Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 49
Árið 1995 komu saman nokkrir
félagar sem útskrifuðust úr
Verzlunarskóla Íslands árin
1972/3 í þeim tilgangi að hittast
reglulega og var skákborðið af-
sökunin og ástæðan. Uppistaðan
var gamla skáksveitin en nokkrir
gæðingar bættust við og þar á
meðal Lárus. Þessi félagsskapur
hefur haldið hópinn allar götur
síðan og vináttan eflst. Auk tafls-
ins er tekin létt umræða um
íþróttir og málefni líðandi stund-
ar. Þá er tekinn golfhringur að
sumarlagi ef veður leyfir.
Hittast menn heima hver hjá
öðrum og hafa notið góðra veit-
inga á meðan skákin stendur yfir.
Það er allt of snemmt, rétt í þann
mund sem starfsævi er að ljúka,
að þurfa að sjá á bak góðum fé-
laga. Hann er örugglega búinn að
tryggja sér „besta sætið“ þarna
uppi og fylgist með heimsmeist-
arakeppninni í fótbolta en hann
var afreksmaður á þessu sviði á
sínum yngri árum. Við vottum
Hildigunni skólasystur okkar og
börnunum Lilju Karítas, Dóru
Maríu, Sigurði Agli og þeirra fjöl-
skyldum okkar innilegustu sam-
úð.
Blessuð sé minning hans.
Árni Þór, Einar, Guðjón
Guðm., Guðjón Steingr.,
Gunnar Hall, Gunnar Helgi,
Hans, Jafet, Jóhann og
Kjartan Már.
Að kvöldi 5. júní sl. bárust þær
fréttir að okkar góði félagi Lárus
Ögmundsson væri fallinn frá.
Golfhópurinn Fálkarnir er fé-
lagsskapur sem stofnaður var
fyrir tíu árum og er að uppistöðu
til skipaður gömlum keppnis-
mönnum knattspyrnufélagsins
Vals í knattspyrnu og handknatt-
leik og einstaka spámönnum úr
öðrum greinum. Lárus var eins
og annarsstaðar, þar sem Vals-
menn voru á ferð, boðinn og bú-
inn til að sinna því félagsmála-
stússi sem fylgir svona hóp.
Golf er vinsælt áhugamál hjá
keppnismönnum þegar ferlinum
lýkur. Þar fá menn ágæta útrás
fyrir hreyfiþörf sína og keppnis-
skap. En þetta er líka krefjandi
grein sem útheimtir góða tækni.
Oft eru menn að rótast í sand-
gryfjum eða kargaþýfi og auðvit-
að allur gangur á því hvernig
menn bregðast við lélegum högg-
um og þau eru mörg.
Hvað Lárus varðaði þá skipti
hann aldrei skapi hvað sem á
gekk. Hinn félagslegi og andlegi
grundvöllur Valsmanna, að láta
kappið ekki bera fegurðina ofur-
liði, var leiðarljós hans. Hann
hafði líka komið sér upp leikstíl
sem var býsna árangursríkur – á
okkar mælikvarða – persónuleiki
hans, átakalaus, öruggur og
ábyrgur.
Fálkarnir hafa alveg frá byrj-
un átt í sínum röðum hirðskáld
eitt sem við ýmis tækifæri hefur
getað kastað fram vísuparti,
stöku og jafnvel heilum ljóða-
bálki. Lárus var á svipaðri
bylgjulengd; hann safnaði saman
kveðskap ýmsum, fornum og nýj-
um, og flutti við hátíðleg tæki-
færi. Þetta áhugamál hafði hann
frá föður sínum Ögmundi Guð-
mundssyni og kenndi ýmissa
grasa í safni þeirra feðga.
