi var allra fróðasti maður sem við þekktum og átti alltaf svör við óteljandi spurning- um okkar um allt milli himins og jarðar. Enda var okkur fljótt kennt að spyrja bara afa þegar mamma og pabbi áttu ekki svör á reiðum höndum og við vorum fljót að tileinka okkur það. Við viljum þakka elsku afa fyr- ir allt sem hann gerði fyrir okkur. Við munum ávallt geyma minn- inguna um hann sem dýrmætan fjársjóð í hjörtum okkar. Við er- um full af þakklæti fyrir að hafa átt jafn umhyggjusaman, skemmtilegan og skilningsríkan afa sem var alltaf tiltækur þegar á þurfti að halda, afa sem alltaf hafði tíma fyrir okkur. Guð geymi þig, elsku afi. Lárus Orri, Viktor Már og Eva María. Ég hef orðið þeirrar gæfu að- njótandi að þekkja Lárus Ög- mundsson í nær 50 ár eða frá þeim tíma þegar þau Hildigunn- ur, systir mín, felldu hugi saman. Lárus átti alla tíð sérstakan stað í hjarta mínu og annarra í fjöl- skyldunni. Það birti upp þar sem hann mætti með sitt hlýja bros, hvort sem það var í fjölskyldu- boðum, sumarbústöðum eða golf- ferðum og skilur hann eftir fjár- sjóð minninga sem nú er gott að ylja sér við. Lárus var yndislegur maður sem vildi leysa hvers manns vanda. Ræktarsemi hans kom vel í ljós þegar erfiðleikar steðjuðu að og ég man sérstaklega hve gott var að eiga hann að í lang- varandi veikindum móður minn- ar. Það var mikil gæfa fyrir systur mína að eiga þennan trausta mann sem lífsförunaut, enda var hann henni allt og gekk til allra verka af rósemi og yfirvegun. Umhyggja Lárusar fyrir Hildi- gunni var slík að öll þau ár sem hún var flugfreyja vaknaði hann með henni, um miðjar nætur eða árla morguns, til að gera bílinn kláran fyrir hana. Lárus var mikill Valsari og innilega stoltur af börnum sínum í fótboltanum, Dóru Maríu og Sigurði Agli. Og sömuleiðis naut hann þess að horfa á afastrákana sína, Lárus Orra og Viktor Má, spila fótbolta þar sem þeir sýndu góða tilburði. Lárus naut þess að spila golf og notaði hverja stund sem gafst, líka eftir að hann veiktist. Hann var ekki á því að gefast upp og nýlega keypti hann sér golfkort út sumarið, hann þráði að fá lengri tíma með fjölskyldunni í leik og starfi. En eigi má sköpum renna. Þær eru ófáar stundirnar þeg- ar ég kom í heimsókn í Kjalar- landið að Lárus var í bílskúrnum að dytta að hinu og þessu. Þrifa- legri bílskúr hef ég ekki séð, þar var öllu einkar haganlega komið fyrir. Lárus hafði einstaka hæfileika í samskiptum við fólk og nálgað- ist alla sem jafningja, brosandi og kátur. Það var gott að vera ná- lægt honum og gaman að ræða við hann um lífið og tilveruna. Þá skein alltaf í gegn sterk réttlæt- iskennd og óréttlæti þoldi hann ekki. Aðeins þegar talið barst að einhverju slíku sá ég hann skipta skapi en Lárus var alltaf sann- gjarn og rökfastur. Starf Lárusar hjá Ríkisendur- skoðun var honum mjög kært. Ég heyrði það líka hjá samstarfsfólki hans að Lárus lagði gífurlega al- úð og vandvirkni í verk sín og var vel liðinn. Hann var afar fróður um stjórnsýsluna, sem hann hafði unnið við allan sinn starfsferil, bæði í fjármálaráðuneytinu og hjá Ríkisendurskoðun og í ótal nefndum og stjórnum innan stjórnkerfisins. Það var mikið áfall þegar Lár- us greindist með