Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
✝ Guðbjörn Ax-elsson vélstjóri
fæddist 12. febr-
úar 1934 á Hjalt-
eyri við Eyjafjörð.
Hann andaðist 14.
júni 2018 á Borg-
arspítalanum.
Hann var
kvæntur Önnu
Lísu Kristjáns-
dóttur, f. í Vam-
drup á Austur-Jót-
landi 16. maí 1935, d. 17.
október 2016.
Foreldrar hans voru Axel
Sæmann Sigurbjörnsson sjó-
maður og Guðmunda Karen
Guðjónsdóttir húsfreyja.
Anna Lísa og Guðbjörn eign-
uðust tvö börn. Þau eru 1) El-
ísabet, f. 2.6. 1956, lögmaður,
maki Björn Jónasson útgefandi.
Börn þeirra eru a) Anna Lísa,
maki Ásmundur Tryggvason,
börn Örlygur (lést í fæðingu),
Björn og Áslaug Dagmar, b)
Ingibjörg, c) Jónas Bergmann,
maki Brittany Solar
Björnsson. 2) Axel
Sæmann, f. 19.2.
1960, umsjónar-
maður fasteigna,
maki Ólöf Stefáns-
dóttir, löggiltur
bókari. Fyrri kona
Axels var Elín Rósa
Guðmundsdóttir,
börn þeirra eru: a)
Óskar Sæmann,
maki Inga Hrund
Arnardóttir, börn Sólborg (með
fyrri sambýliskonu), Óliver Sæ-
mann og Brynar Tumi, b) Guð-
björn, maki Matthildur Fanney
Jónsdóttir, börn Axel Máni og
Aron Kári. Matthildur á tvö
börn, Flemming Jón og Selmu
Karen, c) (uppeldisdóttir)
María Kristinsdóttir, maki
Daníel Jakobsson, börn Anita
Nótt (Sigurgeirsdóttir) og Ólöf
Emelía.
Útför Guðbjörns fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 21. júní
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Guðbjörn Axelsson vélstjóri,
tengdafaðir minn, er borinn til
grafar í dag. Hann fæddist og ólst
upp á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Sem ungur drengur ólst hann upp
við sjómennsku og var hún honum
í blóð borin. Hann undi sér hvergi
betur en úti á sjó, úti á firði, við
veiðar, í náttúrunni. Ég átti þess
kost að fá að upplifa manninn Guð-
björn Axelsson á sjó, í sínu ele-
menti. Það var sjórinn, fuglinn,
veðrið, klókindin við að stýra
bátnum en ekki síst þekkingin á
því hvar fiskinn var að finna.
Hann var til sjós sem ungur
maður og sigldi til Danmerkur,
þar sem hann kynnist konu sinni
Önnu Lísu. Þar kviknaði ást sem
sigraði allar fjarlægðir, og kom
hún til Íslands, þar sem þau giftu
sig og stofnuðu fjölskyldu. Guð-
björn og Anna Lísa voru samhent
í sínu lífi og fannst öllum þau vera
einsog einn maður.
Eitt sinn bauð Guðbjörn okkur
föður mínum, Jónasi B. Jónssyni,
embættismanni úr Reykjavík,
norður í Eyjafjörðinn í ufsa. Þá
var nýbúið að færa einkarétt á
þorskinum til ólígarka framtíðar-
innar, útá ótraust vísindi. Við
pabbi keyrðum norður á vit æv-
intýra, enda við báðir þurrskóa
landkrabbar sem engan þekktum
sjóinn. En við vorum viljugir há-
setar. Sváfum á gólfinu í gamla
Knútshúsinu á Hjalteyri, og vor-
um vaktir klukkan fjögur af Guð-
birni, sem hafði þá þegar eldað
hafragrautinn. Og það var kalt
þótt sumar héti og gufaði úr
munninum þegar við vöknuðum.