Fyrir þremur árum kenndi
Lárus sér þess meins sem hann
glímdi við uppfrá því. Í hönd fór
erfið og tvísýn barátta. Fyrir
leiktímabilið 2016 var um skeið
nokkur óvissa um það hvort hann
yrði með. En við vissum líka
hversu dýrmætar þær stundir
voru honum að komast burt frá
„reykmettuðum bakherbergjum
stjórnsýslunnar,“ eins og hann
orðaði það einhverju sinni, og
ganga með vinum sínum alla
þessa kílómetra innan um mó-
fuglana í
Grafarholtinu eða nær strönd-
inni þar sem Korpa rennur til
sjávar. Hann sneri aftur þetta
sumar og í fyrra líka, varð efstur í
mótaröðinni 2016 og með efstu
mönnum í fyrra. Þessi misseri
upplýsti hann okkur jafnharðan
um gang baráttu sinnar. Við vor-
um vongóðir í fyrstu en haustið
2017 var eins og drægi ský fyrir
sólu og vonin dvínaði. Hann
mætti til undirbúningsfundar í
vor í hinu nýstandsetta Fjósi við
Valsheimilið og það var í síðasta
sinn sem flestir okkar hittu hann.
Á kveðjustund viljum við fé-
lagar hans í Fálkunum færa eig-
inkonu hans Hildigunni Sigurð-
ardóttur, börnum og fjölskyldu
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Helgi Ólafsson
og Jón H. Karlsson.
Að taka þátt í foreldrastarfi er
gefandi á margan hátt. Ekki að-
eins að vera til staðar fyrir börnin
og fylgjast með árangri þeirra og
þroska, heldur einnig að kynnast
þeim fjölmörgu foreldrum sem
eru að hjálpa til að ná settu
marki. Eins og gengur eru sumir
foreldrar eftirminnilegri en aðrir.
Í hópi þeirra eftirminnilegri voru
þau Lárus og Hildigunnur.
Ég þekkti aðeins til Lalla áður
en ég kynntist honum fyrir al-
vöru, en Sverrir bróðir hans hafði
þjálfað mig þegar ég var ungling-
ur.
Það var sannarlega skemmti-
legt að kynnast Sverri sem býr
yfir miklum mannkostum. Ég
kynntist reyndar einnig lítillega
Palla bróður þeirra og voru þau
kynni jafnframt ánægjuleg. Ég
hafði því fyrirfram töluverðar
væntingar til Lalla. Það er
skemmst frá því að segja að Lalli
stóð undir öllum þeim vænting-
um og vel það. Kímnigáfan á sín-
um stað, mikið jafnaðargeð og
lagni við að vinna fólk á sitt band
á sinn hógværa og yfirvegaða
hátt. Lalli hafði einstaklega góða
nærveru og góð áhrif hvar sem
hann kom. Hann átti auðvelt með
að laða fólk að sér og lagði gott til
allra mála.
Þegar ég hafði samband við
Lalla var barnastarf nokkuð laus-
ara í reipunum en nú er. Ég hafði
áhuga á því að safna saman
barnahópi á leikskólaaldri og
kenna þeim undirstöðuatriði i
fótbolta sem ég taldi mig af ein-
hverjum ástæðum vel fallinn til
að gera. Lalli tók vel í þetta og
bæði Siggi og Dóra María mættu
til leiks. Það var fljótlega ljóst að
það var lítið hægt að bæta leik
Dóru sem sýndi strax ótvíræða
hæfileika, en það var hægt að
leiðbeina Sigga um ýmislegt og
er jafnvel enn.
Ég sendi Lalla kveðju þegar
Siggi skoraði bæði mörkin í bik-
arúrslitaleik um árið. Annað
markið var sérstaklega glæsilegt
og töluðu blöðin um svokallaðan
Berbatov-snúning.
Lalli svaraði kveðjunni á sinn
skemmtilega hátt og sagist ekki
skilja hvað verið væri að blanda
Berbatov í þetta. Hann myndi
ekki betur en ég hefði margsinnis
sýnt þennan snúning á námskeið-
inu forðum.
Seinna tókum við Lalli þátt í
foreldrastarfi hjá Víkingi þar
sem störfuðu frábærir þjálfarar í
vel skipulögðu barnastarfi. Þó að
við hefðum yfir litlu að kvarta
fannst okkur óneitanlega Vals-
búningurinn fara Sigga betur.
Siggi fetaði þar í fótspor Dóru
Maríu sem hefur verið ein allra
besta knattspyrnukona landsins
undanfarin ár bæði með Val og
landsliðinu.
Þó svo að Lalli hafi glímt við
erfiðan sjúkdóm um nokkurt
skeið var alltaf til staðar von um
að honum tækist að hafa betur.