krabbamein fyr- ir þremur árum. En aldrei heyrði maður hann kvarta og hann barð- ist af miklu hugrekki og æðru- leysi fyrir lífi sínu allt til síðustu stundar. Lárus var þó alltaf raun- sær og vissi að brugðið gæti til beggja vona. Við Jónína sendum Hildigunni og börnum þeirra Lárusar, Lilju Karítas, Dóru Maríu, Sigurði Agli og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki þau í sorginni. Jóhanna Sigurðardóttir. Dyrabjallan hringir á Guðrún- argötunni. Snaggaralegur strák- ur er kominn að sækja mig út á Valsvöll. Við erum í 5. flokki og að fara að etja kappi við Fram, ég í markinu og hann hægri fúlbakk. Hann gefur mér Double-Bubble- gúmmí úr Sölunefndinni og er viss um að við völtum yfir Fram- arana. Ákefðin og bjartsýnin stappar í mig stálinu, ég kveið leiknum áður en Lalli kom en skyndilega er eins og ský hafi dregið frá sólu og birtan sem geislaði frá vini mínum fyllti mig bjartsýni. Við unnum leikinn 3-0. Þessi kraftur, að umvefja alla í kringum sig gleði, von og trú, fylgdi sómamanninum Lárusi Ögmundssyni alla tíð. Lágvaxni, glaðværi og þrautseigi strák- urinn stækkaði, óx ásmegin, lék í mörg ár við góðan orðstír með meistaraflokki Vals og bætti litla samfélagið okkar á Íslandi með ómetanlegum störfum fyrir Ríkisendurskoðun. Minningarn- ar sækja á þegar góður vinur fell- ur frá, sparkið á malarvellinum á Hlíðarenda, nám og leikur í Aust- urbæjarskóla og Gaggó Aust og slarkið með Lalla, Bjössa, Herði og stelpunum úr Norðurmýri. Ekki síður langvinn vinátta sem aldrei bar skugga á. Eins og gengur og gerist gátu liðið nokk- ur ár án mikilla samskipta en vin- ur í hjarta er vinur alla tíð, yfir ár og vötn, haf og himin. Góða ferð kæri vinur, megi guð og góðar vættir vaka yfir þér á leið á nýjar slóðir. Við Guðbjörg vottum Hildigunni og börnunum okkar innilegustu samúð. Árni Benediktsson. Lárus var drengur góður, já- kvæður og lagði alltaf gott til. Ég kynntist því vel þegar við störf- uðum saman í Ríkisendurskoðun hversu mikla yfirburðaþekkingu Lárus hafði á lagaflækjum stjórnsýslunnar. Hann tryggði að vandað væri til verka og í hverju máli myndu menn sýna hófstill- ingu og sanngirni. Lárus stóð alltaf fast á því að rétt skyldi vera rétt. Hann var aldrei með gíf- uryrði eða baktal. Það var stutt í brosið, glettnina og skemmtileg- ar vísur. Það treystu allir Lárusi og leituðu til hans með flest álita- mál hjá Ríkisendurskoðun. Lár- us var sérstaklega vandaður og traustur starfsmaður stjórnsýsl- unnar. Lárus var alltaf kallaður Lalli meðal samstarfsmanna og vina. Hann var góður íþróttamaður, eins og aðrir munu lýsa betur en ég. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í golfinu árið 2003 naut ég léttrar leiðsagnar Lalla. Leikreglur skýrar og hinn sanni íþróttaandi golfsins. Þar á aldrei að hafa rangt við. Þar sigra menn á eigin verðleikum. Það var alltaf sérstakt ánægjuefni að fá að vera með Lalla í holli. Jákvæðar ábendingar og stutt í brosið. Undanfarin ár höfum við nokkrir góðir félagar farið í vorferð til London til að opna golfsumarið. Lalli var alltaf í góðu formi. Það kom því öllum á óvart þegar hann greindist með ristilkrabba- mein árið 2015. Eftir fyrstu að- gerðina