Og það var spenningur í loftinu
þegar Guðbjörn leysti landfestar
og sigldi með okkur útá Eyjafjörð-
inn. Ufsaveiðarnar fóru þannig
fram að lögð var út lína með fjölda
króka. Síðan var skimað eftir fugli
og þar sem var ger, var síld eða
annar smáfiskur og í kjölfarið kom
ufsinn. Þá var gefið allt í botn og
sveigt fyrir ufsann, þannig að lín-
an lenti í miðri torfunni. Þetta
bragð útfærði Guðbjörn snilldar-
lega og við hásetarnir höfðum ekki
við að draga inn línuna og slægja í
kjölfarið.
Faðir minn var bóndasonur úr
Húnavatnssýslu, fæddur í torfbæ
og tengdafaðir minn sjómanns-
sonur úr Eyjafirði, báðir þessir
menn þekktu lífsbaráttu íslensku
þjóðarinnar. Menn fárra orða,
dugnaðar og æðruleysis. Það er
mér heilög minning að hafa séð
þessa tvo menn, sem komu úr
ólíkri átt, vinna saman sem einn
maður.
Guðbjörn var einstaklega
vinnusamur og atorkumikill. Eftir
að hafa verið vélstjóri á togurum
settist hann í helgan stein, sem
fólst í því að hann keypti sér trillu
og gerði hana út. Þá var vaknað
fyrir allar aldir og stímt á miðin og
verið að fram eftir degi, alla daga
sem fært var.
En einsog þetta væri ekki nóg,
þáákváðu þau hjónin að byggja
kaffihús á Hjalteyri. Þá var hann
að nálgast sjötugt. Þegar það var
fullbyggt, ráku þau hjónin Kaffi
Lísu í tíu ár.
Guðbjörn var tengdur systkin-
um sínum sterkum vináttubönd-
um sem héldust alla tíð. Hann var
hlýr maður og kærleiksríkur og
var ávallt reiðubúinn að taka und-
ir horn með öðrum þegar á þurfti
að halda. Hann ávann sér virðingu
og traust allra sem komust í snert-
ingu við hann og er sárt saknað af
fjölskyldu og vinum.
Björn Jónasson.
Afi minn var sterkasti maður í
heimi. Hann var eins og pabbi
Línu og Stjáni blái í einum manni.
Afi var með einstaklega hlýja
nærveru. Hann var mikið á sjó
þegar ég var barn, en nærvera
hans var samt áþreifanleg á heim-
ili þeirra ömmu þar sem ég dvaldi
stundum sem barn. Á sumrin fór-
um við norður á Hjalteyri þar sem
við afi og amma áttum okkar ann-
að heimili og hamingjan fólst í
pönnukökum, nýveiddum fiski, að
dorga á bryggjunni eða fara út á
trillunni hans afa. Dýr og börn
hændust að honum, stundum um
of. Fræg var gæsin sem var orðin
svo hænd að honum að hún hleypti
ekki ömmu út á pall á Kaffi Lísu.
Á fullorðinsárunum kynntist ég
afa betur og fékk að heyra sögu-
brot úr lífi hans. Hann var ósér-
hlífinn vinnuþjarkur og þegar í
land var komið var ekki slegið
slöku við. Hann kunni margar
stórbrotnar sögur frá sjómennsk-
unni sem ég fékk stundum að
heyra brot úr. Hann var alltaf
sterkur og ég man vel þegar hann
var á spítalanum að jafna sig eftir
heilablóðfall, þá hjálpaði hann
sjúkraliðanum að ýta niður ann-
arri hliðinni á rúminu sem var orð-
in stíf. Afi var líka tónelskur, spil-
aði á harmonikku fyrir
barnabörnin sín og var stoltur af
þeim.
Afi var hlýr og vinmargur, var
elskaður og elskaði sitt fólk. Það
er óraunverulegt að eiga hann
ekki lengur að. Skömmu fyrir and-
látið minnti hann mig á hve marg-
ar fallegar minningar við ættum
saman. Þær eru nú dýrmætar
minningar. Ég veit að amma tekur
vel á móti honum í sumarlandinu.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn, rósin mín.
Er kristalstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Anna Lísa Björnsdóttir.
Mig langar að minnast föður-
bróður míns með nokkrum orðum.
Guðbjörn Axelsson ólst upp í
Knútshúsi á Hjalteyri við Eyja-
fjörð með sjö systkinum. Faðir
hans var sjómaður á Hjalteyri og
gerðist Guðbjörn einnig sjómaður.