Hann bar sig vel og strangar
meðferðir höfðu ekki mikil áhrif á
ytra útlit sem jók á bjartsýnina.
Því miður var það ekki raunin og
að honum er mikil missir.
Við Olla og fjölskylda sendum
Hildigunni og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Helgi Sigurðsson.
Fleiri minningargreinar
um Lárus Ögmundsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
✝ Kristín Magn-úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1.
desember 1932.
Hún andaðist 9.
júní 2018 á hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð í Reykja-
vík.
Kristín ólst upp í
Skerjafirði og bjó
þar til ársins 1954.
Foreldrar hennar
voru Magnús Guðmundsson,
sjómaður og bóndi, f. 20.9. 1870
í Lambadal í Dýrafirði, en bjó
lengst af á Dvergasteini í Álfta-
firði við Súðavík, d. 27.5. 1960,
og Ingveldur Jóhannsdóttir, f.
4.10. 1891 á Efri-Arnarstöðum í
Helgafellssveit, húsmóðir í
Reykjavik, d. 3.10. 1986.
Alsystir Kristínar er Fjóla
Kristrún Magnúsdóttir, f. 1934.
Systur Kristínar sammæðra
voru þær Guðfinna Guðnadótt-
ir, f. 1920, d. 2013, og Theódóra
riksdóttir, f. 15.6. 2007, Alex-
ander Rúnar Andrason, f. 1.9.
2010, og Ísabella Lena Andra-
dóttir, f. 19.10. 2015. 2) Linda
Lou Arthur, f. 28.10. 1956, maki
Stefán Stefánsson, f. 27.8. 1953.
Börn þeirra eru a) Kristinn
Arnar, f. 10.2. 1974, d. 8.3. 2016.
b) Telma Lind, f. 28.3. 1977.
Barnabörn Lindu og Stefáns
eru Nói Stefán Þorsteinsson, f.
16.9. 2014, og Sigurður Arnar
Kristinsson, f. 28.2. 2016.
Seinni maður Kristínar var
Ingólfur Eggertsson, f. í
Reykjavík 16.11. 1929, d. 9.5.
2001. Foreldrar hans voru Egg-
ert Bjarnason, vélstjóri, f. 6.
ágúst 1887 að Björgum á
Skagaströnd í Austur-Húna-
vatnssýslu, d. 2. október 1966,
og kona hans Ólafía Þóra Jóns-
dóttir, f. 21. október 1892 í
Reykjavík, d. 9. október 1955.
Sonur Kristínar og Ingólfs er
Eggert Magnús, f. 5.12. 1970,
maki Margrét Þuríður Sverr-
isdóttir, f. 27.12. 1973. Börn
Eggerts eru Hildur Högna, f.
25.9. 2002, og Sunneva Sól, f.
9.10. 2004.
Útför Kristínar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 21.
júní 2018, klukkan 15.
Guðnadóttir, f.
1921, f. 2010. Sam-
feðra voru systkini
hennar Rögnvald-
ína Hjaltlína Krist-
ín Magnúsdóttir, f.
1900, f. 1924, Guð-
munda Guðfinna
Magnúsdóttir, f.
1902, f. 1974, Jón
Valgeir Magnús-
son, f. 1905, d.
1951, og Auðunn
Magnússon, f. 1908, d. 1998.
Kristín var tvígift. Fyrri
maður hennar var Russell Mac
Arthur, f. 1922, d. 1988. Þau
skildu. Dætur þeirra eru: 1)
Inga Barbara Arthur, f. 14.8.
1955, maki Gunnar Rúnar Odd-
geirsson, f. 4.11. 1954. Börn
þeirra eru: a) Diðrik Örn, f.
30.7. 1978. b) Andri Rúnar, f.
7.7. 1987. c) Viktoría Lind, f.
9.8. 1996. Barnabörn Ingu og
Gunnars eru Ísak Leó Diðriks-
son, f. 17.5. 2001, Emilía Dið-
Kynni okkar Kristínar, eða
Stínu eins og hún var yfirleitt
kölluð, hófust 1972 þegar ég
kynntist Lindu, dóttur hennar.
Ég var ekki nema nítján ára en
hún tók mér opnum örmum og
mér leið strax eins og ég væri
hluti af fjölskyldunni.