náði Lalli sér nokkuð vel á strik og kom með okkur í skemmtilega golfferð til London í maí 2016. Í þessum ferðum er mikil keppni og hægt að vinna til ýmissa verðlauna. Lalli gaf ekk- ert eftir og sýndi okkur hversu góður íþróttamaður hann var, með því að sigra okkur fullfríska á lokadegi í höggleiknum með forgjöf. Það voru góðar gleði- stundir. Undanfarnar vikur hittumst við reglulega og tókum saman léttar Qigong-lífsorkuæfingar og ræddum málin á jákvæðan hátt. Í síðustu heimsókninni var það mér mjög dýrmætt á kveðju- stund að geta sagt Lárusi, mínum kæra vini, hversu mikils ég mæti hann og hans lífsviðhorf. Enginn veit hversu dagar lífs- ins verða margir. Alltof margir falla frá fyrir aldur fram. Það er okkur sem lifum áminning um að hver dagur er dýrmæt gjöf til að njóta. Fánýtt argaþras og ergelsi smámuna taka því miður allt of oft mikinn tíma og orku. Minn- ingin um Lárus mun lifa með þeim sem hann þekktu og von- andi tileinka sér flestir hans rétt- sýni, jákvæða hugarfar og glað- værðina. Ég votta Hildigunni, börnum og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Megi góðar minn- ingar lýsa og hugga í sorginni og veita birtu og gleði um ókomin ár. Þorvaldur Ingi Jónsson. Sagt er að sá sem er góður maður þurfi ekki að vera mikið annað. Lárus Ögmundsson var góður maður, hæglátur en rök- fastur og fylginn sér. Á sama tíma bjó hann yfir hæfileikum að leiða fram þá þætti sem máli skipta í samskiptum manna á milli og við úrlausn flókinna við- fangsefna. Samstarf til meira en tveggja áratuga hjá Ríkisendurskoðun, þar sem verkefnið var m.a. að kanna og meta starfsemi á vett- vangi opinberrar stjórnsýslu. Þar skipti miklu máli formfesta og að þeir embættismenn sem komu að þeim málum hefðu yfir að búa ekki bara þekkingu og reynslu á viðfangsefninu heldur ekki síður að trúmennska og ósérhlífni ein- kenndu störfin. Hlutverk Lárus- ar við úrlausn þessara viðfangs- efna var að tryggja og sjá um að þeim gildum og reglum væri fylgt eftir. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að viðurkenna að þegar menn hafa lokið góðum starfs- degi og unnið fyrir að njóta af- raksturs þeirrar vinnu séu þeir brott kallaðir. Þrátt fyrir öll af- rek læknavísindanna á liðnum ár- um er það ennþá svo að í sumum tilvikum eiga þau fá svör. Lárus hóf baráttu sína við krabbamein- ið fyrir þremur árum og var hún án hléa. Þær orrustur voru háðar af æðruleysi og skynsemi en svo var komið að lokum eins og hann orð- aði það „að berjast við að klífa brekkuna til að ná tindinum sem aldrei varð er þreytandi og sárt að sætta sig við“. Nú þegar Lárus Ögmundsson er kvaddur og lífsgöngu hans er lokið, verður ekki annað sagt, en að máttarvöldin hafi ekki gefið honum grið í erfiðum veikindum. Þakkað er áratuga samstarf sem einkenndist, þrátt fyrir að menn væru ekki alltaf einhuga í upphafi hvaða stíga skyldi ganga, af virð- ingu og tillitssemi. Hann var traustur maður og velviljaður öll- um sem honum kynntust. Lífs- ganga hans var björt og göfug. Fjölskyldu Lárusar votta ég einlæga samúð mína. Megi minn- ingin um farsælan og góðan mann veita þeim styrk. Sigurður Þórðarson. Kær vinur okkar Lárus Ög- mundsson er látinn eftir