Hann var vélstjóri á nokkrum tog-
urum í gegnum ævina. Í einni af
siglingum sínum til Esbjerg í
Danmörku kynntist hann danskri
konu og „sjanghæjaði“ hana með
sér til Íslands, hún hét Anna Lísa
Pedersen og varð eiginkona Guð-
björns. Anna Lísa lést 17. október
2016. Ég var í pössun hjá Guðbirni
og Önnu Lísu þegar ég var barn
og þegar hann kom úr siglingu að
utan þá fékk ég gjafir eins og hans
börn. Einnig er ríkt í minningunni
að Anna Lísa var oft að spila
danska dægurlagamúsík á
grammófón. Á níunda áratugnum
byggðu foreldrar mínir og Guð-
björn og Anna Lísa sumarbústaði
hlið við hlið á Hjalteyri og man ég
eftir einstaklega skemmtilegum
tíma þegar ég var að hjálpa til við
að byggja sumarbústaðina í 22
stiga hita og glampandi sól. Anna
Lísa ætlaði þá að vera verulega
góð við eiginmann sinn og bakaði
handa honum kleinur og kom með
þær til hans en heldur brá henni
þegar Guðbjörn hvessti sig og
sagði: „Kemurðu með kleinur,
hvar er vatnið!“ Enda vorum við
allir orðnir mjög þyrstir af að
hamast við smíðina í hitanum og
sólinni og pabbi fór í næsta hús og
náði í vatn handa okkur en klein-
urnar voru góðar. Annars var
Guðbjörn mikill húmoristi og þeg-
ar pabbi var með óstöðvandi hlát-
ur í símanum heima þá spurði ég
mömmu eitt sinn hvort hann væri
að tala við Guðbjörn. Guðbjörn
var alla tíð orkumikill maður og
yfirleitt lítil lognmolla í kringum
hann. Haustið 2003 þegar Guð-
björn er að nálgast sjötugt þá
opna hann og Anna Lísa kaffihús á
Hjalteyri sem þau skíra Kaffi
Lísa. Þegar ég kom á Hjalteyri á
sumrin eftir það þá var það eitt af
mínum fyrstu verkum að kíkja á
Kaffi Lísu og heilsa þeim og fá
mér danskt smörrebröd. Oft var
Guðbjörn þá að spila á harmóník-
una úti á veröndinni á Kaffi Lísu.
Guðbjörn var ákaflega músíkalsk-
ur og spilaði á harmóníkuna eftir
eyranu og einu sinni spilaði ég á
gítarinn með honum á útiskemmt-
un um verslunarmannahelgina
fyrir fólkið á Hjalteyri og þá var
bæði sungið og dansað í þúfunum
á eyrinni. Við Guðbjörn áttum
gott samtal um lífið og tilveruna í
Kaffi Lísu sumarið 2016 og kvaddi
ég hann og Önnu Lísu innilega þá.
Við hittumst síðast á ættarmóti
síðastliðið sumar.
Guð blessi minningu Guðbjörns
Axelssonar.
Eyþór Rafn Gissurarson.
Já, við náðum að brúa kyn-
slóðabilið, ég og Guðbjörn og við
áttum eftir að tengjast órjúfanleg-
um vináttuböndum, ekki bara á
Hjalteyri heldur líka þegar þau
hjónin voru búin að selja Kaffi
Lísu og komu sjaldnar til Hjalt-
eyrar. Leið mín lá oft í Sóltúnið til
þeirra heiðurshjóna og þar var
ávallt tekið vel á móti mér. Nú eru
ekki nema tæp tvö ár síðan Guð-
björn missti eiginkonu sína hana
Önnu Lísu en hún lést í október
2016 eftir skammvinn veikindi.
Þetta reyndist mikið áfall fyrir
Guðbjörn og mér fannst hann ekki
verða samur eftir þetta, hún var
hans stoð og stytta og setti hann
ávallt í fyrsta sæti. Við Guðbjörn
hittumst fyrst á Hjalteyri fyrir all-
mörgum árum en þar byggðu þau
sér sælureit í húsinu við sæinn,
þar leið þeim best og þar vildu þau
alltaf vera. Það tókst strax með
okkur Guðbirni mikil og góð vin-
átta, vinátta sem aldrei gleymist.