Eggert, sonur þeirra, var þá
tveggja ára og hann átti síðar eft-
ir að verða góður vinur barna
okkar Lindu, Kristins Arnars og
Telmu Lindar.
Stína og Ingólfur Eggertsson
eiginmaður hennar bjuggu í
Breiðholti eins og við og sam-
gangur var mikill. Þeim þótti
vænt um landið og náttúruna og
nýttu hvert tækifæri til að
ferðast, keyrðu þá um landið á
Lada Sport-jeppanum sínum
með tjaldvagn eða hjólhýsi í eft-
irdragi. Börn okkar ferðuðust oft
með þeim og nutu stundanna með
ömmu og afa.
Veiði var ástríða hjá Stínu og
Ingólfi og sjaldan komu þau fisk-
laus heim. Eggert og Kristinn
Arnar lærðu ungir að bera sig að
við veiðina, veiðiáhugi þeirra
kviknaði í þessum ferðum og
fylgdi þeim til fullorðinsára.
Ein veiðiferðin var sérstaklega
eftirminnileg. Vor eitt í Norðurá í
Munaðarnesi óðu bæði Stína og
Ingólfur yfir ána, full eftirvænt-
ingar fyrir komandi veiði. Stína
klifraði upp í hlíð og skyggndi ána
á meðan Ingólfur renndi í.
Skyndilega beit fiskur á og hann
var stór. Stína varð spennt en
gáði ekki að sér, féll við og fót-
brotnaði. Þá voru góð ráð dýr,
Ingólfur stóð úti í ánni með
stöngina á meðan Stína lá kvalin
á bakkanum. Hringt var á sjúkra-
bíl og þegar sjúkraflutninga-
mennirnir komu óðu þeir yfir ána
til hennar. Þeir treystu sér hins
vegar ekki til að vaða ána til baka
með Stínu í börunum svo hringt
var á þyrlu sem kom og flutti
hana yfir bakkann að sjúkrabíln-
um. Í öllum hamaganginum tókst
Ingólfi einhvern veginn að landa
laxinum. Fiskurinn var ekki vigt-
aður uppi í veiðihúsi að þessu
sinni en seinna frétti hann að
þetta hefði verið stærsti flugu-
veiðifiskur sumarsins og að hann
ætti inni verðlaun. Laxinn tók
víst rauðan Francis.
Stína var alltaf andlega sterk
og sá ýmislegt sem okkur hinum
var hulið, hún las í bolla, spáði í
spil og var berdreymin. Hún var
næm á lífið og fólkið í kring. Stína
var vel liðin af öllum sem kynnt-
ust henni. Hún vann lengi hjá
búningadeild Sjónvarpsins og í
mötuneytinu hjá Reykjavíkur-
höfn og var vinmörg og vinsæl
enda einstök kona.
Stína hafði yndi af ferðalögum
og að heimsækja nýja staði og
fórum við í margar eftirminnileg-
ar ferðir saman. Stendur þar upp
úr ferð okkar til Miami til að vera
við útskrift Telmu Lindar. Fór-
um við þá líka í siglingu til
Bahamaeyja og þar naut hún sín
vel, á siglingu undir hlýrri sólinni.
Ingólfur lést árið 2001 eftir
erfið veikindi. Heilsu hans fór að
hraka um svipað og leyti og Stína
hætti að vinna. Hún saknaði hans
sárt, þau höfðu hlakkað til að
ferðast saman nú þegar meiri
tími gæfist til þess. Stína bjó síð-
ustu árin á hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð, þar sem hún bjó sér
hlýlegt heimili. Þar leið henni vel.
Að lokum vil ég kveðja þig með
þessum orðum, elsku Stína mín.
Margs er að minnast og mikils að
sakna.
Stefán Stefánsson.
Elsku amma mín, nú ert þú
farin frá okkur. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum
og þakka þér fyrir allan þann
tíma sem við höfum átt saman.
Það sem fær mig til þess að brosa
mest er tíminn sem þú og Nói
Stefán, sonur minn, áttuð saman.