hetju- lega baráttu við óvæginn sjúk- dóm. Margs er að minnast frá margra ára vináttu. Lárus var gæfumaður í lífi og starfi. Átti yndislega eiginkonu sem stóð eins og klettur við hlið hans alla tíð í gegnum gleði og sorg. Börn- in hans, barnabörn og tengdason- ur voru honum óendanlega kær. Missir þeirra er mikill. Lárus var sannur Valsmaður bæði sem leikmaður og ábyrgur stjórnarmaður í aðalstjórn í fé- lagsins. Naut hann þess mjög að fylgjast með farsælum ferli barna sinna hjá Val svo og fram- gangi allrar sinnar fjölskyldu hvað sem þau tóku sér fyrir hendur. Lárus var maður sem unni landi sínu. Við urðum þess að- njótandi að ferðast með honum vítt og breitt um landið og nutum fróðleiks hans um fjöll og dali á okkar fagra landi. Staði sem við hefðum aldrei heimsótt án hans leiðsagnar. Lárusar verður sárt saknað í stórum vinahópi. Ætíð hrókur alls fagnaðar. Við viljum minnast Lárusar með þessu fallega ljóði. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Takk fyrir yndislega vináttu. Guð geymi þig, elsku vinur. Vilhjálmur Kjartansson og Elísabet Hilmarsdóttir. Í dag drúpum við höfði og þökkum fyrir sporin sem við gengum með vini okkar, Lárusi Ögmundssyni. Hann og Hildi- gunnur tilheyrðu stórum vina- hópi okkar sem fórum árlega í útilegur með fjölskyldurnar og slógum upp þorrablóti til skiptis á veturna. Hann var ávallt hrók- ur alls fagnaðar á þessum mótum og oftar en ekki dró hann okkur í gönguferðir um fjöll og firnindi. Elja hans var óstöðvandi og hann var allra manna fróðastur um föðurlandið og ávallt reiðubúinn að miðla til okkar af visku sinni. Fjölskylduferðirnar eru ógleymanlegar og skemmtu allir aldurshópar sér jafnvel. Þar bundust börnin okkar einnig vinaböndum og rifja þau oft upp þessar góðu minningar. Gaman var að fylgjast með fótboltaleikj- um barnanna og undrunarsvip drengjanna þegar þeir uppgötv- uðu að Dóra María væri enginn eftirbátur þeirra í fótbolta nema síður væri. Í þá daga var ekki al- gengt að stúlkur spiluðu fótbolta. Undanfarin sumur höfum við hjónin svo hitt Lárus og Hildi- gunni á fótboltamótum þar sem barnabörnin okkar hafa verið að keppa. Þau hafa ávallt hvatt sitt fólk áfram og sinnt fjölskyldu sinni ákaflega vel. Börn og barnabörn bera þeim enda fagurt vitni því öll eru þau með eindæmum vel gerðir einstaklingar og greinilegt er að mikil ást og virðing ríkir í þessari fjölskyldu. Lárusar verður sárt saknað í vinahópnum. Genginn er góður maður sem kunni þá list að njóta lífsins á sinn hógværa og hófsama hátt. Hann var allra manna frækn- astur, fríðastur og fróðastur en hreykti sér aldrei af atgervi sínu eða afrekum. Hann var hógvær og hjálpfús og bar virðingu fyrir mönnum jafnt sem dýrum. Mikill er missir fjölskyldu hans og send- um við henni okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Við kveðjum Lárus með þess- um ljóðlínum: Uppi í himinhvolfi háu hefur flug á bólstri bláu fagur andi, frelsi feginn, fjötrunum frá hérna megin. Hann gaf úr sínum gæskubrunni göfug ráð og öllum unni. Við honum færum þakkirnar fyrir allt sem eitt sinn var. (Íris Dungal) Íris Dungal og Guðmundur Þ. Pálsson. Lárus Ögmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.