Ekki löngu eftir að Anna Lísa dó
þá fluttist Guðbjörn úr Sóltúninu
á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar fékk
hann snotra íbúð til afnota og þar
leið honum ágætlega. Það var fyr-
ir nokkrum dögum að ég heimsótti
Guðbjörn en þá var ég á leið norð-
ur á Hjalteyri, ekki grunaði mig
að þetta yrði í síðasta skipti sem
okkar leiðir lægju saman, hann
var hress og kátur og spurði inni-
lega frétta að norðan. Hann var
iðulega með hugann fyrir norðan á
fallegu eyrinni, Hjalteyri, staðn-
um sem hann átti svo ljúfar minn-
ingar um. Í minningu geymi ég
mynd af traustum og hugljúfum
manni sem klappaði mér á bakið
og óskaði mér góðs gengis með
það sem ég var að gera hvert sinn,
ég er þakklátur fyrir að hafa notið
þess að að kynnast Guðbirni og
vera hluti af lífi hans, hann var vel
gerður maður og vandaður til orðs
og æðis. Fjölhæfur var hann og
vann að margbreytilegum verk-
efnum um ævina hvort heldur var
til sjós eða lands. Hann var ekki
alltaf margmáll og flíkaði tilfinn-
ingum sínum lítt en gat verið
manna skemmtilegastur þegar
hann naut sín sem best og eðli
sagnamannsins var honum áskap-
að. Hann var með hugann fyrir
norðan fram á síðasta dag og þeg-
ar ég hringdi í hann að norðan þá
var hann mjög áhugasamur um
tíðindi þaðan. Minn trausti vinur
er nú farinn til móts við hana
Önnu Lísu sem var eina ástin hans
í lífinu, hún mun taka vel á móti
honum þar sem hún er. Minningin
lifir um einstakan vin. Fjölskyldu
Guðbjörns sendum við Alma okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur
með þakklæti fyrir allt og allt. Guð
veri með ykkur öllum.
Björgvin og Alma Björk.
Guðbjörn Axelsson
✝ Elínborg Krist-jánsdóttir
fæddist á bænum
Eiði í Eyrarsveit á
Snæfellsnesi 13. júlí
1933. Hún andaðist
á Höfða, hjúkrunar-
og dvalarheimili,
28. maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Sigurður Jónsson,
f. 1901, d. 1969, og
Guðrún Guðný Elísdóttir, f.
1901, d. 1972. Hún var þriðja í
röð sjö systkina en eldri voru
Guðmundur, f. 1928, d. 1995, Jón
Jóhann, f. 1929, d. 2010, Rúrik, f.
1934, Arnór Páll, f. 1935, Jónína
Guðrún, f. 1937, Kristný Lóa, f.
1940, lést í frumbernsku, og auk
þess átti hún eina uppeldissyst-
ur, Jóhönnu Kristínu, f. 1947.
Þann 29. október 1955 giftist
Elínborg Trausta Jónssyni, f. 8.
ágúst 1930, frá Hellnum á Snæ-
fellsnesi, d. 14. febrúar 2014.
Foreldrar hans voru Elínborg
Sigurðardóttir, f. á Stakkhamri í
Miklaholtshreppi 1889, d. 1988,
og Jón Kristjánsson, f. á Hellis-
sandi 1878, d. 1948.
Börn Trausta og Elínborgar
Indíana Rós og Ólafur Ernir. 3)
Sigrún, f. 12.9. 1958, maki Guð-
mundur Árnason. Börn þeirra:
a) Elínborg, f. 1976, maki Kjart-
an Þorsteinsson. Börn þeirra eru
Thelma Björk, Eygló Sunna og
Íris Ósk. b) Snorri, f. 1978, maki
Ína Dóra Ástríðardóttir. Börn
þeirra eru Nökkvi, Andri og
Fríða. c) Sigríður. f. 1982, dætur
hennar eru Ronja, Bella og Ísa-
dóra. 4) Dröfn, f. 21.4. 1968,
maki Þorsteinn Bárður Sigur-
geirsson. Börn þeirra: a) Sigrún
Lóa, f. 1993, maki David Soller,
f. 1984, dóttir þeirra er Sophia.
b) Magnús, f. 1997. c) Sigurgeir,
f. 1999.