Þegar ég sagði honum að
langamma væri farin þá sagði
þessi elska: „Mamma, er
langamma farin til tunglsins til
Adda frænda, ég elska Adda og
langömmu svo mikið, ég er leið-
ur.“ Ég veit að Addi bróðir er að
passa vel upp á þig núna enda
mikill ömmustrákur en eitt vil ég
biðja ykkur um. Verndið Nóa
Stefán í hans erfiðu veikindum,
sendið honum ljós og orku. Verið
hans verndarenglar.
Bless, elsku amma.
Verndarengill
Lítill engill á öxlinni
Lítur yfir
Og gætir þín
Engin hætta
Bara trúa
Trúðu á mig
Ég vaki
Vertu sterk
Haltu áfram
Ekki gefast upp
Þú kemur aftur
Sterkari en áður
(Rannveig Iðunn)
Telma Lind Stefánsdóttir.
Elsku amma Stína, það er sár
tilfinning sem fylgir því að hugsa
til þess að við munum ekki fá að
sjá þig aftur. Er ég heimsótti
ömmu nú í byrjun júní og heilsa
hennar hafði versnað hratt á
stuttum tíma var hún samt að
spyrjast fyrir um hvernig lang-
ömmubörnin hennar og móðir
þeirra hefðu það. Það að hún var
að spyrjast fyrir um fjölskyldu
mína á sínum erfiðustu stundum
sýnir hversu hugulsöm mann-
eskja hún amma Stína var.
Minnisstæð eru einnig nota-
legu stundirnar sem við áttum
saman er ég var lítill strákur að
gista hjá ömmu. Amma var ávallt
búin að útbúa uppáhaldið mitt
sem var kakósúpan góða með
bruðlum. Einnig sátum við oft
klukkustundum saman við eld-
húsborðið og amma lagði hvern
kapalinn eftir annan og ég perlaði
hvert perlulistaverkið eftir annað
með hjálp hennar.
Það var alltaf ævintýri að fara
með ömmu Stínu í sumarbústað-
inn þegar ég var lítil og þar leið
henni vel. Margar veiðiferðirnar
fórum við í og nutum þess að
veiða í kyrrðinni enda var veiði í
miklu dálæti hjá henni ömmu.
Svo var spilað fram á kvöld er
heim var komið í bústaðinn.
Amma naut sín mjög úti í nátt-
úrunni og er ég mjög þakklát fyr-
ir stundirnar sem ég átti með
henni þar.
Munum við alltaf hugsa hlý-
lega til hennar ömmu Stínu okkar
og munu langömmubörnin henn-
ar, sem voru við hlið hennar þeg-
ar hún kvaddi þennan heim, fá að
vita að þau áttu mjög ástríka og
hlýlega langömmu. Erum við
systkinin mjög þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman
með ömmu Stínu og munu þær
minningar lifa áfram í hjörtum
okkar.
Þeir segja mig látna, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem mun ykkur gleðja.
(Höf. óþ.)
Andri Rúnar og
Viktoría Lind.
Kristín
Magnúsdóttir
Lokað
Vegna útfarar LÁRUSAR ÖGMUNDSSONAR verða
skrifstofur Ríkisendurskoðunar lokaðar í dag.
Ríkisendurskoðandi
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSDÍS ANNA ÁSMUNDSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 12. júní.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ingibjörg Eyþórsdóttir Sæmundur Sigurðsson
Árni Eyþórsson
Sigríður Eyþórsdóttir Róbert Karlsson
Ásdís Eyþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, systir, mágkona,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 13. júní. Hún verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 25. júní klukkan 11.
Páll Magnússon
Tumi Magnússon Ráðhildur Ingadóttir
Pétur Magnússon Ásdís Thoroddsen
Guttormur Magnússon Brit Sejersted Bødtker
Anna Sigurveig Magnúsd.
Gylfi Gunnarsson Sólborg Sumarliðadóttir
börn og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
UNNUR BALDVINSDÓTTIR
meinatæknir,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
11. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 22. júní kukkan 11.30.
Sigríður Birna Guðjónsdóttir Björn Þórarinsson
Guðborg Auður Guðjónsd. Hermann Kristjánsson
Unnur Birna Björnsdóttir
Dagný Halla Björnsdóttir
Auður Brá Hermannsdóttir
Annalísa Hermannsdóttir