Elínborg ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Eiði. Að loknu
skyldunámi lá leiðin í Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli í
Dölum. Að því loknu vann hún
eitt ár á símstöðinni í Grund-
arfirði. Þá réð hún sig sem hús-
hjálp hjá sr. Sigurði Einarssyni
og frú í Holti undir Eyjafjöllum
og vann í Skógaskóla einn vetur.
Elínborg og Trausti hófu bú-
skap á Akranesi árið 1954 og
bjuggu alla tíð á Akranesi. El-
ínborg vann við fiskvinnslu sam-
hliða húsmóðurstörfum og
barnauppeldi. Árið 1973 byrjaði
hún að vinna á Sjúkrahúsi Akra-
ness sem starfsstúlka og lauk
sinni starfsævi þar árið 2003.
Útför Elínborgar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 21. júní
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
eru: 1) Jón Kristján,
f. 19.1. 1955, maki
Sigríður Þórarins-
dóttir. Börn þeirra:
a) Þórarinn Ægir, f.
1976, maki Björg
Bjarnadóttir.
Þeirra börn eru
Björgvin Þór og
Sigríður Sól. b)
Trausti Freyr, f.
1979, maki Helena
Rut Steinsdóttir.
Þeirra börn eru Jón Karl Krist-
ján, Tristan Freyr og Kara Líf.
c) Jökull Þór, f. 1982, maki El-
ísabet Stefánsdóttir. Börn þeirra
eru Hafdís Ylfa, Írena Mjöll,
Stefán Þórarinn og Þórunn
Alda. d) Sigurður Sveinn, f.
1984, hans börn eru Maron
Reynir, Melkorka Emilía og
Styrmir Trausti. 2) Kristný Lóa,
f. 26.4. 1956, maki Ólafur Ósk-
arsson. Börn þeirra: a) Jón
Trausti, f. 1974, maki Edda
Björk Kristjánsdóttir. Þeirra
börn eru Diljá Björk, Arnar Ingi
og Hildur Karitas. b) Jóhanna, f.
1977. Hennar börn eru Elvar
Már og Harpa Kristný. c) Karit-
as Ósk, f. 1987, maki Arnór Már
Guðmundsson. Þeirra börn eru
Við fráfall ástkærrar móður
okkar leita margar minningar á
huga okkar. Hún var kletturinn í
okkar uppvexti þar sem pabbi var
oft fjarverandi í langan tíma, sér-
staklega þegar við vorum ung,
hann á vertíð hjá Hval hf. eða á
síld og seinna þegar hann var í
siglingum á sementsflutninga-
skipinu Freyfaxa var mamma
ávallt skipstjórinn á skútunni í
landi.
Góðar minningar eigum við um
útilegur um allt land eftir að for-
eldrar okkar eignuðust bíl. Þá var
bíllinn hlaðinn, skottið fyllt og
toppgrind sett á bílinn svo allt
kæmist með. Tjaldað var við fal-
legt vatn eða á, þar sem hægt var
að renna fyrir fisk og prímusinn
sá um að hita tjaldið.
Mamma var mikil húsmóðir og
handavinnukona. Það sást að hún
lærði margt í húsmæðraskóla til
viðbótar því sem hún lærði í upp-
vextinum af móður sinni, því ekk-
ert vafðist fyrir henni þegar kom
að eldamennsku eða handavinnu.
Allt var saumað í Husquarna-vél-
inni og peysur prjónaðar, það var
ekki hlaupið út í búð til að kaupa
nýtt í þá daga. Oftar en ekki byrj-
aði hún að sauma þegar börnin
voru farin að sofa en það var
hennar næðisstund. Ekki aðeins
saumaði hún og prjónaði á börnin
sín og sjálfa sig, heldur nutu aðrir
góðs af og eftir hana liggja lopa-
peysur, rósasokkar og vettlingar í
flestum heimsálfum sem sendir
hafa verið sem gjafir til vina og
kunningja okkar barnanna.
Hún var mikil fjölskyldukona
og þau pabbi fylgdust náið með
hvað börnin og barnabörnin tóku
sér fyrir hendur, glöddust þegar
vel gekk og stóðu við bakið á þeim
sem þurftu á stuðningi að halda.
Mamma var líka bóngóð með ein-
dæmum, alltaf var pláss fyrir þá
sem þurftu að gista eina og eina
nótt og alltaf hægt að bæta við
gestum í mat. Öll langömmu-
börnin fengu hekluð rúmteppi frá
lang-Ellu eins og þau kölluðu
hana og það er ekki lítið þegar við
tölum um rúmteppi í fullri stærð
og langömmubörnin orðin 29 tals-
ins.
Árið 1977 fengu foreldrar okk-
ar afnot af landi skammt frá
Akranesi þar sem þau komu sér
upp sumarbústað og átti það hug
þeirra alla tíð eftir það. Í byrjun
var gömlu veiðihúsi sem þau
keypu breytt í sumarbústað,
byggt var við hann a.m.k. í tví-
gang og að lokum reistur nýr bú-
staður 1999 þegar ljóst var að þar
rúmaðist ekki lengur ört vaxandi
fjölskylda. Í Sjávarholti var tím-
inn notaður til að planta trjám
sem orðin eru vísir að skógi í dag.
Vorið var heillandi tími í bústaðn-
um, þar sem fylgst var með fugl-
um í tilhugalífinu, hreiðurgerð og
hve margir ungar komust á legg.
Einnig nutu þau þess að ferðast
saman og fóru í nokkrar utan-
landsferðir til Kanarí og svo
seinna að heimsækja yngstu dótt-
ur sína sem búsett er í Danmörku.
Eftir að pabbi dó 2014 fór að
halla undan fæti og heilsan að
gefa sig, hún flutti í Höfða, hjúkr-
unar- og dvalarheimili fyrir réttu
ári, þar leið henni vel og fannst
gott að búa við öryggið sem þar
var. Nú mun pabbi taka á móti
henni í sumarlandinu þar sem þau
ganga saman hönd í hönd eins og
ávallt áður.
Að leiðarlokum viljum við
kveðja ástkæra móður með bæn-
um sem hún kenndi okkur í æsku:
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gæskuríkur geymdu mig
Guð í faðmi þínum.
(Höf. ók)
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(H.P.)
Elsku mamma. Minning þín lif-
ir í hjörtum okkar að eilífu. Hvíl í
friði og hjartans þökk fyrir allt og
allt.
Kveðja,
Jón Kristján, Kristný Lóa,
Sigrún, Dröfn og tengdabörn.
Nú er komið að kveðjustund og
minningarnar streyma fram svo
margar og svo góðar. Hugmyndin
um ömmu og afa sameinuð á ný
kallar fram ljúft bros og hlýju í
hjartað. Amma naut þess alla tíð
að eiga stóran og samrýndan hóp í
kringum sig sem oftar en ekki
sótti hana og afa heim í sumarbú-
staðinn þeirra. Að koma til ömmu
og afa í sumarbústaðinn lét dag-
ana líða, þar var alltaf nóg að
gera, fylgjast með flóði og fuglum,
rölta um holtið, veiða síli eða að-
stoða við verkefni dagsins ásamt
svo mörgu öðru skemmtilegu. Við
áttum saman margar einstakar
stundir og ljúft samband sem við
nú geymum í huga og hjarta. Við
eigum fallegar minningar um
yndislega ömmu með stórt hjarta,
opinn faðm og hlýtt bros. Minn-
ingar sem við og börnin okkar
geymum og gleðjumst yfir að
eiga.
Með þessum línum viljum við
kveðja þig elsku amma:
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð
uns hittumst við aftur heima.
(Höf. ókunnur)
Jón Trausti, Jóhanna,
Karitas Ósk og fjölskyldur.
Elínborg
Kristjánsdóttir